1 / 16

Hvað hindrar símenntun fullorðins fólks

Hvað hindrar símenntun fullorðins fólks. Svanfríður Jónasdóttir 23.11.2006. Um námsáhuga fólks með litla formlega menntun. Meistaraprófsverkefni við Kennaraháskóla Íslands. Rannsókn unnin á árinu 2005. Rannsóknarspurning: Hver er námsáhugi fólks með litla formlega menntun?

dante
Download Presentation

Hvað hindrar símenntun fullorðins fólks

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hvað hindrar símenntun fullorðins fólks Svanfríður Jónasdóttir 23.11.2006

  2. Um námsáhuga fólks með litla formlega menntun • Meistaraprófsverkefni við Kennaraháskóla Íslands. • Rannsókn unnin á árinu 2005. • Rannsóknarspurning: Hver er námsáhugi fólks með litla formlega menntun? www.kaktus.is/svanfridur

  3. Um rannsóknina • Rannsóknin var eigindleg og byggðist á tveimur rýnihópaviðtölum og sjö einstaklingsviðtölum • við alls 16 einstaklinga sem áttu það sameiginlegt að hafa ekki lokið skilgreindu framhaldsskólaprófi • og voru á aldrinum 25 til 40 ára.

  4. Af hverju þessi spurning? • Miklar atvinnuháttabreytingar hafa átt sér stað og eru enn að verða þar sem störf við frumframleiðslu og einföld þjónustustörf úreldast hratt, m.a. vegna nýrrar tækni. • Yfir 40% fólks á vinnumarkaði er einungis með grunnmenntun. • Menntun og sérþekking sífellt mikilvægari.

  5. Þeir sem hafa minni menntun sækja síður námskeið • Kannanir hafa sýnt að þeir sem hafa minni menntun sækja síður símenntun. • Hver er ástæða þess að þeir sem eru með minnstu menntunina sækja sér síður viðbótarþekkingu með formlegum hætti en hinir sem meiri menntun hafa? • Hver er námsáhugi þeirra?

  6. Hvaða ástæður? • Það er mikilvægt að þeir sem sinna fræðslu í samfélaginu velti því fyrir sér hvaða ástæður kunna að vera fyrir þessari mismunandi þátttöku • og mögulegum leiðum til að breyta því.

  7. Til umhugsunar fyrir okkur • Flestar ástæður þess að fólk sækir ekki símenntun hafa verið raktar til einstaklingsins sjálfs. • Þegar horft er á málið frá félagsfræðilegu sjónarhorni kemur hins vegar annað í ljós.

  8. Þátttökuleysi félagslegt vandamál • Það sem er talið vandamál fullorðins- fræðslunnar, þátttökuleysi þeirra sem minni menntun hafa fyrir, sé raunverulega félagslegt vandamál en ekki bara mál einstaklinganna

  9. Munur á viðhorfi stétta • Viðhorf til menntunar ólík eftir bakgrunni • Fræðimenn telja að misvægið í þátttöku í símenntun bendi fremur til þess að það sé grundvallarmunur á viðhorfi stétta til menntunar Johnstone og Rivera 1965. Riessman 1962.

  10. Hlutur hinnar menntuðu millistéttar • Á það er bent að hin menntaða millistétt skipuleggi alla fullorðins- fræðslu sem síðan höfði aðallega til þeirra sem hafi svipaða menntun og bakgrunn.

  11. Niðurstaðan • Námsáhugi fullorðins fólks ræðst einkum af viðhorfi til menntunar • Einnig af persónulegum aðstæðum og námsframboði • Ýmsar hindranir koma í veg fyrir að þau geti nýtt sér þau námstilboð sem hið formlega kerfi býður uppá.

  12. Hindranir í námi • Ytri hindranir s.s. efnahagur, fjölskyldu- aðstæður, búseta • Innri hindranir; sjálfsmynd einstaklings ,,ég get ekki” ,,ekki fyrir mig” ,,of gamall” o.s.frv. • Stofnanahindranir s.s. fyrirkomulag náms og námsframboð Cross 1981. Johnstone og Rivera 1965

  13. Hindranir í námi • Stjórnmál fást við ytri hindranir • Menntakerfin fást við stofnanahindranir • Vandinn er einkum hinar innri hindranir Hvernig á að kveikja í einstaklingnum, örfa hann og vekja honum trú á sjálfum sér?

  14. Námsáhugi fullorðins fólks • Námsáhugi yfirleitt starfsmiðaður • Mun líklegra er að kjarasamningsbundin ákvæði um símenntun og aukið námsframboð innan óformlega kerfisins muni nýtast þeim til að afla sér frekari menntunar sem gæti leitt einhver þeirra inn í formlegt nám síðar. • Þau úr hópi viðmælenda sem nú eru í námi hafa farið þá leið.

  15. Fullorðnir námsmenn • Vilja að námið sé hagnýtt • Mikilvægt er að reynsla þeirra sé metin • Aðgangurinn að þeim virðist einkum vera í gegnum vinnustaðinn og verkalýðsfélagið

  16. Mesta ögrunin- mikilvægasta verkefnið • Mesta ögrun þeirra sem skipuleggja símenntun er að ná til þess fólks sem er með litla formlega menntun

More Related