1 / 12

Staða fjarskiptamarkaðarins Einföld SVÓT greining

Staða fjarskiptamarkaðarins Einföld SVÓT greining. Nóvember 2008 Hrafnkell V. Gíslason. Nálgun. SVÓT greining Styrkleikar, Veikleikar, Ógnanir og Tækifæri Helstu flokkar U: Umhverfi I: Innviðir N: Notkun – þjónusta- neytendur Þjónusta Notendur Ö: Öryggi Ítarefni.

Download Presentation

Staða fjarskiptamarkaðarins Einföld SVÓT greining

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Staða fjarskiptamarkaðarinsEinföld SVÓT greining Nóvember 2008 Hrafnkell V. Gíslason

  2. Nálgun • SVÓT greining • Styrkleikar, Veikleikar, Ógnanir og Tækifæri • Helstu flokkar • U: Umhverfi • I: Innviðir • N: Notkun – þjónusta- neytendur • Þjónusta • Notendur • Ö: Öryggi • Ítarefni

  3. STYRKLEIKAR • I: Góð útbreiðsla fjarskiptaþjónustu nú og meiri útbreiðsla fyrirséð í framtíðinni (GSM, UMTS, ljósleiðarar) • U: Fjarskiptaeftirlit og löggjöf á Íslandi í samræmi við það sem gerist á EES svæðinu • Ö: Stefnumótun og reglusetning vegna net- og upplýsingaöryggi liggur fyrir • N: Alþjónusta að fullu innleidd á Íslandi • N: Mikil almenn notkun fjarskiptaþjónustu hérlendis • N: Verð talsíma er lágt og farsíma hóflegt í alþjóðlegum samanburði • N:Hátt tæknistig hérlendis opnar möguleika á nýsköpun

  4. VEIKLEIKAR • I: Útbreiðsla og tækni sjónvarpsdreifingar úrelt að hluta til • I: Dreifing hljóðvarps víða ábótavant, sérstaklega í dreifbýli og á þjóðvegum • I: Háhraðatengingar ekki aðgengilegar öllum landsmönnum • U: Háhraðatengingar nær eingöngu veittar á koparheimtaugum með ADSL • U: Regluverk frekar sniðið að stórum mörkuðum • Regluverk á EES svæðinu gengur út frá samkeppni neta sé forsenda þjónustusamkeppni • U: Smár fjarskiptamarkaður • U: Fáir markaðsaðilar, fákeppni • N: Verðlagning fjarskiptaþjónustu flókin og torskilin fyrir hinn almenna borgara • N: Borgararnir ekki vel meðvitaðir um réttindi sín og möguleika varðandi fjarskiptaþjónustu • N: Tiltölulega hátt verð á breiðbandstengingum og útlandatengingum • Ö: Formleg samhæfing vegna öryggisvarna er ekki til staðar

  5. ÓGNANIR(í öllum ógnunum felst tækifæri) • I: Samruni fjarskiptaþjónustu, upplýsingatækni og fjölmiðlunar. • Enn meira flækjustig fyrir neytendur • Vöndlun (“bundling”) og “branding” (iPhone og Android/Google) • U: Ákvörðun varðandi sjónvarpsdreifikerfi RUV liggur ekki fyrir • U: Löggjöf um fjarskipti er flókin og þróast hratt • Aðlaga þarf löggjöfina að tækniþróun (t.d. “NextGenerationNetworks”) • U: Óvissa um stjórnsýslu internetsins • U: Þróun háhraða fjarskiptakerfa er m.a. háð aðgengi að góðu efni • Mikilvægt að ekki séu samkeppnishindranir á efnismarkaðnum (“mediacontent market”) hérlendis • U: Samrunar fækka markaðsaðilum • U: Fjarskiptafélög eru skuldsett • Ö: Ógnir á Internetinu vaxandi vandamál; skipuleg glæpastarfsemi

  6. TÆKIFÆRI • I: Við lokun hliðræna sjónvarpskerfisins skapast pláss fyrir nýja þjónustu á lágri tíðni sem bíður upp á spennandi og hagkvæma þróun, ekki síst hérlendis • I: Þráðlaus fjarskipti verða hraðvirkari og bjóða upp á einföldun og líklega sparnað • I: Ljósleiðari inn á flest heimili í þéttbýli á SV-horni landsins innan 5 – 10 ára • Krafa um ljósleiðara í dreifbýli verður háværari • U: Mikil eftirspurn og miklar kröfur landsmanna til þjónustu, verðs og gæða • U: Ný stefna um upplýsingasamfélagið: “Netríkið Ísland” • U: Fjarskipti hafa alla burði til að halda áfram að vera hreyfiafl upplýsingasamfélagsins • N: Samruni fjarskiptaþjónustu, upplýsingatækni og fjölmiðlunar • Sparnaður, meiri þjónusta og samnýting • Ljósleiðarar og 3G (og 4G) meiri þjónusta á einu og sama netinu • Næsta kynslóð neta (“Next generation networks: NGN”) : þróunin vel á veg komin hérlendis • N: Möguleiki á víðtækum aðgangi að upplýsingum með notkun fartækni. • Staðla þarf hugbúnaðarskil fyrir gögn t.d. landfræðilegar upplýsingar, stilla verði upplýsinga í hóf

