610 likes | 2.14k Views
UPPRIFJUN FYRIR PRÓF Í SÁLFRÆÐI 203. Þrenns konar nútímauppeldi. Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind Greinir foreldra í þrjá hópa eftir uppeldisháttum Leiðandi foreldrar Skipandi foreldrar Eftirlátir foreldrar. Frh. Leiðandi foreldrar Krefjast þroskaðrar hegðunar af barni
E N D
Þrenns konar nútímauppeldi • Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind • Greinir foreldra í þrjá hópa eftir uppeldisháttum • Leiðandi foreldrar • Skipandi foreldrar • Eftirlátir foreldrar
Frh. • Leiðandi foreldrar • Krefjast þroskaðrar hegðunar af barni • Setja skýr mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki • Skýra sín sjónarmið • Hvetja börn til að skýra út sín sjónarmið • Leggja áherslu á umræður t.d. tengt reglum • Sýna mikla hlýju og uppörvun
Frh. • Skipandi foreldrar • Stjórna með boðum og bönnum • Orð þeirra lög • Refsa fyrir misgjörðir • Nota sjaldan röksemdir • Sýna litla hlýju og uppörvun
Frh. • Eftirlátir foreldrar • Mikið frjálsræði, jafnvel stjórnleysi • Skipta sér lítið af • Hugsa lítið um að örva sjálfstraust og sjálfstæði • Setja fáar reglur og fylgja þeim ekki • Gera litlar kröfur um þroskaða hegðun • Sýndu meiri hlýju en skipandi foreldrar
Niðurstöður • Börn leiðandi foreldra - sjálfstæð, öguð, hafa trú á sjálfum sér, vingjarnleg og samvinnufús • Börn skipandi foreldra - hafa nokkra trú á sjálfum sér, eru bæld og vansæl, óvinveitt, tortryggin og vantreysta öðrum • Börn afskiptalausra foreldra - sýna minnsta trú á sjálfum sér, skort á sjálfsaga og eru árásargjörn
2. KAFLI • Er þroskaferillinn samfelldur eða stigbundinn? • Hvort skipta erfðir eða umhverfi meira máli fyrir þroska? • Má finna næmis- eða hættuskeið í þroskun? • Hvernig rannsóknum er best að beita þegar þroski er rannsakaður? • G. Stanley Hall – Fyrsti þroskasálfræðingurinn • Alfred Binet – Fyrsta greindarprófið og tilgangur þess
Er þroskaferillinn samfelldur eða stigbundinn? • Samfelldur þroski: Jafn og hægur. • Þroski í stökkum: Miklar breytingar á afmörkuðum tímabilum. • Kenningar um félags- og tilfinningaþroska gera yfirleitt ráð fyrir samfelldum þroska. • Kenningar um vitsmuni og hreyfiþroska gera ráð fyrir þroska stökkum. • Mynd 2.2 bls. 41 sýnir mun á stökum og samfelldum þroskaferli. • Kenningar Piaget, Freud og Kohlberg gera ráð fyrir þroskastigum.
Hvort skipta erfðir eða umhverfi meira máli fyrir þroskun? • Erfðahyggjumenn: Telja að arfgerð ráði mestu um þroska mannsins og umhverfi hafi takmörkuð áhrif. • A.R. Jensen og H.J. Eysenck telja að 80% greindar ákvarðist af erfðum. • Umhverfishyggjumenn: Telja að umhverfi ráði mestu um þroska mannsins. • Leon Kamin telur að 80% greindar ákvarðist af umhverfi. • Skoðið mynd 2.4 bls. 45. Hún sýnir vaxandi fylgni greindar með vaxandi skyldleika. Styður frekar erfðahyggju.
