150 likes | 693 Views
Íslenska tvö Kafli 2, bls. 105-110. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Forsaga íslensku. Flest tungumál sem töluð eru í Evrópu eru skyld, þ.e. eiga sameiginlegan uppruna . Þau tungumál sem töluð eru í heiminum skipta þúsundum.
E N D
Íslenska tvöKafli 2, bls. 105-110 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Forsaga íslensku • Flest tungumál sem töluð eru í Evrópu eru skyld, þ.e. eiga sameiginlegan uppruna. • Þau tungumál sem töluð eru í heiminum skipta þúsundum. • Mjög misjafnt er hversu margir tala hvert mál; allt frá nokkrum hundruðum til hundraða milljóna.
Forsaga íslensku • Þau tungumál sem flestir tala í heiminum eru: • mandarín (kínverska) • hindí • enska • spænska • arabíska • bengalska • portúgalska • rússneska • japanska • Enska er líklega það tungumál sem mesta útbreiðslu hefur þótt fleiri tali mandarín og hindí.
Forsaga íslensku • Vafalaust hafa menn snemma tekið eftir því að tungumál heimsins eru mislík. • Það var þó ekki fyrr en á 19. öld sem samanburðarmálfræði kom til sögunnar sem fræðigrein. • Þá tóku vestrænir fræðimenn að bera saman sanskrít annars vegar og latínu og grísku hins vegar. • Þetta leiddi til samanburðar á æ fleiri tungumálum og smám saman varð til þekking sem varð grundvöllur að ættartré indóevrópskra mála.
Forsaga íslensku • Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar má með nokkurri nákvæmni endurgera orð fornmála sem hafa lítt eða ekki varðveist í riti. • Aðferðin felur í sér að greina mismunandi breytingar sem hafa orðið á skyldum málum og rekja sig í gegnum þær allt til frumtungunnar. • Með því að bera saman öll norræn mál má t.d. rekja sig aftur til einnar norrænnar móðurtungu, þ.e. norrænu.
Forsaga íslensku • Tungumálum er skipað í svokallaðar málaættir eftir skyldleika. • Í því felst að mál af sömu ætt eru upphaflega runnin frá einu frummáli. • Málaættir eru býsna margar og misjafnt er hve mörg tungumál teljast til hverrar ættar. • Útbreiddasta málaætt veraldar nú á dögum er indóevrópska málaættin.
Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Indóevrópsk tungumál eru töluð um alla Evrópu og víða um suðurhluta Asíu. • Móðurtungan er nefnd indóevrópska. • Ekki er vitað með vissu hvaðan indóevrópumenn áttu frumheimkynni. • Flestir fræðimenn nú til dags telja að þeir hafi upphaflega búið sunnan Kákasusfjalla og vestar, í Anatólíu. • Síðan hafi þeir flust frá heimkynnum sínum í þremur meginkvíslum (sjá kort á bls. 107): • Í austur til Írans og Indlands og fleiri svæða á þeim slóðum. • Til norðurs inn í Rússland og þaðan til vesturs inn í Evrópu. • Yfir Hellusund og suður Grikklandsskaga.
Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Að líkindum hafa þjóðflutingar Indóevrópumanna hafist um 4000-3000 f.Kr. og tekið margar aldir. • Dreifing Indóevrópumanna leiddi til þess að mál þeirra greindist smám saman í ný mál sem aftur greindust nánar niður. • Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar tókst fræðimönnum smám saman að skipta þeim í samstæða hópa og draga upp ættartré indóevrópskra mála.
Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Með aðferð samanburðarmálfræðinnar má sýna fram á að indóevrópska hefur verið beygingarmál með: • þrjú kyn: kk, kvk, hvk • aðgreiningu á milli eintölu, tvítölu og fleirtölu • fallbeygingu á nafnorðum: 8 föll • Margir telja að grundvallarorðaröð í indóevrópsku hafi verið frumlag – andlag – sögn (FAS). • Nú er hins vegar grundvallarorðaröð indóevrópskra mála FSA.
Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Indóevrópskum málum er jafnan skipt í svonefnd kentum mál og satem mál. • Aðgreining þessara flokka byggir á ólíkri þróun nokkurra samhljóða og eru nöfnin dregin af orðinu hundrað sem er centum á latínu en satem á fornpersnesku. • Til kentum mála teljast vesturmálin (germanska, rómanska, keltnesku málin, gríska og fleiri mál). • Til satem mála teljast austurmálin (slavensku málin, indó-írönsku málin o.fl.)
Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Í Evrópu eru fyrst og fremst töluð indóevrópsk mál. • Flestir undirflokkar þeirra lifa góðu lífi nema helst keltnesku málin þótt sum þeirra hafi rétt við (sbr. Velska, írska, gelíska og bretónska). • Nokkur tungumál í Evrópu tilheyra þó ekki indóevrópsku málaættinni. • Úralska málaættin (finnsk-úgrísk mál): samíska, finnska, eistneska, ungverska. • Baskneska.
Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Í töflunni á bls. 110 má sjá fimm fyrstu töluorðin í nokkrum Evrópumálum. • Þar getur að líta mismikil líkindi orða eftir málaættum. • Á töflunni sést einnig að greina þarf á milli Norðurlandamálanna og norrænna mála. • Norðurlandamálin skiptast í þrjá flokka sem eru ólíkir innbyrðis: • Norðurgermönsk mál (norræn mál): danska, sænska, norska, færeyska og íslenska tilheyra germanskri grein indóevrópsku ættarinnar. • Samíska og finnska eru af úrölsku málaættinni. • Grænlenska er af eskimó-aleút málaættinni.