1 / 25

18. Kafli: Öndunarkerfið

18. Kafli: Öndunarkerfið. Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir. Hlutverk öndunarkerfisins. Viðheldur réttum styrk súrefnis og koltvísýrings í blóði Hjálpar til að viðhalda réttu pH gildi blóðs Hefur lyktarnema Hreinsar, hitar og rakamettar innöndunarloftið Hljóðmyndun.

kynthia
Download Presentation

18. Kafli: Öndunarkerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 18. Kafli: Öndunarkerfið Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir

  2. Hlutverk öndunarkerfisins • Viðheldur réttum styrk súrefnis og koltvísýrings í blóði • Hjálpar til að viðhalda réttu pH gildi blóðs • Hefur lyktarnema • Hreinsar, hitar og rakamettar innöndunarloftið • Hljóðmyndun

  3. Skipting öndunarkerfisins • Skipting eftir staðsetningu • Efri öndunarfæri • nef og kok • Neðri öndunarfæri • barkakýli, barki, berkjur og lungu • Skipting eftir starfsemi • Leiðsluhluti • tekur ekki þátt í loftskiptum: • nef, kok, barkakýli, berkjur, berklingar og endaberklingar • Öndunarhluti • tekur þátt í loftskiptum • öndunarberklingar, blöðrusytrur og lungnablöðrur

  4. Nef (nasus) • Ytra nef (nasus externus) • er gert úr brjóski og húð, fóðrað með slímhimnu • opnast út um ytri nasir (nares) • Innra nef (nefhol / cavum nasi) • tengist afholum nefs (sinus paranasales) og nefkoki með koknösum • hlutverk nefhols er að hita, hreinsa, rakametta og lyktarskynja innöndunarloftið

  5. Kok (pharynx) • Hefur slímuklæddan vöðvavegg • Skiptist í • Nefkok (nasopharynx) • Munnkok (oropharynx) • Barkakýliskok (laryngopharynx) • Nefkok • Er aftan við nefhol • Tilheyrir öndunarkerfi eingöngu • Munnkok og barkakýliskok • Eru aftan við munnhol og barkakýli • Tilheyra öndunarkerfi og meltingarkerfi

  6. Barkakýli (larynx) • Tengir kok (pharynx) og barka (trachea) • Er framan við 4.-6. hryggjarlið • Er gert úr brjóskhlutum, m.a.: • Cartilago thyroidea (skjaldbrjósk) • Cartilago cricoidea (hringbrjósk) • Cartilago epiglottica (barkaspeldi) • Í barkakýli er aðsetur raddbanda • Þegar loft flæðir milli raddbandanna titra þau • Við titringinn myndast hljóð • Barkaspeldi lokar leiðinni niður í barka við kyngingu

  7. Barki (trachea) • Nær frá barkakýli að 5. brjóstlið • þar skiptist hann í tvær aðalberkjur • Er staðsettur framan við vélinda • Er gerður úr sléttum vöðvavef og 16-20 brjóskskeifum • opni hlutinn snýr að vélinda • Er klæddur falskri marglaga bifhærðri stuðlaþekju

  8. Berkjutréð • Barki (trachea) greinist í tvær  • Aðalberkjur (bronchus principalis/1° bronchi) sem greinast í  • Blaðaberkjur (bronchus lobares/2° bronchi), tvær til vinstra lunga og þrjár til hægra lunga sem greinast í • Geiraberkjur (bronchus segmentales/3° bronchi) sem greinast í • Berklinga (bronchioli) sem greinast í • Endaberklinga (terminal bronchioli) sem kvíslast í • Öndunarberklinga (bronchioli respiratorii) sem opnast inn í  • Blöðrusytrur (ductus alveolares) sem opnast inn í klasa af  • Lungnablöðrum (alveoli)

  9. Lungu (pulmones) • Pöruð líffæri í brjóstholi • Lungnatoppur (apex pulmonis) snýr upp • Lungnagrunnur (basis pulmonis) snýr að þind • Hægra lunga hefur 3 lungnablöð (lobi), en vinstra lunga hefur 2 blöð • Hvert lungnablað er gert úr smærri bleðlum (lobuli) • í hverjum lobuli er vessaæð, slagæðlingur, bláæðlingur, endaberklingur, öndunarberklingur, blöðrusytrur og lungnablöðrur • Skipti á súrefni og koltvísýringi eiga sér stað yfir þunnar himnur lungnablaðra og háræða

