280 likes | 415 Views
Hlutverk sveitarstjórna á hættu- og neyðartímum. Björgun 2010 Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum Reykjavík 21. október 2010 Hver er ábyrgð sveitarstjórna vegna náttúruhamfara? Viðbúnaður og viðbrögð í bráð og lengd Herdís Sigurjónsdóttir VSÓ Ráðgjöf. Yfirlit fyrirlestrar.
E N D
Hlutverk sveitarstjórna á hættu- og neyðartímum Björgun 2010 Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum Reykjavík 21. október 2010 Hver er ábyrgð sveitarstjórna vegna náttúruhamfara? Viðbúnaður og viðbrögð í bráð og lengd Herdís Sigurjónsdóttir VSÓ Ráðgjöf
Yfirlit fyrirlestrar • Verkefni sveitarfélaga • Hlutverk sveitarstjórna í skipulagi almannavarna • Viðbragsáætlanir sveitarfélaga • Framfaraskref • Tillögur til úrbóta
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum • Markmið LVN • Að gera neyðaraðstoð og uppbyggingu eftir náttúruhamfarir markvissari, með því að greina þarfir íbúa og samfélags og þróa aðferðir og aðgerðaáætlanir fyrir langtímaaðstoð í kjölfar náttúruhamfara eða annarra áfalla • Einkum miðað við þarfir íbúa í sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. • Gerðar voru almennar leiðbeiningar fyrir starfsmenn sveitarfélaga um viðbrögð við náttúruhamförum • Gerð var sértæk áætlun fyrir eitt sveitarfélag. Átti að vinna með sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum, en var unnin með sveitarfélögum á Suðurlandi eftir jarðskjálfta 2008 • Verkefninu lauk í september 2008 með útgáfu bókar og málþingi um endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir
Hlutverk sveitarstjórna eftir náttúruhamfarir og önnur samfélagsleg áföll • Að skýra hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga á verkefnum er lúta að aðstoð við þolendur eftir náttúruhamfarir og önnur samfélagsleg áföll. • Að kanna virkni sveitarfélaga í skipulagi almannavarna og hvort starfsemi þeirra sé hluti af því kerfi sem viðbragðsaðilar hafa starfað eftir á neyðartímum frá því að lög um almannavarnir voru fyrst sett árið 1962.
Verkefni sveitarfélaga • 76 sveitarfélög • Verkefni • Félagsþjónusta • Fræðslumál • Umhverfismál • Skipulags- og byggingarmál • Byggðamál • Málefni fatlaðra
Hlutverk sveitarstjórna í skipulagi almannavarna • Hafa farið með skipulag almannavarna í héraði frá því að lög voru fyrst sett 1962 • Stefnumótun almannavarna hefur lítið verið formlega á borðum sveitarstjórna • Vákort gert í tengslum við skipulagsvinnu • Slökkvilið og brunavarnir • Áhættugreining unnin í samvinnu við ríkisvaldið • Lögreglusamþykkt gerð í sveitarfélaginu • Blái hjálmurinn
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Sveitarstjórnarmenn • Verkefnin virðast oft yfirþyrmandi en með skipulagðri samhjálp tekst oftast að leysa úr málum • Sveitarstjórnarmenn fá enga þjálfun
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, 2001 Gullnar reglur Guðmundar Inga til sveitarstjórnarmanna • Gerið neyðarskipulag fyrir ykkar sveitarfélag • Treystið ekki á aðra, hafið tiltækar nauðsynlegar bjargir innan svæðisins • Hefjist handa um leið og sveitarstjórnarfulltrúar nást saman • Búið ykkur undir viðbrögð íbúanna, s.s. reiði, biturð, sorg og vanmáttakennd. Leitið sérfræðiráðgjafar vegna þessara eðlilegu viðbragða íbúanna • Vinnið með fjölmiðlum að því að koma upplýsingum til íbúanna • Ekki slaka á, verið ávalt viðbúin næsta áfalli
Hlutverk leiðtogans Borgarafundur á Hellu 18. júní 2000 Haldinn af almannavarnanefnd Rangárvallasýslu „Það virtist vera ákveðin öryggistilfinning fólgin í því að bæjarstjórinn væri kominn jafnvel þó að allt væri í öruggum höndum og í góðum farvegi“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði 2008
