150 likes | 274 Views
Hlutverk sameiningarnefndar og samstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök. Guðjón Bragason, skrifstofustjóri Janúar 2003. Sameiningarnefnd. Hlutverk: að undirbúa og gera tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. Markmið:
E N D
Hlutverk sameiningarnefndar ogsamstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök Guðjón Bragason, skrifstofustjóri Janúar 2003
Sameiningarnefnd • Hlutverk: • að undirbúa og gera tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. • Markmið: • að sveitarfélög verði heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði, að teknu tilliti til landfræðilegra og félagslegra aðstæðna. • að sveitarfélög verði nægilega öflug til að þau geti sinnt þeim verkefnum sem þeim eru falin og mætt kröfum íbúanna um þjónustu. • Afleiðing af þessum markmiðum að sveitarfélögum fækki á kjörtímabilinu.
Samráð við sveitarfélög og samtök þeirra • Rík áhersla er lögð á samráð við landshlutasamtök strax í upphafi verkefnisins. • Samráð verður einnig haft við sveitarfélögin og íbúa þeirra. • Sameiningarnefnd á eftir að ákveða verklag við undirbúning tillagna og hvernig samráð fer fram.
Undirbúningur og kynning • Kynningarfundir: • Borgarnes, Ísafjörður, Hornafjörður, Kópavogur, Keflavík og Blönduós heimsótt í janúar-febrúar. • Áður haldnir fundir á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Akureyri. • Tilgangurinn að kynna verkefnið og hlusta á sjónarmið sveitarstjórnarmanna.
Samráð við íbúa • Samráð við íbúa má hafa á ýmsan hátt: • á almennum kynningarfundum. • með því að halda íbúaþing. • með viðhorfskönnunum. • o.fl. • Ekki sjálfgefið að sömu aðferðir henti alls staðar: • framkvæmd verður ákveðin í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og landshlutasamtök.
Samráðsleiðir • Samráð við sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn og kynning á verkefninu getur t.d. farið fram þannig: • á kynningarfundum í landshlutum • með því að óska eftir skriflegum tillögum eða umsögn um tillögu landshlutasamtaka • á fundum með þeim sveitarfélögum sem tillaga varðar eða með einstökum sveitarfélögum. • með umræðu og kynningu á vefsíðu verkefnisins.
Samráðsferlið framundan Áherslan á hlutverk landshlutasamtaka • Nefndin mun óska skriflega eftir hugmyndum um: • Hvaða þætti þurfi að hafa í huga í hverjum landshluta þegar rætt er um sameiningu • t.d. samgöngur • atvinnusókn • áhrif af flutningi verkefna til sveitarfélaga • mannfjöldaþróun • Hvaða sameiningarmöguleika samtökin sjái fyrir sér á sínu starfssvæði. • Samtökin geta sett fram tillögur um sameiningarkosti.
Frumkvæðisskylda sameiningarnefndar • Nefndin gengur óbundin til verka en mun vinna að ákveðnum markmiðum: • að verkefnið skili árangri • að sveitarfélögin verði fær um að sinna verkefnum sem þeim eru falin. • Getur þurft að: • Ganga lengra en landshlutasamtök í tillögum sínum. • Gera eigin tillögu ef engar hugmyndir koma frá landshlutasamtökum eða sveitarfélögum.
Sveitarfélög eru enn of fámenn þrátt fyrir fækkun á sl. áratug • Aðeins 33 sveitarfélög með yfir 1.000 íbúa. Þar búa hins vegar um 92% þjóðarinnar. • 36 sveitarfél. með færri en 200 íbúa. • 18 til viðbótar með 200-499 íbúa. • 17 sveitarfélög með 500-999 íbúa. • Í 54 fámennustu sveitarfélögunum búa innan við 4% þjóðarinnar.
Önnur verkefni sameiningarnefndar • Að gera tillögur um lagabreytingar, t.d. um: • Aðferð við atkvæðagreiðslu. • Stjórn og áætlanagerð sveitarfélaga fram að sveitarstjórnarkosningum. • Að skoða leiðir til að efla íbúalýðræði.
Atkvæðagreiðsla um sameiningartillögur • Tvær hugmyndir einkum verið ræddar í verkefnisstjórn: • Leið 1. • Byggð á samþykkt fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga • Leið 2. • Byggð á ákvæðum IX. kafla sveitarstjórnarlaga • Fleiri leiðir kunna að vera mögulegar. • Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um aðferð!!!!!!!
Leið 1. - Útfærsla byggð á samþykkt fulltrúaráðs • Til þess að tillaga teljist samþykkt þarf meirihluta greiddra atkvæða úr öllum sveitarfélögum sem þátt taka í sameiningarkosningu. • Getur þýtt að sveitarfélag verði sameinað þótt meirihluti íbúa þess sé mótfallinn sameiningu • Sveitarstjórn verði heimilt að ákveða að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu.
Leið 2 - Sameining byggð á IX. kafla sveitarstjórnarlaga • Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi er skilyrði þess að sveitarfélag verði sameinað öðru sveitarfélagi. • Fámenn sveitarfélög geta hindrað sameiningu. • Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga þar sem sameining hefur verið samþykkt geta ákveðið að sameinast: • skilyrði um 2/3+2/3, þ.e. að: • Um sé að ræða a.m.k. 2/3 þeirra sveitarfélaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu . • A.m.k. 2/3 þeirra íbúa sem upphaflega tillagan varðar séu búsettir í þessum sveitarfélögum.
Að lokum • Hlutverk sameiningarnefndar er að undirbúa og gera tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. • Markmiðið er að efla sveitarstjórnarstigið. • Engar tillögur verða lagðar fram án undangengins samráðs. • Frjóar umræður og skoðanaskipti eru forsenda þess að vel takist til.
Leyfum umræðunni að fara fram Verum jákvæð!