190 likes | 338 Views
Áhrif efnahagskreppunnar á velferð kvenna. Kynning á niðurstöðum samantektar á tölulegum upplýsingum um stöðu kvenna Eva Bjarnadóttir og Eygló Árnadóttir. Verkefnið. S afna saman opinberum tölulegum upplýsingum sem gætu gefið hugmynd um hvort efnahagskreppan hafi áhrif á velferð kvenna.
E N D
Áhrif efnahagskreppunnar á velferð kvenna Kynning á niðurstöðum samantektar á tölulegum upplýsingum um stöðu kvenna Eva Bjarnadóttir og Eygló Árnadóttir
Verkefnið • Safna saman opinberum tölulegum upplýsingum sem gætu gefið hugmynd um hvort efnahagskreppan hafi áhrif á velferð kvenna. • Áhersla á konur - ýmist bornar saman við karla eða við aðrar konur. • Ólík tímabil skoðuð - leitast við að finna gögn sem lýsa stöðunni fyrir og eftir bankahrunið.
Velferð • Velferð kvenna nær yfir mjög vítt svið mála-flokka og því þurfti að ramma verkefnið inn: • Leitað í safn erlendra rannsókna á kynbundnum áhrifum efnahagslægða. • Skilgreiningar hópa Velferðarvaktarinnar á brýnustu málefnum sett í samhengi kynjabreytunnar. • Það sem almennt er vitað um stöðu kvenna á Íslandi.
Spurningalisti • Afrakstur rannsóknarvinnunnar voru 50 spurningar sem skiptust í 15 þemu: • Eignir, skuldir og tekjur kvenna • Konur í greiðsluerfiðleikum • Einstæðar mæður • Fjárhagsaðstæður ungra kvenna • Atvinnuleysi meðal kvenna • Viðkvæmir hópar á vinnumarkaði • Fólk utan vinnumarkaðs • Notkun á heilbrigðisþjónustu • Kynbundið ofbeldi • Áhrif niðurskurðar í heilbrigðismálum • Streita, þunglyndi og álagssjúkdómar • Lyfjaneysla • Veikindafjarvistir frá vinnu • Barnavernd • Viðkvæmir hópar (öryrkjar, fatlaðir, utangarðsfólk)
Gagnaöflun • Ársskýrslur og útgefið efni stofnana og samtaka. Haft var samband við: • Formenn allra hópa Velferðarvaktarinnar • Rannsóknarfólk hjá Háskóla Íslands • Ráðuneyti • Stofnanir • Hagsmunasamtök
Afrakstur gagnaöflunar • Helstu takmarkanir gagnaöflunarinnar voru: • Skortur á kyngreindum upplýsingum • Skortur á tíma/gögn fundust ekki • Þekking okkar sjálfra, þar sem efnið er mjög vítt
Afrakstur gagnaöflunar • Við svöruðum 21 spurningum af þeim sem lagt var upp með, en 12 nýjar spurningar og 2 ný þemu bættust við eftir að gagnaöflun hófst: Fæðingarorlof Fjárhagsvandi heimilanna Kynbundinn launa og valdamunur Einstæðar mæður Kynjaskiptur vinnumarkaður Atvinnuleysi Fólk utan vinnumarkaðs Kynbundið ofbeldi Frjósemi Lyfjaneysla Barnavernd
Frjósemi • Fæðingatíðni hefur aukist. • Fóstureyðingum hefur fjölgað. • Ófrjósemisaðgerðum hefur fækkað. Hlutfall karla og kvenna hefur snúist við, mun fleiri karlar fara nú í slíka aðgerð.
Foreldrar ungra barna • Hámark á fæðingarorlofsgreiðslum bitnar mun fremur á körlum - 45,7 prósent feðra en 19 prósent mæðra. • Tekjur eru lykilatriði í ákvörðun karla um að taka fæðingarorlof. • Lítill kynjamunur á fjölda í fæðingarorlofi en mikill á fjölda sem fá fæðingarstyrk. • Greiðslum til feðra hefur frá 2008 fækkað um 8,9 prósent, en fjölgað um 4,5 prósent til mæðra • Aðallega konur brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Einstæðar mæður • Einstæðar mæður eru 91,4 prósent einstæðra foreldra – sjaldan kyngreint og fátt vitað um stöðu einstæðra mæðra. • Aukin vanskil og lánabyrði í kjölfar kreppu. • Börn, sem sækja áfengis- og vímuefna-meðferð, og börn sem koma við sögu í málum barnaverndarnefnda, búa oftast hjá einstæðum mæðrum.