Samfélagslegt áfall Leit og björgun Upplýsingagjöf Sálrænn stuðningurog sálgæsla Rannsóknanefnd sjóslysa ”Þettavar flókið mál, sorgin í samfélaginu var svo mikil. Samfélagið fer á hvolf. Ég sem stjórnandi vann að því að milda áhrifin” “Ég var í miklum samskiptum við prestinn, sem var nýr. Ég upplýsti hann um stöðu mála, en hann var eini tengiliður við ættingja hinna látnu” “Þetta var mjög átakanlegur tími, mikið samfélagslegt áfall. Ég gerði allt sem ég gat. Þetta var nú einu sinni samfélagið mitt“ Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ
Hlutverk sveitarstjórna í skipulagi almannavarna • Sveitarstjórn skipar almannavarnanefnd • Fara með almannavarnir í héraði, í samvinnu við ríkisvaldið • Ráða starfsmenn og greiða kostnað af störfum þeirra • Hlutverk almannavarnanefndar • Móta stefnu og skipuleggjaalmannavarnir í héraði • Gera hættumat og viðbragðsáætlanir, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og hlutaðeigandi stofnanir og viðbragðsaðila • Skipar fulltrúa í aðgerðastjórn lögreglustjóra
Neyðarstjórnun sveitarfélaga • Í lögum um almannavarnir nr. 82/2008 er kveðið á um að sveitarfélög eigi að gera áhættumat og viðbragðsáætlanir fyrir stofnanir sínar og starfsemi • Landsáætlun um viðbrögð við heimsfaraldri inflúensu gerir ráð fyrir því að sveitarfélög geri áætlun vegna skólamála og sorphirðu • Að móta viðbrögð við náttúruhamförum sem og öðrum samfélagslegum áföllum • Er góð forvörn og tryggir aukna vitund og vilja • Tryggir skjót viðbrögð á neyðartímum, góða stjórnsýslu og þannig betri þjónustu við íbúa svæðisins • Endurreisn samfélagsins verður markvissari
Viðbragðsáætlanir sveitarfélaga • Hveragerði • Árborg • Ölfus
Bókun bæjarráðs Árborgar • Bæjarráð lýsir yfir sérstakri ánægju með áætlun Árborgar um "Viðbrögð gegn samfélagsáföllum" og færir öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að verkinu á einn eða annan hátt bestu þakkir fyrir framúrskarandi vel unnin störf. ..... • Með Viðbragðsáætluninni hafa allir aðilar sem koma þurfa að málum þegar vá steðjar að í höndunum aðgerðaáætlun, sem mun gera öll viðbrögð bæði markvissari og samhæfðari en ella. Þetta er afar mikilvægt og ómetanlegt öryggisatriði fyrir íbúa samfélagsins, sem eiga öryggi sitt undir vönduðum og markvissum vinnubrögðum á hættutímum. 153. fundur bæjaráðs Árborgar, 24. september 2009
Uppbygging áætlunar • Áætlun sem tekur á viðbrögðum sveitarfélagsins við náttúruhamförum og öðrum áföllum í samfélaginu • Skilgreinir þjónustu við íbúa og samskipti við aðila utan sveitarfélagsins á neyðartímum og við endurreisn • Viðbrögð bæjarstjórnar og nefnda • Viðbrögð yfirstjórnar • Viðbrögð starfsmanna • Viðbragðsáætlanir fyrir almenna starfsemi sveitarfélaga, hafa ekki verið gerðar fyrr • Er nýung í almannavarnasögu Íslands
Stjórnsýsla sveitarfélagsins • Endurreisnarteymi • Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs eða forseti bæjarstjórnar • Lykilstarfsmenn • Nefndir og ráð • Bæjarstjórn og bæjarráð halda aukafundi ef þörf er á • Bæjarfulltrúar upplýstir um stöðu mála og virkjaðir • Fagnefndir eru upplýstar og vakandi Þjónustumiðstöð og íbúafundir • Viðvera starfsmanna í þjónustumiðstöð til að bæta þjónustu við þjónustuþega • Tryggja tengsl sveitarfélagsins við kerfi almannavarna og samstarfsaðilumþekkingu á innviðum sveitarfélagsins og skipulagi • Viðvera bæjarstjóra og bæjarfulltrúa skipulögð í þjónustumiðstöð • Íbúafundir skipulagðir með samstarfsaðilum
Hreinsunarstarf • Strax eftir áfall og fyrsta vika: • Urðun byggingarúrgangs/rústa: • Sækja um leyfi fyrir urðun hjá Heilbrigðiseftirlit ef ekki er slíkur staður til reiðu samkvæmt aðalskipulagi. • Tilkynning til UST um nýjan urðunarstað, ef það á við. • Upplýsa verktaka um hvað megi urða á svæðinu (aðeins múrbrot má urða annað skal flokkað í gáma járn/gler/plast/timbur/annað).
