30 likes | 192 Views
4. kafli Atvinna. Kreppan kom fyrst til Íslands 1931 og stóð til 1940. Birtist helst í sölutregðu á útflutningsafurðum, gjaldeyriskorti, samdrætti í atvinnulífinu og miklu atvinnuleysi.
E N D
4. kafli Atvinna • Kreppan kom fyrst til Íslands 1931 og stóð til 1940. Birtist helst í sölutregðu á útflutningsafurðum, gjaldeyriskorti, samdrætti í atvinnulífinu og miklu atvinnuleysi. • Með hernáminu hófust brátt stórfelldar framkvæmdir og fengu nú margir atvinnulausir vinnu á ný. Iðnaðarmenn, verkamenn og konur allt fékk fólkið vinnu.
Fólk utan af landi streymdi til Reykjavíkur og húsnæðisskortur varð áberandi. Fólk fór í Bretavinnuna, þannig að brátt vantaði fólk í hefðbundnar atvinnugreinar. • Ríkisstjórnin þurfti að biðja setuliðið að draga úr framkvæmdum til að fá fólk á innlendan atvinnumarkað.
Íslendingar stórgræddu á hernáminu. Velmegun ríkti. Atvinna var næg og við sátum ein að fiskimiðum landsins. Allur afli seldist og verð fór hækkandi. • Í lok stríðsins áttu Íslendingar háar upphæðir í breskum bönkum.