230 likes | 490 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Miðöld: Rímur og heimsádeila Bls. 103-111. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Rímur – efni og einkenni. Rímur eru frásagnarkvæði . Þeim er skipt upp í þætti sem hver um sig er nefndur ríma: 1., 2., 3. ríma o.s.frv.
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550Miðöld: Rímur og heimsádeilaBls. 103-111 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Rímur – efni og einkenni • Rímur eru frásagnarkvæði. • Þeim er skipt upp í þætti sem hver um sig er nefndur ríma: 1., 2., 3. ríma o.s.frv. • Kvæðið er svo allt nefnt rímnaflokkur eða aðeins rímur. • Elstu rímunum er þó ekki skipt upp í flokka.
Rímur – efni og einkenni • Rímnaefnið er sjaldan frumsköpun skáldsins heldur snýr það sögu í bundið mál. • Upphaflega sóttu skáldin rímnaefni í sannfræðilegarsögur og fornaldarsögur. • Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elsta varðveitta ríman. • Síðar fara skáldin að leggja út af riddarasögum og ævintýrum. • Sjaldan voru rímur ortar út af Íslendingasögum.
Rímur – efni og einkenni • Merkilegt einkenni rímna eru mansöngvar: • Stutt ljóð sem höfð voru á undan rímunum sjálfum (þó ekki alltaf í elstu rímunum). • Fyrst í stað voru þeir aðeins fyrir rímnaflokknum öllum, síðar fyrir hverri rímu. • Efni þessara ljóða var ótengt sjálfu rímnaefninu. • Mansöngur merkir ástarljóð og tíðkaðist löngu fyrir daga rímna. • Ekki er vitað hvernig á því stóð að mansöngvar urðu fylgifiskar rímna (þó e.t.v. áhrif frá dönsum).
Rímur – efni og einkenni • Rímnamansöngvarnir fjölluðu yfirleitt um ástir – eða ástarraunir. • Þar gætir áhrifa frá evrópskum miðaldakveðskap um ástir. • Efni mansöngva er þó stundum annað: • Heilsuleysi skáldsins • Illt veðurfar • Spilling tíðarandans • Siðalærdómur af frásagnarefni rímnanna • Vankunnátta skáldsins í Eddu og getuleysi til að yrkja. Þess jafnvel beðið í auðmýkt að náunginn lagfæri kveðskapinn og bæti (spurning hvort alvara fylgdi þessu!)
Rímur – uppruni • Nafnorðið ríma og sögnin að ríma eru tökuorð í íslensku. • Þessi orð koma fyrst fyrir á 14. öld. • Sögnin merkir „að yrkja með rími“ í lok vísuorðs. • Slíkt þekktist þó hér á landi fyrir daga rímna (sbr. runhendan hátt og dansa). • Flateyjarbók (talin rituð seint á 14. öld) er elsta handrit sem rímur finnast á. • Fræðimenn hafa þó talið að rímnagerð hefjist á fyrstu áratugum 14. aldar.
Rímur – uppruni • Rímur eru taldar runnar undan rótum tveggja kveðskapargreina: • Dróttkvæða (helgikvæða) • Dansa • Dróttkvæðu helgikvæðin stóðu með nokkrum blóma um það leyti sem rímur koma fram. Þaðan virðast rímurnar hafa þegið skáldamálið (heitin og kenningarnar) auk fastmótaðrar stuðlasetningar og atkvæðaskipanar. • Léttleiki rímnaformsins og endarím bendir aftur á móti til danskvæða. Talið er að í öndverðu hafi rímurnar verið sungnar fyrir dansi enda er bragarhátturinn lagaður til söngs.
Rímur – bragarhættir • Form rímna var í upphafi einfalt. • Í hinni elstu varðveittu rímu, Ólafs rímu Haraldssonar, eru vísur ferskeyttar (þ.e. fjórar ljóðlínur). • Atkvæðafjöldi er í föstum skorðum. • Ljóðstafasetning er þannig að stuðlar eru tveir hvor í sínu risi og höfuðstafur í fremsta risi sinnar línu. • Endarímið er víxlrím.
Rímur - bragarhættir Úr Ólafs rímu Haraldssonar Drottni færði öðlingr önd, a ýtum líkam seldi. B Nú er hann guðs á hægri hönd a himins í æðsta veldi. B Réttir tvíliðir alls staðar nema í 3. og 4. vísuorði þar sem þríliður er fremst.
Rímur – bragarhættir • Í tímans rás urðu til mörg afbrigði af rímnaháttum. • Varð það oft með þeim hætti að skáldin bættu rími í kveðskapinn þannig að hann varð stöðugt dýrari (með fleiri rímatkvæðum). • Formið varð þyngra með þessu lagi og mörgum veittist erfitt að sníða hugsun sinni svo þröngan stakk.
Rímur – bragarhættir • Venja er að skipta rímnaháttum í 3 ættir: • Ferskeytluætt • Stafhenduætt • Braghenduætt • Af hverri ætt verða svo til mörg tilbrigði.
Rímur - bragarhættir Dæmi um ferskeytluætt Ferskeytlan er Frónbúans afyrsta barnaglingur, B en verður seinna í höndum hans a hvöss sem byssustingur B (Andrés Björnsson) Ójöfnu línurnar (1. og 3.) eru einu atkvæði lengri en þær jöfnu. Rímið er abab en getur líka verið abcb.
