190 likes | 426 Views
Íslenska tvö Kafli 3, bls. 167-171. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Þrjú skeið íslenskunnar Hljóðdvalarbreytingin á 16. öld. Mikil breyting varð á sérhljóðakerfinu á 16. öld.
E N D
Íslenska tvöKafli 3, bls. 167-171 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Þrjú skeið íslenskunnarHljóðdvalarbreytingin á 16. öld • Mikil breyting varð á sérhljóðakerfinu á 16. öld. • Þá breyttust reglur um lengd sérhljóða þannig að lengd hætti að vera „skorðuð“ og merkingargreinandi en fór nú eingöngu eftir umhverfi sérhljóðsins: • Sérhljóð er langt ef eitt eða ekkert samhljóð fer á eftir því: • fara [fa:ra] • trú [thru:] • Sérhljóð er stutt ef tvö eða fleiri samhljóð fara á eftir því (og ef samhljóðið sem á eftir fer er langt): • fars [fars] • trúss [thrus:]
Þrjú skeið íslenskunnarHljóðdvalarbreytingin á 16. öld • Eftir hljóðdvalarbreytinguna var sérhljóðakerfið orðið eins og við þekkjum það í dag: • 8 einhljóð (i, í, e, u, ú, a, ö, o) • 5 tvíhljóð (æ, á, au, ó, ei) • Orð sem áður voru aðgreind í framburði með lengd sérhljóðs einni saman, s.s. far og fār, hljómuðu nú eins.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar fleiri sérhljóðabreytingar • Áður hefur verið minnst á stóra brottfall sem varð á frumnorrænu málskeiði (um 600-800): • Þá féllu stutt ónefkveðin sérhljóð brott í áherslulausum atkvæðum. • Þetta hafði það í för með sér að fjölmörg orð styttust: • *horna > horn • *gastiR > gestr • *dagaR > dagr • Við þetta urðu til ýmsar óþjálar hljóðarunur í enda orðs: • hestr • íslenskr • fegrð • Í lok 13. aldar fór að bera á u-innskoti í enda slíkra orða.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar fleiri sérhljóðabreytingar • Í byrjun 14. aldar fór framburður sérhljóða á undan –ng og –nk að breytast. • Menn fóru að bera fram „breiðan sérhljóða“ á undan þessum samhljóðasamböndum: • langa > „lánga“ • banki > „bánki“ • Nokkru síðar varð sams konar breyting á sérhljóðum sem stóðu á undan –gi í orðum eins og lagi og stigi: • lagi > „laíi“ • stigi > „stíi“
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar fleiri sérhljóðabreytingar • Fyrir 15. öld hófst afkringing y hljóðsins. • y fór þá smám saman að líkjast i í framburði eins og raunin er nú. • Þessari breytingu var að mestu lokið um 1600. • Aðgreiningu i og y er þó enn haldið í stafsetningu. • Í einhverjum tilfellum þróaðist y í u í framburði og enn segja margir spurja og kjurr þegar ritað er spyrja og kyrr.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Í fornu máli voru samhljóð svipuð í framburði og þau eru nú. • Þó er óvíst hvort munurinn á p, t, k annars vegar og b, d, g hins vegar hefur verið sá sami og nú er. • Snemma á 14. öld hvarf v á undan r í framburði. • vríða > ríða • Á svipuðum tíma hafa k og t í enda áherslulítilla orða orðið að g og ð. • ek > eg > ég • þat > það • hvat > hvað
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Á 14. öld breyttust langt l (ll) og n (nn) í dl og dn í framburði: • falla > „fadla“ • tónn > „tódn“ • Þó ekki á eftir stuttu hljóði: • bann • fönn • Nokkru síðar styttust löng r (rr) og s (ss): • bjórr > bjór • ljóss > ljós
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Um svipað leyti urðu þátíðarmyndir sagna sem enduðu á -aði að –di: • talði > taldi • fylgði > fylgdi • Eitthvað var einnig um nafnorð sem enduðu á –ði eða –ð. Þau tóku að sama skapi upp endinguna –di eða –d: • ynði > yndi • synð > synd • Seint á 14. öld varð kn- í upphafi orða að –hn • knífur > hnífur • kné > hné