  10. Lungnablöðrur (alveoli) • Í lungum eru um 300 milljón lungnablöðrur • Yfirborð er samtals um 90m2 • Frumugerðir í lungnablöðrum • Flögulaga þekjufrumur • Mynda bollalaga lungnablöðrur • Surfactant myndandi frumur • Surfactant er efni sem minnkar yfirborðsspennu í lungum og hindrar að þau falli saman • Átfrumur (macrophagar) • Hreinsa lungun • Himnur lungnablaðra og háræðar lungnanna eru nánast samvaxnar í örþunna öndunarhimnu • Öndunarhimnan er aðeins um 0.5µm þykk

  11. Fleiðrur (pleura) • Lungnafleiðra (pleura pulmonalis ) þekur lungun að utan • Veggfleiðra (pleura parietalis) þekur brjóstvegg að innan • Fleiðruhol (cavum pleurae) er á milli fleiðranna • Undirþrýstingur í fleiðruholi heldur lungum upp að brjóstveggnum • Ef opnast inn í fleiðruhol, hverfur þessi undirþrýstingur og lungun falla saman (loftlunga)

  12. Loftun (pulmonary ventilation) • Við loftun verða skipti á lofti milli andrúmslofts og lungnablaðra • loft flæðir frá svæði með þrýsting yfir á svæði með minni þrýsting • Loftun verður vegna öndunarhreyfinga • innöndun • útöndun

  13. Innöndun (inhalation) 1. Samdráttur í þind og ytri millirifjavöðvum veldur stækkun á brjóstholi • við áreynsluinnöndun (djúpa innöndun) eru fleiri vöðvar notaðir 2. Lungun fylgja brjóstveggnum eftir og rúmmál þeirra stækkar 3. Við það fellur þrýstingur í lungnablöðrum og verður lægri en þrýstingur andrúmslofts 4. Loft streymir niður í lungu undan þrýstingsfallanda

  14. Útöndun (exhalation) 1. Ytri millirifjavöðvar og þind slaka á og rúmmál brjósthols minnkar • við áreynslulausa útöndun eru ekki notaðir vöðvar • við áreynsluútöndun eru innri millirifjavöðvar og kviðvöðvar líka virkjaðir 2. Lungun fylgja brjóstveggnum eftir og rúmmál þeirra minnkar 3. Við það eykst þrýstingur í lungnablöðrum og verður hærri en þrýstingur andrúmslofts 4. Loft flæðir úr lungum undan þrýstingsfallanda

  15. Lungnarýmdir • Öndunarloft (tidal volume) = loftmagn í einum andardrætti • Viðbótarloft (inspiratory reserve volume) = það loft sem má bæta við eftir eðlilega innöndun • Varaloft (expiratory reserve volume) = það loft sem er hægt að anda frá sér eftir eðlilega útöndun • Loftleif (residual volume) = það loft sem alltaf er í lungum, fer ef lungu falla saman • Andrýmd (vital capacity) = heildarrúmtak lungna að frádreginni loftleif • Mínútuöndun (minute ventilation) = innandað loftmagn á mínútu (þ.e. öndunartíðni x öndunarloft) • Dautt rými (dead space) = það loft sem er í öndunarveginum og tekur ekki þátt í loftskiptum (u.þ.b. 150 ml)

  16. Loft • Loft er blanda nokkurra lofttegunda • Öndunarlofttegundirnar eru O2 og CO2 • Sérhver lofttegund í blöndunni hagar sér óháð hinum • Heildarloftþrýstingur er samanlagður hlutþrýstingur (P) allra lofttegundanna • Loftþrýstingur andrúmslofts er um 760mmHg • Við loftskipti verður einfalt flæði • sérhver lofttegund flæðir úr hærri hlutþrýstingi í lægri • Hlutþrýstingur O2 og CO2 er ólíkur í andrúmslofti, lungnablöðrum, slagæðum, bláæðum og vefjum

