230 likes | 457 Views
Könnun í grunnskólum á varnaðarmerktum efnavörum, merkingar þeirra og á aðstöðu til að geyma og nota þau Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga Umhverfisstofnun 2006. Efnisyfirlit. Markmið Þátttakendur Framkvæmd Helstu niðurstöður (efnafræði) Helstu niðurstöður (smíði) Dæmi skýrð með myndum
E N D
Könnun í grunnskólum á varnaðarmerktum efnavörum, merkingar þeirra og á aðstöðu til að geyma og nota þauHeilbrigðiseftirlit sveitarfélagaUmhverfisstofnun2006
Efnisyfirlit • Markmið • Þátttakendur • Framkvæmd • Helstu niðurstöður (efnafræði) • Helstu niðurstöður (smíði) • Dæmi skýrð með myndum • Dæmi um hvaða hættulegu efnum er hægt að skipta út fyrir hættuminni • Samantekt • Helstu tillögur
Markmið könnunarinnar • Kanna hversuvíðtæk notkun varnaðarmerktraefnavara er við verklega kennslu í efnafræði – og smíði • Kanna aðbúnað við notkun efnanna, merkingu þeirra og leiðbeiningar við notkun í efnafræði – og smíðastofum
Þátttakendur • Umhverfissvið Reykjavíkurborgar • Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar – og Kópavogssvæðis • Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis • Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra • Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra • Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja • Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða • Umhverfisstofnun
Framkvæmd Heilbrigðisfulltrúar á viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði fóru í skólana með spurningalista, ræddu við efnafræði og- smíðakennara og skoðuðu efni og aðstöðu við meðhöndlun þeirra í fylgd kennaranna.
Öryggismál í efnafræði • Spilliefnum var hent í rusl eða vask í 8 skólum af 56. • Öryggisblöð lágu fyrir í 2 skólum af 58 • Slökkvitæki/eldvarnarteppi voru til staðar í 49 skólum af 60 • Augnskol var til staðar í 13 skólum af 59, þar af voru tvö útrunnin • Sturta var til staðar í 24 skólum af 61
Öryggismál í smíði • Spilliefnum var hent í rusl eða vask í 4 skólum af 43. • Slökkvitæki/eldvarnarteppi var til staðar í 45 skólum af 49. • Augnskol var til staðar í 13 skólum af 47, þar af var eitt útrunnið • Sturta var til staðar í 3 skólum af 51
Dæmi um hvernig hægt er að skipta út hættulegum efnum fyrir hættuminni
Samantekt • Könnun þessi nær til um það bil þriðjungs skóla á landinu • Almennt er hátt hlutfall kennara með kennaramenntun en þó meira um leiðbeinendur í smíðakennslu en við kennslu í efnafræði • Mikið er um gömul efni í hillum og geymslum • Í flestu skólunum er unnið með varnaðarmerktar vörur og margar þeirra flokkast sem hættulegt heilsu eða eitrað • Mikið vantar upp á að varnaðarmerktar vörur séu merktar í samræmi við reglur. Í undantekningartilfellum lágu fyrir öryggisblöð • Mun fátíðara er að læst geymsla sé fyrir hættuleg efni í smíðastofum en efnafræðistofum • Stinkskápur eða samsvarandi búnaður er aðeins til staðar í fáeinum stofum • Almenn loftræsing er viðunandi góð eða góð í um það bil helmingi skólanna hvort sem um er að ræða efnafræði eða smíðastofur • Bæta þarf öryggisþætti hvort sem um er að ræða í efnafræðistofum eða smíðastofum
Helstu tillögur • Haldið verði námskeið fyrir grunnskólakennara um notkun og merkingar hættulegra efna • Gerðar verði leiðbeinandi reglur eða reglugerð um notkun efna við kennslu í grunnskólum • Gefnar verði út leiðbeiningar um meðhöndlun hættulegra efna í skólum • Gert verði átak í að taka til í efnageymslum í efnafræði og smíðastofum, þau efni sem ekki er verið að nota eða eru gömul verði skilað í viðurkennda móttökustöð. Efni sem á að nota verði skráð og geymd í læstri hirslu • Skoðað verði hvort nauðsynlegt er að nota efnavöru sem merkt er sem eitur í grunnskólum • Loftræsing verði bætt í sérkennslustofum t.d. með því að setja upp staðbundið frásog, þar sem verið er að meðhöndla hættuleg efni • Skipt verði út hættulegum efnum í staðinn fyrir hættuminni efni • Aðstaða til að geyma og nota hættuleg efni í myndmenntastofum grunnskólanna verði skoðuð • Könnunin verði endurtekin eftir um það bil þrjú ár