190 likes | 374 Views
Kynning á verkefni á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja. Morgunverðarfundur á Grand Hotel 19. nóvember 2008 Margrét Linda Ásgrímsdóttir. Megintilgangur verkefnisins. Að skoða aldurshópinn 50 ára og eldri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum með eftirfarandi atriði í huga:
E N D
Kynning á verkefni á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja Morgunverðarfundur á Grand Hotel 19. nóvember 2008 Margrét Linda Ásgrímsdóttir
Megintilgangur verkefnisins Að skoða aldurshópinn 50 ára og eldri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum með eftirfarandi atriði í huga: • Er þetta fólk virkt í atvinnuleit? • Vill það raunverulega fara að vinna? • Hafa elstu einstaklingarnir hugað að því að færa sig yfir á ellilífeyri? • Hvert er viðhorf fólksins gagnvart því að vera atvinnulaust? Hvernig líður því?
Tilgangur, frh. • Vekja athygli atvinnurekenda á þessum hópi á vinnumarkaði • Leitast við að finna störf handa þeim sem raunverulega vilja fara að vinna • Kanna áhuga fólks á námskeiðum
Undirbúningur verkefnisins • Nokkrar skýrslur og ritgerðir varðandi hópinn 50 ára og eldri og tengsl hans við vinnumarkaðinn skoðaðar • Vinnumálastofnun v/Engjateig • Tilkynning til Persónuverndar • Skrá yfir fyrirtæki á Suðurnesjum
Framkvæmd verkefnisins • Í byrjun fólk á aldrinum 55 til 70 ára (f. 1938-1953) • Viðtöl við 44 einstaklinga, 22 konur og 22 karla • Fólk á aldrinum 50 til 54 ára (f. 1954-1958) bættist við • Viðtöl við 12 einstaklinga , sex konur og sex karla • Samtals 56 einstaklingar mættu í viðtöl • Miðað við að hvert viðtal tæki um 30 mínútur
Framkvæmd verkefnisins frh. • Spurningalisti með 12 spurningum lagður fyrir í viðtölum • Svörin skoðuð með viðkomandi einstaklingi og þau rædd ásamt mörgu öðru. Flestir voru mjög tilbúnir til að ræða málin • Tilgangur viðtala að kanna viðhorf og líðan þessara einstaklinga • Haft samband við valda vinnustaði að viðtölum loknum • Samstarf við Reykjanesbæ
Spurningalistinn Markmiðið með spurningalistanum var að fá yfirsýn yfir nokkur atriði hjá hópnum s.s: • lengd atvinnuleysistímabils • virkni í atvinnuleit • áhugasvið • óskir um starfshlutfall/vinnutíma • starfsorku • bjartsýni/svartsýni á að fá vinnu • ástæður atvinnuleysis • áhuga á að sækja námskeið • menntunarstig hópsins
Samantekt á svörum:1. Lengd atvinnuleysistímabils 55 ára og eldri: • 50% hópsins án atvinnu í 1 ár eða minna og 50% í 1 ár eða meira • 35 einstaklingar af 44 (80%) teljast til langtímaatvinnulausra, þ.e. atvinnulausir í 6 mán. eða meira • Enginn atvinnulaus í meira en tvö ár
frh. 50-54 ára: • 58% hópsins án atvinnu í minna en hálft ár • 17% í ½ til 1 ár • 25% hópsins án atvinnu í eitt og hálft til tvö ár • 5 einstaklingar af 12 (42%) teljast til langtímaatvinnulausra • Enginn atvinnulaus í meira en tvö ár
2. Virkni í atvinnuleit • Langflestir töldu sig vera virka í atvinnuleit: 82% í eldri hópnum og 92% í yngri hópnum • Flestir skoða atvinnuauglýsingar í blöðum en fæstir leita að vinnu á internetinu • Margir spyrjast fyrir hjá vinum og kunningjum og sumir fara á vinnustaði og spyrjast fyrir
3. Vilji til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar • Spurt var hvort fólk væri tilbúið að nýta sér úrræði vinnumálstofnunar svo sem starfsþjálfun, starfskynningu eða reynsluráðningu. Langflestir voru tilbúnir til þess ; 77% í eldri hópnum en 100% í yngri hópnum
4. Óskir um störf - starfshlutfall/vinnutími- starfsorka • Nokkurrar kynjaskiptingar gætir í óskum um störf. • Konur hafa meiri áhuga á að vinna verslunar eða skrifstofustörf. • Karlar hafa meiri áhuga á vinnu við vélar og tæki eða bílstjórastörf. • Meiri hluti vill vinna fullt starf en vaktavinna er ekki ofarlega á blaði. • 57% svarenda í eldri hópnum telja sig ekki hafa fulla starfsorku en 58% í yngri hópnum
5. Ástæður atvinnuleysis nú • Í eldri hópnum var 50% fólksins, 22 einstaklingum, sagt upp vegna samdráttar. Í þeim hópi eru 14 einstaklingar sem unnu hjá Varnarliðinu • Tveimur einstaklingum var sagt upp vegna aldurs (4%) • Í yngri hópnum merktu 58% við valkostinn annað, s.s. tímabundin ráðning, samskiptaörðugleikar á vinnustað, veikindi. • 33%fólksins í yngri hópnum var sagt upp vegna samdráttar
6. Bjartsýni.... 55 ára og eldri: • 62% þessa hóps eru mjög eða frekar vongóð með að fá vinnu • 33% hafa litla von • 5% eru vissir um að þeir muni ekki fá vinnu 50-54 ára: • 67% þessa hóps eru mjög eða frekar vongóð með að fá vinnu • 33% hafa litla von • Enginn hefur gefið upp alla von um að fá vinnu
7. Áhugi á námskeiðum • Mikill áhugi er í báðum aldurshópum • Flestir hafa áhuga á að sækja grunnnámskeið í tölvunotkun (internetið, tölvupóstur, ritvinnsla) • Margir hafa áhuga á tungumálanámskeiðum og handverksnámskeiðum
8. Formleg menntun • 70% eldri hópsins hefur einungis lokið grunnmenntun • 84% yngri hópsins hefur einungis lokið grunnmenntun • 23% eldri hópsins hefur lokið iðnmenntun • Enginn í yngri hópnum hefur lokið iðnmenntun • 7% eldri hópsins hefur lokið stúdentsprófi • 8% yngri hópsins hefur lokið stúdentsprófi • Enginn í eldri hópnum hefur lokið háskólanámi • 8% yngri hópsins hefur lokið háskólanámi
Samantekt • Afar fjölbreyttur hópur • Misjafnar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður • Flestir vilja fá vinnu við hæfi • Þörf fyrir að ,,tilheyra” ákveðnum hópi/vinnustað • Sumum finnst niðurlægjandi að vera á atvinnuleysisbótum
Staðan hjá aldurshópnum í dag • 80 einstaklingar 55 ára og eldri (f.1938-1953) á skrá en voru 56 í vor 33 konur (voru 27 í maí) 47 karlar (voru 29 í maí) 48 einstaklingar 50-54 ára (f. 1954-1958) á skrá en voru 16 í vor 23 konur (voru 9 í maí) 25 karlar (voru 7 í maí)
Takk fyrir ! Margrét Linda Ásgrímsdóttir