  17. Hlutþrýstingur O2 og CO2 á mismunandi stöðum (sjá fig.18.10)

  18. Ytri öndun (external respiration) • Ytri öndun á sér stað í lungum • Skipti verða á O2 og CO2 milli lungnablaðra og blóðs • Til að O2 flæði geti átt sér stað þarf PO2 í lungnablöðrum alltaf að vera hærra en PO2 í háræðum lungna • Í háræðakerfi lungna flæðir O2 úr lungnablöðrum yfir í blóð, en CO2 til streymir úr blóði til lungnablaðra • O2 snautt blóð mettast af O2 í lungum • Stórt yfirborð lungnablaðra, þunnar rakar himnur og þétt háræðanet tryggir öflug loftskipti í lungum

  19. Innri öndun (internal respiration) • Innri öndun á sér stað í líkamsvefjum • Skipti verða á lofti milli blóðs og vefja • Vefir taka upp O2 og losa sig við CO2 • Eftir því sem bruni er meiri í vefjum, þess hraðari innri öndun

  20. Flutningur súrefnis með blóði • 1.5% súrefnisins flyst frá lungum til vefja uppleyst í plasma • 98.5% flyst bundið blóðrauða (hemóglóbíni, Hb): • Hb + O2 HbO2 • deoxyhemóglóbínoxyhemóglóbín • Í lungum er hlutþrýstingur súrefnis hár • þar mettast Hb af súrefni • Í vefjum er hlutþrýstingur súrefnis er lágur • þar losnar súrefnið frá Hb • Binding O2 við blóðrauðann er auk þess háð hlutþrýstingi koltvísýrings (PO2), pH og hitastigi • PCO2, pH, hiti  tengsl súrefnis og Hb veikjast og súrefnið fer út í vefi Hypoxia = súrefnisskortur í vef

  21. Flutningur koltvísýrings með blóði • Um 7% uppleystur í plasma • Um 23% bundinn próteinum, aðallega blóðrauða • Hb + CO2 HbCO2 • Um 70% sem uppleystar bikarbonat jónir (HCO3-) í plasma • Í vefjum fer CO2 inn í rauðu blóðkornin og fyrir tilstilli ensímsins carbonic anhydrasa (CA) myndast kolsýra, sem klofnar í vetnisjónir og bikarbonatjónir (jafnan gengur til hægri): • CO2 + H2O  H2CO3  H+ + HCO3- • Þegar blóðið kemur til lungna, snýst þetta við (jafnan gengur til vinstri)

  22. Stjórnstöðvar öndunar • Í hvíld notar líkaminn u.þ.b. 200 ml O2/mín • Við áreynslu getur O2 upptakan allt að þrítugfaldast • Stjórnstöðvar öndunar eru í medulla oblongata og pons • Stjórnstöðvar senda boð til öndunarvöðva • Takstöðvar í medulla oblongata hafa inn- og útöndunarsvæði (fig 18.12) • Kjarnar í pons stjórna skiptingu milli inn- og útöndunar • Annar kjarninn styttir innöndun við hraða öndun • Hinn kjarninn lengir innöndun við hæga djúpa öndun

  23. Þættir sem hafa áhrif á hraða og dýpt önduna • Boð frá heilaberki (viljastýrt) • Boð frá efnanemum • breytingar á efnasamsetningu blóðsins hafa áhrif á hraða og dýpt öndunar • efnanemar (central og peripheral) skynja breytingar í styrk O2, CO2 og pH • hækkun á CO2 veldur því að eftirfarandi jafna gengur til hægri: • CO2 + H2O  H2CO3  H+ + HCO3- • við það lækkar pH og öndun örvast

  24. Fleiri þættir sem hafa áhrif á hraða og dýpt öndunar • Limbíska kerfið • Boð frá stöðunemum í liðamótum sem skynja hreyfingu líkamans • Líkamshiti • Sársauki • Erting í öndunarvegi • Innöndunarviðbragð

  25. Áreynsla og öndun • Tíðni og dýpt öndunar eykst við áreynslu • Við áreynslu eykst einnig blóðflæði til lungna og súrefnisflæði úr lungnablöðrum yfir í blóðrás • Við snögga áreynslu verður skyndileg aukning í öndun vegna beinna örvandi boða frá mænukylfu • Við hæfilega áreynslu verður stigvaxandi aukning í öndun vegna breytinga í efnasamsetningu og hitastigi blóðs (aukinn bruni hækkar hita, minnkar súrefni, eykur koltvísýring og lækkar pH gildi blóðs). Þessir þættir örva stjórnstöðvar öndunar

More Related