210 likes | 381 Views
Hver er framtíð innanlandsflugsins?. Dr.-Ing. Haraldur Sigþórsson 19. janúar 2012. Skýrsla um framtíð innanlandsflugs. Skýrsla kemur út fljótlega, efnisyfirlit fyrirlesturs: Netið, farþegafjöldi, flugvellir, eldri athuganir
E N D
Hver er framtíð innanlandsflugsins? Dr.-Ing. Haraldur Sigþórsson 19. janúar 2012
Skýrsla um framtíð innanlandsflugs • Skýrsla kemur út fljótlega, efnisyfirlit fyrirlesturs: • Netið, farþegafjöldi, flugvellir, eldri athuganir • Skoðanakönnun, svæðaskipting, flugvöllur í Reykjavík, nýr flugvöllur fyrir kennsluflug, sviðsmyndir
Farþegafjöldi í innanlandsflugi mun áfram vaxaath. Þetta eru bæði komur og brottfarir Vöxtur heildarfarþegafjölda innanlandsflugskerfisins frá 1971 til 2010 og spá.
Helstu flugvellir • Reykjavík: Þrjár flugbrautir, 1.567 m, 1.230 m og 960 m langar. • Heildarfjöldi farþega árið 2010 var rúmlega 401 þúsund. • Þar af voru rúmlega 41.500 í millilandaflugi og tæplega 2.000 vegna sjúkraflugs. • Heildarfjöldi starfsmanna er rúmlega 500 talsins. • Ísafjörður: Ein flugbraut, 1.400 m löng. • Fjöldi farþega árið 2010 var 43.200, sem er 7,9% fækkun frá árinu 2009. • Þetta er um 5,4% af farþegaflutningum um innanlandsflugvelli. • Heildarfjöldi starfsmanna á flugvellinum er 14. • Akureyri: Ein flugbraut, 2.400 m að lengd. • Heildarfjöldi farþega árið 2010 voru rúmlega 203 þúsund, eða um 25,5%. • Aukning um 6,9% milli 2009 og 2010. • Af heildarfarþegafjölda voru rúmlega 15 þúsund millilandafarþegar. • Heildarfjöldi starfsmanna á flugvellinum eru um 100. • Egilsstaðir: Ein flugbraut 1.850 m að lengd með ný aðflugsljós. • Heildarfjöldi farþega árið 2010 var rúmlega 90,5 þúsund manns, sem er fækkun um 7,1% frá 2009. • Heildarfjöldi starfsmanna er um 26. 6
Nokkrar niðurstöður eldri athugana • Ein flugbraut dugar áætlunarflugi ekki. Nothæfistuðull yrði of lágur fyrir áætlunarflug. Samkvæmt tilmælum frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO, skal fjöldi og lega flugbrauta vera þannig að flugvélar sem nota viðkomandi flugvöll geti nýtt hann í 95% tilvika, með hliðsjón af leyfilegum hliðarvindi. Nú er nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar um 98%. Við lokun á flugbraut 01/19 fer það niður fyrir 82% sem er langt undir viðmiðunarmörkum. • Valkostir fyrir flugvallarstæði slæmir. Álftanes byggt, Löngusker dýr, veður slæmt á Hólmsheiði. • Ýmislegt liggur fyrir um venjur flugfarþega. • Mikilvægi innanlandsflugs fyrir landsbyggðina ótvírætt.
Skoðanakönnun Einka-, kennslu- og sjúkraflug og ferðaþjónustan • Hópar notenda: • Einkaflug, kennsluflug, ferðaþjónusta, sjúkraflug (unnið 2005) • Svarhlutfall var ekki alltaf hátt • Mikilvægi flugvalla og lendingastaða skipt í þrennt • Almennt ekki mikill munur á svörum innan hvers hóps • Flugvellir í grunnneti (áætlunarflugvellir): • Mikilvægastir: Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir og Ísafjörður • Minnst mikilvægir: Gjögur og Þingeyri • Lendingastaðir utan grunnnets: • Mikilvægastir: Húsavík • Minnst mikilvægir: Búðardalur, Reykjanes, Nýidalur, Sprengisandur, Borgarfjörður eystri, Einholtsmelar, Hveravellir og Kerlingafjöll
Innanlandsflugið er mjög mikilvægt fyrir dreifbýlið Samanburður á hlutfalli farþega- og íbúafjölda fyrir dreif- og þéttbýli eftir árum.
Flutningur á flugi frá Reykjavíkur til KeflavíkurÁhrif á flug og akstur
Sviðsmyndir texti • Öryggi á oddinn lýsir kerfi með mörgum flugvöllum, en lítilli ferðatíðni. Mikið er lagt upp úr sjúkraflugi og sem stystum ferðatíma til Reykjavíkur, ef þörf er á flugi einhverra hluta vegna. Ríkið ber kostnað af öryggisneti, en gjöld farþega standa ekki undir rekstri. Sveigjanleiki er mikill og tækifæri til ferðaþjónustu á lítið notaða flugvelli með litlum fyrirvara vegna dreifingar álags. • Sprett úr spori er tími þenslu, hreyfanleika (e. mobility), aðgengi og greiðfærni. Nóg er af ferðaframboði, áætlunarflugi og áfangastöðum. Jafn og stöðugur vöxtur fer í hönd, farþegum fjölgar og framboð vex. Tíminn er dýrmætur. • Kjarni málsins er staða, sem kemur upp, ef horft er á arðsemi og hagkvæmni. Flugvöllum fækkar, en eftir standa þeir sem flestir farþegar sækja. Lögð er áhersla á áætlunarflug milli fárra, en stórra og vel sóttra áfangastaða. Stutt er við myndun byggðakjarna. Gjöld farþega fara langt með að standa undir rekstri. Kerfið er einfalt og í föstum skorðum. • Dregin saman seglin þýðir samdrátt og niðurskurð. Innanlandsflugið missir mikilvægi sitt í samgöngumálum þjóðarinnar. Treyst er á aðra ferðamáta. Menn sætta sig við að ferðir taki langan tíma. Reynt er að halda uppi þjónustu með sem minnstum tilkostnaði.
Forsendur • Farþegaspá gerð til ársins 2025 • Framkvæmda- og viðhaldsáætlun til ársins 2025 • Annaðhvort er flugvöllur lokaður eða opin • Rekstraráætlun sett upp miðað við núverandi þjónustustig og kvaðir • Notendagjöld óbreytt – útkoman er í raun rekstrarframlag ríkisins
Sviðsmynd 1 • Núverandi kerfi • Endurnýjun og viðhald samkvæmt viðhaldsáætlun • Öllum frávikum lokað • Reglugerðum um öryggissvæði uppfyllt • Heildarkostnaður 35 milljarðar til ársins 2025 • Ríkið greiðir • Ef notendur greiði þá þurfa notendagjöld að vera 5.560 krónur á hvern farþega
Sviðsmynd 2 • Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Grímsey, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar • Aðrir flugvellir og lendingarstaðir lokaðir og engin þjónusta • Verður þó hægt að lenda, þar til Flugmálastjórn lokar þeim • Heildarkostnaður 29 milljarðar til ársins 2025
Niðurstöður • Nauðsynlegt að setja stefnu um það, hvernig kerfi flugs innanlands á að vera til framtíðar • Hvaða flugvellir eiga að vera starfræktir? • Hvernig á að fjármagna þá? • Ríkisframlag • Notendagjöld