1 / 14

Handbók um ritun og frágang Kafli 2, bls. 23-28

Handbók um ritun og frágang Kafli 2, bls. 23-28. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Undirbúningsvinna. Það sem sagt er um undirbúningsvinnu í þessum kafla á við flestar tegundir ritsmíða. Skáldskapur, s.s. ljóð og sögur, lýtur þó öðrum lögmálum um undirbúning.

slade
Download Presentation

Handbók um ritun og frágang Kafli 2, bls. 23-28

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Handbók um ritun og frágangKafli 2, bls. 23-28 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Undirbúningsvinna • Það sem sagt er um undirbúningsvinnu í þessum kafla á við flestar tegundir ritsmíða. • Skáldskapur, s.s. ljóð og sögur, lýtur þó öðrum lögmálum um undirbúning.

  3. Efni valið • Höfundur þarf að gera sér grein fyrir eðli ritsmíðar, viðtakanda og viðeigandi málsniði. • Ef skrifa á ritgerð um sjálfvalið efni er sjálfsagt að skrifa um eitthvað sem vekur áhuga höfundar. • Áður en efni er valið er skynsamlegt að athuga hvaða heimildir um það eru fáanlegar og á hvaða formi þær eru. • Gætið þess að efnistök verði ekki of viðamikil – skrifið fremur um afmarkað efni! • Veljið t.d. Fremur efnið Þörungavinnsla við Breiðafjörð en Atvinnulíf Íslendinga!

  4. Bókasöfn • Þegar leita á heimilda í ritgerð kemur sér vel að hafa aðgang að góðu bókasafni. • Leitið eftir aðstoð hjá bókasafnsfræðingum við leit að heimildum! Þeir geta gefið gagnlegar upplýsingar um • handbækur • tímarit • bækur • vefsíður • Einnig getur verið gott að leita fanga á sérfræðibókasöfnum, s.s. Læknabókasöfnum eða náttúrufræðibókasöfnum.

  5. Netið • Á Netinu er gífurlegt magn upplýsinga en þær eru ekki allar jafntraustar. Vandinn er að kunna að velja og hafna! • Ýmsar leitarvélar geta auðveldað leit á Netinu: • www.leit.is • www.hvar.is • www.google.com • www.altavista.com • www.yahoo.com • www.excite.com • www.gegnir.is • www.mbl.is/mm/embla • www.proquest.com • Leitin verður árangursríkari ef hún er vel afmörkuð í upphafi!

  6. Netið, frh. • Þegar meta á heimildagildi efnis af Netinu er ágætt að hafa eftirfarandi atriði í huga: • Er efnið merkt ákveðnum höfundi og ef svo er hver er hann? Er hann kennari eða starfsmaður virtrar stofnunar, t.d.háskóla? • Er efnið merkt viðurkenndri stofnun, s.s. háskóla eða ákveðnu félagi? • Er kafað djúpt í efnið? Er vísað í traustar heimildir, s.s. útgefnar bækur? • Hvenær var heimasíðan síðast uppfærð?

  7. Hugmyndalisti • Ekki byrja að skrifa texta án þess að hafa gert ykkur grein fyrir efnistökum! • Skrifið niður allar hugmyndir sem kvikna í tengslum við efnið – ekki treysta á minnið! • Ekki hafa færri en 10 atriði á hugmyndalistanum! • Skráið niður hvaðan allar hugmyndir og heimildir eru fengnar, hvort sem um er að ræða blöð, bækur, viðtöl, sjónvarpsþætti, bíómyndir o.s.frv. • Vandið undirbúningsvinnuna – það borgar sig þegar lengra frá líður!

  8. Efnisatriði valin / flokkuð • Vinsið úr þær hugmyndir á hugmyndalistanum sem nýtilegar eru en strikið hinar út. • Raðið saman skyldum atriðum og búið til úr þeim efnisflokk. • Hendið út hugmyndum sem ekki falla inn í heildarmyndina sem þið ætlið að skapa. • Gætið þess að ekki vanti einhver atriði til þess að heillegur texti skapist.

  9. Lykilorð / lykilsetning • Hver efnisgrein á að fjalla um eina hugmynd eða einn flöt á umræðuefni. • Eftir að efnisatriði hafa verið valin er gott að finna lykilorð eða lykilsetningu sem lýsir innihaldi efnisgreinar. • Lykilorðið er þá e.k. fyrirsögn eða heiti efnisgreinar. Lykilorð getur líka verið spurning sem leitast er við að svara í efnisgreinini.

  10. Efnisflokkum raðað • Nothæfar hugmyndir hafa nú verið valdar en öðrum hent út. • Hér er því komið að lokaatriði undirbúningsvinnunnar, þ.e. að raða efnisflokkum í rökrétta röð. • Stundum getur röðin verið verulegt álitamál en stundum liggur hún í augum uppi. • Sums staðar hentar t.d. að fara eftir tímaröð atburða en stundum verður skynsemi og smekkur að ráða.

  11. Ritvinnsla • Lesið þennan kafla sjálf eftir þörfum. • Rétt er þó að benda á notkun „heddinga” (headings) þegar skilgreind eru kaflaheiti sem eiga að koma fram í efnisyfirliti.

  12. Spjaldanotkun • Mörgum finnst gott að nota stíf spjöld til að skrá hugmyndir sínar á í upphafi. • Þá þarf að gæta þess að skrifa lykilorð / lykilsetningu efst á spjaldið svo að auðveldara sé að flokka hugmyndirnar. • Ef bein tilvitnun er tekin skal þess gætt að skrá hana orðrétta og stafrétta eftir heimild og og hvaðan hugmyndin er fengin.

  13. Ruglandi • „lýsirsér í margskonarveikleikaeðablindu í hugsun, svosemósönnumstaðhæfingum, gölluðumskilgreiningum, bágbornumröksemdaleiðslum, kjánalegumskoðunum, röngumfrásögnumo.s.frv., o.s.frv.” (ÞórbergurÞórðarson. 1971. Einumkennt – öðrum bent. Tuttuguritgerðir og bréf 1925-1970.Mál og menning, Reykjavík. • Hugtakið ruglandi er líka notað til að lýsa ví þegar efnisatriðum er raðað óskipulega og án þess að gætt sé að röklegu samhengi eða því að eitt leiði af öðru.

  14. Skalli • er það kallað þegar lesandinn fær ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að skilja ritsmíðina til fullnustu eða fær ekki forvitni sinni svalað. • Ef nauðsynleg atriði vantar í heildarmyndina þarf að lagfæra skipulagið áður en sjálf ritunin hefst. • Höfundur þarf að hafa lesandann í huga og spyrja sig: Hvað veit hann um efnið? Hvað langar hann að vita? • Hafið hugfastar spurningarnar hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna? • Hugtakið skalli er ættað frá Þórbergi Þórðarsyni líkt og hugtakið ruglandi.

More Related