860 likes | 1.44k Views
2. Krítverjar bls. 1-6 (gl.2). Mínos fékk sent sænaut frá sjávargu ð inum Póseidon sem hann átti a ð fórna en fórna ð i í sta ð þ ess lakara nauti. Póseidon reiddist þ essu og kom þ ví til lei ð ar a ð kona Mínosar eigna ð ist son me ð nautinu sem fékk nafni ð Mínótárus.
E N D
2. Krítverjar bls. 1-6 (gl.2) • Mínos fékk sent sænaut frá sjávarguðinum Póseidon sem hann átti að fórna en fórnaði í staðþess lakara nauti. • Póseidon reiddist þessu og kom því til leiðar að kona Mínosar eignaðist son með nautinu sem fékk nafnið Mínótárus. • Ungu fólki frá Aþenu var fórnað í kjaft Mínótárusar en Þeseifur drap skrímslið.
2. Krítverjar bls. 1-6 (gl. 3) • Þeseifur átti að sigla heim undir hvítum seglum ef hann næði að drepa Mínótárus • Þeseifur og Aríaðna, dóttir Mínosar urðu ástfangin en hún varð eftir á eyjunni Naxos og varð kona vínguðsins Díonýsosar. • 1600-1400 f.Kr. aukast samskipti við Mýkenumenn(Akkea). Egear taka upp línuletur B sem tekist hefur að ráða.
3. Mýkenumenn bls. 6-12 (gl. 4) • Mýkenumenn bjuggu syðst á Grikklandi og urðu herrar Eyjahafsins um 1400 f.Kr. • Fólk sem talaði indóevrópskt mál (grísku) kom fyrst til Grikklands um 2000 f.Kr. • Helstu borgríki Mýkenumanna (Akkea) voru Mýkena, Týrins, Argos og Pýlos.
3. Mýkenumenn bls. 6-12 (gl.5) • Hómer var uppi á 8.öld f.Kr. en hann samdi Ilions- og Odysseifskviðu (Hómerskviður) en þær segja frá Trójustríðinu um 1200 f.Kr. • Heinrich Schliemann las Hómerskviður og hóf fornleifauppgröft um 1870 e.Kr. vegna áhuga síns á Trójuborg. Hann fann borgina í Litlu-Asíu og gróf svo upp Mýkenuborg.
3. Mýkenumenn bls. 6-12 (gl.6) • Mýkenumenn voru í upphafi undir miklum áhrifum frá Krít. Byggingastíll var þó frábrugðinn og meiri áhersla á hernað. • Mýkenumenn (Akkear) voru herraþjóð frá um 1400-1100 f.Kr. og stofnuðu margar nýlendur, t.d. á Ródos og Kýpur. • Dórar taka völdin á Grikklandi um 1100 f.Kr. þeir réðu yfir járnvopnum.
II.1. Hellenar bls. 12-15 (gl.7) • Saga Grikkja hinna fornu hefst um 800 f.Kr. en þá fara handiðn, verslun og siglingar að hefjast til vegs að nýju eftir 300 ára hlé. • Útflutningur á járnáhöldum, vopnum, leirkerum og ullarvöru verður áberandi. • Borgríki (pólis) sem ná yfir borg, smáþorp og sveitahérað fjölgar í samræmi við aukinn fólksfjölda.
II.1. Hellenar bls. 12-15 (gl.8) • Í fyrstu er talið að hafi verið konungsstjórn (um 800 f. Kr.) í borgríkjunum en um 700 f.Kr. komst víða á svokölluð höfðingjastjórn (aristókratí). • Víða varð einræði (tyranní) ríkjandi um 600 f.Kr. í kjölfar átaka milli borgarastéttar og höfðingja. • Lýðræðisfyrirkomulag fór aðþróast í sumum borgríkjum á 5.öld f.Kr. (Aþena). • Borgríki risu einnig utan Grikklands.
II.2. Nýlendutíminn bls.15-16 (9) • Grikkir stofnuðu nýlendur á árunum 750-550 f.Kr. Þær tengdust borgríkjum á Grikklandi og seldu þeim korn. • Dæmi um borgir í Evrópu sem upphaflega voru grískar nýlenduborgir eru Barcelona, Marseilles, Napolí, Sýrakúsa og Istanbul. • Með nýlendustofnun dreifðist grísk menning um Miðjarðarhafssvæði.