Má finna næmis- eða hættuskeið í þroskun? • Það eru vísbendingar um að áhrif umhverfis á lífverur séu mest þegar þroskinn er örastur, þ.e. í æsku. • Ekki þar með sagt að hægt sé að móta börn að vild. • Ákveðin örvun á ákveðnum tímabilum er nauðsynleg til að ná þroska. • Næmiskeið: Tímabil þar sem áhrif ákveðinna umhverfisþátta eru í hámarki. • Hættuskeið: Tímabil þar sem lífvera er móttækileg fyrir ákveðnum umhverfisáhrifum og lærir ekki að svara þeim umhverfisáhrifum nema verða fyrir þeim á viðkomandi tímabili.
frh. • Mörkun: Tilhneiging ungviðis til að elta það fyrsta sem er á hreyfingu eftir að þau fyrst koma í heiminn. (sjá nánar á mynd 2.3 á bls.44). • Ekki er talið að þroskun manna sé eins mikið komin undir hættuskeiðum eins og margra annarra dýra. Þroski taugkerfisins gerir manninn sveigjanlegri. • Sumir telja að næmisskeið geðtengsla sé á tímabilinu 6-18 mánaða hjá börnum. • Næmisskeið máltöku er frá 2-12 ára aldurs. • Næmisskeið félagsmótunar er 3-6 ára.
Beinar athuganir • Beinar athuganir er gerðar bæði í eðlilegu umhverfi og við sérstakar rannsóknaraðstæður. • Beinar athuganir eru dýrar og tímafrekar. • Erfiðara er að gera nógu víðtækar rannsóknir til að alhæfa út frá þeim. • Eðlilegt umhverfi. • Dæmigerðir hlutir eru til staðar. • Barnið er vant aðstæðum. • Barnið er ekki truflað. • Sérstakar rannsóknaraðstæður. • Meiri stjórn en í eðlilegum aðstæðum. • Auðveldara að nota sérstakan búnað s.s. heilarit.
G. Stanley Hall • Oft kallaður fyrsti þroskasálfræðingurinn. • Hafði verið nemandi Wundt. • Var frumkvöðull í sálfræði í Bandaríkjunum, stofnaði sálfræðirannsóknarstofu 1883, varð háskólakennari í sálfræði 1884 og hóf útgáfu sálfræðitímarits árið 1887. • Áhugi Hall beindist frekar að hagnýtri en fræðilegri sálfræði.
Alfred Binet • Binet bjó til fyrsta greindarprófið ásamt fleirum. • Binet-prófið er enn í notkun í endurbættum útgáfum. • Rannsakaði minni og vitsmuni með nútímalegum aðferðum. • Rannsakaði meðal annars spönnun minnis.
3. KAFLI • Hugmyndir og kenningar Sigmunds Freud • Þrískipta persónuleikakerfið, þroskastigin, kenningin um orsakir taugaveiklunar og varnarhættirnir
Freud • Hann taldi að mótun persónuleikans færi fram í æsku. • Hann lagði áherslu á mikilvægi sálarafls. • Sálarlífið knýr okkur áfram, gefur okkur kraft. • Hann taldi framan af að kynhvötin væri aðal sálarlífið. • Hann taldi að dauðahvöt hefði einnig mikil áhrif á hegðun okkar.
PERSÓNULEIKAKERFIN ÞRJÚ • Freud skipti persónuleikanum í það(id), sjálf(ego) yfirsjálf(superego) YFIRSJÁLF SJÁLF ÞAÐ
VARNARHÆTTIR • Frávarp: Að eigna öðrum neikvæða eiginleika sem maður hefur sjálfur. • Andhverfing: Að hegða sér öfugt við það sem maður vill. • Afneitun: Að neita að eitthvert ástand sem er til staðar sé til staðar. • Bæling: Að bæla óþægilegar minningar og reynslu. • Tilfærsla: Neikvæðum tilfinningum er beint að öðrum en þeim sem vekja þær. • Réttlæting: Að vinna skynsamlegar skýringar á því að manni langi ekki að gera ákveðna hluti sem mann langar í raun og veru að gera. • Varnarhættirnir byrja að myndast á forskólaaldri en verða meira áberandi eftir því sem líður á miðbernskuna.
