180 likes | 511 Views
Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 34-39. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Gylfaginning. Kafli 34: Afkvæmi Loka Þegar hefur verið sagt frá því að Loki átti börn með konu sinni, Sigyn: Nari /Narfi Váli (hefur reyndar ekki verið kynntur enn)
E N D
Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 34-39 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Gylfaginning • Kafli 34: Afkvæmi Loka • Þegar hefur verið sagt frá því að Loki átti börn með konu sinni, Sigyn: • Nari /Narfi • Váli (hefur reyndar ekki verið kynntur enn) • Í þessum kafla segir frá fleiri afkvæmum Loka. • Loki átti þrjú afkvæmi með tröllkonunni Angurboðu úr Jötunheimum: • Fenrisúlfur • Miðgarðsormur (Jörmungandur) • Hel
Gylfaginning • Kafli 34: Afkvæmi Loka, frh. • Goðin komust að tilvist barnanna sem Loki átti með Angurboðu og grunaði að illt myndi af þeim leiða. • Óðinn lét því kalla þessi systkini til sín: • Kastaði orminum í sjóinn. Hann liggur nú í miðju hafi umhverfis öll lönd og bítur í sporð sér. • Kastaði Hel í Niflheim og gaf henni vald yfir 9 heimum. Til hennar fara allir sótt- og ellidauðir menn. • Salur hennar heitir Élúðnir. • Hungur heitir diskur hennar. • Sultur heitir hnífur hennar. • Ganglati heitir þræll hennar en Ganglöt heitir ambáttin. • Þröskuldur hennar heitir Fjallandforað. • Kör heitir sæng hennar. • Blíkjandböl heita lokrekkjutjöld hennar. • Æsir fóðruðu úlfinn heima.
Gylfaginning • Kafli 34: Afkvæmi Loka, frh. • Týr einn hafði hugrekki til að færa úlfinum mat. • Þegar goðin sáu hvað úlfurinn óx hratt ákváðu þau að reyna að fjötra hann. • Þau gerðu þrjár tilraunir til þess. • Læðingur hét fyrsti fjöturinn sem búinn var til en úlfurinn náði að leysa sig úr honum (losnaði úr Læðingi). • Drómi hét næsti fjötur sem búinn var til en úlfurinn náði einnig að losna úr honum (drap sig úr Dróma). • Gleipnir hét þriðji og sterkasti fjöturinn. Hann var búinn til af dvergum úr eftirfarandi hlutum: • dyn kattarins • skeggi konunnar • rótum bjargsins • sinum bjarnarins • anda fisksins • fugls hráka
Gylfaginning • Kafli 34: Afkvæmi Loka, frh. • Fjöturinn Gleipnir var sléttur og blautur en ákaflega sterkur. • Æsir fóru út í hólmann Lyngva í vatninu Ámsvartni og skoruðu á úlfinn að reyna að slíta fjöturinn. • Úlfurinn krafðist þess að einhver ásanna legði höndina í kjaftinn á sér sem tryggingu fyrir því að hann yrði leystur ef hann gæti ekki losað sig sjálfur. • Týr einn þorði að leggja hönd sína í gin úlfsins. • Svo fór að Týr missti höndina.
Gylfaginning • Kafli 34: Afkvæmi Loka, frh. • Festi fjötursins nefndu æsir Gelgju og drógu hana í gegnum mikla hellu sem þeir nefndu Gjöll. Þessa hellu festu þeir langt niðri í jörð. • Til að tryggja að hellan væri rækilega fest tóku æsir steininn Þvita og ráku hann enn lengra ofan í jörðina. Hann var notaður sem festarhæll.
Gylfaginning • Kafli 34: Afkvæmi Loka, frh. • Úlfurinn reyndi að glefsa í æsi en þá skutu þeir sverði í munn hans. • Námu hjöltin við neðri góminn en blóðrefillinn (oddurinn) við efri góminn. • Úr munni úlfsins rennur slefa en hún myndar ána Vón. • Svona mun úlfurinn liggja til ragnaraka. • Ástæðan fyrir því að æsir drápu ekki úlfinn var sú að þeir vildu ekki saurga griðastaði sína. • Þó kveða spár á um að úlfurinn muni granda Óðni.
Gylfaginning • Kafli 35: Ásynjur • Frigg er æðst. Hún býr í Fensölum. • Sága býr á Sökkvabekk. • Eir er góður læknir. • Gefjun er mær og henni þjóna þær meyjar sem andast. • Fulla er einnig mær. Hún hefur hárið laust og ber gullband um höfuð sér. Hún geymir öskjur Friggjar, gætir skófatnaðar hennar og veit launráð með henni. • Freyja er tignust með Frigg. Hún er gift manni að nafni Óður. Dóttir þeirra heitir Hnoss og er mjög fögur. Óður fór burt frá Freyju og Freyja grætur hann. Tár hennar eru úr rauðagulli. Freyja á mörg nöfn þar sem hún ferðast víða í leit að Óði. Hún ber nöfnin Mardöll, Hörn, Gefn og Sýr. Freyja á Brísingamen. Hún er kölluð Vanadís.
Gylfaginning • Kafli 35: Ásynjur, frh. • Sjöfn snýr hugum fólks til ásta. • Lofn er svo góð til áheita að hún fær leyfi hjá Óðni til að umgangast menn sem annars er bannað.Orðiðloferdregiðafnafnihennar. • Vár hlýðir á eiða manna og einkamál sem fara konum og körlum á milli. Hún refsar þeim sem rjúfa eiða sína. • Vör er vitur og spurul og ekki er hægt að leyna hana neinu. Af nafni hennar er það orðatiltæki dregið að kona verði einhvers vör. • Syn gætir dyra í Valhöll og lokar fyrir þeim sem ekki eiga að koma þangað. Hún er einnig höfð til varnar á þingum í þeim málum sem hún vill ósanna. Af nafni hennar er dregið þar orðatiltæki að syn sé fyrir sett ef einhverju er neitað.
