1 / 8

Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 19-24

Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 19-24. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Gylfaginning. Kafli 19: Sumar og vetur Gangleri spyr hvernig á því standi að sumur séu heit en vetur kaldir. Hár egir að faðir Sumars heiti Svásuður. Hann var sællífur og blíður.

yoland
Download Presentation

Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 19-24

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 19-24 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Gylfaginning • Kafli 19: Sumar og vetur • Gangleri spyr hvernig á því standi að sumur séu heit en vetur kaldir. • Hár egir að faðir Sumars heiti Svásuður. • Hann var sællífur og blíður. • Faðir Vetrar hét Vindlóni / Vindsvalur Vosaðarson. • Þessi ætt var grimm og kaldlynd og þaðan hefur Vetur skaplyndi sitt.

  3. Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 20: Óðinn • Gangleri spyr hverjir þeir æsir séu sem mönnum sé skylt að trúa á. • Hár segir að tólf æsir séu guðir. • Ásynjur eru jafn helgar og æsir. • Óðinn er æðstur og elstur ásanna. • Þótt hin goðin séu máttug þjóna þau honum eins og börn föður. • Frigg heitir kona Óðins. • Hún veit örlög manna en þegir yfir spám sínum. • Óðinn á ýmis nöfn: • Alfaðir því hann er faðir allra goða. • Valfaðir því til hans koma allir vopndauðir menn. • Hanaguð, Haftaguð, Farmaguð o.fl.

  4. Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 20: Óðinn, frh. • Gangleri spyr hvernig Óðinn fékk öll nöfnin. • Hár segir að tvær skýringar séu á því: • Í heiminum eru mörg tungumál og í hverju þeirra er til nafn yfir Óðin. • Á ferðum sínum vann Óðinn ýmis stórvirki og hefur verið kenndur við þau.

  5. Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 21: Þór • Gangleri spyr um nöfn hinna ýmsu ása og mátt þeirra. • Hár segir Þór vera næstan Óðni að völdum. • Hann er ýmist kallaður Ásaþór eða Ökuþór. • Hann er sterkastur manna og goða. • Ríki hans er í Þrúðvangi en höll hans heitir Bilskirnir. • Þór á tvo hafra sem aka kerru hans (sbr. nafnið Ökuþór): • Tanngnjóstur • Tanngrisnir • Þór á einnig þrjá kostgripi: • Hamarinn Mjöllni • hann notar Þór til að berja á hrímþursum og bergrisum. • Megingjarðir • Þegar Þór spennir þeim um sig vex honum ásmeginn að hálfu. • Járnglófar • Með þeim heldur hann um hamarsskaftið. • Frægðarverk Þórs eru fleiri en einn maður kunni frá að segja.

  6. Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 22: Baldur • Baldur er einn af sonum Óðins. • Hann er bæði góður, fagur, vel talaður og líknsamur. • Baldursbrá heitir svo því hún er hvít sem Baldur. • Baldur er mjög vitur en þó fylgir honum sú náttúra að dómar hans haldast ekki. • Hann býr í Breiðabliki sem er á himni. • Á þeim stað má ekkert óhreint vera.

  7. Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 23: Njörður • Hár segir Ganglera frá Nirði. • Hann býr í Nóatúnum sem eru á himni. • Hann ræður yfir vindi og stillir sjó og eld. • Hann er átrúnaðargoð sæfara og veiðimanna. • Hann er svo auðugur að hann getur gefið þeim land og lausafé sem heitir á hann (ræður fésælu manna). • Njörður er ekki af ásaættum. • Hann ólst upp í Vanaheimum en Vanir seldu hann sem gísl í stað Hænis. • Njörður á konu sem heitir Skaði og er dóttir Þjassa jötuns. • Skaði vill búa í Þrymheimi sem er á fjöllum uppi. • Njörður kýs að vera nær sjó. • Hjónin gerðu samkomulag um að vera 9 nætur á hvorum stað í senn. • Nirði líkaði þó illa á fjöllum og Skaði undi sér ekki við sjóinn. • Þau búa því ekki saman lengur.

  8. Æsir og ásynjurGylfaginning • Kafli 24: Freyr og Freyja • Freyr og Freyja eru börn Njarðar í Nóatúnum. • Þau eru bæði fögur og máttug. • Freyr ræður skini sólar og ávexti jarðar. • Á hann er gott að heita til árs og friðar. • Freyja býr í Fólkvangi og á hálfan val á móti Óðni. • Salur hennar heitir Sessrúmnir. • Freyja ekur kerru sem tveir kettir draga. • Gott er að heita á Freyju til ásta. • Henni líkar vel mansöngur.

More Related