KENNINGAR UM ORSAKIR TAUGAVEIKLUNAR • Kynferðisleg togstreita úr bernsku er helsta ástæða taugaveiklunar á fullorðinsárum. • Kenningin var byggð á frásögnum sjúklinga Freuds. • Meirihluti sjúklinganna voru konur. • Margar þeirra sögðu honum frá kynferðislegri áreitni í æsku. • Í fyrstu trúði Freud konunum. • Seinna breytti hann kenningu sinni vegna þess að samkvæmt viðtölunum var kynferðisleg misnotkun lygilega algeng. • Hann taldi þá að flestar frásagnirnar væru kynórar. Freud átti þátt í því að gera menn vonbetri um að hægt væri að lækna geðraskanir.
4. KAFLI • 4. KAFLI • Segðu frá helstu kynslóðabreytingum á líkamsþroska? • Hvað er það sem helst er kannað hjá nýburum? • Hefur umhverfi áhrif á hreyfiþroska? • Hver eru tengsl kynmótunar og kynhlutverka? • Hvaða áhrif hefur bráður eða seinn þroski á sjálfsmynd unglinga?
KYNSLÓÐABREYTINGAR Á LÍKAMSÞROSKA • Undanfarin hundrað ár hafa yngri kynslóðir að jafnaði tekið fyrr út þroska en þær eldri. Undantekningar eru á þrengingartímum. • Endanlegur þroski er meiri, þ.e. fólk er stærra. Þar munar þó ekki eins miklu og í þroskaldri. • Dæmi: Upphaf tíðablæðinga í Noregi: • 1840: 17,3 ár. • 1980: 13,1 ár. • Hæð fullorðinna hefur aukist um 0,6 cm á áratug á tímabilinu 1880-1960.
ÞAÐ SEM HELST ER SKOÐAÐ HJÁ NÝBURUM • Þrjú viðbrögð tengjast fæðutöku: • Höfuðsnúningur • Sog • Kynging • Nokkur viðbrögð eru skoðuð til að meta ástand taugakerfisins. • Babinski-viðbragð: Barn fettir tærnar þegar strokið er undir ilina. • Moro-viðbragð: Barn baðar út öllum öngum ef óvæntar breytingar verða í umhverfinu.
Hefur umhverfi áhrif á hreyfiþroska? • Rannsókn Dennis á börnum Hopi-indíana benti ekki til þess að umhverfi hafi veruleg áhrif. • Fyrstu 9 mánuði lífs eru Hopi börn bundin á vöggubretti án þess að geta hreyft sig. • Við 12-15 mánaða aldur reyndist hreyfiþroski þeirra vera hinn sami og hjá börnum sem ekki höfðu verið bundin á vöggubretti. • Fyrirvarar: • Hopi börnin voru bundin á vöggubrettin á daginn en fengu að vera frjáls á kvöldin. • Nokkrir mánuðir liðu frá því að hætt var að hafa þau á vöggubrettum og þar til hreyfiþroskaprófið var gert.
FRH. • Rannsókn Hilgards: Tveggja ára börn voru þjálfuð í 12 vikur í að klifra upp stiga, hneppa hnöppum og beita skærum. Hreyfiþroski þeirra reyndist ekki meiri en þeirra sem ekki höfðu fengið viku þjálfun. • Fyrirvarar • Börn eru fljót að bæta sér upp svo viku þjálfun kynni að hafa verið nægileg. • Verkefnin voru heldur erfið fyrir tveggja ára börn. • Rannsóknir eru misvísandi um gildi þess að þjálfa upp hreyfiþroska barna en góður árangur virðist geta náðst hjá fötluðum.