Rímur - bragarhættir Dæmi um stafhenduætt Vandasamt er sjómanns fag asigla og stýra nótt og dag. aÞeir sem stjórna þjóðarhag. a þekkja varla áralag. A (Örn Arnarson. Úr Odds rímum sterka) Allar ljóðlínur eru jafnlangar. Endarímið er aaaa en slíkt afbrigði nefnist samhenda. Sé endarímið aabb er um að ræða einfalda stafhendu.
Rímur - bragarhættir Dæmi um braghenduætt Margur er sá er dansar dátt um dimmar nætur. a Daginn eftir dapur grætur a og dregst með ólund seint á fætur a (Þura í Garði) Ljóðlínur hér eru aðeins þrjár (geta verið tvær; afhending). Fyrsta línan hefur sér ljóðstafi, hinar tvær stuðla á venjubundinn hátt. Endarím: aaa. Sé það abb nefnist það baksneydd braghenda.
Rímur - ferill • Rímur voru fyrst og fremst ortar til að skemmta mönnum. • Engin kveðskapargrein hefur náð öðrum eins vinsældum og rímur hér á landi. • Rímur voru í hávegum hafðar allt fram á 20. öld eða um fimm alda skeið!
Rímur - ferill • Ástæður fyrir vinsældum rímna: • Rímurnar fluttu sagnaskemmtun sem var dægrastytting er alltaf hefur fallið í góðan jarðveg hér á landi. • Menn af öllum stéttum fengust við rímnagerð; bæði lærðir og leikir. • Rímnahættir voru snemma notaðir við gerð lausavísna.
Rímur - ferill • Rímurnar áttu þó oft undir högg að sækja. • Eftir að lúterstrú var tekin upp vildi Guðbrandur biskup Þorláksson koma rímunum fyrir kattarnef þar sem hann taldi þær draga hug manna frá kristilegum efnum. • Heittrúarsinnar (píetistar) gerðu aðra hríð að rímunum á 18. öld á sömu forsendum. • Þessar tilraunir til að útrýma rímunum báru þó ekki árangur.
Rímur - ferill • Á 18. og 19. öld sóttust menn að rímum á fagurfræðilegum forsendum: • Magnús Stephensen konferensráð • Jónas Hallgrímsson • Enn reyndust rímurnar þó ódrepandi. • Vinsældir rímnanna fóru loks minnkandi með breyttum tíðaranda og bókmenntasmekk. • Einnig hættu þær að gegna hlutverki sem sagnaskemmtun. Farið var að semja sögur í óbundnu máli sem alþýða manna kaus fremur.
Rímur – einstakir höfundar • Nöfn hinna elstu rímnaskálda eru gleymd. • Tvö rímnaskáld sem uppi voru fyrir siðaskipti: • Einar Gilsson lögmaður orti Ólafsrímu Haraldssonar á 14. öld. Fjallar um fall Ólafs helga og dýrð hans. Skiptist ekki í flokka. • Svartur Þórðarson orti Skíðarímu á 15. öld. Skopkvæði um förumann sem berst í draumi til Valhallar og á þar samskipti við goðin.
Rímur - gildi • Margir ortu rímur en fáir teljast verulegir listamenn. Margt gefur þó rímunum gildi: • Þær fluttu þjóðinni söguefni í þeim búningi sem hún hafði mætur á. • Þær varðveittu söguefni frá glötun. • Þær veittu hverjum hagyrðingi tækifæri til að iðka braglist. • Þær varðveittu skáldamálið forna og héldu tungunni auðugri og taminni við braglist. • Þær hafa því átt ríkan þátt í því að viðhalda samhengi íslenskra bókmennta sem góðu heilli er enn órofið.
Heimsádeila – Skáld-Sveinn • Skáld-Sveinn er talinn höfundur Heimsósóma í eftirriti Árna Magnússonar af 16. aldar handriti. • Ekkert er vitað um Skáld-Svein nema að hann virðist haf verið uppi á síðari hluta 15. aldar og e.t.v. lifað fram á þá 16.
Heimsádeila – Skáld-Sveinn • Heimsósómi fjallar um yfirgang og lögleysur höfðingja við sýkna bændur og lítilmagna og mun skáldið hafa í huga dæmi úr samtíð sinni. • Sakir tilþrifa skáldsins og andagiftar verður að telja Heimsósóma stórbrotnasta kvæðið frá miðöld. • Heimsósómi telst upphafskvæði þess heimsádeilukveðskapar sem blómgaðist á Íslandi á miðöld.
Heimsádeila – Skáld-Sveinn • Dæmi um annan heimsádeilukveðskap er: • Aldasöngur Bjarna Jónssonar skálda • Aldarháttur Hallgríms Péturssonar • Helstu kvæði austfirsku skáldanna, s.s. Einars Sigurðssonarog Bjarna Gissurarsonar • Kvæði Eggerts Ólafssonar. • Í upphafi er deilt á óhóf og ofsa í íslensku samfélagi en þegar kemur fram yfir siðaskipti fer kveðskapurinn að snúast um erlenda kúgun, deyfð og doða.