160 likes | 507 Views
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-1. 1. Hverjar eru hlöðnu eindirnar í frumeind? Róteindir eru jákvætt hlaðnar og rafeindir eru neitkvætt hlaðnar. 2.Hvaða regla gildir um samkynja og ósamkynja rafhleðslur?
E N D
Rafmagn og segulmagnUpprifjun 3-1 1. Hverjar eru hlöðnu eindirnar í frumeind? Róteindir eru jákvætt hlaðnar og rafeindir eru neitkvætt hlaðnar. 2.Hvaða regla gildir um samkynja og ósamkynja rafhleðslur? Samkynja hleðslur hrinda hver annarri frá sér. Ósamkynja hleðslur dragast hver að annarri.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-1 3. Hvers vegna verður hlutur rafhlaðinn? Rafeindir færast frá einum hlut til annars, venjulega vegna einhverrar röskunar, til dæmis ef þeir verða fyrir núningi. Sá hlutur sem missir rafeindir verður jákvætt hlaðinn. Sá hlutur sem tekur við rafeindum verður neikvætt hlaðinn.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-1 4. Jákvætt hlaðinni eind …………….hlöðnu. Jákvætt hlaðna eindin verður fyrir fráhrindikröftum, en neikvætt hlaðna eindin dregst að eindinni X. • Fráhrindikraftarnir sem verka á jákvætt hlöðnu eindina eru talsvert sterkari en þeir aðdráttarkraftar sem verka á neikvætt hlöðnu eindina. Þetta er svo vegna þess að fjarlægðin til eindar X er mun minni í fyrra tilvikinu.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-2 1. Hvað er stöðurafmagn? Stöðurafmagn stafar af rafhleðslum sem safnast fyrir í hlut. 2. Á hvað þrjá vegu getur hlutur orðið rafhlaðinn? Með núningi, leiðingu og rafhrifum.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-2 3. Hvernig getur þú séð hvort hlutur sem tengdur er rafsjá ber rafhleðslu eða er óhlaðinn? Ef hluturinn ber rafhleðslu sperrast þynnur rafsjárinnar sundur.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-2 4. Hvað er elding? Elding stafar af afhleðslu stöðurafmagns frá skýi til skýs eða frá skýi til jarðar og er eiginlega risavaxinn neisti. 5. Hvað er spenna? Hver er mælieiningin? Spenna er mælikvarði á þá orku sem er fyrir hendi til þess að hreyfa rafeindir. Mælieiningin er volt [V]
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-2 6. Hverju breytti það ef eldingavari væri úr einangrara í stað leiðara? Rafmagn eldingarinnar kæmist ekki niður eftir eldingarvaranum og yrði því að finna sér annan farveg, til dæmis gegnum bygginguna sem eldinarvarinn hefði átt að vernda. Eldingarvari úr einangrar væri því verri en enginn.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-3 1. Hvaða eining er notuð til þess að mæla rafstraum? Amper. 2. Nefndu tvær gerðir tækja sem geta geymt orku. Rafhlaða og rafgeymir.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-3 3. Sýndu formúluna sem notuð er til þess að reikna afl. Afl = spenna ·rafstraumur eða vött = volt ·amper 4. Hvernig er regla Ohms? V = I · R (eða I = V / R)
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-4 1. Hvað er straumrás? Samfelld rás eða braut sem rafeindir geta farið eftir. 2. Berðu saman raðtengda og hliðtengda straumrás. Raðtengd straumrás er þar sem rafeindir geta eingöngu farið eftir einni braut, en í hliðtengdri straumrás geta rafeindir flætt eftir nokkrum mismunandi rásum.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-4 3. Eru bræðivör eða sjálfvör heima hjá þér? Útskýrðu hvernig þessi búnaður verkar. (Hjá flestum eru sjálfvör.) Bræðivör: Málmþráður bráðnar ef of mikill straumur fer gegnum þau. Sjálfvör: Rofi opnast og rýfur straumrásina ef álag verður of mikið.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-5 1. Hvað orsakar segulkraft? Rafhleðslur sem eru á hreyfingu eða snúningur (spuni) rafeinda. 2. Hvað nefnast endar seguls? Norðursegulskaut og suðursegulskaut.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-5 3. Lýstu helstu einkennum segulkrafta. Segulkraftar eru kraftar sem verka milli rafhlaðinna hluta og eru bæði fráhrindi- og aðdráttarkraftar. Þeir eru sterkastir við skaut hvers seguls.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-6 1. Skýrðu þau nánu tengsl sem eru milli segulmagns og rafmagns. Bæði fyrirbærin byggjast á hreyfingu rafeinda. 2. Hvaða munur er á rafsegli og sísegli? Rafsegull er segulmagnaður aðeins skamma stund fyrir tilstilli rafmagns, en sísegull heldur segulmagni sínu.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-6 3. Nefndu dæmi um notagildi rafsegla. Rafseglar eru notaðir í rafhreyflum (rafmóturum) og til þess að lyfta járnhlutum. Dyrabjöllum og víðar.
Rafmagn og segulmagn Upprifjun 3-7 1. Hvernig má framleiða rafmagn með segulmagni? Með því að láta vír hreyfast í segulsviði eða með því að breyta segulsviði sem umlykur vír. 2. Hvaða orkubreyting á sér stað í rafli? Stöðu- og hreyfiorka => vélræn orka => raforka.