240 likes | 371 Views
Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í háskólanámi og –kennslu eða Hvers konar einstaklinga viljum við fá úr háskólanámi? http://namust.khi.is Malþing Framtíðarskipulag Kennaraháskóla Íslands 11.-12. ágúst 2005 Allyson Macdonald verkefnastjóri f.h. hópsins allyson@khi.is.
E N D
Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í háskólanámi og –kennslu eða Hvers konar einstaklinga viljum við fá úr háskólanámi? http://namust.khi.is Malþing Framtíðarskipulag Kennaraháskóla Íslands 11.-12. ágúst 2005 Allyson Macdonald verkefnastjóri f.h. hópsins allyson@khi.is
Tækni í aldanna rás Nemendur eru núorðið gersamlega háðir kaupstaðarbleki. Þeir hafa enga kunnáttu til að búa til sitt eigið blek. En ef nú blekið þrýtur verða þeir ófærir að pára stafkrók eða einfaldar tölur þangað til þeir eiga næst leið í kaupstað. Það er leitt að þurfa að hafa orð á þessu einkenni nútímamenntunar. Úr The Rural American Teacher 1928
NámUST verkefni • Samstarfsverkefni 2002-2005 • 17 umsækjendur • Undirverkefni • Leikskólarannsóknir (sjá veggspjáld) • Grunnskólarannsóknir (sjá veggspjáld) • Framhaldsskólarannsóknir • Háskólarannsóknir • Sameiginlegar þættir
Helstu rannsakendur í háskólahópnum Anna Ólafsdóttir HA – könnun, meistararitgerð, skýrslur og greinar Ásrún Matthíasdóttir HR – könnun, skýrslur Hildur Svavarsdóttir KHÍ - skýrslur Kristín Guðmundsdóttir KHÍ – meistararitgerð, grein M. Allyson Macdonald KHÍ – leiðbeinandi og verkefnastjóri Manfred Lemke KHÍ – meistaranám og skýrsla Sólveig Jakobsdóttir KHÍ – leiðbeinandi, grein Þuríður Jóhannsdóttir KHÍ – doktorsnám og greinar
Rannsóknarspurningar • Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir háskólanemendur og fyrir háskólanám? • Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir háskólakennara og fyrir háskólakennslu? • Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir háskólar sem stofnanir?
Gagnasöfnun - megindlegar • Reynslu- og viðhorfskönnun (Anna Ólafsdóttir og Ásrún Matthíasdóttir) • Háskólanum á Akureyri • Háskólanum í Reykjavík • Kennaraháskóla Íslands • Svörun nema 46%; svörun kennara 59% • Færniskönnun (Manfred Lemke) • Kennaraháskólia Íslands
Gagnasöfnun - eigindlegar • Viðtalsrannsókn(Kristín Guðmundsdóttir) • Sex fjarnemar við KHÍ • Viðtal- og vettvangsrannsókn (Þuríður Jóhannsdóttir) • Fjarnemar við KHÍ á Vestfjörðum fyrr og nú • Viðtalsrannsókn (Anna Ólafsdóttir) • Fjarnemahópar við HA • Stjórnendur við HA • Reynslusögur kennara við KHÍ (Sólveig Jakobsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir) • Greining á kennsluvefjum við KHÍ (Þuríður Jóhannsdóttir)
53% nemenda eru eldri um 30 ára 18% eru í framhaldsnámi 59% eru í fjarnámi og 10% í háskólanámi með vinnu Eru heima að sinna námi, starfi og fjölskyldu Áhugi og seigla einkenna nemendur Nemar eru eldri en gengur og gerist í háskólanámi, langar í meiri menntun Búa yfir reynslu, vilja nýta námið í daglegu lífi og starfi, í sinni heimabyggð UST gerir nemendum kleift að stunda nám í heimabyggð (líka á höfuðborgarsvæðinu) á stað og tíma sem þeim hentar. Upphafsástand nemenda
Um 56% kennara setur upp námskeið í vefkerfi Um 53% kennara notar aldrei rafræn tímarit Um 22-29% notar aldrei eða sjaldan leitarvélar og aðrar vefsíður í undir-búningi fyrir kennslu Hvernig hentar vefkerfin einkennum ólikra fræðigreina? Kennarar skipuleggja upplýsingar - í vefkerfi, ritvinnslu og glærum - hvaða skilaboð felur skipulagið í sér um eðli námsefnis? Fer tími kennara í að endursegja efni sem er til í bókum? Innihald og námskrá
Um 84% kennara notar glærur sem námsefni alltaf eða oftast Um 59% kennara finnst notkun UST auka fjölbreytni í námi Um 88% kennara finnst gagnlegt að nota Netið í kennslu Hvað segir þetta okkur um eðli upplýsinganna sem fluttar eru á milli kennara og nemenda? Hvernig lýsir fjölbreytnin sér? Á hvern hátt er Netið notað til gagns í kennslu? Kennsluathafnir
86% nemenda líkar vel eða mjög vel við fyrirlestra með glærum 93% nemenda notar ritvinnsluforrit vikulega eða oftar 81-87%% notar sjaldan eða aldrei vefsíðugerðarforrit eða vinnur við eigin vef í námi. Fjarnemendur kjósa oft að læra einir heima hjá sér en þurfa á samskiptum við samnemendur og kennara að halda Verkefni í tímum sem nemendum líkar vel við einkennast af því að taka við upplýsingum Nemendur eru sveigjanlegir og geta lært undir mismunandi kringumstæðum ef skólinn býður upp á vefkerfi geta nemendur aðlagað sig að því kerfi; ef skólinn býður upp á myndfundi geta nemendur einnig aðlagað sig að þeim Nám-sem-athafnir
80% notar vef til upplýsinga-leitar vikulega eða oftar 67% sækir sjaldan eða aldrei upplýsingar í erlenda gagnagrunna 60% sækir sjaldan eða aldrei upplýsingar í íslenska gagnagrunna Ekki virðast gerðar miklar kröfur til nemenda um að leita að upplýsingum – kemur mest allt fram sem „þörf er á að vita“ í upplýsingum frá kennurum? Gagnasöfnun undir heitinu dreifrannsóknir er námsathöfn sem hefur gefið góða raun bæði í grunnnámi og í framhaldsnámi. Nám-sem-athafnir frh.