FRH. • Kynmótun leiðir okkur inn í kynhlutverk • Við tileinkum okkur hegðun, viðhorf, skoðanir og lífsstíl karla og kvenna • Foreldrar hafa mikil áhrif • Fatnaður, leikir, tal og fleira • Sumir haga sér í anstæðu við almennt einkenni síns kyns • Afneita kyni sínu og vilja vera af gagnstæðu kyni • Kynskiptingar
Hvaða áhrif hefur bráður eða seinn þroski á sjálfsmynd unglinga? • Þroski unglingsáranna er eitt erfiðasta verkefnið sem einstaklingar þurfa að takast á við á lífsleiðinni. • Róttækar breytingar unglingsáranna koma róti á sjálfsmyndina. • Unglingurinn fer að miða sig meira við félagahóp sinn en fjölskyldu. Hann tekur upp norm hópsins. • Staðalímyndir hafa veruleg áhrif. • Staðalímynd karla gerir ráð fyrir að þeir séu stórir og sterkir. Því er það hagstætt fyrir stráka að vera bráðþroska. • Útlit er unglingum sérstaklega hugstætt og er það oftar nefnt í könnunum meðal unglinga en félagslegir eða vitsmunalegir þættir.
Frh. • Bráðþroska strákar eru að jafnaði taldir meira aðlaðandi en þeir sem eru seinþroska. • Seinþroska strákar voru ósiðaðri, eirðarlausari og raupsamari. • Bráðþroska strákar reyndust hógværari, öruggari með sig og sýndu jákvæðari hegðun. • Munurinn á hópunum hélst að nokkru fram eftir unglingsárunum og fram að 33 ára aldri. • Bráðþroska stelpur eru ekki vinsælar framan af en eftir því sem líður á unglingsárin verða þær aftur vinsælar. • Bráðþroskaða stelpur sýna þroskaðri hugsunarhátt, og jákvæðari sjálfsmynd en seinþroska stelpur.
5. KAFLI • Hvað er greind og upphaf greindarprófa – Binet og Simone, gagnrýni og rök með. • Piaget – kenningar hans • Skynhreyfistig 0 – 2 ára • Foraðgerðastig 2 – 7 ára • Stig hlutbundinna aðgerða 7 – 11 ára • Stig formlegra aðgerða 11 – 15 ára
HVAÐ ER GREIND? • Að læra og nota nám sitt og þekkingu til að laga sig að nýjum aðstæðum og leysa ný verkefni (Sigurjón Björnsson) • Hæfni til að laga sig að umhverfinu, einkum nýjum aðstæðum (Helms og Turner) • Meðfæddur hæfileiki til að afla sér þekkingar og nýta hana til að laga sig að umhverfinu (Piaget) • Hæfni til að læra af reynslunni • Hæfileikinn til sértækrar hugsunar • Greindarhugtakið á að ná yfir alla getu fólks til að vinna úr upplýsingum og skapa eitthvað nýtt (Howard Gardner)
GREINDARPRÓF • Upphaf greindarprófa: Fræðsluyfirvöld í París vildu fá próf sem mældi námshæfni barna til að geta hjálpað þeim sem áttu erfitt með að læra. • Markmiðið bættur árangur einstaklinganna frekar en flokkun þeirra. • Binet og Simon voru fengnir til að útbúa greindarpróf 1904. • Greindarprófin áttu að mæla meðfædda hæfileika.
FRH. • Stundum er talað um A- og B-þætti greindar. • A-þáttur er meðfæddur hæfileiki. • B-þáttur er þekking eða kunnáttu á hverjum tíma. • Prófin mæla í raun B-þáttinn. Greindarpróf mæla almenna hæfileika og kunnáttu.
