1 / 19

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 167-171

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 167-171. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Þrjú skeið íslenskunnar Hljóðdvalarbreytingin á 16. öld. Mikil breyting varð á sérhljóðakerfinu á 16. öld.

joie
Download Presentation

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 167-171

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 3, bls. 167-171 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Þrjú skeið íslenskunnarHljóðdvalarbreytingin á 16. öld • Mikil breyting varð á sérhljóðakerfinu á 16. öld. • Þá breyttust reglur um lengd sérhljóða þannig að lengd hætti að vera „skorðuð“ og merkingargreinandi en fór nú eingöngu eftir umhverfi sérhljóðsins: • Sérhljóð er langt ef eitt eða ekkert samhljóð fer á eftir því: • fara [fa:ra] • trú [thru:] • Sérhljóð er stutt ef tvö eða fleiri samhljóð fara á eftir því (og ef samhljóðið sem á eftir fer er langt): • fars [fars] • trúss [thrus:]

  3. Þrjú skeið íslenskunnarHljóðdvalarbreytingin á 16. öld • Eftir hljóðdvalarbreytinguna var sérhljóðakerfið orðið eins og við þekkjum það í dag: • 8 einhljóð (i, í, e, u, ú, a, ö, o) • 5 tvíhljóð (æ, á, au, ó, ei) • Orð sem áður voru aðgreind í framburði með lengd sérhljóðs einni saman, s.s. far og fār, hljómuðu nú eins.

  4. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar fleiri sérhljóðabreytingar • Áður hefur verið minnst á stóra brottfall sem varð á frumnorrænu málskeiði (um 600-800): • Þá féllu stutt ónefkveðin sérhljóð brott í áherslulausum atkvæðum. • Þetta hafði það í för með sér að fjölmörg orð styttust: • *horna > horn • *gastiR > gestr • *dagaR > dagr • Við þetta urðu til ýmsar óþjálar hljóðarunur í enda orðs: • hestr • íslenskr • fegrð • Í lok 13. aldar fór að bera á u-innskoti í enda slíkra orða.

  5. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar fleiri sérhljóðabreytingar • Í byrjun 14. aldar fór framburður sérhljóða á undan –ng og –nk að breytast. • Menn fóru að bera fram „breiðan sérhljóða“ á undan þessum samhljóðasamböndum: • langa > „lánga“ • banki > „bánki“ • Nokkru síðar varð sams konar breyting á sérhljóðum sem stóðu á undan –gi í orðum eins og lagi og stigi: • lagi > „laíi“ • stigi > „stíi“

  6. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar fleiri sérhljóðabreytingar • Fyrir 15. öld hófst afkringing y hljóðsins. • y fór þá smám saman að líkjast i í framburði eins og raunin er nú. • Þessari breytingu var að mestu lokið um 1600. • Aðgreiningu i og y er þó enn haldið í stafsetningu. • Í einhverjum tilfellum þróaðist y í u í framburði og enn segja margir spurja og kjurr þegar ritað er spyrja og kyrr.

  7. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Í fornu máli voru samhljóð svipuð í framburði og þau eru nú. • Þó er óvíst hvort munurinn á p, t, k annars vegar og b, d, g hins vegar hefur verið sá sami og nú er. • Snemma á 14. öld hvarf v á undan r í framburði. • vríða > ríða • Á svipuðum tíma hafa k og t í enda áherslulítilla orða orðið að g og ð. • ek > eg > ég • þat > það • hvat > hvað

  8. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Á 14. öld breyttust langt l (ll) og n (nn) í dl og dn í framburði: • falla > „fadla“ • tónn > „tódn“ • Þó ekki á eftir stuttu hljóði: • bann • fönn • Nokkru síðar styttust löng r (rr) og s (ss): • bjórr > bjór • ljóss > ljós

  9. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Um svipað leyti urðu þátíðarmyndir sagna sem enduðu á -aði að –di: • talði > taldi • fylgði > fylgdi • Eitthvað var einnig um nafnorð sem enduðu á –ði eða –ð. Þau tóku að sama skapi upp endinguna –di eða –d: • ynði > yndi • synð > synd • Seint á 14. öld varð kn- í upphafi orða að –hn • knífur > hnífur • kné > hné

  10. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á samhljóðum • Um 1700 varð hv- í upphafi orða að kv-: • hvernig > „kvernig“ • hvolpur > „ kvolpur“ • Sama breyting varð einnig í færeysku og norsku. • Enn eimir þó eftir af hinum forna framburði hér á landi, þ.e. í Skaftafellssýslum.

