211 likes | 431 Views
6. kafli – Milliverkanir lyfja. Milliverkun getur komið fram þegar tvö lyf eru gefin samtímis, þ.a. aukning eða minnkun á verkun annars lyfsins eða beggja kemur fram Þannig er talað um breytta verkun, oft óæskilega
E N D
6. kafli – Milliverkanir lyfja • Milliverkun getur komið fram þegar tvö lyf eru gefin samtímis, þ.a. aukning eða minnkun á verkun annars lyfsins eða beggja kemur fram • Þannig er talað um breytta verkun, oft óæskilega • Milliverkun getur líka átt sér stað milli lyfja og fæðu, lyfja og vínanda og milli lyfja og efna sem líkaminn framleiðir sjálfur • Einungis fáeinar milliverkanir skipta okkur miklu máli... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Milliverkun(interaction) • Til þess að forðast milliverkanir, geta menn t.d. forðast að taka ákveðin lyf samtímis eða látið líða ákveðinn tíma á milli lyfjagjafa • Í sumum tilvikum verða menn einungis að vera á varðbergi... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skipting milliverkana í þrjú stig Stig 1 • Skipta máli fyrir meðferð sjúklings • Geta verið skaðlegar fyrir sjúklinginn Stig 2 • Hafa einhverja þýðingu fyrir meðferð sjúklings... • Flestar milliverkanir eru á þessu stigi Stig 3 • Skipta litlu máli fyrir meðferð sjúklings • Eru sjaldgæfar eða skaðlitlar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Milliverkanir • Hversu alvarleg milliverkun er, fer eftir: • Eiginleikum lyfsins • Lækningalegur stuðull, lyfjaformið, skammtastærðin, meðferðarlengdin o.fl. • Einstaklingsþáttum • Nýrnastarfsemin, lifrarstarfsemin, alvarleiki sjúkdóms • Erfðum • O.fl. þáttum... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Þau lyf sem oftast valda milliverkunum • Um er að ræða lyf sem hafa sérstök einkenni, t.d. þröngan lækningalegan stuðul, langan T½ og lyf sem eru gefin í langan tíma, t.d.; • blóðþrýstingslækkandi lyf • p.o. sykursýkislyf • flogaveikilyf • blóðþynningarlyf • geðlyf • digitalislyf (hjartalyf) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Jákvæðar milliverkanir • Í sumum tilfellum getur milliverkun verið kostur og er þá sóst eftir henni • Dæmi: • Samsett lyfjameðferð: • Notuð þegar um er að ræða deyfingar, meðhöndlun á háþrýstingi, Parkinsonssjúkdóm, alnæmi, gláku, krabbamein o.fl. • Lyfjagjöf við eitrunum: • Lyfjakol, naloxón, sýru- eða basa- eitrun o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
6.1 Ástæður fyrir milliverkunum 1. Milliverkanir á verkunarstað • Lyf hafa áhrif á verkun hvors annars á verkunarstað, t.d. við viðtakana 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir • Lyf geta haft áhrif á afdrif hvors annars í líkamanum, þ.e. frásog, dreifingu og útskilnað (þ.e. blóðþéttni þeirra getur breyst) Sjá töflu 7 © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Milliverkanir á verkunarstað a) Lyf með svipaða verkun geta aukið verkun hvors annars • Dæmi: • Svefnlyf, andhistamín og vínandi, geta aukið slævandi verkun hvers annars á miðtaugakerfið • Segavarnarlyf gefið með asperíni => of mikil blóðþynning, jafnvel innvortis blæðingar b) Sum lyf minnka verkun annars lyfs, því þau hafa gagnstæða verkun eða hreina blokkandi verkun • Dæmi: • Naloxón dregur úr verkun sterkra verkjalyfja (ópíóíða) • K-vítamín dregur verulega úr verkun p.o. segavarnarlyfja © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir • Um getur verið að ræða milliverkanir sem tengjast frásogi, breytingum á próteinbindingu, umbroti eða útskilnaði lyfja a) Frásog og aðgengi • Dæmi: • Járnlyf, kalk og sýrubindandi lyf geta minnkað frásog tetracýklína • Lyfjakol geta dregið úr frásogi margra lyfja (sjá framar) • Lyf sem auka tæmingarhraða magans geta dregið úr frásogi torleystra lyfja... • O.