Gylfaginning • Kafli 35: Ásynjur, frh. • Hlín gætir þeirra manna sem Frigg vill forða frá háska. • Snotra er vitur og háttvís. Vegna nafns hennar er vitur maður kallaður snotur. • Gná gengur ýmissa erinda Friggjar. Hún á hestinn Hófvarpni sem hleypur bæði yfir sjó og vötn. Af nafni Gnár er talað um að eitthvað hátt gnæfi yfir annað. • Sól og Bil eru taldar með ásynjum. Sól keyrir hestana sem draga kerru sólarinnar en Bil fylgir mána ásamt Hjúka.
Gylfaginning • Kafli 36: Valkyrjur • Í Valhöll eru valkyrjur sem hafa það hlutverk að þjóna til borðs, þ.e. bera drykki og gæta borðbúnaðar og ölgagna. • Þær eru: • Hrist, Mist, Skeggjöld, Skögul, Hildur, Þrúður, Hlökk, Herfjötur, Göll, Geirahöð, Randgríð, Ráðgríð, og Reginleif, Gunnur, Rota og Skuld. • Óðinn sendir þær einnig með sér til orrustu til að ákveða úrslit bardaga og kjósa feigð á menn. • Jörð, móðir Þórs, og Rindur, móðir Vála eru jafnframt taldar með ásynjum.
Gylfaginning • Kafli 37: Freyr og Gerður • Gymir hét maður en kona hans Aurboða. • Hún var bergrisaættar. • Dóttir þeirra hét Gerður og var allra kvenna fegurst. • Dag einn gekk Freyr í Hliðskjálf og sá yfir alla heima. • Þegar hann leit í norðurátt sá hann Gerði og heillaðist af fegurð hennar. • Frey hefndist fyrir að stelast í hásæti Óðins því þegar hann gekk frá því var hann fullur af harmi. • Hann hætti að borða og sofa og talaði ekki við nokkurn mann. • Njörður kallaði Skírni, skósvein Freys, á sinn fund og bað hann að komast að því hvað gengi að Frey.
Gylfaginning • Kafli 37: Freyr og Gerður, frh. • Freyr sagði Skírni að hann hefði séð konu svo fagra að hann myndi skjótt deyja ef hann fengi hana ekki fyrir eiginkonu. • Hann bað Skírni að fara í bónorðsför fyrir sig. • Skírnir samþykkti það gegn því að fá sverð Freys sem borgun. • Sverðið var þeim kostum búið að það vóst (barðist) sjálft. • Skírnir bað Gerðar fyrir hönd Freys og fékk hennar. • Þá kvað Freyr þessa vísu: Löng er nótt löng er önnur, hve mega eg þreyja þrjár? Oft mér mánaðar minni þótti en sjá hálf hýnótt.
Gylfaginning • Kafli 37: Freyr og Gerður, frh. • Þetta er ástæðan fyrir því að Freyr var vopnlaus þegar hann barðist við jötuninn Belja og varð því að drepa hann með hjartarhorni. • Hár segir að Freyr muni iðrast þess að hafa látið sverð sitt þegar að ragnarökum kemur.
Úr Gylfaginningu • Kafli 38: Óðinn og einherjar • Gangleri spyr út í lífið í Valhöll. • Til Valhallar fara allir vopndauðir menn og þar er afskaplega fjölmennt. • Þrátt fyrir allan þennan mannfjölda verður aldrei matarskortur í Valhöll. • Flesk galtarins Sæhrímnis endist handa öllum. • Hann er soðinn á hverjum degi og er svo heill aftur að kvöldi. • Steikarinn (kokkurinn) heitir Andhrímnir en ketillinn (potturinn) heitir Eldhrímnir.
Úr Gylfaginningu • Kafli 38: Óðinn og einherjar, frh. • Óðinn þarf hins vegar engan mat; vín er honum bæð matur og drykkur. • Tveir úlfar að nafni Geri og Freki fá þann mat sem borinn er á borð fyrir Óðin. • Hrafnarnir Huginn og Muninn sitja á öxlum Óðins. • Í dögun sendir Óðinn þá til að fljúga um heim allan og um morgunverðartíma kom þeir aftur til að segja Óðni frá því sem þeir hafa orðið vísari. • Þannig verður Óðinn margra tíðinda vís og því kalla menn hann hrafnaguð.
Úr Gylfaginningu • Kafli 39: Drykkur einherja • Gangleri spyr hvað einherjar fái að drekka í Valhöll. • Hár segir að einherjar drekki mjöð (öl) með mat sínum á hverjum degi enda væri hart að fá bara vatn að drekka eftir að hafa þurft að þola þær kvalir sem fylgja dauða í orrustu! • Geitin Heiðrún sér einherjunum fyrir miði. • Heiðrún stendur uppi á Valhöll og bítur barr af limum trés sem heitir Léraður. • Úr spenum hennar rennur mjöður sem fyllir skapker (stórt ker sem ausið var úr í veislum) hvern dag. • Þessi mjöður nægir til að gera alla einherja dauðadrukkna. • Hjörturinn Eikþyrnir stendur einnig uppi á Valhöll og nærist á sama tré og geitin. • Af hornum hans verður til svo mikill dropi að þegar hann kemur niður í brunninn Hvergelmi, falla þaðan margar ár.