160 likes | 336 Views
Hvað hindrar símenntun fullorðins fólks. Svanfríður Jónasdóttir 23.11.2006. Um námsáhuga fólks með litla formlega menntun. Meistaraprófsverkefni við Kennaraháskóla Íslands. Rannsókn unnin á árinu 2005. Rannsóknarspurning: Hver er námsáhugi fólks með litla formlega menntun?
E N D
Hvað hindrar símenntun fullorðins fólks Svanfríður Jónasdóttir 23.11.2006
Um námsáhuga fólks með litla formlega menntun • Meistaraprófsverkefni við Kennaraháskóla Íslands. • Rannsókn unnin á árinu 2005. • Rannsóknarspurning: Hver er námsáhugi fólks með litla formlega menntun? www.kaktus.is/svanfridur
Um rannsóknina • Rannsóknin var eigindleg og byggðist á tveimur rýnihópaviðtölum og sjö einstaklingsviðtölum • við alls 16 einstaklinga sem áttu það sameiginlegt að hafa ekki lokið skilgreindu framhaldsskólaprófi • og voru á aldrinum 25 til 40 ára.
Af hverju þessi spurning? • Miklar atvinnuháttabreytingar hafa átt sér stað og eru enn að verða þar sem störf við frumframleiðslu og einföld þjónustustörf úreldast hratt, m.a. vegna nýrrar tækni. • Yfir 40% fólks á vinnumarkaði er einungis með grunnmenntun. • Menntun og sérþekking sífellt mikilvægari.
Þeir sem hafa minni menntun sækja síður námskeið • Kannanir hafa sýnt að þeir sem hafa minni menntun sækja síður símenntun. • Hver er ástæða þess að þeir sem eru með minnstu menntunina sækja sér síður viðbótarþekkingu með formlegum hætti en hinir sem meiri menntun hafa? • Hver er námsáhugi þeirra?
Hvaða ástæður? • Það er mikilvægt að þeir sem sinna fræðslu í samfélaginu velti því fyrir sér hvaða ástæður kunna að vera fyrir þessari mismunandi þátttöku • og mögulegum leiðum til að breyta því.
Til umhugsunar fyrir okkur • Flestar ástæður þess að fólk sækir ekki símenntun hafa verið raktar til einstaklingsins sjálfs. • Þegar horft er á málið frá félagsfræðilegu sjónarhorni kemur hins vegar annað í ljós.
Þátttökuleysi félagslegt vandamál • Það sem er talið vandamál fullorðins- fræðslunnar, þátttökuleysi þeirra sem minni menntun hafa fyrir, sé raunverulega félagslegt vandamál en ekki bara mál einstaklinganna
Munur á viðhorfi stétta • Viðhorf til menntunar ólík eftir bakgrunni • Fræðimenn telja að misvægið í þátttöku í símenntun bendi fremur til þess að það sé grundvallarmunur á viðhorfi stétta til menntunar Johnstone og Rivera 1965. Riessman 1962.
Hlutur hinnar menntuðu millistéttar • Á það er bent að hin menntaða millistétt skipuleggi alla fullorðins- fræðslu sem síðan höfði aðallega til þeirra sem hafi svipaða menntun og bakgrunn.
Niðurstaðan • Námsáhugi fullorðins fólks ræðst einkum af viðhorfi til menntunar • Einnig af persónulegum aðstæðum og námsframboði • Ýmsar hindranir koma í veg fyrir að þau geti nýtt sér þau námstilboð sem hið formlega kerfi býður uppá.
Hindranir í námi • Ytri hindranir s.s. efnahagur, fjölskyldu- aðstæður, búseta • Innri hindranir; sjálfsmynd einstaklings ,,ég get ekki” ,,ekki fyrir mig” ,,of gamall” o.s.frv. • Stofnanahindranir s.s. fyrirkomulag náms og námsframboð Cross 1981. Johnstone og Rivera 1965
Hindranir í námi • Stjórnmál fást við ytri hindranir • Menntakerfin fást við stofnanahindranir • Vandinn er einkum hinar innri hindranir Hvernig á að kveikja í einstaklingnum, örfa hann og vekja honum trú á sjálfum sér?
Námsáhugi fullorðins fólks • Námsáhugi yfirleitt starfsmiðaður • Mun líklegra er að kjarasamningsbundin ákvæði um símenntun og aukið námsframboð innan óformlega kerfisins muni nýtast þeim til að afla sér frekari menntunar sem gæti leitt einhver þeirra inn í formlegt nám síðar. • Þau úr hópi viðmælenda sem nú eru í námi hafa farið þá leið.
Fullorðnir námsmenn • Vilja að námið sé hagnýtt • Mikilvægt er að reynsla þeirra sé metin • Aðgangurinn að þeim virðist einkum vera í gegnum vinnustaðinn og verkalýðsfélagið
Mesta ögrunin- mikilvægasta verkefnið • Mesta ögrun þeirra sem skipuleggja símenntun er að ná til þess fólks sem er með litla formlega menntun