150 likes | 427 Views
Íslenska tvö kafli 2, bls. 92-104. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Uppkast að ritgerð. Vönduð vinnubrögð eru nauðsynleg!
E N D
Íslenska tvökafli 2, bls. 92-104 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Uppkast að ritgerð • Vönduð vinnubrögð eru nauðsynleg! • Hér er gert ráð fyrir því að ritun heimildaritgerðar sé komin á það stig að efnisgrind sé tilbúin og komið sé að því að semja uppkast að ritgerðinni. • Þeir sem reynslu hafa af skrifum vita að góðar ritgerðir eru ekki samdar í einni atrennu. • Endurritun er nauðsynlegur þáttur allra ritsmíða! • Gott getur verið að fá einhvern annan til að lesa yfir uppkast að ritgerðinni og gera athugasemdir við það. • Mikilvægt er að vanda málfar, framsetningu og frágang á öllum stigum ritgerðarvinnunnar.
Uppkast að ritgerð • Kaflaskipting • Á milli fyrirsagnar og texta er ávallt haft eitt línubil en ekki alltaf á milli undirfyrirsagnar og texta. • Skoðið dæmi um þetta í kennslubók • Í fyrstu efnisgrein er lína ekki dregin inn. Hins vegar eru nýjar efnisgreinar afmarkaðar með inndrætti eða nýju línubili. • Efnisgrein er minnsta sjálfstæð eining í texta og á að snúast um eitt meginatriði; eina meginhugsun. • Gætið þess að hafa efnisgreinar hvorki of langar né of stuttar!
Uppkast að ritgerð • Rauði þráðurinn • Vel heppnaðar ritgerðir hverfast um eitt meginatriði, þ.e. að rökstyðja eða svara rannsóknarspurningunni. • Í þessu samhengi er talað um að rauður þráður gangi í gegnum ritgerðina. • Gott getur verið að ljúka uppkasti með því að skrifa inngang ritgerðarinnar því þá hefur fengist góð tilfinning fyrir því hvað gert hefur verið. • Sumum finnst þó betra að skrifa innganginn fyrst og endurskrifa hann svo. • Nauðsynlegt er að ljúka heimildaritgerð með samantekt af einhverju tagi og lokaorðum. • Gætið þess að hafa lengd inngangs og lokaorða í samræmi við lengd meginmáls!
Uppkast að ritgerð • Verkefni í kennslustund: • Skoðið uppkast ritgerðar um sköpunarsögur í norrænni goðafræði á bls. 93-95. • Skoðið efnisgreinarnar vandlega og skrifið tilgang þeirra niður á autt blað. • Að því verki loknu ættuð þið að sjá hvernig uppbyggingu ritgerðarinnar er háttað (efnisgrindin ætti að standa eftir!)
Uppkast að ritgerð • Tilvitnanir • Tilvitnanamerki (gæsalappir) • Íslenskar gæsalappir opnast að neðan en lokast að ofan: „“ • Í Word-ritvinnslu má sækja íslenskar gæsalappir með: • Insert - Symbol. • Alt + 0132 („) og Alt + 0147 (“).
Uppkast að ritgerð • Tilvitnanir, frh. • Stutt bein tilvitnun • Ekki fer vel á lengri beinum tilvitnunum inni í texta en sem svarar u.þ.b. 3 línum. • Sjá dæmi á bls. 96 í kennslubók. • Löng bein tilvitnun • Lengri tilvitnanir eru gjarnan dregnar inn frá vinstri spássíu í texta (og jafnvel frá hægri spássíu líka). • Þær eru ekki hafðar innan gæsalappa (inndrátturinn dugir til að afmarka þær frá megintexta). • Stundum er letur smækkað um einn punkt og línubil minnkað. • Sjá dæmi á bls. 96 í kennslubók.
Uppkast að ritgerð • Tilvitnanir, frh. • Úrfelling úr beinni tilvitnun • Algengt er að fella hluta af beinni tilvitnun og er það jafnan gert með þremur punktum: ... • Best fer á því að nota aðeins úrfellingu innan sömu efnisgreinar. • Úrfelling er yfirleitt notuð til þess að bein tilvitnun verði ekki óþarflega löng en einnig til að auðvelda lesanda að átta sig á aðalatriðum með því að halda aðeins því sem skiptir máli fyrir ritgerðina. • Sjá dæmi á bls. 96.
