80 likes | 343 Views
5. kafli Kristintakan bls. 43 – 49. Hvernig sáu Íslendingar fyrir sér lífið og tilveruna? Hvaða trúarbrögð tileinkuðu þeir sér? Norrænir menn komu með menningu sína og lífsviðhorf til Íslands, þar á meðal trúna sem var heiðni.
E N D
5. kafli Kristintakan bls. 43 – 49 • Hvernig sáu Íslendingar fyrir sér lífið og tilveruna? • Hvaða trúarbrögð tileinkuðu þeir sér? • Norrænir menn komu með menningu sína og lífsviðhorf til Íslands, þar á meðal trúna sem var heiðni. • Árið 1000 var kristni tekin upp á Íslandi, eftir að Þorgeir Ljósvetningagoði skar úr um það hvor trúin skyldi vera iðkuð. • Þorgeir hafði lagst undir feld í einn dag og hugsað málið og sagði að betra væri að aðhyllast kristni. • Landsmenn yrðu að hafa sameiginlega trú og sömu lög, annars gæti ekki orðið friður í landinu.
Kristintakan frh. • Íslendingabók segir kristintöku Íslendinga merkilega, þar sem að landsmenn hafa tekið kristni með friðsömum hætti. • Víða í Evrópu voru þegnar konunga kristnaðir með valdi. • Þorgeir virðist gera eins konar málamiðlun við heiðna menn og leyfa þeim að rækta áfram ýmsa siði úr heiðni • Trúarskiptin fóru því átakalaust fram á Íslandi. • Sagt er að Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður hans hafi kastað styttum af goðum sínum í foss einn í Skjálfandafljót eftir kristintökuna og fossinn heiti því Goðafoss.
Heiðni • Heiðni var forlagatrú, en samkvæmt henni er líf okkar ákvarðað fyrirfram. Hún var fjölgyðistrú. • Skapanornarnar þrjár réðu lífi fólks, en þær nefndust Urður, Verðandi og Skuld. • Megineinkennin heiðninnar var tvenns konar. • Vættatrú en samkvæmt henni var allt umhverfið lífi gætt. Vættir voru yfirnáttúrulegar verur sem bjuggu í náttúrunni og bar því að umgangast hana með virðingu. • Dæmi um vætti er trú manna á álfa, • huldufólk og drauga sem þekkjast enn • í dag.
Ásatrú • Heiðni samanstóð af fjölda goða og taldist því til fjöl-gyðistrúar. • Óðinn var einn af æðstu goðunum í Ásatrúnni, goð hernaðar og skáld- skapar. Mest tignaður af höfðingjum og skáldum • Þór þrumugoðinn, sterkastur allra, verndaði bæði menn og goð. Mest dýrkaður allra goða á Íslandi. • Frjósemisgoðið Freyr réð árferði, Freyja var ástargyðja • Heiðnir menn heiðruðu goð sín með blóti, þeim til dýrðar
Kristin trú • Stór hluti Norður-Evrópu var heiðinn þegar landnám Íslands átti sér stað. • Kristni var ríkjandi trú í Suðvestur-Evrópu í upphafi víkingaaldar, en var að sækja í sig veðrið. • Kaþólska kirkjan hélt því fram að kristni væri hin eina rétta trú og ættu menn að snúa baki við heiðninni. • Kristin trú hafði aðeins einn sannan guð, eingyðistrú. • Norrænir menn kynntust kristni um árið 800. • Norðurlöndin urðu fyrst kristin á 10. og 11. öld þegar norrænir konungar tóku til við að kristna þegna sína.
Kristin trú frh. 1 • Margir landnámsmenn höfðu haft kynni af kristni í Bretlandi, og voru sumir landnámsmenn kristnir þegar þeir námu hér land. • Auður djúpúðga var ein af þeim og lét hún reisa mikla krossa og hélt uppi bænahaldi á Krosshólum. • Þórður víðförli var fyrsti Íslenski trúboðinn og ferðaðist ásamt þýskum trúboða um landið um 980 • Ólafur Tryggvason Noregskonungur ákvað að kristna Íslendinga, en þeir létu ekki tilleiðast, þar til að Ólafur hélt fjórum höfðingjum eftir og hótaði að drepa þá. • Gissur Teitsson og Hjalti Skeggjason lofuðu konungi að fá Íslendinga til að skírast til kristinnar trúar
Kristin trú frh. 2 • Árið 1000 var kristni samþykkt á Þingvöllum af höfðingjum landsins eftir úrskurð Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða. • Það tók langan tíma að byggja upp kristið samfélag. • Mennta þurfti presta, byggja kirkjur og fræða lands- menn um kristni. • Páfinn er æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar með aðsetur í Róm. • Fyrsti íslenski biskupinn var Ísleifur Gissurarson í Skálholti 1056. Árið 1106 var Jón Ögmundsson vígður að Hólum í Hjaltadal.
Kristin trú frh. 3 • Kristnin færði okkur Íslendinga ýmislegt, t.d. menntun, með skólahaldi á seinni hluta 11. aldar og fór kennslan fram á heimilum höfðingja. • Íslendingar kynntust fyrst ritmenningu og bókmenntum með kristin tökunni. • Menntamenn lærðu allt á latínu og og skrifuðu á því máli. • Klaustur risu víða um land á 12. öld, sem skiptust í munka- og nunnuklaustur. • Nunnur og munkar héldu uppi bænahaldi, stunduðu bókagerð og önnuðust sjúka og aldraða.