Kröfur greindarprófa: • Réttmæti: • Að prófin mæli það sem þau eiga að mæla. Oft er miðað við (viðmiðunar-réttmæti) eitthvað sem almennt er talið tengjast greind, t.d. skólaeinkunnir. • Áræðanleiki: • Að prófið gefi svipaða niðurstöðu við endurteknar prófanir. Til að próftakar læri ekki svörin utan að er oft stuðst við tvær útgáfur af sama prófinu. • Stöðlun: • Staðla þarf hvert próf fyrir þann hóp (menningarsvæði) sem nota á prófið á.
Þekktustu greindarprófin • Fyrsta greindarprófið Binet-prófið kom út í Frakklandi 1905. • Því var ætlað að prófa hæfni barna á aldrinum 2-16 ára. • Verkefnin voru t.d. að skilgreina orð og raða kubbum. • Þegar Binet-prófið var staðlað í Bandaríkjunum var notast við normalkúrvu. • Það er ýmist nefnt Stanfor-Binet prófið eða Terman-Merrill prófið. • Það er ætlað fyrir börn á aldrinum 2,5-18 ára. • Það prófar einkum málleikni en lítið hreyfileikni. Málleikni er góð forspá um skólaárangur. • Verkþættir eru t.d. minni, ályktunarhæfni og röðun kubba (bálkur 5.3 bls. 167).
Gagnrýni á greindarpróf Félagsleggagnrýni
6. KAFLI • Chomsky – máltökukenningin • Roger Browns - máltökurannsóknir • Stig máltöku – 6 þrep • Hvað er átt við með alhæfingum í barnamáli?
Kenning Chomskys • Samvæmt Chomskys fæðist maðurinn með áskapaðar hugmyndir um mál og þess vegna er hann eina dýrið sem hefur svo flókið táknkerfi. • Hið áskapaða veldur því að börn læra mál en það er umhverfið sem ræður því hvert tungumálið er. • Með máltökutækinu búa börn sér til reglur sem gerir þeim kleyft að skilja og mynda nýjar setningar. • Á 2,5 árum, milli 1,5-4 ára aldurs, læra flest börn mikilvægustu reglur tungumálsins. • Chomsky taldi að styrking gæti ekki skýrt þennan mikla hraða. • Máltökutækið er eins í öllum tungumálum, það er algilt.
Máltökurannsóknir Roger Browns • Rannsóknir Browns hafa sýnt að foreldrar umbuna miklu frekar fyrir sannleiksgildi setninga en rétta málfræði þeirra. • Brown: Ef styrking mótaði málið með einföldum hætti ættu börn að tala sannar en málfræðilega rangt mál. Það er ekki svo. • Brown telur einnig að sá munur sem er á máli barna í sama umhverfi hljóti þá að skýrast af mismunandi taugafræðilegum þroska og upplagi.
Stig máltökumá skipta í 6 þrep sem ekki eru bundin við ákveðinn aldur en koma í tiltekinni röð.
Alhæfingar í barnamáli • Orðaforði 2 ára barna er um 50 orð. Það er þá engin furða að þeim hættir til að alhæfa þessi orð. • Samkvæmt merkingarþátta-kenningu Evu Clark spretta alhæfingar barna af því að þau styðjast ekki við eins marga merkingarþætti og fullorðnir. • Þau skortir því merkingarþætti sem skilja að mismunandi hluti. • Dæmi: Merkingarþáttinn sem skilur milli hunda og katta.
7. KAFLI • Bolwby - Geðtengsl – Hegðunarmynstur – Tvær meginnálganir • Aðskilnaður og aðskilnaðarkvíði • Rannsóknir Harlows – apa ungarnir – víramamma og mjúk mamma • Mary Salter hefur gert ítarlegar kannanir á því hvers konar umönnun sé nauðsynleg til að börn þrífist eðlilega. • Rutter – gagnrýni á móðurafrækslukenninguna • Rannsókn Tizard og Hodges • Er það sjálfgefið að hægt sé að bæta fyrir afrækslu á börnum? • Hvaða áhrif hefur daggæsla á börn? • Hvaða áhrif hafa ofbeldi og vanræksla á börn?
