1 / 21

6. kafli – Milliverkanir lyfja

6. kafli – Milliverkanir lyfja. Milliverkun getur komið fram þegar tvö lyf eru gefin samtímis, þ.a. aukning eða minnkun á verkun annars lyfsins eða beggja kemur fram Þannig er talað um breytta verkun, oft óæskilega

eli
Download Presentation

6. kafli – Milliverkanir lyfja

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 6. kafli – Milliverkanir lyfja • Milliverkun getur komið fram þegar tvö lyf eru gefin samtímis, þ.a. aukning eða minnkun á verkun annars lyfsins eða beggja kemur fram • Þannig er talað um breytta verkun, oft óæskilega • Milliverkun getur líka átt sér stað milli lyfja og fæðu, lyfja og vínanda og milli lyfja og efna sem líkaminn framleiðir sjálfur • Einungis fáeinar milliverkanir skipta okkur miklu máli... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  2. Milliverkun(interaction) • Til þess að forðast milliverkanir, geta menn t.d. forðast að taka ákveðin lyf samtímis eða látið líða ákveðinn tíma á milli lyfjagjafa • Í sumum tilvikum verða menn einungis að vera á varðbergi... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  3. Skipting milliverkana í þrjú stig Stig 1 • Skipta máli fyrir meðferð sjúklings • Geta verið skaðlegar fyrir sjúklinginn Stig 2 • Hafa einhverja þýðingu fyrir meðferð sjúklings... • Flestar milliverkanir eru á þessu stigi Stig 3 • Skipta litlu máli fyrir meðferð sjúklings • Eru sjaldgæfar eða skaðlitlar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4. Milliverkanir • Hversu alvarleg milliverkun er, fer eftir: • Eiginleikum lyfsins • Lækningalegur stuðull, lyfjaformið, skammtastærðin, meðferðarlengdin o.fl. • Einstaklingsþáttum • Nýrnastarfsemin, lifrarstarfsemin, alvarleiki sjúkdóms • Erfðum • O.fl. þáttum... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  5. Þau lyf sem oftast valda milliverkunum • Um er að ræða lyf sem hafa sérstök einkenni, t.d. þröngan lækningalegan stuðul, langan T½ og lyf sem eru gefin í langan tíma, t.d.; • blóðþrýstingslækkandi lyf • p.o. sykursýkislyf • flogaveikilyf • blóðþynningarlyf • geðlyf • digitalislyf (hjartalyf) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  6. Jákvæðar milliverkanir • Í sumum tilfellum getur milliverkun verið kostur og er þá sóst eftir henni • Dæmi: • Samsett lyfjameðferð: • Notuð þegar um er að ræða deyfingar, meðhöndlun á háþrýstingi, Parkinsonssjúkdóm, alnæmi, gláku, krabbamein o.fl. • Lyfjagjöf við eitrunum: • Lyfjakol, naloxón, sýru- eða basa- eitrun o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  7. 6.1 Ástæður fyrir milliverkunum 1. Milliverkanir á verkunarstað • Lyf hafa áhrif á verkun hvors annars á verkunarstað, t.d. við viðtakana 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir • Lyf geta haft áhrif á afdrif hvors annars í líkamanum, þ.e. frásog, dreifingu og útskilnað (þ.e. blóðþéttni þeirra getur breyst) Sjá töflu 7 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  8. 1. Milliverkanir á verkunarstað a) Lyf með svipaða verkun geta aukið verkun hvors annars • Dæmi: • Svefnlyf, andhistamín og vínandi, geta aukið slævandi verkun hvers annars á miðtaugakerfið • Segavarnarlyf gefið með asperíni => of mikil blóðþynning, jafnvel innvortis blæðingar b) Sum lyf minnka verkun annars lyfs, því þau hafa gagnstæða verkun eða hreina blokkandi verkun • Dæmi: • Naloxón dregur úr verkun sterkra verkjalyfja (ópíóíða) • K-vítamín dregur verulega úr verkun p.o. segavarnarlyfja © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  9. 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir • Um getur verið að ræða milliverkanir sem tengjast frásogi, breytingum á próteinbindingu, umbroti eða útskilnaði lyfja a) Frásog og aðgengi • Dæmi: • Járnlyf, kalk og sýrubindandi lyf geta minnkað frásog tetracýklína • Lyfjakol geta dregið úr frásogi margra lyfja (sjá framar) • Lyf sem auka tæmingarhraða magans geta dregið úr frásogi torleystra lyfja... • O.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  10. 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir b) Próteinbinding og dreifing • Dæmi: • Segavarnarlyf með mikla próteinbindingu gefin samtímis öðrum lyfjum sem hafa mikla próteinbinding => e.t.v. of mikil blóðþynning... • Súlfalyf + bílirúbín... • Súlfalyfin hindra próteinbindingu bílirúbíns => gula © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  11. 