1 / 15

Námsmat í kennslu nemenda með mjög skerta námshæfni

Námsmat í kennslu nemenda með mjög skerta námshæfni. Jóna S. Valbergsdóttir:. Birtingarform námsmats. Formlegum skilum á námsmati fylgir ætíð mikil ábyrgð. Ekki er ábyrgðin minni þegar um er að ræða nemendur sem að engu eða litlu leyti gangast undir sömu próf og jafnaldrar.

donnan
Download Presentation

Námsmat í kennslu nemenda með mjög skerta námshæfni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Námsmat í kennslu nemenda með mjög skerta námshæfni Jóna S. Valbergsdóttir:

  2. Birtingarform námsmats • Formlegum skilum á námsmati fylgir ætíð mikil ábyrgð. Ekki er ábyrgðin minni þegar um er að ræða nemendur sem að engu eða litlu leyti gangast undir sömu próf og jafnaldrar. • Þar sem námsmat, þess nemendahóps sem hér um ræðir, er yfirleitt miðað við einstaklings-markmið eru formleg skil námsmatsins yfirleitt vitnisburður í samfelldu máli um framvindu náms á tilteknu tímabili.

  3. Úr aðalnámskrá grunnskóla ...Hverjum kennara og skóla ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim markmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. ....... ...Námsmat fer ekki eingöngu fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu. ... (Almennur hluti , 2006 – bls.16)

  4. Úr lögum um grunnskóla • ...Menntamálaráðherra setur í reglugerð ákvæði um með hvaða hætti skuli fylgst með námsárangri nemenda í sérskólum og hjá öðrum þeim nemendum á skyldunámsaldri er taldir eru víkja svo frá almennum þroska að þeim henti ekki próf samkvæmt 46. gr. ..... . (Lög um grunnskóla nr. 66/1995, 48. gr.)

  5. Úr reglugerð um námsmat • ... Í starfsreglunum (sem skólum ber að setja sér samkv. 38. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla) skal m.a. kveðið á um frávik frá kennslu samkvæmt lögum og aðalnámskrá grunnskóla og hvernig staðið skuli að gerð námsáætlana fyrir einstaklinga eða nemendahópa... • ....Í námsáætlunum skulu koma fram námsmarkmið og lýsing á námsmati. ..... (Reglugerð um námsmat nemenda sem víkja svo frá almennum þroska að þeim henta ekki samræmd próf nr. 709/1996, 2. gr.)

  6. Um tilgang námsmats fyrir þennan nemendahóp .... • Athuga hvort markmiðum námsáætlana fyrir einstaklinga eða nemendahópa hafi verið náð. • Vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu einstakra nemenda. • Veita nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nemenda . • Vera leiðbeining um inntöku nemenda í framhaldsskóla. .... (Úr reglugerð um námsmat nemenda sem víkja svo frá almennum þroska að þeim henta ekki samræmd próf nr. 709/1996 , 3. gr.)

  7. Hvað er námsmat? • Mat á námsvinnu og námsárangri nemenda t.d. með prófi í lok námsáfanga eða könnun samhliða náminu að nokkru eða öllu leyti. (Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, 2003) • Mögulegt er að flokka námsmat út frá mismun-andi áhersluþáttum t.d. uppbyggingu, notkun, formi, túlkun, tilgangi og/eða eðli námsmatsins (sem byggist á þvi eftir hverju er verið að leita).

  8. Annars konar mat(alternative assessment) • Á undanförnum árum hafa verið að ryðja sér til rúms, í almennri kennslu í grunnskólum, aðferðir við námsmat sem byggjast á því að markvisst er safnað upplýsingum um frammistöðu og stíganda í framförum hvers nemanda.

  9. Ólík viðmið niðurstaðna • Hópviðmið: Þegar mat á námsárangri nemanda lýsir hlutfallslega samanburði við viðmiðunarhóp t.d. með stöðluðum og samræmdum prófum. • Markviðmið: Þegar mat á námsárangri lýsir árangri nemanda við að ná færni í vel afmörkuðum viðfangsefnum sem skilgreind hafa verið. Matið gæti t.d. miðast við skilgreint þyngdarstig í námsefni eða kennslumarkmið fyrir ólíka hópa eða einstaklinga.

  10. Úr reglugerð um sérkennslu • ....Sérkennsla felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. • ....Í sérkennslu felst m.a.: ....Gerð rökstuddrar námsáætlunar fyrir nemendahóp eða hvern einstakling sem byggð er á heildaraðstæðum nemanda og á athugun og mati á stöðu hans í námi og þroska. Tilgreind skulu langtíma og skammtímamarkmið með kennslunni. .... (Reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996, 3. gr.)

  11. Veruleg breyting á námsmarkmiðum • Nægir þá að gera einstaklingsnámsáætlun fyrir nemandann út frá skólanámskrá og þeirri bekkjaráætlun sem liggur fyrir í viðkomandi aldurshópi? EÐA: • Þarf að gera einstaklingsnámskrá fyrir nemandann út frá öðrum viðmiðum heldur en viðkomandi bekkjaráætlun byggist á?

  12. Einstaklingsnámskrá Einstaklingsnámskrá • Er ítarleg áætlun, fyrir fatlaðan nemanda eða nemanda með miklar sérþarfir, sem unnin er af kennara í samráði við foreldra og nemandann sjálfan, ef við á. Hún byggir á aðalnámskrá en felur oft í sér veruleg frávik frá henni og tekur til markmiða, inntaks, leiða og námsmats fyrir ákveðið tímabil. Hún byggir jafnframt á viðmiðum, greinandi prófum og skimunarprófum. (Starfsáætlun Reykjavíkur 2007)

  13. Námsmarkmið - námsmat • Eru námsmarkmið forsendur námsmats í kennslu nemenda með mjög skerta námshæfni?

  14. Val á áherslum í námi við gerð einstaklingsnámskrár • Hvaða markmið eru mikilvægust eða verðugust til að setja í einstaklingsnámskrá? • Hverjir ættu að meta það fyrir nemanda með mjög skerta námshæfni?

  15. Um gerð einstaklingsnámskrár • Fagleg ábyrgð • Yfirsýn • Samvinna

More Related