230 likes | 417 Views
Þórunn Blöndal KHÍ Gagnvirk hugsun í gegnum samtöl. ,,Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn” Samskipti og tjáning í skólastarfi Ráðstefna á Akureyri 19. apríl 2008 Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri. 1. B : og var það (bar-) ja
E N D
Þórunn Blöndal KHÍGagnvirk hugsun í gegnum samtöl ,,Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn” Samskipti og tjáning í skólastarfi Ráðstefna á Akureyri 19. apríl 2008 Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri
1. B: og var það (bar-) ja 2. B: það var bæði útlent og (.) íslenskt= 3. A: =nei það var allt innlent þetta var allt innlent 4. B: já 5. B: já 6. A: eitthvað svona (.) pakkað (.) frosið 7. A: þetta var voða mikið kryddaðir kjúklingar 8. A: tilbúnir inn í ofninn 9. B: já 10.A: bara stilla þá á ofninn eða örbylgjuna 11.B: já 12.A: og síðan gastu bara borðað það 13.A: þurftir ekkert að vera að krydda og hreinsa 14.A: og þá fannst mér og lambakjöt og 15.B: já 16.A: og ýmislegt svona 17.B: mhm 18. A: en sko samt var margt þarna 19. A: sem að mér fannst mjög gott 20. A: það var komin ný lifrarkæfa á markaðinn 21. A: sem er svona léttreykt 22. B: jájá (.) hérna lambalifur eða [svína] 23. A: [nei ] 24. A: örugglega [svínalifur] 25. B: [(x ] já 26. A: hún var léttreykt hún var soldið góð 27. B: já 28. A: og (.) svo voru svona kryddolíur 29. A: til dæmis þessi 30. A: ég keypti [x) ] 31. B: [já þú hefur aðeins] 32. B: getað [x)] eitthvað 33. A: [já] 34. A: svo gat maður keypt þessi hérna sko 35. B: já 36. B: jájá 37. A: sem þú borðar ofan á brauð Dæmi – nokkur samvinnuferli (1): ,,Svona léttreykt”
Bakhtin um samtöl “...when hearing others’ speech, we guess its genre from the very first words; we predict a certain length ... and a certain compositional structure; we foresee the end” (Bakhtin 1986:79).
Botnar Þegar við tölum um botna er átt við segð sem er mynduð af tveimur (eða fleiri) þátttakendum í samtali. A byrjar en áður en hann hefur lokið sinni lotu skýtur B inn orði eða setningarbroti og lýkur lotunni fyrir hann. Jafnvel þótt tveir eða fleiri komi að myndun samtalslotunnar verður útkoman að vera heil og vel mynduð setning.
Dæmi - botn (2),,Í Myllunni“ 1. B: gat hann ekki sótt þig sjálfur 2. A: hann mátti ekkert vera að því 3. A: (það var) svo mikið að gera hjá honum 4. B: jájá 5. A: í hérna (.) hann vinnur hjá hérna 6. B: Myllunni 7. A: Myllunni 8. B: jájá
Dæmi – botn (3),,Sýkingu og salmonellu“ 1. A: það er örugglega margt til í þessu 2. A: eins og með þetta með svínakjötið 3. A: þú sérð það bara inn í trúarbrögðum 4. A: af því að við vitum 5. C: já 6. A: að það þarf að sjóða þetta 7. A:og grilla þetta ansi vel 8. C: jú 9. A: til þess að fá ekki 10.B: sýkingu 11.A: sýkingu og salmonellu
Dæmi (4) - samhliða tal,,Í partíinu” 1. D: það var einmitt verið að tala um 2. D:að þú veist 3. D: mörg samtöl hafi verið mjög vel skrifuð 4. D: en það voru [(brill- x) mjög] 5. C: [og hann ] 6. C: var bestur þarna gæinn 7. C: þarna þessi ítalski 8.C: [eða hvað] hann varí 9. D: [já ég ] 10. C: [í boðinu ] 11. D: [í partíinu] 12. C:sem að misskildi allt sem hann sagði