II.3. Sameining... bls. 16-20 (10) • Grikkir voru sundrungarmenn en áttu þó ýmislegt sameiginlegt eins og tungumál og að telja sig yfir aðra hafna. • Grísku skáldin voru fræg um allt Grikkland og var Hómer frægastur. Auk Hómers má nefna Hesíodos, Saffó og Pindar. • Grikkir áttu sér sameiginlega helgistaði en merkilegastir þeirra voru Delfi og Ólympía.
II.3. Sameining... bls. 16-20 (11) • Keppt var í íþróttum bæði í Delfí og Ólympíu fjórða hvert ár. • Ólympíuleikarnir urðu umfangsmeiri og kepptu frjálsbornir karlmenn (naktir) frá öllu Grikklandi í mörgum greinum. • Ólympíuleikarnir voru ekki bara íþróttaleikar heldur einnig trúarhátíð til heiðurs Seifi.
II.3. Sameining... bls. 16-20 (12) • Fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir árið 776 f.Kr. og miðuðu Grikkir tímatal sitt viðþað. • Síðustu Ólympíuleikarnir voru haldnir árið 393 e.Kr. en voru þá bannaðir af trúarástæðum • Leikarnir voru svo endurreistir með nútímasniði árið 1896.
II.4 Vöxtur Aþenu bls. 20-23 (13) • Borgríkið Aþena var á Attíkuskaga en henni fylgdi hafnarborgin Píreus. Helstu auðlindir voru leir, marmari og silfurnámur. • Íbúarnir voru af jónískum ættum • Í fyrstu var konungsstjórn í Aþenu en seinna voru kosnir arkonar á þjóðfundi sem urðu svo meðlimir í öldungaráðinu. • Stórlandeigendur höfðu einir kosningarétt.
II.4 Vöxtur Aþenu bls.20-23 (14) • Sólon var gerður að arkon um 595 f.Kr. en hann lagði bann við skuldaþrældóm og leysti bændur undan skuldum. • Hann skipti þjóðfélaginu í fjórar stéttir eftir eignum og kom á ráði allra stétta,(400 manna ráðið) sem tók þátt í lagagerð. • Sólon forðaði meðþessu Aþenu frá stéttaátökum og fékk lof fyrir.
II.4 Vöxtur Aþenu bls. 20-23 (15) • Um 560 f.Kr. fóru Aþeningar inn í týrannatímabil en þá komst Peisistratos til valda. • Á þessu tímabili óx Aþena upp í að verða forysturíki og menningarlíf blómstraði. • Kleisþenes efldi svo aftur þjóðfundinn(500 manna ráðið), en hann máttu allir 18 ára frjálsbornir karlmenn sækja, og er hann oft kallaður faðir hins aþenska lýðræðis.
II.5 Sparta bls. 23-24 (15) • Sparta var í Lakóníuhéraði á Pelópsskaga en þar réðu Dórar ríkjum yfir fyrri íbúum sem urðu þrælar þeirra og voru kallaðir helótar. • Hringbyggjar (períókar), bjuggu umhverfis Spörtu og stunduðu verslun og iðnað. • Íbúar Spörtu stunduðu nær eingöngu hernað og ríkið átti allar eignir. 7 ára voru drengir sendir í herbúðir og aldir þar upp.
II.5 Sparta bls. 23-24 (16) • Í öldungaráði Spartverja sátu 28 öldungar með neitunarvald en tveir konungar ríktu ætíð samtímis í Spörtu (fámennisstjórn). • Um 560 f.Kr. stofnuðu Spartverjar Pelópsskagabandalagið. Þeir litu hornauga þau borgríki þar sem lýðræði ruddi sér rúms.
II. 6 Persastríð bls. 24-27 (16) • Um 500 f.Kr. komust grísku borgríkin í kast við Persa sem var þá öflugasta ríki heims. • Persar höfðu lagt undir sig Lýdíu um 550 f.Kr. og náðu þeir því yfirráðum yfir grískum borgríkjum í Litlu-Asíu. • Jónísk borgríki gerðu uppreisn gegn yfirráðum Persa árið 499 f.Kr. og fengu aðstoð frá frændum sínum á Grikklandi.
II. 6 Persastríð bls. 24-27 (17) • Dareios I Persakonungi þótti Aþeningar hafa móðgað sig meðþví að hjálpa nýlendunum og vildi aðþeir sýndu undirgefni sem Aþena gerði ekki. • Hann sendi því herskipaflota til Grikklands árið 490 f.Kr. og tók hann land við Maraþon • Aþeningar höfðu sigur og var sendiboði sendur hlaupandi til Aþenu frá Maraþon.
