160 likes | 511 Views
Klassísk heimspeki (420 – 320 f. Kr). Sókrates, Platón og Aristóteles. Sókrates. Sókrates (d. 399 f. Kr.) hefur verið nefndur faðir siðfræðinnar Öll sýn okkar á Sókrates er komin frá lærisveini hans, Platón, sem ritaði niður hugmyndir hans Sókrates taldi útilokað að kenna dyggð
E N D
Klassísk heimspeki(420 – 320 f. Kr) Sókrates, Platón og Aristóteles
Sókrates • Sókrates (d. 399 f. Kr.) hefur verið nefndur faðir siðfræðinnar • Öll sýn okkar á Sókrates er komin frá lærisveini hans, Platón, sem ritaði niður hugmyndir hans • Sókrates taldi útilokað að kenna dyggð • Raunverulegur skilningur á hinu góða leiðir mann hins vegar sjálfkrafa til dyggðar • Leitin að hinu góða taldi hann vera mikilvægasta verkefni sérhvers manns Valdimar Stefánsson
Sókrates • Hann deildi ákaft á þá forsendu sófistana að ekki væri til algildur mælikvarði á rétt og rangt • Samræðuraðferð (dialektik) Sókratesar var fólgin í því að draga dyggðina fram í viðmælanda sínum með spurningum • „Órannsakað líf er einskis virði!“ • Sókrates var á efri árum dæmdur til dauða fyrir að afvegaleiða æskuna og mætti dauða sínum af yfirvegun og æðruleysi Valdimar Stefánsson
Platón • Platón (d. 348 f. Kr.), þekktasti lærisveinn Sókratesar, er líklegast áhrifamesti heimspekingur allra tíma • Meðal viðfangsefna hans voru eðli þekkingar, hlutverk ríkisvalds og lögmál alheimsins • Akademía, skóli sem Platón stofnaði árið 387 f. Kr. var helsti farvegur kenninga hans allt þar til honum var lokað, árið 529 e. Kr. Valdimar Stefánsson
Plató: Frummyndirnar • Aðgreining milli eðlis og ásýndar hluta er lykilatriði í kenningum Platóns • Samkvæmt þeim býr eðli hlutanna ekki í þeim sjálfum heldur í frummynd þeirra • Hinn sýnilegi heimur (veruleikinn) er þannig ekkert annað en endurskin hins raunverulega heims frummyndanna • Þannig vitum við að hestur er hestur vegna þess að frummyndin af hesti ljær öllum hestum hestseðlið Valdimar Stefánsson
Platón: Skynheimur / hugheimur • Að mati Platóns býr mannssálin yfir meðfæddri þekkingu á frummyndaheiminum og því er allt nám fyrst og fremst upprifjun sálarinnar • Það eru ekki skynfærin sem auka við þessa þekkingu þar sem þau skynja aðeins endurskin frummyndaheimsins • Rétta aðferðin til að auka skilning á á frummyndunum, og lifa þannig fyllra lífi, er að virkja göfugasta hluta sálarinnar, sem Platón taldi vera rökhugsunina Valdimar Stefánsson
Platón:Hið verðandi og hið verandi • Með frummyndakenningu sinni taldi Platón sig hafa útskýrt sjónarmið Heraklíts um hina síbreytilegu verðandi annars vegar og sjónarmið Eleata hins vegar um hina eilífu verandi • Platón taldi kenningu Heraklíts eiga við efnisheiminn en kenning Eleatana varða tilveruna í heild og þar með hinn eilífa frummyndaheim Valdimar Stefánsson
Platón: Siðfræði • Í siðfræði leggur Platón áherslu á höfuðdyggðirnar fjórar: visku, hugprýði, hófstillingu og loks réttlæti sem felur í sér allar hinar dyggðirnar og er takmark hvers manns • Höfuðdyggðirnar tengjast sál mannsins sem hann skiptir í þrjá þætti: skynsemi í höfðinu, skap í brjóstinu og girnd í maganum • Skynsemin þarfnast visku, skapið þarfnast hugprýði og girndin þarfnast hófstillingar. • Ef þetta allt fer saman verður maðurinn réttlátur Valdimar Stefánsson