Dæmi – botn (5) ,,Hálftíma eftir að ferjan fór“ 1. B: já slyddu og [eitthvað ((hlær)) ] 2. A: [slyddu og látum ] og hérna (.) keyrðu út af (.) 3. A: og slösuðu sig öll rispuð og tættust upp gallarnir 4. A: og ég veit ekki hvað og hvað 5. B: og svo voru þau bensínlaus (.) 6. B: og það var ekki og þau voru bara með kort og það var engar 7. B: bensínstöðvar opnar sem að (.) skilurðu 8. A: um hánótt 9. D: ji= 10. B: =og eitthvað alls konar vesen 11. D: hvað 12. B: og þau og sko og svo (e-) 13. B: það besta var nú að þau komust 14. B: við illan leik til Seyðisfjarðar (.) 15. A: hálftíma eftir að [ferjan fór ((hlær)) ] 16. B: [ferjan fór en samt hafði ferjunni seinkað] 17. B: um tvo tíma
Dæmi (6)Viðbætur Viðbætur eru oft aukasetningar sem eru algjörlega háðar setningunni á undan; oft er líka um að ræða staka setningarliði sem geta ekki staðið einir en er krækt í undanfarandi setningu 13. B: það besta var nú að þau komust 14. B: við illan leik til Seyðisfjarðar (.) 15. A: hálftíma eftir að [ferjan fór ((hlær)) ] 16. B: [ferjan fór en samt hafði ferjunni seinkað]
Tvær gerðir af viðbótum Viðbætur Viðbætur frá öðrum Sjálfsviðbætur
Dæmi – viðbót frá öðrum (7),,Með Go?“ 1. C: jájá svo fundum við [allar ] lestarferðir og og 2. A: [(ge-)] 3. C: strætóferðir og allan fjandann sko= 4. A: =já 5. C: ef maður nennti að leita að þessu á netinu 6. C: tók smá tíma 7. A: jú það gerir það ((hlær)) 8. C: og þetta með Go sko 9. C: við fundum ódýrustu fargjöldin alla leið (.) 10.A: með þeim 11.C: með Go já 12. A: fóruð þið héðan með þeim 13. C: já og flugum áfram til (Mí-) til Mílanó
Dæmi (8) – viðbót frá öðrum,,Það ódýrasta sko“ 1.C: já og og hvort þú verður yfir helgi 2. C: og eitthvað svona þannig að það er 3. C: sko super saver það er saver (.) 4. C: þegar (u-) two nighter og hvað var 5. C: það (.) það var það var eitthvað svona 6. C: eitthvað fimm sko sortir af fargjöldum sko 7. A: sem þið getið valið um 8. C: já sem að þú reynir alltaf að fá náttúrulega 9. C: það ódýrasta sko 10. A: já
Dæmi (9) – sjálfsviðbót,,Samkvæmt nýju aðalnámskránni“ 1. D: það er alveg jafnt 2. A: er alveg (söm-) alveg sama 3. D: alveg sömu sama val í rauninni= 4. A: =já 5. D: (x) 6. A: ókei (.) 7. D: meira að segja á að vera meira val í níunda bekk 8. D: heldur en tíunda bekk 9. B: já er það 10. D: það eru ellefu tímar 11. D: sem þau eiga að velja í níunda bekk 12. D: en bara tíu tímar í tíunda bekk 13. B: jájá 14. D: samkvæmt nýju aðalnámskránni
Sagt um hlutverk (talaðs) máls í námi á síðustu öld • Guðmundur Finnbogason: Með málinu verðum vér allir hluttakandi í annarra hugsunarhætti . . . Takmarkið er að gera málið að hagfelldu hugsunartæki og hugsunarmiðli nemandans (1932:22). • Lev Vygotsky: Jafnmikilvægt að nota tungumálið í námi og augu og hendur. Sé börnunum ekki leyft að nota málið getur farið svo að þau verði ófær um að vinna verkefnið(1978:26). • Mikhail Bakhtin: Ekki einstaklingurinn heldur „við“ sem sköpum merkingu.
