100 likes | 701 Views
Íslenska tvö Kafli 2, bls. 86-92. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Æsir og ásynjur Gylfaginning. Afkvæmi Loka Þegar hefur verið sagt frá því að Loki átti börn með konu sinni, Sigyn: Nari /Narfi Váli (hefur reyndar ekki verið kynntur enn)
E N D
Íslenska tvöKafli 2, bls. 86-92 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Æsir og ásynjurGylfaginning • Afkvæmi Loka • Þegar hefur verið sagt frá því að Loki átti börn með konu sinni, Sigyn: • Nari /Narfi • Váli (hefur reyndar ekki verið kynntur enn) • Í þessum kafla segir frá fleiri afkvæmum Loka. • Loki átti þrjú afkvæmi með tröllkonunni Angurboðu úr Jötunheimum: • Fenrisúlfur • Miðgarðsormur (Jörmungandur) • Hel
Æsir og ásynjurGylfaginning • Afkvæmi Loka, frh. • Goðin komust að tilvist barnanna sem Loki átti með Angurboðu og grunaði að illt myndi af þeim leiða. • Óðinn lét því kalla þessi systkini til sín: • Kastaði orminum í sjóinn. Hann liggur nú í miðju hafi umhverfis öll lönd og bítur í sporð sér. • Kastaði Hel í Niflheim og gaf henni vald yfir 9 heimum. Til hennar fara allir sótt- og ellidauðir menn. • Salur hennar heitir Élúðnir. • Hungur heitir diskur hennar. • Sultur heitir hnífur hennar. • Ganglati heitir þræll hennar en Ganglöt heitir ambáttin. • Þröskuldur hennar heitir Fjallandforað. • Kör heitir sæng hennar. • Blíkjandböl heita lokrekkjutjöld hennar. • Æsir fóðruðu úlfinn heima.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Afkvæmi Loka, frh. • Týr einn hafði hugrekki til að færa úlfinum mat. • Þegar goðin sáu hvað úlfurinn óx hratt ákváðu þau að reyna að fjötra hann. • Þau gerðu þrjár tilraunir til þess. • Læðingur hét fyrsti fjöturinn sem búinn var til en úlfurinn náði að leysa sig úr honum (losnaði úr Læðingi). • Drómi hét næsti fjötur sem búinn var til en úlfurinn náði einnig að losna úr honum (drap sig úr Dróma). • Gleipnir hét þriðji og sterkasti fjöturinn. Hann var búinn til af dvergum úr eftirfarandi hlutum: • dyn kattarins • skeggi konunnar • rótum bjargsins • sinum bjarnarins • anda fisksins • fugls hráka
Æsir og ásynjurGylfaginning • Afkvæmi Loka, frh. • Fjöturinn Gleipnir var sléttur og blautur en ákaflega sterkur. • Æsir fóru út í hólmann Lyngva í vatninu Ámsvartni og skoruðu á úlfinn að reyna að slíta fjöturinn. • Úlfurinn krafðist þess að einhver ásanna legði höndina í kjaftinn á sér sem tryggingu fyrir því að hann yrði leystur ef hann gæti ekki losað sig sjálfur. • Týr einn þorði að leggja hönd sína í gin úlfsins. • Svo fór að Týr missti höndina.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Afkvæmi Loka, frh. • Festi fjötursins nefndu æsir Gelgju og drógu hana í gegnum mikla hellu sem þeir nefndu Gjöll. Þessa hellu festu þeir langt niðri í jörð. • Til að tryggja að hellan væri rækilega fest tóku æsir steininn Þvita og ráku hann enn lengra ofan í jörðina. Hann var notaður sem festarhæll.
Æsir og ásynjurGylfaginning • Afkvæmi Loka, frh. • Úlfurinn reyndi að glefsa í æsi en þá skutu þeir sverði í munn hans. • Námu hjöltin við neðri góminn en blóðrefillinn (oddurinn) við efri góminn. • Úr munni úlfsins rennur slefa en hún myndar ána Vón. • Svona mun úlfurinn liggja til ragnaraka. • Ástæðan fyrir því að æsir drápu ekki úlfinn var sú að þeir vildu ekki saurga griðastaði sína. • Þó kveða spár á um að úlfurinn muni granda Óðni.
Verkefni í kennslustundI • Lesið ljóðið Fenrisúlfur e. Hannes Pétursson á bls. 90 í Íslensku tvö. • Svarið spurningunum í bókinni: • Hver er hinn þráði vopnadynur sem talað er um í fyrsta erindi ljóðsins? • Hver eru hin spáðu endalok? • Hver er það sem gleypir sól hér? Er það í samræmi við lýsingu Snorra-Eddu? • Hver eru einkenni sonnettu? • Hvaða tilfinningu miðlar ljóðið?
Verkefni í kennslustundII • Lesið kaflann um gríska goðafræði á bls. 91-92. • Hvað er líkt með: • Seifi – Óðni? • Seifi – Loka? • Seifi – Tý? • Póseidon – Nirði? • Heru – Frigg? • Afródítu – Freyju? • Appólon / Artemis – Frey / Freyju? • Hvar bjuggu grísku goðin og hvernig minnir bústaður þeirra á Ásgarð?