110 likes | 245 Views
AÐGERÐARÁÆTLUN Fræðslu- og menntamál. Arney Einarsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Markmið I.
E N D
AÐGERÐARÁÆTLUNFræðslu- og menntamál Arney Einarsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
Markmið I Að bæta arðsemi og samkeppnis-hæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til menntunar, símenntunar og þjálfunar.
Markmið I - aðgerðir • Menntun (símenntun og þjálfun) sé kynnt og haldið á lofti sem einn af hornsteinum framtíðaruppbyggingar íslenskrar ferðaþjónustu í öllum samskiptum SAF við aðildarfyrirtæki sín • Stuðla að auknu og sérhæfðu framboði náms og námskeiða fyrir stjórnendur í greininni á sviði rekstrar og stjórnunar • Stuðla að aukinni sókn stjórnenda og starfsfólks í nám og námskeið með markvissri hvatningu, upplýsingaöflun og upplýsingastreymi. • Hafa frumkvæði að framkvæmd samanburðarrannsókna (benchmarking) við önnur lönd á sviði mennta og fræðslumála. • SAF (fræðslustjóri) veiti félagsmönnum markvisst upplýsingar og ráðgjöf til að sækja um styrki í fræðslusjóði.
Markmið II Að efla ímynd ferðaþjónustu sem áhugaverðs starfsvettvangs í þeim tilgangi að laða fleiri hæfileikaríka og metnaðarfulla einstaklinga til starfa í greininni.
Markmið II - Aðgerðir • Hvetja fyrirtæki í ferðaþjónustu til að móta sí-menntunar- og fræðslustefnu með því m.a. að veita aðstoð eða koma á framfæri upplýsingum um ráðgjöf og aðstoð við mótun slíkrar stefnu. • Stuðla að því að ferðaþjónusta verði sýnileg og sett fram sem áhugaverður starfsvettvangur á náms-kynningum skóla og annarra fræðslustofn-ana, á vefsetrum og hjá náms- og starfsráðgjöfum. • Hafa milligöngu um að koma á samstarfi fyrir-tækja í ferðaþjónustu við fyrirtækierlendis og við samtök og stofnanir á sviði fræðslumála. • Stuðla markvisst að umfjöllun í fjölmiðlum um störf í ferðaþjónustu með viðtölum við einstaklinga í viðkomandi störfum
Markmið III Að skerpa hlutverk SAF sem sameiningartákn í fræðslu-málum og félagið sé virkur þátttakandi, í samstarfi við stjórnvöld og fræðslustofnanir, í umræðu, stefnumörkun og þróun menntunar, símenntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu.
Markmið III - Aðgerðir • Setja fram skýrar kröfur til hins opinbera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila um þarfir ferðaþjónustu á sviði menntunar á öllum skólastigum: starfsnáms, sérhæfðrar símennt-unar, námi fyrir erlent vinnuafl, ófaglærða o.fl • Koma á fót einu Fræðsluráði fyrir ferðaþjónust-una í heild sem starfi á sameiginlegum vett-vangi fræðsluráða annarra atvinnugreina • Koma á nýju starfi fræðslu- ogupplýsinga-fulltrúa SAF sem starfi með fagnefndum við mótun fræðslu- og símenntunaráætlana fyrir allar greinar ferðaþjónustu og sér um fram-kvæmd einstakra aðgerða. • Koma markvisst upplýsingum um framboð fræðslu, þjálfunar og ráðgjafar tilstjórnenda og starfsmanna í ferðaþjónustu á ráðstefnum og fundum, fréttabréfum, á netinu og víðar
Markmið III – Aðgerðir frh. • Stuðla að markvissu og gagnvirku upplýsinga-flæði fráfyrirtækjum í ferðaþjónustu til skóla og fræðslustofnana • Koma á/viðhalda samstarfi við önnur samtökatvinnurekenda um uppbyggingu og kynningu menntunar og þjálfunar í þeim tilgangi að efla samskeppnishæfni íslensks atvinnulífs. • SAF beiti sér fyrir fækkunófaglærðra í grein-inni með því stuðla að uppbyggingu og viður-kenningu starfsnáms á sviði ferðaþjónustu í framhaldsskólum og uppbyggingu formlegrar vinnustaðakennslu í ferðaþjónustu • Kannað verði hvar sé mikilvægast að koma á formlegusamstarfi af hálfu SAF við fræðslu-stofnanir sem tengjast ferðaþjónustu til að geta komið sjónarmiðum best á framfæri.
Markmið IV Að stuðla að aukinni fag-mennsku á sviði starfsmanna-mála í fyrirtækjum í ferðaþjón-ustu og hvetja stjórnendur til að efla menntun, þjálfun og byggja upp skýrari tækifæri til starfs-þróunar í greininni.
Markmið IV - Aðgerðir • Byggja upp fyrirmyndir í starfsmannahandbók varðandi ýmis starfsmannamál fyrir stjórnendur • Fyrirmyndir að mögulegum starfsþróunarferlum í ólíkum starfsgreinum innan ferðaþjónustunnar. • Leiðbeiningar til fyrirtækja um starfsnám, hlutverk og verkefni starfsnema • Leiðbeiningar um ráðningar, móttöku nýliða, starfslok og önnur verkefni á sviði mannauðsstjórnunar. 2. Hvetja fyrirtæki til að byggja upp skýr og sýnileg tækifæri til að þróast í starfi • Skapa hvatningu fyrir fyrirtæki til að vinna markvisst og kerfisbundið í fræðslu og sí-menntunarmálum • SAF taki virkan þátt í viðburðum og kynningum á sviði mennta- og fræðslumála • Á heimasíðu SAF verði komið á starfatorgi eða nematorgi.
Umræður • Forgangsröðun... • Aðrar aðgerðir... • Hver er framtíðarsýn SAF í fræðslu- og menntamálum?