80 likes | 370 Views
Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 19-24. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Gylfaginning. Kafli 19: Sumar og vetur Gangleri spyr hvernig á því standi að sumur séu heit en vetur kaldir. Hár egir að faðir Sumars heiti Svásuður. Hann var sællífur og blíður.
E N D
Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 19-24 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Gylfaginning • Kafli 19: Sumar og vetur • Gangleri spyr hvernig á því standi að sumur séu heit en vetur kaldir. • Hár egir að faðir Sumars heiti Svásuður. • Hann var sællífur og blíður. • Faðir Vetrar hét Vindlóni / Vindsvalur Vosaðarson. • Þessi ætt var grimm og kaldlynd og þaðan hefur Vetur skaplyndi sitt.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 20: Óðinn • Gangleri spyr hverjir þeir æsir séu sem mönnum sé skylt að trúa á. • Hár segir að tólf æsir séu guðir. • Ásynjur eru jafn helgar og æsir. • Óðinn er æðstur og elstur ásanna. • Þótt hin goðin séu máttug þjóna þau honum eins og börn föður. • Frigg heitir kona Óðins. • Hún veit örlög manna en þegir yfir spám sínum. • Óðinn á ýmis nöfn: • Alfaðir því hann er faðir allra goða. • Valfaðir því til hans koma allir vopndauðir menn. • Hanaguð, Haftaguð, Farmaguð o.fl.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 20: Óðinn, frh. • Gangleri spyr hvernig Óðinn fékk öll nöfnin. • Hár segir að tvær skýringar séu á því: • Í heiminum eru mörg tungumál og í hverju þeirra er til nafn yfir Óðin. • Á ferðum sínum vann Óðinn ýmis stórvirki og hefur verið kenndur við þau.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 21: Þór • Gangleri spyr um nöfn hinna ýmsu ása og mátt þeirra. • Hár segir Þór vera næstan Óðni að völdum. • Hann er ýmist kallaður Ásaþór eða Ökuþór. • Hann er sterkastur manna og goða. • Ríki hans er í Þrúðvangi en höll hans heitir Bilskirnir. • Þór á tvo hafra sem aka kerru hans (sbr. nafnið Ökuþór): • Tanngnjóstur • Tanngrisnir • Þór á einnig þrjá kostgripi: • Hamarinn Mjöllni • hann notar Þór til að berja á hrímþursum og bergrisum. • Megingjarðir • Þegar Þór spennir þeim um sig vex honum ásmeginn að hálfu. • Járnglófar • Með þeim heldur hann um hamarsskaftið. • Frægðarverk Þórs eru fleiri en einn maður kunni frá að segja.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 22: Baldur • Baldur er einn af sonum Óðins. • Hann er bæði góður, fagur, vel talaður og líknsamur. • Baldursbrá heitir svo því hún er hvít sem Baldur. • Baldur er mjög vitur en þó fylgir honum sú náttúra að dómar hans haldast ekki. • Hann býr í Breiðabliki sem er á himni. • Á þeim stað má ekkert óhreint vera.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 23: Njörður • Hár segir Ganglera frá Nirði. • Hann býr í Nóatúnum sem eru á himni. • Hann ræður yfir vindi og stillir sjó og eld. • Hann er átrúnaðargoð sæfara og veiðimanna. • Hann er svo auðugur að hann getur gefið þeim land og lausafé sem heitir á hann (ræður fésælu manna). • Njörður er ekki af ásaættum. • Hann ólst upp í Vanaheimum en Vanir seldu hann sem gísl í stað Hænis. • Njörður á konu sem heitir Skaði og er dóttir Þjassa jötuns. • Skaði vill búa í Þrymheimi sem er á fjöllum uppi. • Njörður kýs að vera nær sjó. • Hjónin gerðu samkomulag um að vera 9 nætur á hvorum stað í senn. • Nirði líkaði þó illa á fjöllum og Skaði undi sér ekki við sjóinn. • Þau búa því ekki saman lengur.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 24: Freyr og Freyja • Freyr og Freyja eru börn Njarðar í Nóatúnum. • Þau eru bæði fögur og máttug. • Freyr ræður skini sólar og ávexti jarðar. • Á hann er gott að heita til árs og friðar. • Freyja býr í Fólkvangi og á hálfan val á móti Óðni. • Salur hennar heitir Sessrúmnir. • Freyja ekur kerru sem tveir kettir draga. • Gott er að heita á Freyju til ásta. • Henni líkar vel mansöngur.