210 likes | 798 Views
5. Kafli: Þekjukerfi. Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir. Þekjukerfi. Húð og tengdar einingar (hár, kirtlar og neglur) mynda þekjukerfi Húðin er stærsta líffæri líkamans Yfirborð um 2 m 2 Þyngd 4.5 – 5 kg Meðalþykkt 1-2 mm (0.5 – 4mm). Hlutverk húðar. Vernd
E N D
5. Kafli: Þekjukerfi Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir
Þekjukerfi • Húð og tengdar einingar (hár, kirtlar og neglur) mynda þekjukerfi • Húðin er stærsta líffæri líkamans • Yfirborð um 2 m2 • Þyngd 4.5 – 5 kg • Meðalþykkt 1-2 mm (0.5 – 4mm)
Hlutverk húðar • Vernd • Gegn varmatapi og vökvatapi úr líkama • Gegn umhverfisáhrifum eins og sýklum, áverkum, efnum, vatni (söltu og fersku) og geislum • Stjórnun líkamshita • Skynjun • Blóðgeymsla • Útskilnaður (excretion) • Frásog (absorbtion) • sum lyf og efni geta frásogast um húð • Ónæmi (immunity) • Myndun D-vítamíns
Lagskipting húðarinna • Húðin er úr tveim lögum • epidermis (yfirhúð) og • dermis (leðurhúð) • Undirhúð / húðbeður (subcutis / hypodermis) • tengir dermis við undirlag
Epidermis • Epidermis er úr marglaga flöguþekju • Lagið endurnýjast út frá frumuskiptingum í neðsta laginu (botnlagi = stratum basale) • Við frumuskiptingarnar flytjast eldri frumur ofar í lagið og fyllast af hyrni (keratíni) • Efst er hyrnislag (stratum corneum) úr dauðum hyrnisfrumum • Epidermis er þykkast í lófum og á iljum
Frumur í epidermis • Keratínfrumur (keratinocytes) (90%) • Þekjufrumur sem fyllast af hyrni og deyja • Sortufrumur (melanocytes) (8%) • Mynda melanín sem flyst til þekjufrumna og ver kjarna þeirra fyrir útfjólubláum geislum • Merkels frumur • Tengjast skyntaugafrumum (snertiskyn) • Langerhansfrumur • Hvít blóðkorn sem stunda agnaát (varnarkerfi)
Dermis • Gert úr þéttum óreglulegum bandvef með kollageni og teygjuþráðum • Tengist við epidermis með nabbalagi • Tauga- og æðaríkt • Inniheldur hár, svita- og fitukirtla • Flest skynfæri húðarinnar eru staðsett í dermis
Húðlitur • Litarefni í húð • Melanín: brúnt, myndað af sortufrumum í yfirhúð • Karótín: gulrautt, í hornlagi og fitu í dermis og subcutis • Ef lítið er af litarefni í epidermis er húðin bleik vegna blóðrauða (æðarnar í dermis) • Sjúkleg einkenni koma oft fram í húðlit: • Fölvi • Roði • Blámi • Gula
Líffæri húðar • Líffæri húðar: • Hár (pilus) • Kirtlar (svita-, fitu-, eyrnamergskirtlar) • Neglur • Líffæri húðar þroskast út frá epidermis á fósturstigi
Hár • Hlutverk hárs er að vernda • Hár er gert úr dauðum samrunnum keratínfrumum • Hárhlutar: • hárleggur (pilus) stendur upp úr yfirborði • hársrót nær niður í dermis og subcutis • hárslíður þekur hársrótina • Hárreisvöðvar og fitukirtlar tengjast hárslíðri • Hárreisvöðvum er bæði hita- og taugastjórnað • Ný hár verða til við frumuskiptingar neðst í hársrót • Hvert hár gengur í gegnum vaxtarfasa og hvíldarfasa áður en það dettur af
Fitukirtlar • Fitukirtlar mynda húðfitu (sebum) sem vatnsver, sýklarver og mýkir húðina • Fitukirtlar opnast inn í hárslíður • nema á vörum og ytri kynfærum þar sem fitukirtlar opnast beint út á yfirborð) • Húð ilja og lófa er án fitukirtla
Svitakirtlar • Skiptast í tvo flokka: • Apocrine kirtlar • Staðsettir í handakrikum og á kynfærasvæði • Taka til starfa á kynþroskaskeiði • Opnast inn í hárslíður • Mynda slímkenndan svita • Er tauga- og hormónastjórnað • Eccrine kirtlar • Þéttastir á enni, lófum og iljum • Mynda vatnskenndan svita • Er hitastjórnað (kælibúnaður líkamans)
Neglur • Hlutverk • Vernd • Til að höndla smáa hluti og klóra sér • Gerðar úr dauðum keratínfrumum • Naglhlutar • Naglbolur á yfirborði • Naglrót undir yfirborði • Naglmáni • Naglaband á mótum naglar og húðar • Lausarönd fremst • Naglavöxtur verður við frumuskiptingar í matrix
Þáttur húðar í viðhaldi á líkamshita • Eitt af hlutverkum húðar er að viðhalda stöðugum líkamshita (37°C) • Í húðinni eru hita- og kuldanemar sem senda boð til stjórnstöðva í undirstúku heilans (hypothalamus) • Líkamshita er stjórnað með sjálfletjandi afturvirkni (negative feedback): • Ef líkamshiti hækkar: • stjórnstöð sendir boð til svitakirtla og æðaveggja svitamyndun og æðavíkkun • Ef líkamshiti lækkar: • samdráttur verður í æðum húðar og hárreisivöðvum (gæsahúð)
LLaf Lagskipting Í epidermis Fjórar frumugerðir