1 / 8

5. kafli Kristintakan bls. 43 – 49

5. kafli Kristintakan bls. 43 – 49. Hvernig sáu Íslendingar fyrir sér lífið og tilveruna? Hvaða trúarbrögð tileinkuðu þeir sér? Norrænir menn komu með menningu sína og lífsviðhorf til Íslands, þar á meðal trúna sem var heiðni.

coye
Download Presentation

5. kafli Kristintakan bls. 43 – 49

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 5. kafli Kristintakan bls. 43 – 49 • Hvernig sáu Íslendingar fyrir sér lífið og tilveruna? • Hvaða trúarbrögð tileinkuðu þeir sér? • Norrænir menn komu með menningu sína og lífsviðhorf til Íslands, þar á meðal trúna sem var heiðni. • Árið 1000 var kristni tekin upp á Íslandi, eftir að Þorgeir Ljósvetningagoði skar úr um það hvor trúin skyldi vera iðkuð. • Þorgeir hafði lagst undir feld í einn dag og hugsað málið og sagði að betra væri að aðhyllast kristni. • Landsmenn yrðu að hafa sameiginlega trú og sömu lög, annars gæti ekki orðið friður í landinu.

  2. Kristintakan frh. • Íslendingabók segir kristintöku Íslendinga merkilega, þar sem að landsmenn hafa tekið kristni með friðsömum hætti. • Víða í Evrópu voru þegnar konunga kristnaðir með valdi. • Þorgeir virðist gera eins konar málamiðlun við heiðna menn og leyfa þeim að rækta áfram ýmsa siði úr heiðni • Trúarskiptin fóru því átakalaust fram á Íslandi. • Sagt er að Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður hans hafi kastað styttum af goðum sínum í foss einn í Skjálfandafljót eftir kristintökuna og fossinn heiti því Goðafoss.

  3. Heiðni • Heiðni var forlagatrú, en samkvæmt henni er líf okkar ákvarðað fyrirfram. Hún var fjölgyðistrú. • Skapanornarnar þrjár réðu lífi fólks, en þær nefndust Urður, Verðandi og Skuld. • Megineinkennin heiðninnar var tvenns konar. • Vættatrú en samkvæmt henni var allt umhverfið lífi gætt. Vættir voru yfirnáttúrulegar verur sem bjuggu í náttúrunni og bar því að umgangast hana með virðingu. • Dæmi um vætti er trú manna á álfa, • huldufólk og drauga sem þekkjast enn • í dag.

  4. Ásatrú • Heiðni samanstóð af fjölda goða og taldist því til fjöl-gyðistrúar. • Óðinn var einn af æðstu goðunum í Ásatrúnni, goð hernaðar og skáld- skapar. Mest tignaður af höfðingjum og skáldum • Þór þrumugoðinn, sterkastur allra, verndaði bæði menn og goð. Mest dýrkaður allra goða á Íslandi. • Frjósemisgoðið Freyr réð árferði, Freyja var ástargyðja • Heiðnir menn heiðruðu goð sín með blóti, þeim til dýrðar

  5. Kristin trú • Stór hluti Norður-Evrópu var heiðinn þegar landnám Íslands átti sér stað. • Kristni var ríkjandi trú í Suðvestur-Evrópu í upphafi víkingaaldar, en var að sækja í sig veðrið. • Kaþólska kirkjan hélt því fram að kristni væri hin eina rétta trú og ættu menn að snúa baki við heiðninni. • Kristin trú hafði aðeins einn sannan guð, eingyðistrú. • Norrænir menn kynntust kristni um árið 800. • Norðurlöndin urðu fyrst kristin á 10. og 11. öld þegar norrænir konungar tóku til við að kristna þegna sína.

  6. Kristin trú frh. 1 • Margir landnámsmenn höfðu haft kynni af kristni í Bretlandi, og voru sumir landnámsmenn kristnir þegar þeir námu hér land. • Auður djúpúðga var ein af þeim og lét hún reisa mikla krossa og hélt uppi bænahaldi á Krosshólum. • Þórður víðförli var fyrsti Íslenski trúboðinn og ferðaðist ásamt þýskum trúboða um landið um 980 • Ólafur Tryggvason Noregskonungur ákvað að kristna Íslendinga, en þeir létu ekki tilleiðast, þar til að Ólafur hélt fjórum höfðingjum eftir og hótaði að drepa þá. • Gissur Teitsson og Hjalti Skeggjason lofuðu konungi að fá Íslendinga til að skírast til kristinnar trúar

  7. Kristin trú frh. 2 • Árið 1000 var kristni samþykkt á Þingvöllum af höfðingjum landsins eftir úrskurð Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða. • Það tók langan tíma að byggja upp kristið samfélag. • Mennta þurfti presta, byggja kirkjur og fræða lands- menn um kristni. • Páfinn er æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar með aðsetur í Róm. • Fyrsti íslenski biskupinn var Ísleifur Gissurarson í Skálholti 1056. Árið 1106 var Jón Ögmundsson vígður að Hólum í Hjaltadal.

  8. Kristin trú frh. 3 • Kristnin færði okkur Íslendinga ýmislegt, t.d. menntun, með skólahaldi á seinni hluta 11. aldar og fór kennslan fram á heimilum höfðingja. • Íslendingar kynntust fyrst ritmenningu og bókmenntum með kristin tökunni. • Menntamenn lærðu allt á latínu og og skrifuðu á því máli. • Klaustur risu víða um land á 12. öld, sem skiptust í munka- og nunnuklaustur. • Nunnur og munkar héldu uppi bænahaldi, stunduðu bókagerð og önnuðust sjúka og aldraða.

More Related