210 likes | 503 Views
Íslenska tvö Kafli 2, bls. 72-85. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Æsir og ásynjur Gylfaginning. Óðinn Tólf æsir eru guðir. Ásynjur eru jafn helgar og æsir. Óðinn er æðstur og elstur ásanna. Þótt hin goðin séu máttug þjóna þau honum eins og börn föður.
E N D
Íslenska tvöKafli 2, bls. 72-85 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Æsir og ásynjurGylfaginning • Óðinn • Tólf æsir eru guðir. • Ásynjur eru jafn helgar og æsir. • Óðinn er æðstur og elstur ásanna. • Þótt hin goðin séu máttug þjóna þau honum eins og börn föður. • Frigg heitir kona Óðins. • Hún veit örlög manna en þegir yfir spám sínum. • Óðinn á ýmis nöfn: • Alfaðir því hann er faðir allra goða. • Valfaðir því til hans koma allir vopndauðir menn. • Hanaguð, Haftaguð, Farmaguð o.fl.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Óðinn, frh. • Gangleri spyr hvernig Óðinn fékk öll nöfnin. • Hár segir að tvær skýringar séu á því: • Í heiminum eru mörg tungumál og í hverju þeirra er til nafn yfir Óðin. • Á ferðum sínum vann Óðinn ýmis stórvirki og hefur verið kenndur við þau.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Þór • Þór er næstur Óðni að völdum. • Hann er ýmist kallaður Ásaþór eða Ökuþór. • Hann er sterkastur manna og goða. • Ríki hans er í Þrúðvangi en höll hans heitir Bilskirnir. • Þór á tvo hafra sem aka kerru hans (sbr. nafnið Ökuþór): • Tanngnjóstur • Tanngrisnir • Þór á einnig þrjá kostgripi: • Hamarinn Mjöllni • hann notar Þór til að berja á hrímþursum og bergrisum. • Megingjarðir • Þegar Þór spennir þeim um sig vex honum ásmeginn að hálfu. • Járnglófar • Með þeim heldur hann um hamarsskaftið. • Frægðarverk Þórs eru fleiri en einn maður kunni frá að segja.
Verkefni í kennslustund • Lesið „Draum“, prósaljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur á bls. 75-76 í Íslensku tvö. • Hvernig tengist vísunin í ljóðinu persónu Óðins? • Hvaða hugmyndir og væntingar hefur ljóðmælandinn um fund sinn og Óðins og hvað finnst ljóðmælanda hún eiga vantalað við hann? • Túlkaðu viðbrögð Óðins og reiði ljóðmælandans.
Æsir og ásynjurSkáldskaparmál • Haddur Sifjar • Ægir eða Hlér heitir spyrjandinn hér en ásinn Bragi verður fyrir svörum. • Ægir spyr hvers vegna gull sé kallað haddur Sifjar. • Bragi segir honum að það sé Loka að kenna en Loki klippti allt hárið af Sif. • Þór reiddist gríðarlega og gerði Loka tvo kosti: • Að Loki færi til svartálfa og léti þá útbúa gullhár fyrir Sif sem vaxa myndi eins og annað hár. • Að Þór myndi lemja í Loka hvert bein. • Loki fór til dverga sem nefndust Brokkur og Eitri Ívaldasynir. • Brokkur bjó til: • gullhár handa Sif (gréri sem annað hár) • skipið Skíðblaðni (hafði byr í hvaða veðri sem var, hægt var að vefja það saman og geyma í pyngju sinni þegar það var ekki í notkun) • Gungni (spjót sem geigaði aldrei)
Æsir og ásynjurSkáldskaparmál • Haddur Sifjar, frh. • Loki veðjaði höfði sínu við Brokk að Eitri myndi ekki geta gert þrjá jafngóða gripi og gullhárið skipið og spjótið. • Dvergarnir gengu að veðmálinu. • Eitri bjó til: • Gölt sem hafði burst úr gulli (gat hlaupið um loft og vötn nótt sem dag og af reið hans skein ljós). • Gullhringinn Draupni (níundu hverja nótt drupu af honum átta jafnþungir hringir). • Hamarinn Mjöllni (gat mölvað hvað sem fyrir verður).
