70 likes | 318 Views
Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 25-33. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Æsir og ásynjur Gylfaginning. Kafli 25: Týr Hugrakkastur ása og ræður sigri í orrustum. Átrúnaðargoð hreystimanna. Er jafnframt mjög vitur.
E N D
Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 25-33 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 25: Týr • Hugrakkastur ása og ræður sigri í orrustum. • Átrúnaðargoð hreystimanna. • Er jafnframt mjög vitur. • Þegar æsir lokkuðu Fenrisúlf til að leyfa þeim að fjötra sig vildi Fenrisúlfur fá einhver sannindamerki um að þeir væru ekki að blekkja hann. • Týr var svo hugrakkur að hann lagði hönd sína í munn úlfsins á meðan æsir bundu hann. • Þegar æsir vildu ekki leysa úlfinn beit hann höndina af Tý við úlnlið. • Síðan hefur Týr verið einhentur og ekki kallaður sættir manna.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 26: Bragi • Hann er vitur, málsnjall og orðfimur. • Er skáldskaparguð og af nafni hans er skáldskapur kallaður bragur. • Kona hans heitir Iðunn. • Hún varðveitir í öskju sinni eplin sem goðin eta til að haldast síung. • Eitt sinn munaði minnstu að illa færi með þessi epli. • Frá því verður sagt síðar.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 27: Heimdallur • Kallaður hinn hvíti ás. • Er mikill og heilagur. • Er sonur níu mæðra sem allar voru systur. • Ber einnig nöfnin Hallinskíði og Gullintanni en tennur hans eru úr gulli. • Hestur hans heitir Gulltoppur. • Býr á Himinbjörgum við Bifröst. • Er vörður goða og situr við enda brúarinnar til að gæta hennar fyrir bergrisum. • Hann þarf minni svefn en fugl. • Heyrn hans og sjón er ofurnæm. • Hann á lúður sem heitir Gjallarhorn og heyrist blástur þess um alla heima. • Sverð hans heitir Höfuð.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 28: Höður • Er blindur og mjög sterkur. • Goðin vildu helst að ekki þyrfti að nefna þennan ás þar sem hann vann slæmt verk sem lengi verður í minni guða og manna. • Kafli 29: Víðar • Hinn þögli ás. • Er mjög vel skóaður. • Hann er næstur Þór að styrk. • Goðin hafa mikið traust af honum í öllum þrautum.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 30: Váli • Einnig kallaður Áli. • Er sonur Óðins og Rindar. • Hann er mjög djarfur í orrustum og skotviss. • Kafli 31: Ullur • Sonur Sifjar en stjúpsonur Þórs. • Er góður boga- og skíðamaður. • Er fagur og hraustur. • Gott er að heita á hann í einvígum.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 32: Forseti • Sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur. • Býr í Glitni sem er á himni. • Gott er að leita til hans með ágreiningsefni því hann sættir alla. • Glitnir er besti dómstaðurinn meðal guða og manna. • Kafli 33: Loki • Einnig kallaður Loftur. • Faðir hans er jötunninn Fárbauti en móðir hans heitir Laufey eða Nál. • Bræður Loka eru Býleistur og Helblindi. • Loki er fagur sýnum en illa innrættur og mjög brögðóttur. • Hann kemur ásum oft í stór vandræði en leysir þau gjarnan með klækjum. • Kona hans heitir Sigyn en sonur þeirra Nari eða Narfi.