FORELDRAR hafa ekkert að óttast ef börnin þeirra sitja og tala hástöfum við sjálf sig. Bandarísk rannsókn sem Berlingske Tidende greinir frá hefur þvert á móti sýnt fram á að ung börn leysa verkefni sín betur ef þau tala við sjálf sig á meðan. Gagnasafn Mbl. | þri. 8.4.2008 | Daglegt líf Börn hafa gott af því að tala við sjálf sig
SAMNÁM: Samtöl í námi • SAMNÁM – lítið rannsóknarverkefni; verkefni frá Neil Mercer og félögum með leyfi hans. Markmiðið með SAMNÁM var að undirbúa starfandi kennara til þess að • segja börnum til í samskiptum við aðra í hóp svo vinna þeirra verði markvissari • efla hæfileika barnanna til þess að færa rök fyrir máli sínu bæði í hóp og ein og sjálf • efla vitund nemenda fyrir sjálfum sér og öðrum með því að gefa þeim tækifæri til að deila hugmyndum og skiptast á skoðunum um þær á réttlátan og uppbyggilegan hátt • efla samskiptahæfni til þess að hún nýtist þeim í námi – styðji við þeirra eigið nám og gagnist öðrum um leið • gera töluðu máli – samskiptum – hærra undir höfði en verið hefur
Kennsluhættir sem mælt var með í SAMNÁM • Gerið markmiðin fyrir hverja hópvinnukennslustund alveg skýr. • Minnið börnin reglulega á að nota Samskiptareglurnar (reglur sem nemendur koma sér saman um í samvinnu við kennara og hengja upp á vegg) þegar þær hafa verið samþykktar. • Sýnið nemendum dæmi um málfar sem er við hæfi að nota í svona hóp og dæmi um það sem ekki á við. Ræðið við þau um hvernig maður getur hvatt aðra og aukið þeim sjálfstraust. Talið líka um 'hvers vegna' og ' hvernig' spurningar. • Notið spurningar – ekki bara til að athuga hvað þau kunna heldur til þess að leiða þau gegnum þau rök sem liggja að baki svarinu. • Brýnið fyrir börnunum að virða tungumálið og röksemdafærsluna og velta fyrir sér hvort Samskiptareglurnar hafi á einhvern hátt breytt vinnulagi þeirra. Hvaða gagn gera þær? • Farið yfir markmiðin í lok hverrar hópvinnukennslustundar.
Dæmi (10)Hópvinna í 5. bekk fyrir tilsögn 1. A: allt það sem var= 2. B: =allt sem var þrjú 3. A: → nei 4. B: jú 5. A: allt það sem var fjögur það er þrjú 6. C: → nei 7. B: og síðan allt það sem var númer þrjú= 8. A: =allt það sem var númer þrjú er fjögur= 9. C: =nei það er 10.B: allt sem var númer þrjú er tvö 11.A: → nei 12.C: → jú 13.A: nei það er allt sem var númer fjögur það er þrjú 14.C: → nei 15.A: jú (.) og allt það sem var númer þrjú er fjögur 16.C: það er nei 17.A: nei allt það sem var númer þrjú er tvö 18.C: já ég var að meina það 19.B: hey það er allt strákar það er allt það sem er (Samtal: H01-1)
Dæmi (11)Sami hópur eftir tilsögn 1. D: og skólinn er hinumegin við götuna 2. C: já (.) og bílastæðahúsið er þarna bara (.) 3. B: hinumegin við þarna þetta hérna 4. D: já uuu mmm ókei hvert eigum við þá að hafa (.) verksmiðjuna 5. D: við getum hérna einhvers staðar 6. D:→ verksmiðjan má ekki vera nærri [íbúðarhúsum] 7. C: → [íbúðarhúsum] 8. D: → eða skóla vegna hávaðamengunar (.) 9. D: hún ætti að vera nálægt bílastæðahúsinu 10.D: svo fólkið sem vinnur þar geti lagt bílnum sínum þar (Samtal: H01-3)
Hvernig er hægt að meta frammistöðu í samskiptum? Hvað á að meta? Hjá ungum börnum mætti meta þessa þætti: • Á barnið frumkvæði að umræðuefni og getur það spunnið það áfram? • Hlustar barnið vel á aðra? • Á barnið gott með að gera sig skiljanlegt? • Getur barnið lýst eigin reynslu? • Getur barnið gefið fyrirmæli? • Getur barnið vel fylgt fyrirmælum? • Getur barnið breytt um málsnið þegar það talar við ólíka áheryendur? • Getur barnið spurt spurninga? • Getur barnið fært rök að því sem það segir? • Spyr barnið aðra um þeirra skoðun? • Svarar barnið ögrandi spurningum? • Getur barnið tekið á sig hluta ábyrgðar við ákvarðanatöku? • Getur barnið 'hugsað upphátt‘ og deilt hugsunum sínum með öðrum? • Getur barnið íhugað og spunnið út frá svari sem er því ekki að skapi?