Æsir og ásynjurSkáldskaparmál • Haddur Sifjar, frh. • Loki fór með gripina í Ásgarð og gaf þá: • Óðinn fékk spjótið. • Sif fékk gullhárið. • Freyr fékk Skíðblaðni. • Brokkur gaf eftirfarandi gripi: • Óðinn fékk hringinn. • Freyr fékk göltinn. • Þór fékk hamarinn.
Æsir og ásynjur Skáldskaparmál • Haddur Sifjar, frh. • Allir urðu sammála um að hamarinn væri bestur þeirra gripa sem dvergarnir gerðu. • Nú höfðu dvergarnir unnið veðmálið og vildu fá höfuð Loka að launum. • Loki forðaði sér á skóm sem hlaupið gátu yfir loft og vötn. • Þór náði Loka hins vegar og Brokkur vildi afhöfða hann. • Loki bjargaði sér með því að segja að Brokkur ætti aðeins höfuðið en ekki hálsinn. • Þá tók Brokkur hníf sinn, skar gat í varir Loka og batt þær saman með þvengnum Vartara.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Baldur • Baldur er einn af sonum Óðins. • Hann er bæði góður, fagur, vel talaður og líknsamur. • Baldursbrá heitir svo því hún er hvít sem Baldur. • Baldur er mjög vitur en þó fylgir honum sú náttúra að dómar hans haldast ekki. • Hann býr í Breiðabliki sem er á himni. • Á þeim stað má ekkert óhreint vera.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Njörður • Býr í Nóatúnum á himni. • Ræður yfir vindi og stillir sjó og eld. • Átrúnaðargoð sæfara og veiðimanna. • Svo auðugur að hann getur gefið þeim land og lausafé sem heitir á hann (ræður fésælu manna). • Er ekki af ásaættum. • Ólst upp í Vanaheimum en Vanir seldu hann sem gísl í stað Hænis. • Á konu sem heitir Skaði og er dóttir Þjassa jötuns. • Skaði vill búa í Þrymheimi sem er á fjöllum uppi. • Njörður kýs að vera nær sjó. • Hjónin gerðu samkomulag um að vera 9 nætur á hvorum stað í senn. • Nirði líkaði þó illa á fjöllum og Skaði undi sér ekki við sjóinn. • Þau búa því ekki saman lengur.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Freyr og Freyja • Börn Njarðar í Nóatúnum. • Eru bæði fögur og máttug. • Freyr ræður skini sólar og ávexti jarðar. • Á hann er gott að heita til árs og friðar. • Freyja býr í Fólkvangi og á hálfan val á móti Óðni. • Salur hennar heitir Sessrúmnir. • Freyja ekur kerru sem tveir kettir draga. • Gott er að heita á Freyju til ásta. • Henni líkar vel mansöngur.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Týr • Hugrakkastur ása og ræður sigri í orrustum. • Átrúnaðargoð hreystimanna. • Er jafnframt mjög vitur. • Þegar æsir lokkuðu Fenrisúlf til að leyfa þeim að fjötra sig vildi Fenrisúlfur fá einhver sannindamerki um að þeir væru ekki að blekkja hann. • Týr var svo hugrakkur að hann lagði hönd sína í munn úlfsins á meðan æsir bundu hann. • Þegar æsir vildu ekki leysa úlfinn beit hann höndina af Tý við úlnlið. • Síðan hefur Týr verið einhentur og ekki kallaður sættir manna.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Bragi • Hann er vitur, málsnjall og orðfimur. • Er skáldskaparguð og af nafni hans er skáldskapur kallaður bragur. • Kona hans heitir Iðunn. • Hún varðveitir í öskju sinni eplin sem goðin eta til að haldast síung. • Eitt sinn munaði minnstu að illa færi með þessi epli. • Frá því verður sagt síðar.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Heimdallur • Kallaður hinn hvíti ás. • Er mikill og heilagur. • Er sonur níu mæðra sem allar voru systur. • Ber einnig nöfnin Hallinskíði og Gullintanni en tennur hans eru úr gulli. • Hestur hans heitir Gulltoppur. • Býr á Himinbjörgum við Bifröst. • Er vörður goða og situr við enda brúarinnar til að gæta hennar fyrir bergrisum. • Hann þarf minni svefn en fugl. • Heyrn hans og sjón er ofurnæm. • Hann á lúður sem heitir Gjallarhorn og heyrist blástur þess um alla heima. • Sverð hans heitir Höfuð.