210 likes | 632 Views
Íslenska tvö Kafli 2, bls. 111-122. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Forsaga íslensku germönsk mál – germanska hljóðfærslan. Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópskra mála sem kallast germönsk mál .
E N D
Íslenska tvöKafli 2, bls. 111-122 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópskra mála sem kallast germönsk mál. • Þau eru runnin frá móðurtungu sem nefnd hefur verið frumgermanska. • Germönsk mál eru töluð í norðurhluta Evrópu og eiga ýmislegt sameiginlegt innbyrðis.
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Mikilvægasta einkennið sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum í indóevrópsku málafjölskyldunni er breyting sem kölluð er germanska hljóðfærslan. • Þessi breyting hefur einnig verið kölluð Grimms-lögmál eftir þýska málfræðingnum Jakob Grimm (1785-1863).
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Germanska hljóðfærslan felst í því að indóevrópsku lokhljóðin bh, dh, gh / p, t, k / b, d, g birtast í germönskum málum sem b, d, g / f, þ, h /p, t, k. • Erfitt er að tímasetja þessar breytingar en ljóst er að þær hafa tekið langan tíma. • Líklega hafa breytingarnar gengið í gegn á síðustu öldunum fyrir Kristsburð. • Þeim hefur verið lokið þegar germönsku málin taka að greinast í sundur á fyrstu öldunum eftir Krist.
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Germanska hljóðfærslan: • Indóevrópsk fráblásin, rödduð lokhljóð, bh, dh, gh breyttust í rödduðu, ófráblásnu lokhljóðin b, d, g í germönskum málum. • Sjá dæmi á bls. 111. • Indóevrópsk rödduð lokhljóð b, d, g breyttust í órödduðu hljóðin p, t, k. (Í upphafi orða í indóevrópsku er b sjaldgæft og því erfitt að finna dæmi um breytinguna b > p. • Sjá dæmi á bls. 111. • Indóevrópsk órödduð lokhljóð p, t, k breyttust í samsvarandi órödduð önghljóð f, þ, h. • Sjá dæmi á bls. 112.
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Minnistafla um germönsku hljóðfærsluna • bh, dh, gh > b, d, g • b, d, g > p, t, k • p, t, k > f, þ, h
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Frumgermanska tungan greindist snemma í þrjá undirflokka: • vesturgermönsk mál • Enska, þýska, hollenska, flæmska, frísneska, lúxembúrgíska, afríkanska, jiddíska • norðurgermönsk mál • sænska, danska, norska, íslenska, færeyska • austurgermönsk mál • gotneska (útdautt mál)
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, þ.e. gotneska sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum. • Þetta tungumál er nú útdautt. • Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Wulfila biskups á Biblíunni frá 4. öld e.Kr. • Gotneska er langfornlegast allra germanskra mála sem skráð eru á bók. • Sjá „Faðir vor“ á gotnesku á bls. 113.
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Nú á dögum eru germönsk mál dreifð um mikinn hluta jarðarinnar. • Ástæða þess er ekki síst nýlendustefna nokkurra Evrópuríkja á síðari öldum: • enska í N-Ameríku og Ástralíu • Afríkanska (afrikaans) í S-Afríku • jiddíska sem töluð er af gyðingum víða um heim.
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Ýmis einkenni eru sameiginleg öllum germönskum málum. • Einfaldari sagnbeyging en í rómönskum málum, sbr. tíðbeygingu. • Sjá dæmi á bls. 114-115.
Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Fjögur sameiginleg einkenni germanskra mála: • 1. Veikar sagnir mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti (ð-, d- eða t-): • íslenska haf-ði, gleym-di, keyp-ti • danska valg-te, • enska like-d • þýska lieb-te • 2. Sterkar sagnir mynda þátíð með hljóðskiptum: • Íslenska ríða – reið syngja – söng • Enska ride – rode sing – sang • Þýska reiten – ritt singen - sang • Veik beyging lýsingarorða: sterk b. (óákv.)veik b. (ákv.) • íslenska góður maður góði maðurinn • þýska guter Mann gute Mann • danska god mand gode mand • latína bonus vir bonus vir • Áhersla á fyrsta atkvæði orðs: • Alltaf áhersla á fyrsta atkvæði orðs í germönskum málum. • Í indóevrópsku og latínu getur áhersla fallið á mismunandi atkvæði í sama orði eftir beygingarmynd þess.
