140 likes | 508 Views
Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 40-45. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Gylfaginning. Kafli 40: Valhöll Gangleri spyr hvort ekki sé þröngt í Valhöll fyrst þangað sé stöðugt streymi vopndauðra manna.
E N D
Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 40-45 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Gylfaginning • Kafli 40: Valhöll • Gangleri spyr hvort ekki sé þröngt í Valhöll fyrst þangað sé stöðugt streymi vopndauðra manna. • Hár segir að Valhöll sé svo gríðarstór að aldrei er þröngt um allan þann mannfjölda sem þar dvelur. • Til marks um stærð Valhallar: • 540 dyr • Um hverjar dyr geta 800 einherjar gengið í einu • Það er því ekki þrengra um menn innan dyra en utan.
Gylfaginning • Kafli 41: Skemmtun einherja • Gangleri spyr hvernig einherjar skemmti sér. • Hár segir að þegar einherjar hafi klæðst á morgnana, vígbúist þeir og taki til við að berjast. • Þeir leika sér að því að fella hver annan. • Baninn sem menn hljóta í þessum bardögum er þó ekki varanlegur því þegar líður að morgunverði ríða menn aftur til Valhallar og setjast sáttir við drykkju. • Mönnum ætti því ekki að leiðast lífið í Valhöll!
Gylfaginning • Kafli 42: Borgarsmiðurinn • Gangleri spyr út í hestinn Sleipni • Hár segir að þegar byggð goðanna hafi verið ung hafi smiður nokkur komið til þeirra og boðist til að byggja varnarmúr í kringum byggðina á þremur misserum. • Varnarmúrinn átti að vera svo sterkur að hann stæðist ágang bergrisa og hrímþursa. • Sem laun fyrir verk sitt vildi smiðurinn fá Freyju, sól og mána. • Æsir gengu að þessum samningi að því tilskyldu að ef eitthvað vantaði upp á að múrinn væri fullgerður hinn fyrsta dag sumars fengi smiðurinn ekki kaup sitt. • Smiðurinn bað um að fá að nota hestinn Svaðilfara við verk sitt. • Loki réð því að smiðnum var leyft þetta.
Gylfaginning • Kafli 42: Borgarsmiðurinn, frh. • Hinn fyrsta vetrardag tók smiðurinn til við bygginguna. • Hann notaði hestinn til að draga grjót og vann hesturinn hálfu meira þrekvirki en smiðurinn sjálfur. • Bygging varnarmúrsins gekk vel og farnar voru að renna tvær grímur á æsi. • Þegar 3 dagar voru til sumars gengu æsir á fund Loka og hótaði honum öllu illu ef hann kæmi ekki í veg fyrir að smiðurinn nái að klára verkið á settum tíma.
Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn, frh. • Loki brá sér þá í líki merar og tældi Svaðilfara inn í skóg. • Á meðan gat smiðurinn ekki unnið. • Hann reiddist mjög og færðist í jötunmóð. • Æsir kölluðu á Þór sem drap jötuninn með hamrinum Mjöllni. • Nokkru síðar kastaði Loki folaldi. • Það var grátt og hafði átta fætur. • Sá hestur var nefndur Sleipnir.
Gylfaginning • Kafli 43: Skíðblaðnir • Gangleri spyr hvort skipið Skíðblaðnir sé ekki best og stærst allra skipa. • Hár segir að Skíðblaðnir sé best allra skipa og gert með mestum hagleik en Múspell eigi hins vegar stærsta skipið. • Það heitir Naglfari. • Hár segir að dvergar nokkrir hafi smíðað Skíðblaðni og gefið Frey það. • Skipið sé svo mikið að allri æsir komist fyrir á því með vopnum og herbúnaði. • Skipið er jafnframt þannig úr garði gert að þegar segl þess er dregið upp hefur það byr hver sem farið skal en þegar það er ekki í notkun má vefja það saman sem dúk og geyma í pyngju sinni.
