1 / 15

Áskorun Atvinnulífsins

Áskorun Atvinnulífsins. Hörður Arnarson. Ár frá hruninu. Tímabil sem hefur verið íslenskum fyrirtækjum og launþegum mjög erfitt Stærstu vandamálin Alþjóðleg kreppa Hrun bankakerfisins Gjaldeyrishöft Háir vextir Verðbólga v/gengislækkunar Óvissa í eignarhaldi fjölmargra fyrirtækja

oria
Download Presentation

Áskorun Atvinnulífsins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Áskorun Atvinnulífsins Hörður Arnarson

  2. Ár frá hruninu • Tímabil sem hefur verið íslenskum fyrirtækjum og launþegum mjög erfitt • Stærstu vandamálin • Alþjóðleg kreppa • Hrun bankakerfisins • Gjaldeyrishöft • Háir vextir • Verðbólga v/gengislækkunar • Óvissa í eignarhaldi fjölmargra fyrirtækja • Afleiðingin, aukið atvinnuleysi • Áhrif af alþjóðlegri kreppu sem magnast gríðarlega á Íslandi vegna grundvallar veikleika gjaldmiðilsins og mistaka í stjórn peningamála

  3. Tekist á við kreppuna • Of langan tíma hefur tekið að leysa brýn mál • Flókið/óþekkt verkefni • Þrjár ríkisstjórnir við völd • Hræðsla við að taka ákvarðanir • Engin einföld lausn til • Sveigjanlegur vinnumarkaður • Jafnvel enn sveigjanlegri en búist hafði verið við • Jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna • Veik króna bætir samkeppnistöðu bæði útflutningsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppni við innflutning • Þensla undanfarinna ára á vinnumarkaði horfin • Leysir viðvarandi viðskiptahalla • Rekstrarumhverfi útflutningsfyrirtækja betra en það hefur verið um árabil

  4. Framtíðarhorfur • Efnahagskreppa um allan heim • Horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja eru ekki eins slæmar og margir vilja af láta • Voru heldur ekki eins góðar og menn töldu fyrir nokkrum árum • Leysa þarf brýn séríslensk verkefni sem allra fyrst • Koma á fót virku bankakerfi • Lækka vexti þannig að þeir séu sambærilegir og í Evrópu • Koma á virkum gjaldeyrismarkaði • Skýra þarf eignarhald fjölmargra fyrirtækja, breyta skuldum í hlutafé og oft að afskrifa skuldir • Breytir í flestum tilvikum ekki eðli eða samkeppnisstöðu fyrirtækjanna

  5. Áhrif kreppunnar • Áhrif efnahagshrunsins á atvinnulífið hefur enn sem komið er mest verið í pappírs hagkerfinu en ekki í raun hagkerfinu • Við eigum enn allar okkar auðlindir sem ráða miklu um samkeppnishæfni okkar • Mannauðurinn • Fiskurinn • Orkan • Náttúran • Þegar við höfum leyst séríslensku vandamálin, þá mun öflugt atvinnulíf rísa mjög hratt

  6. Við þurfum erlent fjármagn • Af hverju? • Borga erlendar skuldir • Fjármagna innflutning • Hægt að fá fjármagn inn í landið á þrennan hátt • Útflutningur • Erlend lántaka • Fjárfestingar erlendra aðila • Takmarkaðir möguleikar á erlendri lántöku • Hefur verið ofnotað undanfarin ár • Þurfum að leggja megin áherslu á útflutning • Reynsla annarra landa • Fjárfestingar erlendra aðila einnig jákvæðar • Takmarkaðir möguleikar vegna heimskreppu og orðstírs Íslands

  7. Þurfum skýra framtíðarsýn Skýr markmið Aðgerðir til að ná fram markmiðum Bæði skammtíma og langtíma aðgerðir

  8. Megin markmið • Skapa viðvarandi góð lífskjör á Íslandi • Skýra þarf: • Hvernig skilgreinum við lífskjör • Hvernig tryggjum við ásættanlega skiptingu lífskjara í þjóðfélaginu