II. 6 Persastríð bls. 24-27 (18) • Sonur Dareios I., Xerxes tók við Persaveldi og hugði á hefndir en þær drógust á langinn vegna átaka í Egyptalandi. • Grikkir voru ekki á eitt sáttir um hvernig best væri að búa sig undir komandi átök. • Silfurnámur höfðu fundist og undir forystu Þemistóklesar var loks ákveðið að nota gróðann í að smíða 200 herskip.
II. 6 Persastríð bls. 24-27 (19) • Árið 480 f.Kr. kom til mikillar orrustu milli Grikkja og Persa sem endaði með sigri Grikkja á persneska flotanum við Salamis. • Persar náðu að hernema hluta Grikklands og brenndu Aþenuborg. • Árið 479 f.Kr. sigruðu svo grísku borgríkin hernámslið Persa í orrustu við Plateu.
II.7 Stórveldið Aþena bls. 27-28 • Aþena hafði forystu um að stofna deleyska sjóborgasambandið árið 477 f.Kr. og tókst bandalaginu að vinna aftur grísku borgríkin í Litlu-Asíu. • Um 450 f.Kr. má segja að Persastríðum sé lokið. • Með sjóborgasambandinu náði Aþena stjórnmála- og efnahagslegum yfirburðum.
II.7 Stórveldið Aþena bls. 27-28 • Fimmta öldin eða 460-430 f.Kr. (Periklesar- öld) er oft kölluð gullöld Aþenu. • Perikles (strategos autokrator) hafði stuðning frá miðstéttum og lágstéttum en hann hóf launagreiðslur fyrir opinber störf. • Perikles efldi enn meir hag Aþenu og hlúði að menningarmálum og lét t.d. byggja Meyjahofið (Parþenon).
II.8 Pelópsskagastríð bls.28-31 • Pelópsskagastríðið stóð frá 431-404 f.Kr. en í því tókust á Pelópsskagabandalagið og deleyska sjóborgasambandið. • Að einhverju marki má segja að ástæða stríðsins hafi verið útþenslustefna Aþenu. • Stríðið varð langvinnt vegna þess að veldi Aþenu var á sjó en Spartverja á landi.
II.8 Pelópsskagastríð bls. 28-31 • Aþeningar reyndu að svelta Spartverja inni meðþví að koma í veg fyrir kornflutninga. • Árið 430 f.Kr. kom upp drepsótt í Aþenu og í kjölfarið hrökklaðist Perikles frá völdum. • Árið 421 f.Kr. sömdu Aþeningar og Spartverjar frið sem fór út um þúfur. 405 f.Kr. var Aþena sigruð og komið á stjórn týranna en árið 403 var lýðræði komið á.
II.9 Hnignun borgríkja bls. 31-33 • Eftir Pelópsskagastríð var allt Grikkland í sárum og á því högnuðust Persar. • Persar stóðu fyrir hinum svokallaða konungsfriði árið 387 f.Kr. en hann tryggði þeim aftur yfirráð yfir borgríkjum í L-Asíu. • Makedóníumenn högnuðust síðan á átökum Spörtu og Þebu 371 f.Kr. og síðar Spörtu og Aþenu gegn Þebu árið 362 f.Kr.
II.9 Hnignun borgríkja bls. 31-33 • Makedónía sem er fyrir norðan Grikkland var fyrst og fremst landbúnaðarland þar sem konungsstjórn og jarðeignaaðall ríktu. • Árið 359 f.Kr. varð Filippus II. konungur í Makedóníu. • Undir forystu Filippusar varð Makedónía að miklu herveldi sem sigraði sameinaðan her Aþenu og Þebu við Keróneu árið 338 f.Kr.
II. 9 Hnignun borgríkja bls. 31-33 • Filippus fékk Grikki í bandalag með sér, enda réði hann nú Bysantion við Sæviðarsund, og ætlaði að ráðast á Persa. • Hann var myrtur árið 336 f.Kr. og kom þaðþví í hlut sonar hans að hrinda herförinni í framkvæmd en hann hét Alexander mikli.
II.10 Herferð Alexanders bls.33 • Við konungaskiptin í Makedóníu reyndu Grikkir að gera uppreisn en hún var bæld niður af mikilli hörku. • Árið 334 f.Kr. lagði Alexander af stað í herförina og byrjaði á að frelsa grísku borgríkin í Litlu-Asíu eftir að hafa unnið sigur á Persum við Graníkosfljót. • Dareios III. réð ríkjum í Persaveldi.