Fjárhagsvandi heimilanna • Kyngreindar upplýsingar um vanskil lána og leigu takmarkast við einstætt, barnlaust fólk. • Karlar oftar í vanskilum. • Konur eru í meirihluta þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman.
Fjárhagsvandi heimilanna • Konur voru 65% þeirra sem sóttu matarúthlutun - kynbundnar ástæður fyrir að sækja matarúthlutun. • Hlutfall kvenna með tekjur undir lágtekjumörkum hefur hækkað, en körlum fækkað (nema atvinnulausir). • Mikill kynjamunur meðal eftirlaunþega og þeirra sem flokkaðir eru ‘ekki í vinnu’.
Atvinnumarkaður og menntun • Opinber niðurskurður snertir atvinnustöðu kvenna, sem eru meirihluti ríkisstarfsmanna – sérstaklega í umönnunarkerfinu. • Launamunur kynjanna hefur minnkað í kreppunni. Setja í samhengi við miklar launahækkanir karla á útþenslutímanum. • Karlar verða fremur fyrir beinni launaskerðingu, en konur skerðingu á starfshlutfalli. • Háskólanemum hefur fjölgað, körlum hlutfallslega ögn meira en konum. • Atvinnuþátttaka háskólanema breyst kynbundið í kreppunni. Áður unnu fleiri karlar en konur launavinnu meðfram námi, en dæmið hefur nú snúist við.
Atvinnuleysi • Karlar misstu fyrr vinnu en kreppuáhrif á atvinnuleysi kvenna eru lengur að birtast. Sumarið 2010 hafði atvinnuleysi kynjanna jafnast út, en körlum fjölgaði svo aftur. • Sérstaklega mikill kynjamunur hjá 16-24 ára á atvinnuleysisskrá, piltarnir mun fleiri. • Langtímaatvinnuleysi var fyrir hrun meira meðal kvenna, nú jafnast meðal kynjanna. Ætla má að konur verði atvinnulausar lengur. • Karlar í meirihluta atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni hafa kynin reglulega skipst á. • Atvinnulausir karlar eru aðeins ólíklegri til að skrá sig í hvers kyns vinnumálaúrræði. • Töluverður kynjamunur á hópnum sem fellur utan vinnumarkaðs (hefur stækkað í kreppunni) en erfitt er að finna upplýsingar. • Karllægni „mannaflsfrekra framkvæmda“ - búin til störf fyrir karla, en kvennastörf skorin niður.
Heimilisofbeldi • Heimilisofbeldismálum farið fækkað í skráningu lögreglunnar síðan árið 2007. • Metaðsókn í Kvennaathvarfið 2010. • 864 komur 2010 á móti 605 komum 2009 • Viðtölum hefur fjölgað en ekki dvalarkonum • Hlutfall nýrra skjólstæðinga hækkað • Hlutfall erlendra kvenna hækkað mikið
Kynferðisbrot • Virðist ekki hafa fjölgað í kjölfar kreppunnar, samkvæmt þeim gögnum sem aðgengileg eru. • Lögreglumálum hefur fjölgað síðan 2004. • Karlar 96,4% kærðra. • Tíðnin hæst í Vestmannaeyjum 2009. • Fækkun varð á málum Neyðarmótttöku 2010. • Vændismálum hefur fjölgað eftir lagabreytingar 2009.
Barnavernd • Lítið vitað um síðustu tvö ár. Kreppan virðist ekki valda fjölgun barnaverndarmála en eftirköstin geta komið seinna. Tilkynningum vegna vanrækslu fjölgað en fækkað vegna áhættuhegðunar barna. • Tilkynningum til barnaverndarnefnda og skjólstæðingum Barnahúss fjölgar. • Tilkynningar til barnaverndanefnda eru frekar vegna stráka. • Stúlkur í miklum meirihluta sem þolendur kynferðisofbeldis, og eru oftar þunglyndar en strákar.
Lyfjaneysla • Konur eru í meirihluta viðtakenda lyfjaávísana. • Neysla á svefnlyfjum og róandi lyfjum hefur aukist mikið síðan 2006, konur eru 64 prósent þeirra sem fá ávísað slíkum lyfjum. • Notkun á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hefur aukist mikið undanfarin ár, fyrst og fremst meðal fullorðinna og þá sérstaklega kvenna.
Stuttur tími liðinn • Mikilvægt að halda áfram að vakta. • Mikilvægt að kyngreina öll opinber gögn. • Mikilvægt að fylgjast sérstaklega vel og lengi með opinbera geiranum, þar sem áhrifin koma seinna fram og gætir lengur. Ef við þekkjum ekki staðreyndirnar, getum við ekki tekið upplýstar ákvarðanir!