220 likes | 613 Views
Fjölmiðlar skapa heimsmyndina. Fræðimönnum ber alls ekki saman um það hvaða áhrif fjölmiðlar hafa eða hve afgerandi fjölmiðla-áhrif eru á líf einstaklinga. Allir virðast þó sammála um að fjölmiðlar hafa áhrif eins og kemur mjög greinilega fram í því að þeir eru oft kallaðir „fjórða valdið“.
E N D
Fjölmiðlar skapa heimsmyndina • Fræðimönnum ber alls ekki saman um það hvaða áhrif fjölmiðlar hafa eða hve afgerandi fjölmiðla-áhrif eru á líf einstaklinga. • Allir virðast þó sammála um að fjölmiðlar hafa áhrif eins og kemur mjög greinilega fram í því að þeir eru oft kallaðir „fjórða valdið“. • Sennilega má skipta þeim sem hafa skoðun á þessu máli í tvo hópa: • Þá sem telja að áhrif fjölmiðla séu afgerandi. • og þá sem vilja trúa því að áhrif fjölmiðla séu hverfandi. Rakel Sigurgeirsdóttir
Áhrif fjölmiðla • Kenningum um áhrif fjölmiðla má skipta í tvennt: • Kenningum um bein áhrif og óbein áhrif • Bein áhrif • Sprautukenningin (sprautunálskenningin) • Óbein áhrif • Tveggjaþrepakenningin • Notagildiskenningin • Ræktunarkenningin • Geðhreinsunarkenningin Rakel Sigurgeirsdóttir
Rannsóknir á áhrifum fjölmiðla • Hvernig á að standa að rannsóknum á áhrifum fjölmiðla? • Tiltölulega auðvelt að rannsaka fjölmiðlanotkun en hvernig á að mæla áhrifin af notkuninni? • Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar eru svonefndar kjósendarannsóknir og rannsóknir á áhrifum ofbeldis í sjónvarpi. • Fræðimenn eru þó ekki sammála um gildi niðurstaðnanna af þessum rannsóknum. Rakel Sigurgeirsdóttir
Afþreyingarofbeldi Rannsóknir á áhrifum fjölmiðla hafa að miklu leyti beinst að áhrifum svokallaðs afþreyingarofbeldis. Niðurstöður þessara rannsókna má flokka þannig: • Geðhreinsun • Herminám • Styrking • Sljóvgun • Innræting Áhrifum ofbeldis, einkum á börn, hefur líka verið skipt í skammtíma- og langtímaáhrif. Rakel Sigurgeirsdóttir
Skammtímaáhrif fjölmiðla • Mikið áhorf getur valdið líkamlegri og andlegri þreytu. • Atriði sem börn sjá í kvikmynd getur valdið þeim martröð/martröðum. • Ýmis tískufyrirbæri eða „æði“ sem skjóta upp kollinum tengjast beint vinsælum kvikmyndum. • Ýmsir leikir eru beint – eða óbeint hermileikir eftir sjónvarpinu. Rakel Sigurgeirsdóttir
Langtímaáhrif fjölmiðla Ýmsar ytri aðstæður hafa áhrif á það hvort þau koma yfirleitt fram. Þau helstu eru: • Heimilisaðstæður • Menntun foreldra • Aldur barnsins þegar það upplifði það sem kann að hafa áhrif • Árangur þess í skóla • Og hvernig atriðin í fjölmiðlunum eru unnin Rakel Sigurgeirsdóttir
Mismunandi birtingarmyndir ofbeldis • Hættuleg atriði: • Ofbeldi í skjóli góðs málstaðar. • Hversdagslegar deilur leystar með líkamlegu ofbeldi. • Ofbeldistækin eru úr hversdagslegu umhverfi. • Hættulaus atriði • Óraunverulegt umhverfi og persónur. • Ofbeldi sett upp í fáránleika. • Ofbeldi í fréttum. Rakel Sigurgeirsdóttir
Áhrifin sem ofbeldi í sjónvarpi hefur • Áhrif á árásarhneigð • Fórnarlambaáhrifin Skv. Gerbner eru algengustu langtímaáhrifin óttatilfinning og öryggisleysi. • Ónæmisáhrifin koma m.a. fram í skorti á sálrænni getu við að setja sig í spor annarra. • Uppeldisáhrifin koma þannig fram í því að einstaklingurinn lítur á ofbeldi sem farsæla leið til að leysa ágreining. Rakel Sigurgeirsdóttir
Blekkingarnar þrjár • Þetta er bara afþreyingarefni => enginn verður fyrir áhrifum. • Fjölmiðlar endurspegla einungis raunveru-leikann. Kennið þeim þess vegna ekki um heldur samfélaginu. • Sjónvarpið lætur neytandann fá það sem hann vill. Mislíki honum eitthvað þá getur hann bara slökkt á tækinu. Rakel Sigurgeirsdóttir
Efst á baugi • Heimsmynd fjölmiðla. • Hversu áreiðanleg er hún? • Er hún alltaf áreiðanleg? • Hvað þarf að hafa í huga við mat á áreiðanleika? • Fjölmiðlar ákveða hvað er mikilvægt. • Ákveða kannski ekki hvað fólki finnst um hin ýmsu málefni heldur hvað er mikilvægt að hafa skoðun á. • Hvort kemur á undan? Skoðun almennings? eða sú skoðun sem fjölmiðillinn miðlar. • Skoða vel það sem við vitum um fréttir af stríðsátökum á undanförnum árum. Rakel Sigurgeirsdóttir