II.10 Herferð Alexanders bls. 33 • Alexander mætti miklum her Dareiosar III. við Issos árið 333 f.Kr. og hafði sigur. • Því næst vann hann borgina Týros eftir 7 mánaða umsátur. • Alexander frelsaði síðan Egypta, sem höfðu verið undir stjórn Persa, við mikinn fögnuð. • Hann stofnaði borgina Alexandríu við óshólma Nílar.
II.10 Herferð Alexanders bls. 33 • Árið 331 f.Kr. hélt hann loks inn í land og mætti Dareiosi aftur og gjörsigraði hann við Gágamela. • Dareios var myrtur í kjölfarið og Alexander lét brenna Persepolis. • Alexander vildi skapa eitt samstætt ríki úr þeim löndum sem hann hafði unnið. • Hvatti hann Grikki til að flytja til Persíu og kvænast persneskum konum(3ja landnámið)
II.10 Herferð Alexanders bls.33 • Alexander komst til Indusfljóts áður en hann sneri við til að skipuleggja ríki sitt. • Hann ætlaði í annan leiðangur þegar hann lést (úr hitasótt) 33 ára árið 323 f.Kr. • Grísk tunga og menningaráhrif urðu áberandi við austanvert Miðjarðarhaf og grísk menning varð fyrir áhrifum austan að. • Þessi samruni var kallaður hellenismi.
II.11Eftirmenn Alexanders bls.37 • Eftir dauða Alexanders börðust landstjórar hans um hver ætti að taka við. • Ríki hans skiptist í þrjú stórríki, Makedóníu, Sýrland og Egyptaland (hellenísku ríkin). • Makedónía hafði þá sérstöðu að vera þjóðríki og hafði mikil áhrif á Grikkland. • Sýrland var ósamstæðast þessara ríkja (ríki Selevkída) og brotnaði fljótt upp úr því. • Ptólemearnir fóru með völd í Egyptalandi.
II.11Eftirmenn Alexanders bls.37 • Verslun og viðskipti blómguðust mjög í Sýrlandi og varðþar Antíokkía stórborg. • Egyptaland blómstraði á þessum tíma undir Ptólemeunum allt fram á daga Kleópötru. • Þar réði grísk-makedónsk yfirstétt og flutti mikið af Grikkjum og Gyðingum þangað. • Alexandria var fyrsta borgin þar sem mynduðust sérstök Gyðingahverfi.
II.11Eftirmenn Alexanders bls.37 • Í Alexandríu var Múseion, ein helsta menntastofnun á fornum tíma. • Litla-Asía skiptist í mörg smáríki sem stórríkin tókust á um. Eitt þeirra var Pergamon en þar blómstruðu listir og fræði. • Eyjan Rhódos varðþekkt fyrir bankastarfs. • Makedónía var innlimuð í Rómarveldi árið 148, Sýrland 63, Egyptaland árið 30 f.Kr.
III.1 Grísk goðafræði bls. 41 • Grísk goðafræði hefur haft áhrif allt fram á okkar daga, listamenn endurreisnarinnar sóttu innblástur í goðafræðina (myþologia). • Mikilvægasta heimildin um goðafræðina eru Hómerskviður frá 8. öld f.Kr. • Goðsögurnar fléttast oft saman og oft voru fleiri en ein útgáfa í gangi. • Rómverjar fengu í arf guðaheim Grikkja.
III.2 Upphaf... bls.42-43 • Í upphafi var gapandi tóm (Kaos). Síðan kom móðir jörð (Gaia) og myrkir undirheimar (Tartaros). • Gaia gat af sér himininn (Úranos). Þau gátu af sér kýklópa og títana. • Krónos (sem var títan) steypti föður sínum af stóli og gerðist drottnari heimsins.Krónos eignaðist börn með systur sinni Rheu.
III.2 Upphaf... bls. 42-43 • Börn Rheu og Krónosar voru: Seifur (þrumur og eldingar), Hades (huliðshjálm),Póseidon (þríforkur),Demeter, Hestía og Hera. • Krónosi var steypt í undirheima og réðu þá systkinin ríkjum og fékk Seifur himininn, Hades undirheima og Póseidon hafið. • Prómeþeifur bjó svo til mennina úr leir og gyðjan Aþena gaf þeim líf.