  9. Aðgerðir • Leysa séríslensku vandamálin • Bankar, vextir, gjaldeyrismarkaður • Auka áherslu á útflutning • Fyrirtæki í samkeppni við innflutning • Áhersla á þekkingaruppbygginu og fyrirtæki sem byggja á nýsköpun • Menntun • Áhersla á nýtingu náttúruauðlinda • Tryggja stöðug góð starfskilyrði á alþjóðlegan mælikvarða • Aðild að ESB

  10. Aukin áhersla á útflutning • Aukin útflutningur næstu 3-5 árin þarf að koma frá núverandi atvinnugreinum og fyrirtækjum • Útflutningsfyrirtækin eru þó að fást við alþjóðlega kreppu • Getum aukið verðmætasköpun útflutningsgreina a Íslandi í öllum greinum • Fiskvinnslu • Iðnaði • Ferðaþjónustu • Orkufrekum iðnaði • Með sértækum aðgerðum í samráði við útflutningsgreinarnar • Stuðningur í gegnum skattkerfi og fjárfestingar • Mikilvægt að koma í veg fyrir að við missum okkur helstu útflutningsfyrirtæki úr landi. • Sérstök hætta með útflutningsfyrirtæki sem ekki eru tengd nýtingu náttúruauðlinda

  11. Áhersla á þekkingaruppbyggingu • Mikilvægt að leggja áherslu á menntun og rannsóknir • Lykilatriði til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma • Beina fólki frá atvinnuleysi til menntunar • Stuðningur við stofnun nýrra fyrirtækja og áhersla á stofnun sprotafyrirtækja nauðsynlegur en mun þó ekki hafa áhrif á útflutningstekjur fyrr en eftir 5 ár • Þau tækifæri sem við náum ekki að grípa á næstu árum vegna kreppunnar gætu orðið mesta varanlega tjónið í íslenska hagkerfinu

  12. Nýsköpun í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi • Yfirleitt fá margir sömu hugmyndina á svipuðum tíma • Þarf að bregðast skjótt við • Gluggi opnast • Framþróun í grunntækni skapar nýjar forsendur • Breyttar þarfir viðskiptavina kalla á nýja tækni • Gluggi lokast • Sá sem er fyrstur á svæðið nýtur ákveðins forskots • Nýsköpun varin með einkaleyfum • Reynsla hefur mikið að segja við vöruþróun • Hér á landi býrnú kynslóð manna með mikla reynslu í vöruþróun og alþjóðlegri markaðssetningu • Mikilvægt að vera fljótur að skynja nýja strauma • Forsenda stórra breytinga • Drifið áfram af tækni • Reynsla getur verið hindrun

  13. Nýting orkuauðlindanna • Eigum einstaka endurnýjanlega græna orku • Þó ekki ótakmarkaða • Skapar okkur varanlegt samkeppnisforskot við uppbyggingu orkufreks iðnaðar • Eftirspurn eftir grænni orku mun án efa verða meiri en framboð á komandi árum • Mun leiða til hærra verðs og aukinnar arðsemi orkufyrirtækja • Þarf að skapa yfirsýn og sátt um virkjunarkosti með rammaáætlun • Nýjar virkjanaframkvæmdir eru þó erfiðar um þessar mundir vegna takmarkaðs aðgangs að lánsfé og umfangsmikilla framkvæmda undanfarinna ára

  14. Samantekt • Við þurfum að trúa því að við getum náð árangri • Að við getum uppfyllt sameiginlega framtíðarsýn • Sjá tækifæri úr ógnunum • Við þurfum að hafa jákvæðan viðskiptajöfnuð í langan tíma • Aukinn útflutningur • Við þurfum að þora að taka ákvarðanir sérstaklega stjórnvöld • Fjölmiðlar og almenningur þurfa að styðja ákvarðanir • Atvinnulífið þarfnast þess að stjórnmálamenn í öllum flokkum leggi pólitík til hliðar og fari að stjórna landinu

  15. Takk fyrir

More Related