Kennari um SAMNÁM ,,Mér fannst verkefnið takast vel og nemendur lærðu mjög mikið á þessu. Í fyrsta verkefninu töluðu allir í kór og reyndu að yfirgnæfa þann næsta og hlustuðu ekki vel á það sem hinir höfðu fram að færa en í síðasta verkefninu var algengt að einhver segði: Hvað finnst þér? og svo var hlustað á svarið. Ég held að til að varanlegur árangur náist þurfi að þjálfa þetta í lengri tíma“.
Heimildir sem tengjast umræðuefninu – beint eða óbeint Bakhtin, Michail M. 1981. The Dialogic Imagination. University of Texas Press, Austin. Bakhtin, Michail M. 1986. Speech Genres & Other Late Essays. Ritstj. Caryl Emerson og Michael Holquist. University of Texas, Austin. Barnes, Douglas og Frankie Todd. 1995. Communication and Learning Revisited. Making meaning through talk. Boynton/Cook Publishers, Pourtsmouth. Green-Vänttinen, Maria. 2001. Lyssnaren i fokus. En samtalsanalytisk studie i uppbackninger. Svenska litteratursällskapet in Finland, Helsinki. Guðmundur Finnbogason. 1932. Hugsun. Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags. Bls. 1–23. Guðmundur Finnbogason. 1994. Lýðmenntun. Hugleiðingar og tillögur. Heimildarrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu. 1. bindi. Ritstj. Loftur Guttormsson. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík. Helga Hilmisdóttir. 2007. Asequential analysis of núand núna in Icelandic conversation. Nordica, Helsinki. [Doktorsritgerð.] Mercer, Neil. 1995. The Guided Construction of Knowledge. Talk amongst teachers and learners. Multilingual Matters, Clevedon. Mercer, Neil. 2000. Words and Minds. How we use language to think together. Routledge, London. Mercer, Neil og Karen Littleton. 2007. Dialogue and the Development of Children’s Thinking. A sociocultural approach. Routledge, London.
Heimildir – frh. Norrby, Catrin. Samtalsanalys. Så gör vi när vi pratar med varandra. Studentlitteratur, Lund. Rogoff, Barbara. 1990. Apprenticeship in Thinking. Cognitive Development in Social Context. Oxford University Press, New York. Sacks, Harvey. 1995. Lectures on Conversation.Volumes I & II. Ritst. G. Jefferson og E. A. Schegloff. Blackwell, Oxford. Steensig, Jakob. 2001. Sprog i virkeligheden. Bidrag til en interaktionel lingvistik. Aarhus universitetsforlag, Århus. Vygotsky, Lev. 1978. Mind in Society. The Development of Higher Psychological Processes. Harvard University Press, London. Vygotsky, Lev. 1986. Thought and Language. MIT Press, London. Wide, Camilla.2002. Perfect in dialogue. Form and functional potential of the vera búinn að + inf. construction in comtemporary Icelandic. PIC Monographs 3, Department of Scandinavian Languages and Literature, University of Helsinki, Helsinki.[Doktorsritgerð.] Þórunn Blöndal. 2004 „Það er ekkert gaman að vinna einn“. Rannsóknarverkefnið SAMNÁM: Í átt að niðurstöðu. Hrafnaþing I. Ritstj. Anna Þ. Ingólfsdóttir, Kristján J. Jónsson og Veturliði Óskarsson. Bls. 120–132. Þórunn Blöndal. 2005a. Lifandi mál. Inngangur að orðræðu- og samtalsgreiningu. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík. Þórunn Blöndal.2005b. Endurgjöf í íslenskum samtölum. Íslenskt mál og almenn málfræði. Bls. 123–145. Þórunn Blöndal. 2008.Turn-final eða (‘or’) in spoken Icelandic. Språk och interaction. Nordica Helsingiensis. Bls. 151–168.