  7. ÍTAREFNI

  8. Net- og upplýsingaöryggi • Fyrir liggja reglur um net- og upplýsingaöryggi: • Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum • Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta • Reglur um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu • Drög að langtímaáætlun um net- og upplýsingaöryggi er til • Skýrsla með tillögu að viðbragðshóp liggur fyrir • 2 netsíður í umsjá/aðkomu PFS (netöryggi.is og netsvar.is) Næstu skref: • Þróa mælikvarða á stöðu öryggismála og breytingar • Eftirfylgni reglnanna • Bæta upplýsingagjöf til almennings og fyrirtækja um öryggismál - vitundarvakning • Taka afstöðu til viðbragðshóps

  9. Dreifikerfi ljósvakamiðla • Dreifing FM hljóðvarps er víða ábótavant á landsbyggðinni • Engin útvarpsstöð hefur raunverulega landsdekkun (fyrir utan langbylgju). • Þarf að huga að stefnumótun um aðgengi hljóðvarps í jarðgöngum? • Þarf að huga að langtímastefnumótun vegna stafræns, landsdekkandi hljóðvarps (yfirfærsluhraði markast af viðtækjum notenda)? • Full stafræn dreifing hljóðvarps og sjónvarps á háhraðanetum nær til hluta landsmanna – á að stefna að því að hún nái til allra? • Starfræn dreifing sjónvarps í loftinu (á UHF tíðnisviði) er í dag 2 rásir með ca 16 stöðvum • Ákvörðun um sjónvarpsdreifikerfi RUV er líkleg til að hafa áhrif á tímasetningu á lokun hliðrænnar sjónvarpsþjónustu hérlendis • Taka þarf afstöðu til háskerpu í sjónvarpi, þ.m.t. stöðlun

  10. Áhrif nýs sæstrengs • Aukið öryggi og aukin bandbreidd • Möguleiki á einokun Farice á markaðnum • Aukin bandbreidd gæti leitt til þess að íslenskir þjónustuaðilar verði berskjaldaðri fyrir netárásum • Aukin atvinnutækifæri í upplýsingatækni og fjarskiptum • Möguleiki að símamiðstöðvar verði reknar í öðru landi en þjónustan er veitt • Gæti verið bæði ógnun og tækifæri fyrir rekstur símamiðstöðva hérlendis • Gæti ýtt undir erlent eignarhald á íslenskum fjarskiptafélögum (eða öfugt)

  11. Áhrif þráðlausrar uppbyggingar • UMTS (3G) á 900 MHz mun líklega ná til mikils hluta landsins og miðanna á næstu árum • Arftaki UMTS; þ.e. LTE mun hafa áhrif uppúr 2010. Stefnt að 100 Mbps hraða • Óljóst er með WiMAX, en enn eru miklar vonir bundnar við WiMAX sem 4G tækni • Margir aðilar á 3,5 GHz tíðnisviði hérlendis hafa skilað inn tíðniheimildum undanfarið • Aðgangur að lægra tíðnisviði (undir900 MHz) gerir þróunina hagfelldari á Íslandi (vegna betri útbreiðslu á lægri tíðni) • Hagfelld þróun, sérstaklega fyrir dreifbýl svæði (Ísland er 9. dreifbýlasta land jarðarinnar) • Það eru tiltekin svæði á landinu sem eru án þjónustu radíókerfa • Svæðið norðan Eyjafjallajökuls og Kötlu (eitt fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins á hálendinu), • Norðurhluti Stranda, hluti af svæðinu fyrir norðan Vatnajökul, Tröllaskagi, ... (þarf að greina nánar). • Eiga stjórnvöld að stuðla að uppbyggingu aðstöðu fyrir radíósenda á þessum svæðum? • Breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar tíðniheimilda eru fyrirséðar (áhrif frá ESB) • Aðkoma markaðsaðila. • Hlutverk stjórnvalda • Pólitískar (og lagalegar) spurningar um gjaldtöku, framsal og “eignarrétt”.

  12. Neytendur og fjarskiptaréttur • Alþjónusta: Öllum tryggð lágmarksþjónusta • Stuðlað er að samkeppni í fjarskiptaþjónustu og komið í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti • Hagsmuna almennings gætt með því m.a. að: • stuðla að vernd neytenda í viðskiptum þeirra við fjarskiptafyrirtæki • vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs • stuðla að birtingu skýrra upplýsinga fyrir notendur og krefjast gagnsæi gjaldskráa og skilmála fyrir notkun almennrar fjarskiptaþjónustu • tryggja að heildstæði og öryggi almennra fjarskiptaneta sé viðhaldið • Neytendur eiga víðtækan rétt • Rétt á að gerður sé samningur, aðgangur að skilmálum, hámark 6 mánaða binding, sundurliðun símreikninga, gæði internetþjónustu, vernd gegn óumbeðnum fjarskiptum, rétt á aðgangi að neyðarnúmeri, rétt á númeraflutning og númerabirtingu, rétt á truflanalausum radíófjarskiptum, o.fl. • Neytendur geta vísað deilumálum og kvörtunum til PFS

More Related