HUGTAKIÐ GEÐTENGSL • Skilgreining geðtengsla: Geðtengsl eru tilfinningalegt samband sem myndast venjulega milli foreldra og barns á fyrstu árunum. • Þau endurspeglast meðal annars í því að þau sækjast eftir að vera í návist við hvort annað. • Geðtengsl eru gagnkvæm. • Fyrstu geðtengsl eru: • Vanalega við eina manneskju, oftast móður. • Koma fram um 7 mánaða aldur (barn kemst í uppnám ef það er aðskilið frá móður).
Hegðunarmynstur sem tengjast geðtengslum • Bros er félagsleg svörun sem kemur mjög við sögu myndunar geðtengsla. • Bros gengur í gegnum fjögur þroskastig (tafla 7.1 bls. 247). • Því nánari og tíðari sem geðtengsl eru þeim mun tíðari eru bros við 18 mánaða aldur (mynd 7.1 bls 248). • Mest brosa börn sem alast upp hjá foreldrum sínum og eru að jafnaði í návistum við foreldra. • Næst mest brosa börn á ísraelskum samyrkjubúum sem eru í návistum við foreldra sína á kvöldin. • Minnst brosa börn á stofnunum sem er óvist að séu það mikið í návistum við nokkurn fullorðin að sterk geðtengsl myndist þeirra á milli. • Það eru ekki aðeins viðbrögð foreldris sem móta barnið – viðbrögð barnsins móta líka hegðun foreldra. • Brosmild börn njóta líklega meiri umhyggju.
Kenningar um myndun geðtengsla • Tvær meginnálganir varðandi myndun geðtengsla eru: • Tilfinningatengsl eru lærð tengsl við grundvallar líffræðilegar þarfir. • Tilfinningatengsl eru sjálfstæðar grundvallar líffræðilegar þarfir. • Freud: Taldi að geðtengsl mynduðust við þá aðila sem fullnægðu einföldum líffræðilegum hvötum eins og næringu og þrifum. Það var fyrst og fremst móðirin.
MÓÐURAFRÆKSLUKENNINGIN • John Bowlby hélt því fram að móðurást væri börnum nauðsynleg til að þroskast eðlilega; börn sem ekki nytu móðurástar gætu ekki orðið eðlileg. • Bowlby taldi að það væri hættulegt geðheilsu barna ef móðirin annaðist það ekki allan sólarhringinn. • Kenning Bowlbys hafði mikil áhrif vegna þess að Alþjóðheilbrigðisstofnunin studdist við hana snemma á starfsferli sínum.
Áhrif aðskilnaðar við foreldra á börn • Skammvinnur aðskilnaður (miðaður við veru á sjúkrahúsum). • 6 mánaða til 4 ára börn komast helst í tilfinninglegt uppnám ef þau eru skilin eftir. • Yngri börn sýna lítil eða engin viðbrögð. • Skammvinnur aðskilnaður er helst skaðlegur ef hann truflar myndun geðtengsla. • Ef foreldrar heimsækja börn sín títt er lítil hætta á geðtengsl truflist. (Nú til dags dveljast foreldrar oft á sjúkrahúsum með börnum sínum eða á sjúkrahótelum).
Frh. • Kenning Bowlbys: Bowlby gerði ráð fyrir því að nærvera væri sjálfstæð líffræðileg grunnþörf. • Bowlby setti fram móðurafrækslukenninguna. • Rannsóknir Harlows: Sýndu að næringarþörf og þörf fyrir nærveru eru aðskildar þarfir sem eru aðeins lauslega tengdar. • Harlow gerði tilraun á apaungum. Hann lét útbúa víramömmu og dúkamömmmu. • Óháð því hvort næringin var hjá dúkamömmu eða víramömmu kusu apaungarnir að dvelja mun lengur hjá dúkamömmu. • Harlow ályktaði að hjúfurþörf væri meðfædd.