Platón: Ríkið • Í einu þekktasta riti sínu, Ríkinu, lýsir Platón fyrirmyndarríkinu og er það grundvallað á hugmyndum hans um siðfræði og sálina • Í ríki Platóns eru þrjár stéttir, heimspekingar (stjórnendur) sem standa fyrir skynsemi/visku, verðir sem standa fyrir skap/hugprýði og loks framleiðendur sem standa fyrir girnd/hófstillingu • Verðirnir eiga að tryggja frið og öryggi en framleiðendurnir skapa hin efnislegu gæði • Heimspekingarnir stýra samfélaginu og eru einir hafnir yfir lögin Valdimar Stefánsson
Aristóteles • Engin einn einstaklingur á eins stóran skerf í hinni vísindalegu aðferð og Aristóteles (d. 322 f. Kr.), yngsti hugsuðurinn í þessu fræga þríeyki grískrar heimspeki • Hann nánast skapaði rökfræðina frá grunni auk flokkunarfræði lífríkisins • Um þriggja ára skeið var hann einkakennari eins þekktasta manns fornaldar, Alexanders mikla • Aristóteles, líkt og Platón, stofnaði skóla í Aþenu sem nefndist Lýkeion og þar var lengi stundað þróttmikið rannsóknarstarf á sviði líffræðinnar Valdimar Stefánsson
Aristóteles:Frummyndaheimurinn • Aristóteles, var í veigamiklum atriðum ósammála Platóni, læriföður sínum um hinn eilífa og óumbreytanlega frummyndaheim • Hann taldi að eðlismynd hlutanna hlyti að búa í þeim sjálfum en ekki í einhverjum ósýnilegum heimi, þótt eðlið sjálft kynni að vera óbreytanlegt að einhverju leyti • Þannig vissum við að hestur væri hestur vegna þess að við hefðum séð marga hesta áður; þegar við sæjum hest í fyrsta skipti vissum við ekkert hvað við værum að horfa á Valdimar Stefánsson
Aristóteles: Efni og form • Alla hluti mátti skipta upp í efni og form að mati Aristótelesar • Með hugtakinu form átti hann við eins konar eðlismynd eða möguleika sem fólgin væri í efninu og gefur því mynd (form marmarans verður okkur sýnilegt í höggmyndinni) • Efni án forms er ekki til en form án efnis er hið hreina form sem Aristóteles nefnir nús, skynsemi eða guð Valdimar Stefánsson
Aristóteles:Vísindalegar útskýringar • Hlutir verða til og breytast í efnisheiminum og að mati Aristótelesar liggja til þess ferns konar orsakir sem hann fullyrti að yrði að taka tillit til í öllum vísindalegum útskýringum: • Efnisorsök: hvert efnið væri (t. d. marmari) • Formorsök: eðlismynd efnisins (t. d. höggmynd af manni) • Hreyfiorsök: hreyfingin sem skapaði breytinguna (t. d. vinna myndhöggvarans) • Tilgangsorsök: hver tilgangur breytingarinnar væri (t. d. að skapa listaverk) Valdimar Stefánsson
Aristóteles: Siðfræði • Í samræmi við kenninguna um að formið kæmi fram í efninu taldi Aristóteles að form hamingjunnar kæmi ekki fram nema í samfélagi við aðra menn (efninu) • Hinn gullni meðalvegur er vænlegastur í öllum samskiptum, hugprýði er meðalvegur milli fífldirfsku og ragmennsku, örlætið meðalhófið milli gegndarlausrar eyðslu og nísku • Samkvæmt því taldi hann heillaríkast að millistéttin stýrði samfélaginu Valdimar Stefánsson
Aristóteles: Fjölfræðingurinn • Þótt hann hafnaði frummyndaheiminum, hélt Aristóteles því fram að allir hlutir ættu sér ákveðinn tilgang • Andstætt Platóni taldi hann að skynheimurinn væri nægilegur hverjum manni til að lifa til fulls • Aristóteles kom víða við, rit hans fjalla m. a. um skáldskap, rökfræði, eðlisfræði, líffræði, stjórnspeki, uppeldisfræði og stjörnufræði Valdimar Stefánsson
Platón og Aristóteles • Frummyndakenning Platóns var hughyggja sem leiddi til n. k. heimsafneitunar, þvi skynveruleikinn (efnisheimurinn) var einungis skuggamynd raunveruleikans • Rannsóknaraðferðir Aristótelesar beindust fyrst og fremst að skynveruleikanum og gerðu hann þannig að verðugu og spennandi rannsóknarefni Valdimar Stefánsson