Um 80% kennara notar einstaklingsverkefni alltaf eða oftast sem hluta af námsmati og reynist þetta 84% nemenda mjög vel Um 50% kennara segir að próf sé stór hluti af námsmatinu (60-80% af einkunnum) Námsmat í háskólum virðist vera í föstum skorðum og hefur tilkoma UST ekki breytt matsleiðum mikið Mest er lagt upp úr því að nemendur skili beint til kennara einstaklings-verkefni eða ritgerð (unnið í ritvinnslu) Námsmat
62-68% nemenda hefur ekki reynslu af sjálfsmati, mati byggðu á dagbókum eða leiðar-bókum eða jafningmati 53-58% þeirra sem er með reynslu af slíku líkar það vel Um 52% nemenda hefur ekki reynslu af heimaprófi, en 80% af þeim sem hefur reynslu líkar þau Próf eru ennþá vinsælust sem námsmat en heimapróf (sem oftast er þá ekki þekkingarpróf) eru ekki vinsæl sem valkostur Námsmat frh.
Háskóli sem stofnun • Náms- og kennsluaðfðerðir og námsframboð • Fjarnám við KHÍ, þróun fjarnáms við HA, nám með vinnu í HR • Nemendur gera kröfur um að fá efni fyrirfram, á glærum og nota glærur sem námsefni • Nemendur eru jafnhliða þátttakendur í námi, í starfi og í daglegu lífi • Tengsl nema við starfsvettvang oft meiri en hefðbundinna háskólanema
Computer Practice Framework (CPF) Sem stuðningur (e. support) • sama innihald og vinnuferli • gæti verið skilvirkari aðferð til náms en breytir ekki innihaldi námsins. Til útvíkkunar (e. extension) • öðruvísi innihald og vinnuferli • ekki nauðsynlegt að nota tölvur. Til umbreytingar (e. transformation) • öðruvísi innihald eða vinnuferli en nauðsynlegt að nota tölvur • innihald eða vinnuferli breytast til muna vegna tölvunotkunar. Twining 2002
Yfirfærslusýn Þekking er ákveðið safn upplýsinga sem skal yfirfæra frá texta eða kennara til nemanda. Tæknin er hlutlaust verkfæri til að flytja þekkingu Félagsleg- og menningarbundin sýn á nám Þekking þróast við túlkun sem byggist upp á einhvers konar ‘samræðu’ svo sem samræðu nemenda og kennara, nemenda sín á milli, en getur líka verið samræða nemanda og texta. Mikil áhersla á að nýta verkfæri, vitsmunaleg og áþreifanleg, sem aðgengileg eru til að efla nám. Það liggur ákveðin þekking í verk-færunum
Yfirfærslusýn Litið er á texta og kennara sem valdhafa og handhafa sannleika. Kennarar stjórna námi með því að leggja til upplýsingar og samhæfa viðfangsefni og verkefni. Félagsleg- og menningarbundin sýn á nám Allir hafa einhverja þekkingu fram að færa en nauðsynlegt er að vísa til gagna og vanda röksemdafærslu. Kennarar og nemendur bera sameiginlega ábyrgð á náminu.
Grundvallarspurningarnar eru svo....... • Hvers konar einstaklinga viljum við fá úr háskólanámi? • Hvernig getum við beitt tækni til að ná settum markmiðum? • Gerum við ráð fyrir hvernig tækni breytir athöfnum okkar og gildum?
Tækni í aldanna rás - próf Um hvaða tækni er rætt hér?Og hvenær? [........] munu marka endalok menntunar í landi okkar. Nemendur brúka þessi ...tól og henda þeim svo í ruslið. ...... ráðdeildar- og hófsemisgildunum er kastað fyrir róða. Viðskiptalíf og fjármálastofnanir munu aldrei leyfa svo dýran lúxus.
Tækni í aldanna rás Kúlupennar munu marka endalok menntunar í landi okkar. Nemendur brúka þessi rittól og henda þeim svo í ruslið. Bandarísku ráðdeildar- og hófsemis-gildunum er kastað fyrir róða. Viðskiptalíf og fjármálastofnanir munu aldrei leyfa svo dýran lúxus. Úr Federal Teachers 1950 Takk fyrir!