Samkvæmt notagildiskenningunni • Aðferðafræðin er bundin því að mögulegt sé að skýra fjölmiðlanotkun einstaklingsins á svörum hans. • Fjölmiðlanotkun einstaklinga er markaðsbundin. • Fjölmiðlar eru notaðir til svölunar á þörfum. • Fjölmiðlar eru í samskiptum við aðra þætti samfélagsins. Rakel Sigurgeirsdóttir
Vald fjölmiðla • Það má ekki gleymast að upplýsingarnar sem við tökum við frá fjölmiðlunum mótast af eðli miðilisins. • Media is the message: Merkilegustu skilaboð fjölmiðla eru þeir sjálfir. • Forvitnilegt að skoða hvað er efst á baugi í umræðum almennings og hvað er efst á baugi á dagskrá fjölmiðla. • Eru fjölmiðlar réttnefndir; fjórða valdið? Rakel Sigurgeirsdóttir
Það sem virkar best í sjónvarpi: • Þægilegt fyrir augað. • Fylgja ákveðinni formúlu þannig að endalaust sé hægt að bæta við. • Hafa aðlaðandi inntak sem birtist áfram þátt af þætti. • Ná til 30% áhorfenda. • Ná strax til fjöldans. • Hafa „aðlaðandi“ persónur (?) • Ekki of flókið. • Nýstárlegt en ekki um of. • Engin umdeilanleg efni. Rakel Sigurgeirsdóttir
Þarfapýramídi Maslows • Líkamlegar þarfir. • Öryggisþarfir. • Félags- og ástarþarfir. • Þörf fyrir virðingu. • Þörfin til að elfa sjálfsþroskann. • Auglýsendur verða að hafa góða þekkingu á mannlegu eðli til skapa auglýsingar sem kemst yfir þröskuldana þrjá: athygli, löngun/áhugi og hegðun. Þeir vísa því gjarnan í það að ofan-töldum þörfum verði best fullnægt með því að kaupa ákveðna vöru. Rakel Sigurgeirsdóttir
Karlar og konur í auglýsingum • Auglýsingar byggja gjarnan á „gamaldags og úreltum“ hugmyndum um kynin. • Þar eins og víða annars staðar í fjölmiðlum er margbreytileika einstaklinganna hafnað en í stað þess birtast okkur staðlaðar kynímyndir. • Konan birtist gjarnan sem gála, húsmóðir eða hefðardama sem treystir þó nær undantekningarlaust á karlmenn. • Karlinn birtist hins vegar sem staðfastur og farsæll einstaklingur sem treystir á sjálfan sig. Rakel Sigurgeirsdóttir
Birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum • Konur hafa áhuga á: • útliti • karlmönnum og kynlífi • harmsögum • sambandi og þá helst hjónabandi • Karlar hafa áhuga á: • útliti • konum og kynlífi • stórum og dýrum leikföngum • að láta ala sig upp í það að vera „húsum hæfur“ Rakel Sigurgeirsdóttir
Konan samkvæmt fjölmiðlum • Konur eiga að vera: • unglegar • grannar • smávaxnar • fínlegar • líta vel út • kynæsandi • ósáttar við útlit sitt • Grannvaxinn og stæltur líkami er tengdur við sjálfstjórn, viljastyrk og velgengi. • Auglýsendur ala á óánægju kvenna með útlit sitt. Rakel Sigurgeirsdóttir
Skilaboð til kvenna • Konur „eiga“ að vera ósáttar við líkama sinn og vera tilbúnar til að fjárfesta í því að betrumbæta hann. • Kvennablöð hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna. • Þau selja sig með því að benda á hvað er að líkömum kvenna, útliti og hegðun. • Þessi blöð eru stútfull af ráðum um það hvernig er hægt að vera mjórri, sætari og meira kynæsandi. Rakel Sigurgeirsdóttir
Karlar samkvæmt fjölmiðlum • Karlar eiga: • að vera ósjálfbjarga inni á heimilinu. • að vera kjánar sem taka upp á ótrúlegustu hlutum. • að vera snöggir í tilsvörum og skemmtilegir. • að vera fyrirvinnan á heimilinu. • að vinna karleg störf en ekki sem t.d: leikskólakennarar eða hjúkrunarfræðingar. • ekki að setja fjölskylduna í fyrsta sæti þegar kemur að áhugamálum og/eða vinnu. • að þurfa konu til að sjá um hluti sem snúa að heimilishaldi og fjölskyldulífi. Rakel Sigurgeirsdóttir
Breytingar á karlímyndinni • Tískukóngarnir og –drottningarnar eru á allra síðustu árum að sækja fram á markaðinn með nýjar tískuviðmiðanir fyrir karla. Samkvæmt þeim eiga karlar að vera: • fínlegir • grannvaxnir • í góðu formi • flottir • fágaðir • karlmannlegir Rakel Sigurgeirsdóttir
Ástæður þessara breytinga • Vegna þess að konur eru orðnar fjárhagslega sjálfstæðar þurfa karlar að leggja meira á sig til að ganga í augu kvenna. • Merki um að nútímakarlmaðurinn eigi í erfiðleikum með að skapa sér sjálfsmynd og stöðu í samfélaginu þar sem forfeðurnir ganga ekki lengur upp sem fyrirmyndir. • Framleiðendur snyrti- og tískuvara hafa áttað sig á að karlmenn eru stórlega vannýttur markhópur sem er hægt að græða á. Rakel Sigurgeirsdóttir