230 likes | 485 Views
Leikur með skugga Þær myndir sem hér fylgja með eru allar af og eftir nemendur í KHÍ. Þegar kemur að því að þið þurfið að búa til umgjörð fyrir atriðin ykkar er skuggaleikur tilvalinn möguleiki. Skuggaleikhús, á sér aldagamla hefð einkum í hinum austræna heimi.
E N D
Leikur með skugga Þær myndir sem hér fylgja með eru allar af og eftir nemendur í KHÍ. Þegar kemur að því að þið þurfið að búa til umgjörð fyrir atriðin ykkar er skuggaleikur tilvalinn möguleiki. Skuggaleikhús, á sér aldagamla hefð einkum í hinum austræna heimi. Það leikræna form sem við höfum notað hér við skólann kýs ég að kalla Leik með skugga. Leikur með skugga, tengir saman myndlist, leiklist (látbragð) og tónlist. Ekki er nauðsynlegt að vera með texta, en það getur verið gaman að tefla saman textagerð með áherslu á tungumálið og bókmenntir. Það sem er kannski skemmtilegast við leik með skugga er að formið getur alveg staðið sjálfstætt og hrifið áhorfendur með sér á vit ævintýranna en verður þó enn áhrifaríkara þegar látbragð og tónlist taka þátt. Þegar þessum greinum er teft saman getur skapast mjög spennandi spuni og leikgleði, þar sem spilað er á, bæði stór og smá form. Það má vinna látbragð með líkamanum, búa til form bæði stór og smá, stíf, létt, gegnsæ, svífandi, form sem gefa frá sér hljóð ofl. Leikur með skugga getur komið inn í margskonar samþættingu kennslu. johanna@khi.is
Leikur með skuggaer afar heppilegt tjáningarform til að uppgötgva eigin sköpunarkraft, og skoða það óvænta sem gerist þegar pappír eða annað efni tekur á sig óvænt form. Efni: Hvítt tjald, myndvarpi. Margskonar pappír, silki,sníða,gegnsær pappír,(sellofan) einnig kemur margskonar annað efni til greina, hnífar, skæri, nálar, prjónar, lím, franskur rennilás. mjó prik, t.d. blómapinnar 60-100 sm langir, því lengri því minna sést í stjórnandann Til þess að gera formin áhrifaríkari er upplagt að klippa eða gata með prjóni eða nál í hluta af þeim til að hleypa ljósinu í gegn. Pappír sem er léttur hefur meiri hreyfanleika og svif í sér, sem gerir leikinn meira lifandi. Þegar formið er tilbúið er franskur rennilás límdur á það. Og einnig er franskur rennilás settur á blómapinna. Fínn á formið og grófur á pinnann eða öfugt. johanna@khi.is
Möguleikar myndvarpa í sköpun umhverfisstemningar: • Hægt er að setja allt mögulegt ofan á myndvarpann sem er ljósgjafinn: • Litaglærur sem skapa skemmtilega litastemningu. • Klippa út ýmiskonar form, eða svið sem tengjast “söguþræði”. • Pappír sem búið er að klippa eða gata, (stjörnuhimin). • Langir pappírsstrimlar,gegnsæir (sellofan).sem er sveiflað fyrir innan tjaldið, • skapa hreyfingu og lit. • Skapa hreyfingu, með léttum pappír eða vatni með því að blása með • munninum eða notuð hárþurrka. Láta pappírsklipp fljóta á vatni. • Skál með vatni og mismunandi litir t.d þekjulitir, matarlitir eða olílitir eru settir út • í vatnið í dropatali og látnir blandast saman. • Gostafla til að framkalla gosefekt. Sápukúlur og margskonar tilbúið efni. • Nemendur prófa sig áfram og uppgötgva. johanna@khi.is
Litaleikur johanna@khi.is johanna@khi.is
Litum af sellófanpappír og klipptum formum varpað í loftið af myndvarpa. johanna@khi.is johanna@khi.is
Stúlka leikur á flautu og fiðrildi. johanna@khi.is
Stúlka í krummagervi johanna@khi.is
Stúlka með skæri sem hægt er að hreyfa. Notaðar járnklemmur sem beygðar eru út til sitt hvorrar handar. Fást í bókabúðum.Ein tegundin heitir Hansa. johanna@khi.is
Hestar og víkingur johanna@khi.is
Víkingar á ferð. johanna@khi.is
Víkingar johanna@khi.is
Stórfiskur með liðamót, net utan af lauk eða kartöflum. johanna@khi.is
Hér hefur verið settur litur í vatn til að fá en meiri sjávarstemningu. johanna@khi.is
Kisa á bæjarrölti johanna@khi.is
Kisa með ljós í augum og trýni. Stjórnað með tveimur prikum. johanna@khi.is
Fiðrildi á sveimi johanna@khi.is
Klassískt klipp sem getur komið vel út í skugga. johanna@khi.is
Trjágrein sett á myndvarpa. johanna@khi.is
Dreki johanna@khi.is
Dreki með liðamót johanna@khi.is
KHÍ nemendur með skuggaleikbrúður tilbúnir í sýningu. johanna@khi.is
Skuggaleikur þar sem litaglærur eða sellófanpappír er notaður sem bakgrunnur. johanna@khi.is
Tjaldið nær frá lofti niður í gólf og er bæði leikið með líkamann og brúður. johanna@khi.is