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir c) Umbrot • Dæmi: • Erýtrómýcín dregur úr niðurbroti terfenadíns => aukin blóðþéttni terfenadíns.... • Címetidín getur dregið úr niðurbroti teófyllíns, díkúmaróls, beta-blokka, karbamazepíns o.fl. => aukin verkun þessara lyfja p.s. Terfenadín, címetidín og teófyllín eru reyndar öll hætt... (afskráð)! © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  12. 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir d) Aukin áhrif ensíma í lifur • Dæmi: • Lyf eins og fenýtóín, karbamazepín, klórcýklízín og rífampisín geta valdið ensíminduction • Lyf sem umbrotna hraðar vegna aukinnar virkni lifrarensíma: • testósterón, östrógen, sykursterar, díkúmaról, geðlyf o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  13. 2. Lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir e) Útskilnaður • Dæmi: • Mörg lyf geta keppt um að verða útskilin um nýru... • Próbenecíð geta dregið úr útskilnaði penicillína • Acetýlsalicýlsýra getur dregið úr útskilnaði metótrexats • Þvagræsilyf geta dregið úr útskilnaði litíums © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  14. 6.2 Milliverkanir við vínanda • Vínandi getur aukið eða minnkað verkun lyfja • Milliverkanir við vínanda sjást hjá efnum, sem líkt og vínandi, hafa slævandi áhrif á MTK • Þetta á við um t.d. svefnlyf, mörg ofnæmislyf, sterk verkjalyf og geðlyf (sérstaklega róandi lyf og svefnlyf) • Vínandi getur dregið úr niðurbroti lyfja og aukið þar með verkun þeirra • T.d. viss p.o. sykursýkislyf, sega- varnarlyf og flogaveikilyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  15. 6.2 Milliverkanir við vínanda • Hjá alkóhólistum eru lyf hins vegar brotin hraðar niður, vegna ensíminduction • Alkóhólistinn þolir þess vegna stærri skammta af t.d. róandi lyfjum • Sama á einnig við um sum peroral sykur-sýkislyf, segavarnarlyf og flogaveikilyf • Öfugt miðað við þá sem drekka með þessum lyfjum og eru ekki alkóhólistar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  16. Lyf við alkóhólisma(Antabus®) • Lyfið dísúlfíram (Antabus®) hefur verið notað sem liður í meðferð alkóhólista • Dísúlfíram hindrar niðurbrot vínanda í lifur • Hindrar ensímið acetaldehýðdehýdrógenasa • Ef drukkið er ofan í dísúlfíram safnast milliefnið acetaldehýð upp => • Aukinn hjartsláttur, roði í andliti, höfuðverkur, ógleði, uppköst og blóðþrýstingsfall • Hægt er að finna fyrir antabus-einkennum þegar t.d. drukkið er ofan í sum lyf (t.d. sýklalyfið metrónídazól) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  17. 6.3 Lyf og fæða • Fæða hægir yfirleitt alltaf á frásogi p.o. lyfja, en heildarfrásogið breytist þó venjulega ekki • Í sumum tilvikum er óæskilegt að taka lyf með mat og sumum æskilegt • Þegar um langtímameðferð er að ræða, þá skiptir ekki máli þótt lyfið sé tekið með mat • Sum lyf hafa áhrif á fæðuupptöku, t.d. sterk hægðalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  18. Lyf og fæða • Sum lyf má ekki taka með mat, því fæða getur haft áhrif á frásog þeirra (minnkar), eða aukaverkanir af völdum lyfjanna koma fram • Einnig geta einstakar fæðutegundir minnkað eða aukið verkanir lyfja • Þegar „Takist með mat“ stendur á lyfjaglasi, á að borða fyrst og svo taka inn lyfið • Oft misskilið… © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  19. 1. Lyf sem æskilegt er að taka með fæðu • Lyf sem innihalda acetýlsalicýlsýru og önnur NSAID lyf • Sykursterar • Járnlyf • Nítrófúrantóín • P.o. sykursýkislyf • Önnur; sveppalyf, sýklalyf o.fl. • Erum að minnka staðbundin ertandi áhrif á maga, minnka aukaverkanir, bæta frásog o.fl. • Sjá töflu 8 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  20. 2. Lyf sem óæskilegt er að taka með fæðu • Tetracýklín (sérstaklega ekki mjólkurmat) • Sýrubindandi lyf (á að taka milli mála) • Bísfosfónöt t.d. alendrónat – lyf við beinþynningu (á að taka inn á fastandi maga og helst klst. fyrir máltíð) • Greipaldin er dæmi um fæðu sem milliverkar við mörg lyf, t.d. sum hjartalyf • Eykur verkun þeirra og eiturverkanir geta komið fram • Sjúklingar á MAO-hemlum eiga að forðast mat sem inniheldur týramín... • Sjá töflu 8 © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  21. Vökvainntaka • Inntaka vökva hefur þýðingu hvað varðar frásog lyfja sem tekin eru inn um munninn • Þetta gildir sérstaklega um töflur • Verkun lyfs getur komið fyrr fram og eins getur blóðþéttni lyfs orðið meiri, sé lyf tekið inn með nægum vökva • Sjá mynd 22 • Vökvinn tryggir einnig að lyfið sitji ekki fast í vélindanu og valdi ertingu © Bryndís Þóra Þórsdóttir

More Related