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Um 1700 varð hv- í upphafi orða að kv-: • hvernig > „kvernig“ • hvolpur > „ kvolpur“ • Sama breyting varð einnig í færeysku og norsku. • Enn eimir þó eftir af hinum forna framburði hér á landi, þ.e. í Skaftafellssýslum.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Beyging fallorða og sagna í íslensku hefur eitthvað breyst frá fornmáli. • Þær breytingar sem orðið hafa eru þó mun minni en þær breytingar sem orðið hafa í nágrannamálunum. • Íslendingar halda t.d. enn í fjögur föll á fallorðum. • Einnig eru enn þrjú kyn í íslensku.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Nafnorð • Fallbeyging orða á borð við læknir og hellir breyttist á 15.-17. öld. • Um 1400 fór að verða vart við –r endingu í aukaföllum. • Um 1600 fór einnig að bera á –r endingunni í fleirtölu. • Málvöndunarmenn á 19. öld náðu að snúa þessari þróun við. • Einstök orð höfðu einnig aðra fallbeygingu til forna en þau hafa nú:
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Sagnir • Nokkrar breytingar hafa orðið á sagnbeygingu í tímans rás. • Nokkrar sagnir sem áður voru sterkar eru nú veikar:
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Sagnir, frh. • Beyging einstakra sagna hefur einnig breyst:
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Fornöfn • Meginbreytingin á flokki fornafna frá fornmáli til nútímamáls er hvarf tvítölu úr málinu. • Fram að 1600 var greint á milli tveggja og fleiri í notkun persónufornafna og eignarfornafna. • Við = 2 (ég og einn annar) þið = 2 (þú og einn annar) • Vér = 3+ (ég og tveir eða fleiri þér = 3+ (þú og tveir eða fleiri) • Upp úr 1600 hvarf þessi aðgreining. • Við og þið fenguð almenna fleirtölumerkingu (2+). • Farið var að nota vér og þér í hátíðlegri merkingu.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Fornöfn, frh. • Eignarfornöfnin okkar og ykkar beygðust þannig í fornmáli:
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Lýsingarorð • Á 13.-14. öld féll j í stofni sumra lýsingarorða brott í ýmsum föllum allra kynja: • fátækjan (þf.) > fátækan • ríkjan (þf.) > ríkan • Stuttu síðar féll einnig v á brott í sömu stöðu tiltekinna lýsingarorða: • styggvan > styggan • röskvan > röskan • Á 16. öld hætti þágufall fleirtölu lýsingarorða í veikri beygingu að hafa sérstaka mynd og orðin urðu eins í öllum föllum: • frá hinum spökum mönnum > frá hinum spöku mönnum
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Breytingar í setningagerð • Setningakerfi íslensku hefur lítið breyst frá fornmáli. • Þó hefur at- endingin fallið brott. • Þessi ending var notuð á svipaðan hátt og atviksorðið ekki í nútímamáli. • Í fornmálinu var endingunni skeytt aftan við sagnir eða persónufornöfn. • Hún styttist oft í –t á eftir sérhljóði eða –a á undan samhljóði. • skalattu (skal + at + tu) = þú skalt ekki • sagðit (sagði + (a)t) =sagði ekki • Þessar endingar koma einkum fyrir í kveðskap og formlegu lagamáli en eru sjaldgæfar í sögum.
Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Breytingar í setningagerð, frh. • Í fornmáli merkti orðasambandið að vera búinn að viðkomandi væri tilbúinn til e-s. • Á 17. öld breyttist merking orðasambandsins í þá átt sem hún er í nútímamáli. • Orðið jú er ekki til í fornmáli. • Sennilega kemur það ekki inn í málið fyrr en á 17. öld. • Viltu ekki tala við mig? • Já = já, ég vil ekki tala við þig (ég vil ekki tala við þig!) • Nei = nei, það er ekki rétt að ég vilji ekki tala við þig (ég vil tala við þig!)