Húsnæðisteymi Árborg Verkefni húsnæðisteymis: • Teymið ber ábyrgð á að framfylgja ákvörðunum opinberra aðila t.d. hvað varðar tímalengd aðstoðar. Umfang aðstoðar ræðst af ákvörðunum yfirvalda á hverjum tíma. • Teymið ber ábyrgð á eftirfylgni með það að markmiði að lágmarka þann tíma sem hver og ein fjölskylda fær aðstoð. • Úttektir á húsnæði • áður en afnotahafi flytur inn og út. Úttektin skal unnin í samvinnu við byggingar- og skipulagsfulltrúa og eignadeild • Í allri vinnu teymisins skal rétthöfum sýnd nærgætni og skilningur en um leið hvatning til að takast á við það verkefni að koma lífi sínu í eðlilegt horf og vinna markvisst að varanlegri lausn sinna húsnæðismála.
Samvinna við Rauða krossinn • Aðstoð fyrstu viku eftir áfall: Þegar opnuð er fjöldahjálparstöð er hlutverk sveitarfélagsins að taka þátt í fjöldahjálp og félagslegri aðstoð sem þar er veitt. Yfirstjórn fjöldahjálparstöðvar er á hendi Rauða kross Íslands. • Fulltrúar félagsþjónustu fara strax í fjöldahjálparstöð/var og vinna með Rauða krossinum í fyrsta fasa við að aðstoða heimilislausa og aðra þolendur. • Mat og útvegun á fæði og klæði til þeirra sem þess þurfa í samvinnu við Rauða krossinn. • Veita fólki fjárhagsaðstoð fyrir nauðþurftum í samvinnu við Rauða krossinn. • Sameina fjölskyldur í samvinnu við Rauða krossinn. • Huga þarf sérstaklega að þörfum barna og ungmenna, ef til rýmingar skóla, skóladagvistar eða félagsmiðstöðva kemur.
Skipulag áfallahjálpar • Skipulag áfallahjálpar í Almannavarnarástandi • Aðstoð frá Samræmingarhópi Áfallahjálpar í samhæfingarstöð • Heilbrigðisþjónusta • Rauði kross Íslands • Lögregla • Kirkja • Félagsþjónusta • Fulltrúi félagsþjónustu í samráðshópi áfallahjálpar í umdæmi og tekur þátt í mótun skipulagsins • Áfallateymi leik- og grunnskóla
Framfaraskref • Sameining almannavarnanefnda • Framkvæmdastjórar sveitarfélaga kosnir í sameinaðar almannavarnanefndir • Samstarf við ríkisvaldið á neyðartímum er orðið markvissara en áður var • Tímabundin þjónustumiðstöð á áfallasvæði • Aukin samvinna milli sveitarfélaga og aðstoð • Ráðneytisstjóranefnd í samstarfi við sveitarfélög • Viðbragðsáætlanagerð sveitarfélaga hafin • Hafin er mótun stefnu í almannavarna- og öryggismálum • Skipulag áfallahjálpar í almannavarnarástandi með þátttöku sveitarfélaga • Fulltrúi félagsþjónustu í samráðshópi áfallahjálpar í héraði
Tillögur til úrbóta • Samband íslenskra sveitarfélaga • Setja upplýsingar um almannavarnir og skyldur sveitarfélaga inn á heimasíðu Sambandsins, m.a. almennar leiðbeiningar fyrir starfsmenn sveitarfélaga • Móta stefnu sveitarfélaga í almannavörnum í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra • Bæta upplýsingum um almannavarnir og skyldur sveitarstjórna inn í fræðslu sambandsins til sveitarstjórnarmanna • Skrifa greinar í Sveitarstjórnarmál um hlutverk sveitarfélaganna í almannavörnum