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Elsta stig norðurgermanskra mála er kallað frumnorræna (fornnorræna). • Talið er að á fyrstu öldunum fyrir Krist hafi tungumálið verið talað á landsvæðunum sem nú teljast til Danmerkur og suðurhluta Skandinavíuskaga. • Helstu heimildir um frumnorrænu er að finna á rúnaristum. • Einnig eru til frumnorræn tökuorð í finnsku og samísku: • finn. kuningas fnorr.*kuningaR ísl. konungur • finn. sakko fnorr. *saku ísl. sök
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Norræn mál • Íslenska er skyldari norsku og færeysku en sænsku og dönsku þótt öll málin séu sprottin af sama meiði: vesturnorræn málausturnorræn mál íslenska sænska norska danska færeyska
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Landnámsmenn fluttu með sér tungumál sitt þegar þeir settust að á Íslandi. • Flestir komu frá V-Noregi en einnig frá öðrum hlutum Noregs. • Einhverjir komu frá Danmörku og Svíþjóð ef treysta má fornum heimildum. • Landnámsmenn fluttu einnig með sér fólk frá Írlandi. • Mál þessa fólks virðist þó hafa haft lítil áhrif á mál hinnar norrænu herraþjóðar.
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Mál landnámsmanna fjarlægðist smám saman heimamálið í Noregi og það mál tók einnig sínum breytingum. • Þegar komið var undir 1400 voru málin orðin talsvert ólík. • Íslenska hefur í aldanna rás tekið ýmsum breytingum varðandi: • hljóðkerfi • beygingarkerfi • orðaforða
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Hvað er vitað um frumnorrænu? • Á frumnorrænum tíma var ritun handrita með latnesku stafrófi ekki hafin. • Þekking manna á tungumálinu er að mestu byggð á rúnaristum sem varðveist hafa frá víkingaöld, einkum frá Svíþjóð. • Með hjálp þeirra hafa málfræðingar reynt að endurgera frumnorrænu að einhverju leyti. • Engar fornar rúnaristur hafa fundist á Íslandi. • Á tímabilinu 600-800 urðu breytingar á rúnaletrinu á Norðurlöndum. • Sumar rúnirnar breyttust að gerð og þeim fækkaði úr 24 í 16. • Sjá mynd af yngra rúnaletrinu á bls. 117 í kennslubók.
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Frumnorrænar málbreytingar • Frumnorræna hefur verið frábrugðin því máli sem barst til Íslands á 9. og 10. öld með landnámsmönnum. • Helstu breytingarnar eru: • stóra brottfall • hljóðvörp og klofning • Af rúnaristum má ráða að þessar breytingar hafi orðið á tímabilinu 600-800. • Einkum var það sérhljóðakerfið sem breyttist.
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Stóra brottfall • Fólst í því að stutt ónefkveðin sérhljóð féllu brott í áherslulausum atkvæðum: • Þetta hafði þær afleiðingar að fjölmörg orð styttust: • hlewagastiR > hlégestr • horna > horn • dagaR > dagr • bindiR > bindr • katilaR > katlar • (Seinna lengdust sum þessara orða aftur, sbr. gestr og dagr, þegar u var aftur skotið inn á undan r í endingum)
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Hljóðvörp • Fólust í því að sérhljóð í áhersluþungu atkvæði lagaði sig eftir öðru sérhljóði í eftirfarandi áherslulitlu eða áherslulausu atkvæði. • Dæmi um i-hljóðvarp: • *gastiR > gestr • *veniR > vinr • *dōmian > dæma • Dæmi um u-hljóðvarp: • *landu > lönd • *barnu > börn
Forsaga íslenskuFrumnorræna Frammælt Uppmælt Kringd Nálæg í ú Kringd Ókringd Ókringd i e u o ö a Fjarlæg
Forsaga íslenskuFrumnorræna • Klofning • Sérhljóð „klofnaði“ í tvö hljóð. • Stutt e í stofni varð fyrir áhrifum frá a eða u í eftirfarandi atkvæði og klofnaði í ja eða jö. • A-klofning • *geldan > gjalda • *erilaR > jarl • U-klofning • *erþu > jörð • *etunaR > jötunn