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir b) Próteinbinding og dreifing • Dæmi: • Segavarnarlyf með mikla próteinbindingu gefin samtímis öðrum lyfjum sem hafa mikla próteinbinding => e.t.v. of mikil blóðþynning... • Súlfalyf + bílirúbín... • Súlfalyfin hindra próteinbindingu bílirúbíns => gula © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir c) Umbrot • Dæmi: • Erýtrómýcín dregur úr niðurbroti terfenadíns => aukin blóðþéttni terfenadíns.... • Címetidín getur dregið úr niðurbroti teófyllíns, díkúmaróls, beta-blokka, karbamazepíns o.fl. => aukin verkun þessara lyfja p.s. Terfenadín, címetidín og teófyllín eru reyndar öll hætt... (afskráð)! © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir d) Aukin áhrif ensíma í lifur • Dæmi: • Lyf eins og fenýtóín, karbamazepín, klórcýklízín og rífampisín geta valdið ensíminduction • Lyf sem umbrotna hraðar vegna aukinnar virkni lifrarensíma: • testósterón, östrógen, sykursterar, díkúmaról, geðlyf o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir e) Útskilnaður • Dæmi: • Mörg lyf geta keppt um að verða útskilin um nýru... • Próbenecíð geta dregið úr útskilnaði penicillína • Acetýlsalicýlsýra getur dregið úr útskilnaði metótrexats • Þvagræsilyf geta dregið úr útskilnaði litíums © Bryndís Þóra Þórsdóttir
6.2 Milliverkanir við vínanda • Vínandi getur aukið eða minnkað verkun lyfja • Milliverkanir við vínanda sjást hjá efnum, sem líkt og vínandi, hafa slævandi áhrif á MTK • Þetta á við um t.d. svefnlyf, mörg ofnæmislyf, sterk verkjalyf og geðlyf (sérstaklega róandi lyf og svefnlyf) • Vínandi getur dregið úr niðurbroti lyfja og aukið þar með verkun þeirra • T.d. viss p.o. sykursýkislyf, sega- varnarlyf og flogaveikilyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
6.2 Milliverkanir við vínanda • Hjá alkóhólistum eru lyf hins vegar brotin hraðar niður, vegna ensíminduction • Alkóhólistinn þolir þess vegna stærri skammta af t.d. róandi lyfjum • Sama á einnig við um sum peroral sykur-sýkislyf, segavarnarlyf og flogaveikilyf • Öfugt miðað við þá sem drekka með þessum lyfjum og eru ekki alkóhólistar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Lyf við alkóhólisma(Antabus®) • Lyfið dísúlfíram (Antabus®) hefur verið notað sem liður í meðferð alkóhólista • Dísúlfíram hindrar niðurbrot vínanda í lifur • Hindrar ensímið acetaldehýðdehýdrógenasa • Ef drukkið er ofan í dísúlfíram safnast milliefnið acetaldehýð upp => • Aukinn hjartsláttur, roði í andliti, höfuðverkur, ógleði, uppköst og blóðþrýstingsfall • Hægt er að finna fyrir antabus-einkennum þegar t.d. drukkið er ofan í sum lyf (t.d. sýklalyfið metrónídazól) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
6.3 Lyf og fæða • Fæða hægir yfirleitt alltaf á frásogi p.o. lyfja, en heildarfrásogið breytist þó venjulega ekki • Í sumum tilvikum er óæskilegt að taka lyf með mat og sumum æskilegt • Þegar um langtímameðferð er að ræða, þá skiptir ekki máli þótt lyfið sé tekið með mat • Sum lyf hafa áhrif á fæðuupptöku, t.d. sterk hægðalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Lyf og fæða • Sum lyf má ekki taka með mat, því fæða getur haft áhrif á frásog þeirra (minnkar), eða aukaverkanir af völdum lyfjanna koma fram • Einnig geta einstakar fæðutegundir minnkað eða aukið verkanir lyfja • Þegar „Takist með mat“ stendur á lyfjaglasi, á að borða fyrst og svo taka inn lyfið • Oft misskilið… © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Lyf sem æskilegt er að taka með fæðu • Lyf sem innihalda acetýlsalicýlsýru og önnur NSAID lyf • Sykursterar • Járnlyf • Nítrófúrantóín • P.o. sykursýkislyf • Önnur; sveppalyf, sýklalyf o.fl. • Erum að minnka staðbundin ertandi áhrif á maga, minnka aukaverkanir, bæta frásog o.fl. • Sjá töflu 8 © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyf sem óæskilegt er að taka með fæðu • Tetracýklín (sérstaklega ekki mjólkurmat) • Sýrubindandi lyf (á að taka milli mála) • Bísfosfónöt t.d. alendrónat – lyf við beinþynningu (á að taka inn á fastandi maga og helst klst. fyrir máltíð) • Greipaldin er dæmi um fæðu sem milliverkar við mörg lyf, t.d. sum hjartalyf • Eykur verkun þeirra og eiturverkanir geta komið fram • Sjúklingar á MAO-hemlum eiga að forðast mat sem inniheldur týramín... • Sjá töflu 8 © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Vökvainntaka • Inntaka vökva hefur þýðingu hvað varðar frásog lyfja sem tekin eru inn um munninn • Þetta gildir sérstaklega um töflur • Verkun lyfs getur komið fyrr fram og eins getur blóðþéttni lyfs orðið meiri, sé lyf tekið inn með nægum vökva • Sjá mynd 22 • Vökvinn tryggir einnig að lyfið sitji ekki fast í vélindanu og valdi ertingu © Bryndís Þóra Þórsdóttir