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Höður • Er blindur og mjög sterkur. • Goðin vildu helst að ekki þyrfti að nefna þennan ás þar sem hann vann slæmt verk sem lengi verður í minni guða og manna. • Víðar • Hinn þögli ás. • Er mjög vel skóaður. • Hann er næstur Þór að styrk. • Goðin hafa mikið traust af honum í öllum þrautum.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Váli • Einnig kallaður Áli. • Er sonur Óðins og Rindar. • Hann er mjög djarfur í orrustum og skotviss. • Ullur • Sonur Sifjar en stjúpsonur Þórs. • Er góður boga- og skíðamaður. • Er fagur og hraustur. • Gott er að heita á hann í einvígum.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Forseti • Sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur. • Býr í Glitni sem er á himni. • Gott er að leita til hans með ágreiningsefni því hann sættir alla. • Glitnir er besti dómstaðurinn meðal guða og manna. • Loki • Einnig kallaður Loftur. • Faðir hans er jötunninn Fárbauti en móðir hans heitir Laufey eða Nál. • Bræður Loka eru Býleistur og Helblindi. • Loki er fagur sýnum en illa innrættur og mjög brögðóttur. • Hann kemur ásum oft í stór vandræði en leysir þau gjarnan með klækjum. • Kona hans heitir Sigyn en sonur þeirra Nari eða Narfi.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Ásynjur • Frigg er æðst. Hún býr í Fensölum. • Sága býr á Sökkvabekk. • Eir er góður læknir. • Gefjun er mær og henni þjóna þær meyjar sem andast. • Fulla er einnig mær. Hún hefur hárið laust og ber gullband um höfuð sér. Hún geymir öskjur Friggjar, gætir skófatnaðar hennar og veit launráð með henni. • Freyja er tignust með Frigg. Hún er gift manni að nafni Óður. Dóttir þeirra heitir Hnoss og er mjög fögur. Óður fór burt frá Freyju og Freyja grætur hann. Tár hennar eru úr rauðagulli. Freyja á mörg nöfn þar sem hún ferðast víða í leit að Óði. Hún ber nöfnin Mardöll, Hörn, Gefn og Sýr. Freyja á Brísingamen. Hún er kölluð Vanadís.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Ásynjur, frh. • Sjöfn snýr hugum fólks til ásta. • Lofn er svo góð til áheita að hún fær leyfi hjá Óðni til að umgangast menn sem annars er bannað.Orðiðloferdregiðafnafnihennar. • Vár hlýðir á eiða manna og einkamál sem fara konum og körlum á milli. Hún refsar þeim sem rjúfa eiða sína. • Vör er vitur og spurul og ekki er hægt að leyna hana neinu. Af nafni hennar er það orðatiltæki dregið að kona verði einhvers vör. • Syn gætir dyra í Valhöll og lokar fyrir þeim sem ekki eiga að koma þangað. Hún er einnig höfð til varnar á þingum í þeim málum sem hún vill ósanna. Af nafni hennar er dregið þar orðatiltæki að syn sé fyrir sett ef einhverju er neitað.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Ásynjur, frh. • Hlín gætir þeirra manna sem Frigg vill forða frá háska. • Snotra er vitur og háttvís. Vegna nafns hennar er vitur maður kallaður snotur. • Gná gengur ýmissa erinda Friggjar. Hún á hestinn Hófvarpni sem hleypur bæði yfir sjó og vötn. Af nafni Gnár er talað um að eitthvað hátt gnæfi yfir annað. • Sól og Bil eru taldar með ásynjum. Sól keyrir hestana sem draga kerru sólarinnar en Bil fylgir mána ásamt Hjúka.