  11. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Beyging fallorða og sagna í íslensku hefur eitthvað breyst frá fornmáli. • Þær breytingar sem orðið hafa eru þó mun minni en þær breytingar sem orðið hafa í nágrannamálunum. • Íslendingar halda t.d. enn í fjögur föll á fallorðum. • Einnig eru enn þrjú kyn í íslensku.

  12. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Nafnorð • Fallbeyging orða á borð við læknir og hellir breyttist á 15.-17. öld. • Um 1400 fór að verða vart við –r endingu í aukaföllum. • Um 1600 fór einnig að bera á –r endingunni í fleirtölu. • Málvöndunarmenn á 19. öld náðu að snúa þessari þróun við. • Einstök orð höfðu einnig aðra fallbeygingu til forna en þau hafa nú:

  13. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Sagnir • Nokkrar breytingar hafa orðið á sagnbeygingu í tímans rás. • Nokkrar sagnir sem áður voru sterkar eru nú veikar:

  14. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Sagnir, frh. • Beyging einstakra sagna hefur einnig breyst:

  15. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Fornöfn • Meginbreytingin á flokki fornafna frá fornmáli til nútímamáls er hvarf tvítölu úr málinu. • Fram að 1600 var greint á milli tveggja og fleiri í notkun persónufornafna og eignarfornafna. • Við = 2 (ég og einn annar) þið = 2 (þú og einn annar) • Vér = 3+ (ég og tveir eða fleiri þér = 3+ (þú og tveir eða fleiri) • Upp úr 1600 hvarf þessi aðgreining. • Við og þið fenguð almenna fleirtölumerkingu (2+). • Farið var að nota vér og þér í hátíðlegri merkingu.

  16. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Fornöfn, frh. • Eignarfornöfnin okkar og ykkar beygðust þannig í fornmáli:

  17. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Lýsingarorð • Á 13.-14. öld féll j í stofni sumra lýsingarorða brott í ýmsum föllum allra kynja: • fátækjan (þf.) > fátækan • ríkjan (þf.) > ríkan • Stuttu síðar féll einnig v á brott í sömu stöðu tiltekinna lýsingarorða: • styggvan > styggan • röskvan > röskan • Á 16. öld hætti þágufall fleirtölu lýsingarorða í veikri beygingu að hafa sérstaka mynd og orðin urðu eins í öllum föllum: • frá hinum spökum mönnum > frá hinum spöku mönnum

  18. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Breytingar í setningagerð • Setningakerfi íslensku hefur lítið breyst frá fornmáli. • Þó hefur at- endingin fallið brott. • Þessi ending var notuð á svipaðan hátt og atviksorðið ekki í nútímamáli. • Í fornmálinu var endingunni skeytt aftan við sagnir eða persónufornöfn. • Hún styttist oft í –t á eftir sérhljóði eða –a á undan samhljóði. • skalattu (skal + at + tu) = þú skalt ekki • sagðit (sagði + (a)t) =sagði ekki • Þessar endingar koma einkum fyrir í kveðskap og formlegu lagamáli en eru sjaldgæfar í sögum.

  19. Þrjú skeið íslenskunnarNokkrar breytingar á beygingarkerfinu • Breytingar í setningagerð, frh. • Í fornmáli merkti orðasambandið að vera búinn að viðkomandi væri tilbúinn til e-s. • Á 17. öld breyttist merking orðasambandsins í þá átt sem hún er í nútímamáli. • Orðið jú er ekki til í fornmáli. • Sennilega kemur það ekki inn í málið fyrr en á 17. öld. • Viltu ekki tala við mig? • Já = já, ég vil ekki tala við þig (ég vil ekki tala við þig!) • Nei = nei, það er ekki rétt að ég vilji ekki tala við þig (ég vil tala við þig!)

More Related