Gylfaginning • Kafli 44: Viðureign Þórs og Útgarða-Loka • Gangleri spyr hvort Þór hafi einhvern tímann átt við ofurefli að etja sakir afls óvinarins eða fjölkyngi. • Hár færist undan því að svara þessu og segir að allir séu skyldugir til að trúa því að Þór sé máttugastur. • Gangleri spyr þá hvort enginn sé nógu fróður til að geta sagt sér frá þessu. • Jafnhár vísar þá spurningunni á Þriðja. • Þriðji segir frá því þegar Ökuþór fór í ferð með hafra sína ásamt Loka. • Að kvöldi komu þeir til bónda nokkurs og fengu hjá honum gistingu.
Gylfaginning • Kafli 44: Viðureign Þórs og Útgarða-Loka • Bóndinn átti tvö börn, þau Þjálfa og Röskvu. • Þór slátraði höfrum sínum og bauð heimilisfólki að eta með sér. • Þegar fólkið var orðið satt bað Þór það um að henda beinum hafranna á hafurskinnin. • Þjálfi skar hins vegar lærlegg hafursins með hníf sínum og braut legginn til mergjar. • Morguninn eftir tók Þór eftir því að lærleggur annars hafursins var brotinn. • Hann reiddist mjög.
Gylfaginning • Kafli 44: Viðureign Þórs og Útgarða-Loka • Fólkið á bænum varð ákaflega hrætt og sagðist vera tilbúið að bjóða honum hvað sem væri ef hann þyrmdi lífi þess. • Þegar Þór sá hræðslu fólksins rann honum reiðin. • Hann tók Þjálfa og Röskvu sem sáttagjöf og þau fylgja honum alla tíð síðan.
Gylfaginning • Kafli 45: Viðureign Þórs og Skrýmis • Þór heldur til Jötunheima ásamt Þjálfa og Röskvu. • Þau koma að miklum skógi. • Þegar myrkur skellur á leitar samferðafólkið sér náttstaðar í skála nokkrum miklum. • Um nóttina verður mikill jarðskjálfti. • Þór og föruneyti hans leitar skjóls í afhúsi í skálanum. • Næsta dag sér Þór hvar tröllvaxinn maður liggur sofandi. • Þór spennir um sig megingjörðunum svo honum vex ásmegin.
Gylfaginning • Kafli 45: Viðureign Þórs og Skrýmis, frh. • Þegar risinn vaknar segist hann heita Skrýmir og spyr Þór hvort hann hafi séð hanskann sinn. • Þá uppgötvar Þór að skálinn sem hann gisti í um nóttina er hanski Skrýmis en afhúsið er þumall hanskans. • Skrýmir spyr Þór hvort hann vilji samfylgd hans og Þór þiggur það. • Skrýmir býður Þór upp á að þeir deili með sér nesti. • Þegar allir hafa matast bindur Skrýmir matinn í bagga og leggur á bak sér. • Um kvöldið leggst Skrýmir til svefns en Þór vill opna nestisbaggann og fá sér að borða.
Gylfaginning • Kafli 45: Viðureign Þórs og Skrýmis, frh. • Þór tekst ekki með nokkru móti að opna baggann. • Þá reiðist hann mjög og lemur í höfuð Skrýmis með hamrinum Mjöllni. • Skrýmir vaknar og spyr hvort laufblað hafi fallið á höfuð sér. • Þegar Skrýmir er aftur sofnaður lemur Þór hann enn með hamrinum. • Skrýmir vaknar og spyr hvort akarn hafi fallið á höfuð sér. • Enn sofnar Skrýmir og Þór lemur hann í höfuðið í þriðja sinn. • Skrýmir vaknar og spyr hvort fuglar séu trénu fyrir ofan sig; hann gruni að þeir hafi látið kvisti falla á vanga sinn. • Nú fara Skrýmir og Þór á fætur og ferðbúast. • Skrýmir ráðleggur Þór að hafa hægt um sig í Útgörðum því menn Útgarða-Loka muni ekki þola háðsyrði frá smástrákum á borð við Þór.