70 likes | 240 Views
ISLEX Íslensk-skandinavísk veforðabók. Halldóra Jónsdóttir Þórdís Úlfarsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Kynning fyrir Félag dönskukennara Reykjavík, 12. mars 2010. ISLEX-orðabókin. Íslensk uppflettiorð, þýðingar á fjórum málum: dönsku, sænsku, norsku bókmáli og nýnorsku
E N D
ISLEXÍslensk-skandinavísk veforðabók • Halldóra Jónsdóttir • Þórdís Úlfarsdóttir • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum • Kynning fyrir Félag dönskukennara • Reykjavík, 12. mars 2010
ISLEX-orðabókin • Íslensk uppflettiorð, þýðingar á fjórum málum: dönsku, sænsku, norsku bókmáli og nýnorsku • Orðabókin lýsir íslensku nútímamáli • Um 50.000 uppflettiorð (meðalstór orðabók) • Mjög mörg orðasambönd og föst orðanotkun, auk notkunardæma • Tenglar í beygingar orða • Tími: 2005 - 2011
Norrænt samstarf • ISLEX er árangur af samstarfi fjögurra Norðurlanda. • Fjórar stofnanir á Norðurlöndum eru aðilar að samstarfinu. • ISLEX tengir saman fimm tungumál og er mikilvægt framlag til málskilnings meðal norrænna þjóða. • Verkefnið stuðlar að menningartengslum milli landanna. • ISLEX er styrkt af norrænum sjóðum. Orðabókin verður öllum aðgengileg og ókeypis á vefnum.
Samstarfsaðilar Ísland: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík Danmörk: Det Danske Sprog- og Litteraturselskab(DSL) í Kaupmannahöfn Norge: Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier í Bergen Sverige: Institutionen för svenska språket í Gautaborg • Hvert land er sjálfstæð starfseining sem ræður þýðendur og yfirlesara til starfa og sér um að fjármagna sinn hluta verksins. • Ríkisstjórnir allra landanna fjögurra fjármagna verkefnið að mestu leyti.
Gagnagrunnur á vefnum • ISLEX er í miðlægum gagnagrunni á vefnum, hýstur hér. • Ritstjórnarvinnan fer fram í öllum löndunum samtímis. • Gagnagrunnurinn nýtist einnig sem samskiptatæki. • Orðabókin er hönnuð fyrir vefmiðilinn en er ekki yfirfærsla bókar á skjá. • Möguleikar vefsins eru nýttir: tenglar (innan og utan ISLEX), myndir, hljóð, margar leitaraðferðir o.s.frv. • Líklegt er að a.m.k. eitt prentað verk fylgi á eftir.
Merkingarflokkar • Unnið er eftir merkingarflokkum en ekki stafrófsröð. Það tryggir betra samræmi í frágangi greina, bæði í íslenska hlutanum og í skandinavísku þýðingunum. • Merkingarflokkar er til dæmis dýr, plöntur, farartæki, veður, úrkoma, landslag, efnafræði, lögfræði, heilsa, útlit, föt, samfélag, starfsheiti o.s.frv. • Flokkarnir eru mörg hundruð. Hver ritstjóri vinnur með 1-3 flokka í einu, hver þýðandi einnig.
Staðan nú og markmið Markmið um framhaldið er sett reglulega. Tekist hefur að mestu að halda áætlunum.