150 likes | 422 Views
Íslenska tvö Kafli 4, bls. 218-227. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Mállýskur. Mállýska Málvenja sem bundin er ákveðnum landshluta eða ákveðnum hópi (stétt) fólks. Mállýskur geta verið: landfræðilegar Noregur stéttbundnar Bretland
E N D
Íslenska tvöKafli 4, bls. 218-227 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Mállýskur • Mállýska • Málvenja sem bundin er ákveðnum landshluta eða ákveðnum hópi (stétt) fólks. • Mállýskur geta verið: • landfræðilegar • Noregur • stéttbundnar • Bretland • Landfræðilegur mállýskumunur er yfirleitt litinn jákvæðum augum og menn vilja varðveita hann. • Stéttbundinn mállýskumunur getur hins vegar verið hamlandi.
Mállýskur • Norrænu tungumálin (danska, norska, sænska íslenska og færeyska) eru öll runnin undan sömu rót. • Þessi tungumál eru meira og minna skiljanleg innbyrðis og því mætti líta svo á að þau séu mismunandi mállýskur sama tungumáls! • Þó er töluverður munur á vesturnorrænum málum (íslenska, norska, færeyska) og austurnorrænum málum (danska, sænska). • Sjá dæmi á bls. 219 í kennslubók. • Íslenska og færeyska hafa varðveitt hið forna beygingarkerfi best.
Mállýskur • Í öllum norrænum málum nema íslensku er töluverður landfræðilegur mállýskumunur. • Mállýskumunur hér á landi er hins vegar lítill samanborið við önnur norræn mál. • Sumir ganga svo langt að segja að mállýskur séu ekki til á Íslandi. • Þó er talað um norðlenskan framburð, vestfirskan framburð o.s.frv.
Mállýskur • Mállýskumunur á Íslandi er fyrst og fremst landfræðilegur og tengist framburði. • Gerðar hafa verið tvær stórar rannsóknir á íslenskum framburðarmállýskum: • Rannsókn Björns Guðfinnsonar á 5. áratug síðustu aldar. • Rannsókn Höskuldar Þráinssonar og Kristjáns Árnasonar, Rín, um 1980. • Samanburður á rannsóknunum leiðir í ljós að íslenskar framburðarmállýskur eru hverfandi.
MállýskurHarðmæli / linmæli • Munur á harðmæli og linmæli felst í því hvort menn bera fram lokhljóðin p, t, k fráblásin eða ófráblásin á eftir löngu sérhljóði í innstöðu orða: • abi api • fada fata • aga aka • Harðmæli tíðkast á Norðurlandi, einkum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. • Sjá mynd af helstu útbreiðslusvæðum harðmælis á bls. 221 í kennslubók. • Harðmæli er því hluti af norðlenskum framburði.
MállýskurRaddað / óraddað • Raddaður framburður kallast það þegar hljóðin l, m og n eru rödduð á undan p, t, k. • lampi • úlpa • vanta • Lokhljóðin (p, t, k) sem fylgja á eftir l, m og n eru fráblásin í rödduðum framburði en ófráblásin í hinum óraddaða. • Raddaði framburðurinn er algengastur í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslum. • Sjá mynd af helstu útbreiðslusvæðum raddaðs framburðar á bls. 221 í kennslubók. • Raddaður framburður er því norðlenskt framburðareinkenni.
Mállýskurngl-framburður og bð- gð framburður • ngl-framburður • Þá heyrist g greinilega í framburði orða á borð við dingla. • Þetta er norðlenskt framburðareinkenni. • bð- gð-framburður • Þá eru orðin hafði og sagði borin fram habbði og saggði. • Þetta er norðlenskt framburðareinkenni. • Finnst aðallega í máli eldra fólks.
MállýskurEinhljóðaframburður á undan ng og nk • Þá er borið fram einhljóð („grannur sérhljóði“) á undan ng og nk. • lángur langur • kaunguló könguló • Einhljóðaframburður á undan ng og nk er svokallaður vestfirskur einhljóðaframburður. • Hann var töluvert algengur á Vestfjörðum fyrir 60 árum en er nú hverfandi. • Sjá mynd af útbreiðslusvæði vestfirsks einhljóðaframburðar á bls. 222.
MállýskurEinhljóðaframburður á undan -gi • Þá er borið fram langt einhljóð á undan -ji (stafsett gi). • maji magi • boji bogi • laujin lögin • Einhljóðaframburður á undan –gi er kallaður skaftfellskur einhljóðaframburður. • Sjá mynd af útbreiðslusvæði skaftfellsks einhljóðaframburðar á bls. 222 í kennslubók. • Þeir sem hafa þennan framburð gera t.d. greinarmun á orðunum lögin og laugin í máli sínu.
Mállýskurhv- / kv framburður • Þá er borið fram h í stað k á undan v í framstöðu orða. • kvernig hvernig • kvalur hvalur • Hv-framburður var algengur á Suðausturlandi en hefur nú þokað. • Sjá mynd af helstu útbreiðslusvæðum hv-framburðar á bls. 223 í kennslubók. • Þeir sem hafa þennan framburð gera greinarmun á hvölum og kvölum.
Mállýskurrl – rn framburður • Felst í því að fólk ber fram -rl- og -rn- í innstöðu orða án þess að skjóta -d- hljóði inn á milli. • Árdni Árni • vardla varla • Þessi framburður var bundinn við A-Skaftafellssýslu en er nú því sem næst horfinn hjá ungu fólki.
Mállýskur • Hvers vegna skyldi mállýskumunur á Íslandi vera svo lítill sem raun ber vitni? • Ísland eitt allsherjarríki • eitt ríki einnar tungu • Hreyfing fólks milli sveita og landshluta • íslenskir bændur ekki átthagabundnir • búferlaflutningar tíðir • Áhrif kirkjunnar • Biblían þýdd á íslensku á 16. öld – íslenskt kirkjumál varð til • Alþingi á þingvöllum • Þangað sótti fólk úr öllum landshlutum • Skólar fáir í landinu • Hólar – Skálholt – klaustur • Sterk ritmálshefð • ritöld hófst snemma (um 1100) • handrit endurrituð í fjölmörgum gerðum – voru lesin • Hreintungustefna • hugmyndir um samræmdan opinberan framburð • barátta gegn málbreytingum
Mállýskur • Flámæli • Lítill greinarmunur gerður á: • löngu i og e í innstöðu orða • skyr sker • viður veður • Löngu u og ö í innstöðu orða • flugur flögur • Flámæli var einkum bundið við: • Austfirði, Suðurnes, Reykjavíkursvæðið, Húnavatnssýslur • Flámælinu var útrýmt með sameiginlegu átaki Íslendinga. • Það varðveittist þó lengi í máli V-Íslendinga þar sem það fékk að vera óáreitt.
Mállýskur • Stéttskipt málfar á Íslandi? • Hugsanlega hefur flámælið verið vísir að stéttbundinni mállýsku á Íslandi. • oft notað í bókmenntum til að sýna fram á litla menntun og fáfræði. • Sjá dæmi á bls. 224 í kennslubók. • Það sama má e.t.v. segja um fleiri málbreytingar: • Nýlegar rannsóknir á þágufallssýki og notkun nýrrar þolmyndar. • RÍN rannsóknin frá 9. áratugnum bendir til þess að tengsl séu á milli menntunar og harðmælis á höfuðborgarsvæðinu. • Skýrmæli / ofvöndun?