III. 2 Upphaf... bls. 42-43 • Seifi þótti lítið til mannanna koma og reyndi að fá Prómeþeif til að afneita þeim. • Sonur Prómeþeifs, Devkalion og kona hans Pyrrha lifðu af syndaflóð sem Seifur sendi. • Devkalion færði Seifi fórn eftir flóðið og fengu þau að skapa nýtt mannkyn.
III. 3 Heimsmynd... bls.43-44 • Samkvæmt goðafræðinni var jörðin kringla sem flaut á sjónum umlukin Ókeanosi. • Vesturmörkin töldu menn vera Gíbraltar en austurmörkin voru Kákasusfjöll. • Í miðjunni var Delfi, nafli alheimsins. • Atlas hélt uppi himinhvelfingunni (Úranos). • Ólympsguðir bjuggu á Ólympsfjalli en þeir voru 12, Seifur og hirð hans.
III.4 Ólympsguðir bls.44-52 • Ólympsguðir voru systkinin Seifur, Hera, Póseidon og Demeter. • Viðþau bættust svo börn Seifs, þau Ares og Hefaistos og svo Aþena, Apollon, Artemis, Afrodíta, Hermes og Díonýsos. • Ólympsguðirnir höfðu allir sitt verksvið og einkenni (attribut).
III.4 Ólympsguðir bls.44-52 • Seifur var æðstur guðanna, og yfirráðasvæði hans var himinninn. • Hann var einnig æðsti vörður laga og reglu og naut aðstoðar réttlætisgyðjunnar Dike. • Einkennistákn: Eldingin, örninn og Ægisskjöldurinn. • Seifur var faðir margra kappa enda átti hann í mörgum ástarævintýrum.
III.4 Ólympsguðir bls.44-52 • Hera, kona Seifs, var drottning himnanna og verndargyðja hjónabandsins. • Einkennistákn: Páfuglinn. • Póseidon var konungur sjávarins og hestar og naut voru helguð honum. Hann var einnig talinn guð jarðskjálfta. • Einkennistákn: Þríforkurinn sem hann ýfði sjóinn með.
III.4 Ólympsguðir bls. 44-52 • Aþena var Seifi kærust barna hans en móðir hennar var Metis (viskan). • Hún var gyðja visku, snilli, hernaðarkænsku, handiðna og lista. • Auk þess var hún verndari borgríkjasamfélagsins og meygyðja. • Einkennistákn: Vopn og herklæði, ugla og stundum Ægisskjöldur Seifs.
III.4 Ólympsguðir bls.44-52 • Apollon var einn ástsælasti guð Grikkja. • Móðir Apollons hét Letó og tvíburasystir Artemis. Þau fæddust á eyjunni Delos. • Hann var guð líkamsfegurðar, hreysti, ljóss, tónlistar, skáldskapar, bogfimi og fleira. • Hann grundvallaði véfréttina í Delfi meðþví að drepa slönguna Pýþon. • Einkennistákn: Harpa, lárviður og bogi.
III.4 Ólympsguðir bls. 44-52 • Artemis, systir Apollons var veiðigyðja, verndari alls ungviðis og fæðingargyðja. • Einkennistákn: Hind, bogi og örvar. • Ares var hernaðarguð Grikkja og guð hinnar óheftu bardagagleði. Hann var sonur Seifs og Heru og heitir Areopagos hæðin í Aþenu eftir honum.
III.4 Ólympsguðir bls. 44-52 • Afródíta var ástargyðjan og gyðja fegurðar, þokka, gróðurs og blóma. Maður hennar var Hefaistos sem þótti ófríðastur Ólympsguða. • Ástarguðinn Eros var sonur Afródítu og oft í fylgd með henni ásamt þokkagyðjunum. • Einkennistákn: Gulleplið, dúfan og rósin.
III.4 Ólympsguðir bls. 44-52 • Hefaistos var guð eldsins og seinna guð handiðna og smíða. Hann var talinn sonur Seifs og Heru og þótti ljótur við fæðingu. • Hliðstæða hans í rómverskri goðafræði var Vulcanus. • Einkennistákn: Húfa handiðnaðarmanna.
III.4 Ólympsguðir bls. 44-52 • Hermes var sendiboði guðanna, en hann var einnig guð mælskulistar, vegfarenda, hjarðmanna, kaupmanna, þjófa og íþrótta. • Hann hafði einnig það hlutverk að fylgja sálum framliðinna til undirheima. • Hann var sonur Seifs og Maju. Hann stal nautum Apollons en gaf honum hörpu. • Einkennistákn: Vængjaskór, sproti og hattur.