120 likes | 347 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Aldamótin, bls. 117-119. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Aldamótin. Um og upp úr aldamótunum 1900 fer enn að bera á nýrri stefnu í bókmenntum.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Aldamótin, bls. 117-119 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Aldamótin • Um og upp úr aldamótunum 1900 fer enn að bera á nýrri stefnu í bókmenntum. • Í stað þess að skrifa um mannfélagsmein fara skáldin að beina sjónum sínum að þeim hugsýnum sem búa með manninum. • Þessi stefna hefur verið nefnd nýrómantík.
Hvaða leiðir liggja til nýrómantíkur? • Tengsl nýrómantíkur við erlendar hugmyndir: • Hugmyndir þýska heimspekingsins Nietzsche um hin óþvinguðu og villtu öfl í manninum og mikilvægi afburðamanna (snillinga). • Symbólismi (táknsæi): Frönsk bókmenntastefna þar sem mikil áhersla er lögð á tákn. Myndmál ljóðanna á að gefa hugmyndirnar til kynna.
Hver voru þessi nýrómantísku skáld? • Flest nýrómantísku skáldin voru mjög ung þegar þau byrjuðu að birta ljóð sín: • Jónas Guðlaugsson (1887-1916). • Búinn að gefa út þrjár ljóðabækur 22 ára. • Fluttist til Noregs og Danmerkur og skrifaði á tungumálum þeirra þjóða eftir það. • Lét draum nýrómantíska skáldsins um að fara burt rætast. • Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882-1906). • Dó úr tæringu aðeins 24 ára gamall. • Orti þekktustu ljóð sín þegar hann vissi að hverju stefndi. • Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti (1879-1939) • Orti um mikilvægi draumsins þegar sest er niður að loknum vinnudegi.
En hvað með Jóhann Sigurjónsson? • Þekktasta nýrómantíska skáldið. • Náði miklum frama erlendis fyrir leikrit sem hann skrifaði á dönsku: • Fjalla-Eyvindur • Galdra-Loftur • Bæði leikritin byggja á þjóðsögum. • Á seinni árum hefur Jóhann notið mestra vinsælda fyrir ljóð sín. • Sjá „Væri ég aðeins einn af þessum fáu“ á bls. 118.
Einar Benediktsson • Einar Benediktsson (1864-1940) var í fyrstu hallur undir raunsæisstefnuna en fór fljótt að yrkja í nýrómantískum anda. • Einar orti oft í ljóðum sínum um heimspekileg viðfangsefni og spurði stórra spurninga. • Hann var sýslumaður um tíma og stundaði alls kyns viðskipti. • Hann gaf út dagblaðið Dagskrá. • Hann orti mikið af ljóðum en birti einnig nokkrar smásögur.
Hvað með formið og málið? • Nýrómantísk skáld endurnýjuðu hið íslenskaljóðmál. • Þau gerðu miklar kröfur til formsins. • Lögðu mikið upp úr hljómi orðanna og merkingu þeirra. • Myndmálið varð tengdara hugmyndum ljóðskáldsins.
Hvað með formið og málið?, frh. • Sum skáldin losuðu um bragformið og leituðu t.d. í þjóðkvæði sem voru frábrugðin því sem tíðkast hafði á seinni hluta 19. aldar. • Yrkisefnið var gjarnan þrá eða löngun þess sem talaði í ljóðinu: • þrá eftir hinu ómögulega • löngun til stórra afreka
Hvað með Huldu? • Hulda (1881-1946) hét fullu nafni Unnur Benediktsdóttir Bjarklind. • Hún hlaut mikla athygli fyrir ljóð sín þegar þau birtust í blöðum á fyrstu áratugum 20. aldar. • E.t.v. vegna þess að hún var ung kona. • Hún notaði mikið þuluformið (ein tegund þjóðkvæða). • Með því stuðlaði hún að ákveðinni nýjung í ljóðagerð.
Hvað með Huldu? • Þulan er, eins og önnur þjóðkvæði, lausari i formi en flestir hefðbundnir bragarhættir. • Þar ríkir meira frjálsræði varðandi rím og stuðla en í hefðbundnu bragformi. • Sjá „Ljáðu mér vængi“ á bls. 119. • Hulda orti þó undir fleiri bragarháttum en þuluforminu. • Einnig skrifaði hún ljóðrænar smásögur. • Hulda hlaut verðlaun fyrir ljóð sitt Hver á sér fegra föðurland í samkeppni sem haldin var í tilefni lýðveldisstofnunar 1944.
Og? • Nýrómantíkin var sterkust á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar. • Líklega náði hún hámarki sínu um það leyti sem Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson gáfu út sínar fyrstu ljóðabækur. • Stefán: Söngvar förumannsins 1918. • Davíð: Svartar fjaðrir 1919.
Rætur • Nemendur lesa „Bikarinn“ og „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson á bls. 406-407 í Rótum. • Nemendur lesa „Farfugla“ og „Ljáðu mér vængi“ eftir Huldu á bls. 381-382 í Rótum. • Nemendur lesa „Á Dökkumiðum“ og „Abba-labba-lá“ eftir Davíð Stefánsson á bls. 426-428 í Rótum.