1 / 15

Hlutverk sameiningarnefndar og samstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök

Hlutverk sameiningarnefndar og samstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök. Guðjón Bragason, skrifstofustjóri Janúar 2003. Sameiningarnefnd. Hlutverk: að undirbúa og gera tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. Markmið:

yuma
Download Presentation

Hlutverk sameiningarnefndar og samstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hlutverk sameiningarnefndar ogsamstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök Guðjón Bragason, skrifstofustjóri Janúar 2003

  2. Sameiningarnefnd • Hlutverk: • að undirbúa og gera tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. • Markmið: • að sveitarfélög verði heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði, að teknu tilliti til landfræðilegra og félagslegra aðstæðna. • að sveitarfélög verði nægilega öflug til að þau geti sinnt þeim verkefnum sem þeim eru falin og mætt kröfum íbúanna um þjónustu. • Afleiðing af þessum markmiðum að sveitarfélögum fækki á kjörtímabilinu.

  3. Samráð við sveitarfélög og samtök þeirra • Rík áhersla er lögð á samráð við landshlutasamtök strax í upphafi verkefnisins. • Samráð verður einnig haft við sveitarfélögin og íbúa þeirra. • Sameiningarnefnd á eftir að ákveða verklag við undirbúning tillagna og hvernig samráð fer fram.

  4. Undirbúningur og kynning • Kynningarfundir: • Borgarnes, Ísafjörður, Hornafjörður, Kópavogur, Keflavík og Blönduós heimsótt í janúar-febrúar. • Áður haldnir fundir á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Akureyri. • Tilgangurinn að kynna verkefnið og hlusta á sjónarmið sveitarstjórnarmanna.

  5. Samráð við íbúa • Samráð við íbúa má hafa á ýmsan hátt: • á almennum kynningarfundum. • með því að halda íbúaþing. • með viðhorfskönnunum. • o.fl. • Ekki sjálfgefið að sömu aðferðir henti alls staðar: • framkvæmd verður ákveðin í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og landshlutasamtök.

  6. Samráðsleiðir • Samráð við sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn og kynning á verkefninu getur t.d. farið fram þannig: • á kynningarfundum í landshlutum • með því að óska eftir skriflegum tillögum eða umsögn um tillögu landshlutasamtaka • á fundum með þeim sveitarfélögum sem tillaga varðar eða með einstökum sveitarfélögum. • með umræðu og kynningu á vefsíðu verkefnisins.

  7. Samráðsferlið framundan Áherslan á hlutverk landshlutasamtaka • Nefndin mun óska skriflega eftir hugmyndum um: • Hvaða þætti þurfi að hafa í huga í hverjum landshluta þegar rætt er um sameiningu • t.d. samgöngur • atvinnusókn • áhrif af flutningi verkefna til sveitarfélaga • mannfjöldaþróun • Hvaða sameiningarmöguleika samtökin sjái fyrir sér á sínu starfssvæði. • Samtökin geta sett fram tillögur um sameiningarkosti.

  8. Frumkvæðisskylda sameiningarnefndar • Nefndin gengur óbundin til verka en mun vinna að ákveðnum markmiðum: • að verkefnið skili árangri • að sveitarfélögin verði fær um að sinna verkefnum sem þeim eru falin. • Getur þurft að: • Ganga lengra en landshlutasamtök í tillögum sínum. • Gera eigin tillögu ef engar hugmyndir koma frá landshlutasamtökum eða sveitarfélögum.

  9. Sveitarfélög eru enn of fámenn þrátt fyrir fækkun á sl. áratug • Aðeins 33 sveitarfélög með yfir 1.000 íbúa. Þar búa hins vegar um 92% þjóðarinnar. • 36 sveitarfél. með færri en 200 íbúa. • 18 til viðbótar með 200-499 íbúa. • 17 sveitarfélög með 500-999 íbúa. • Í 54 fámennustu sveitarfélögunum búa innan við 4% þjóðarinnar.

  10. Önnur verkefni sameiningarnefndar • Að gera tillögur um lagabreytingar, t.d. um: • Aðferð við atkvæðagreiðslu. • Stjórn og áætlanagerð sveitarfélaga fram að sveitarstjórnarkosningum. • Að skoða leiðir til að efla íbúalýðræði.

  11. Atkvæðagreiðsla um sameiningartillögur • Tvær hugmyndir einkum verið ræddar í verkefnisstjórn: • Leið 1. • Byggð á samþykkt fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga • Leið 2. • Byggð á ákvæðum IX. kafla sveitarstjórnarlaga • Fleiri leiðir kunna að vera mögulegar. • Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um aðferð!!!!!!!

  12. Leið 1. - Útfærsla byggð á samþykkt fulltrúaráðs • Til þess að tillaga teljist samþykkt þarf meirihluta greiddra atkvæða úr öllum sveitarfélögum sem þátt taka í sameiningarkosningu. • Getur þýtt að sveitarfélag verði sameinað þótt meirihluti íbúa þess sé mótfallinn sameiningu • Sveitarstjórn verði heimilt að ákveða að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu.

  13. Leið 2 - Sameining byggð á IX. kafla sveitarstjórnarlaga • Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi er skilyrði þess að sveitarfélag verði sameinað öðru sveitarfélagi. • Fámenn sveitarfélög geta hindrað sameiningu. • Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga þar sem sameining hefur verið samþykkt geta ákveðið að sameinast: • skilyrði um 2/3+2/3, þ.e. að: • Um sé að ræða a.m.k. 2/3 þeirra sveitarfélaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu . • A.m.k. 2/3 þeirra íbúa sem upphaflega tillagan varðar séu búsettir í þessum sveitarfélögum.

  14. Að lokum • Hlutverk sameiningarnefndar er að undirbúa og gera tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. • Markmiðið er að efla sveitarstjórnarstigið. • Engar tillögur verða lagðar fram án undangengins samráðs. • Frjóar umræður og skoðanaskipti eru forsenda þess að vel takist til.

  15. Leyfum umræðunni að fara fram Verum jákvæð!

More Related