240 likes | 705 Views
Listir í lífi barna. Listir og barnamenning og áhrif þeirra á líf barna. Listir í lífi barna. Börn hafa mikla þörf fyrir tilfinninga- og trúnaðarsamband við foreldra sína eða aðra uppalendur Í nútíma þjóðfélagi gefst því miður oft lítill tími til að sinna slíkum þörfum
E N D
Listir í lífi barna Listir og barnamenning og áhrif þeirra á líf barna
Listir í lífi barna • Börn hafa mikla þörf fyrir tilfinninga- og trúnaðarsamband við foreldra sína eða aðra uppalendur • Í nútíma þjóðfélagi gefst því miður oft lítill tími til að sinna slíkum þörfum • Flestum öðrum þörfum er þó sinnt, þ.e. heilsugæslu, menntun, fæði og húsnæði
Listir í lífi barna • Mikil áhersla er lögð á vitsmunalegan þroska eða þátt persónuleikans • Þetta er talið gert á kostnað félags- tilfinninga- og siðgæðisþroska barna • Þetta er gert til að gera börn sam-keppnishæf, þ.e. að þau skari framúr og uppfylli væntingar foreldranna
Listir í lífi barna • Þessar kröfur eru ekki alltaf raunhæfar þannig að börnin geta ekki staðist þær • Ef álagið verður of mikið á börnin getur það komið út á tvennan hátt: • A. Þau gera uppreisn og brjótast undan valdi foreldranna • B. Þau gefast upp andlega, glata gleði sinni, fyllast streitu og kvíða
Listir í lífi barna • Witkin: Heldur því fram að um sé að ræða tvo heima. • Hinn ytri og hinn innri heim • Ytri heimurinn: Efnisheimurinn - veruleikinn • Innri heimurinn: Býr innra með fólki, t.d. tilfinningar o.fl.
Listir í lífi barna • Eftir því sem ytri heimurinn er tækni-væddari og flóknari þeim mun minna svigrúm reynist fyrir innri heiminn • Sá heimur er aftur á móti öllum nauðsynlegur til að þroskast eðlilega
Listir í lífi barna • Winnicott: talar líka um tvo heima • Hann segir að á mörkum þessara tveggja heima sé svið sem hann kallar möguleikasvið • Þar sé sköpunarhæfni manna virk og þar þróast jafnframt hæfileikinn til að njóta verka annarra
Listir í lífi barna • Foreldrar/uppalendur geta aðstoðað börn sín á þroskabrautinni: • Það er gert m.a. með því að venja þau snemma við að taka þátt í listsköpun og njóta lista í ýmsu formi
Listir í lífi barna • Börn hafa ríka sköpunarþörf og þurfa útrás fyrir hana • Nægt frelsi og svigrúm til slíkra hluta er talið stuðla að góðri geðheilsu þeirra
Listir í lífi barna • Börn geta lært um eigið samfélag með því að lesa bækur, horfa á leikrit og búa slíkt til sjálf • Mikilvægt er að efnið sé sniðið að þeirra menningarheimi
Listir í lífi barna • Fegurðarskyn barna þroskast við að fást við listsköpun • Það getur hjálpað þeim mikið við að velja og hafna í öllu því auglýsingafári (áreitum) sem er allt í kringum þau
Listir í lífi barna • Spyrja má hvort skólar eigi ekki að sinna þessum þörfum barna, þ.e. bjóða upp á alls kyns listnám og sköpun • Margir foreldrar hafa ekki efni á að senda börn sín í sérstaka skóla til að sinna þessum þörfum (né geta sinnt þeim sjálfir)
Listir í lífi barna • Barnamenning: • Þetta er orð eða hugtak sem oft heyrist í dag og tengist umræðunni um listir og menningu • Þetta stendur fyrir það sem fullorðnir gera fyrir börn og efni sem börnin sjálf hafa samið eða skapað
Listir í lífi barna • Ýmislegt er gert í samfélaginu til að hvetja börn til listsköpunar • T.d. eru haldnar sérstakar myndlista-sýningar, leikrit, börn semja sögur sem lesnar eru í útvarpi, bækur sem börn semja og innihalda ljóð, teikningar og sögur
Listir í lífi barna • Hvað er sköpunarhæfni: • Fræðimenn telja að öll börn (fullorðnir) búi yfir sköpunarþörf • Aftur á móti sé sköpunarhæfnin ekki öllum gefin
Listir í lífi barna • Guilford: taldi að hugsun mætti skipta í tvennt: • Aðhverfa hugsun (convergent thinking) • Sundurhverfa hugsun (divergent thinking)
Listir í lífi barna • Einkenni aðhverfrar hugsunar: • Leitað er að einu réttu svari eða lausn á verkefni • Sundurhverf hugsun: • Þá leitar viðkomandi að mörgum svörum og mörgum mismunandi lausnum
Listir í lífi barna • Sumir vilja telja að sundurhverf hugsun sé það sama og sköpunarhæfni • Þá er átt við að ef einhver sýnir frumleika eða hæfileika á ákveðnum sviðum þá búi sá hinn sami yfir sundur-hverfri hugsun • Ekki eru allir sammála þessu
Listir í lífi barna • Sameiginlegir þættir þeirra sem skarað hafa framúr á einhvern hátt (sköpun eða vísindum) hafa hafa komið fram við rannsóknir á persónuleikum viðkomandi • Greind þeirra er töluvert yfir meðallagi • Þeir eru hugmyndaríkir
Listir í lífi barna • Framhald: • Þeir hafa mikið innsæi og sjá oft óvænt tengsl milli að því er virðist, óskyldra hluta eða hugmynda • Þeir hafa sjálfstæða dómgreind • Þeir eru opnir fyrir nýrri reynslu og eru efagjarnir
Listir í lífi barna • Framhald: • Þeir eru ekki einstrengingslegir • Þeir eiga gott með að þola óvissu • Þeir hafa fjölda áhugamála • Þeir eru hrifnæmir fagurkerar, vinnusamir og viljasterkir • Hafa meira gaman af flóknum viðfangsefnum en einföldum
Listir í lífi barna • Sköpunarferlið sjálft: • 1. Undirbúningur • 2. Meðganga • 3. Hugljómun • 4. Framkvæmd
Listir í lífi barna • Listir og skapandi starf geta hjálpað börnum mikið í flóknum heimi • Þau fá útrás fyrir ýmsar þarfir og tilfinningar • Ýmis sköpun, t.d. teikningar eru mikið notaðar í meðferðarstarfi með börnum
Listir í lífi barna • Innan geðlæknisfræðinnar hefur verið bent á tengsl milli geðklofa og sköpunarhæfni • Ýmsar rannsóknir styðja þetta en svo eru aðrar sem sýna fram á annað