Uppkast að ritgerð • Tilvitnanir • Einfaldar gæsalappir • Einfaldar gæsalappir ‚‛ eru einkum notaðar til að afmarka merkingu orða, setninga eða hugtaka: • Að pluma sig er oftast notað í merkingunni ‚reiða vel af‛. • Eða til að afmarka einstök stafsetningartákn: • Karlmannsnafnið Yngvi er ýmist stafsett með ‚I‛ eða ‚I‛.
Uppkast að ritgerð • Tilvitnanir, frh. • Tilvitnun í ljóð • Venja er að vitna í ljóð með því að draga inn um nokkur stafabil: Nú er úti veður vont verður allt að klessu. Ekki á hann Grímur gott að gifta sig í þessu. • Þurfi að spara pláss eru skástrik notuð: Nú er úti veður vont / verður allt að klessu. / Ekki á hann Grímur gott / að gifta sig í þessu.
Uppkast að ritgerð • Skammstafanir • Almennt er álitið að betur fari á því að stilla skammstöfunum í hóf í rituðu máli. • Forðast ber að byrja og ljúka setningu á skammstöfunum. • Ef ekki verður komist hjá skammstöfunum er grundvallarreglan sú að setja punkt á eftir hverju því orði sem skammstafað er: • t.d. (til dæmis) • u.þ.b. (um það bil) • sk. (svokallað)
Uppkast að ritgerð • Notið tímann! • Nauðsynlegt er að skipuleggja tíma til ritgerðarskrifa þannig að nokkur tími geti liðið frá því að uppkast er gert þangað til tekið er til við að endurrita. • Það er mikill munur á ritgerð sem fengið hefur að liggja í salti um hríð og er endurrituð a.m.k. einu sinni og ritgerð sem fleygt hefur verið saman kvöldið og nóttina áður en skilafrestur rann út. • Eftir að uppkast hefur verið ritað vinnur höfundur ósjálfrátt að endurbótum ritgerðarinnar. • Gott er að lesa sjálfur hverja gerð ritgerðarinnar yfir með gagnrýnu hugarfari og reyna að setja sig í spor lesanda sem er ekki búinn að lesa heimildirnar.
Uppkast að ritgerð • Samhengi í textaskrifum • Samhengi verður að vera á milli setninga, málsgreina og efnisgreina. • Eitt þarf að leiða af öðru! • Stundum getur þó þurft að fjalla um óík og að því er virðist ótengd atriði áður en hægt er að fengja þau saman með setningum á borð við: „Þegar þetta þrennt er skoðað í samhengi sést að...“ • Þegar svo er gert þarf að brúa efnisgreinar með setningum eins og: „Víkjum þá að öðru ...“ eða „Skoðum nú ...“ • Gott er að lesa ritgerðina upphátt til að finna hnökra sem þarf að slétta til að textinn flæði eðlilega frá upphafi til enda. • Skoðið sýnishorn úr ritgerð eftir framhaldsskólanema á bls. 98 í kennslubók!
Uppkast að ritgerð • Tíu boðorð til að bæta texta (sjá dæmi á bls. 99-102): • 1. Notaðu eðlieg tengiorð • 2. Tileinkaðu þér fjölbreytta notkun samtenginga. • 3. Forðastu ófullkomnar setningar og ófullkomna merkingu. • 4. Settu punkt á eftir merkingarlegri heild áður en ný merking er sett fram. • 5. Forðastu stíl sem byggist á endurtekningu orðanna ‚síðan‛ og ‚svo‛ til að lýsa framvindu. • 6. Forðastu að byrja setningu á sama orði og síðasta setning endaði á. • 7. Forðastu tíðarugl. Notaðu að jafnaði þátíð í frásögn um liðna atburði. • 8. Forðastu persónuleg eða tilfinningahlaðin orð og einnig huglægt orðalag. • 9. Forðastu mjög talmálsleg áhersluatviksorð í ritgerð. • 10. Forðastu að nota persónufornafnið ‚þú‛ á sama hátt og ‚maður‛ er stundum notað sem óákveðið fornafn.
Uppkast að ritgerð • Listi yfir algeng tengiorð • Sjá bls. 102-104. • Þennan lista er um að gera að nýta sér við ritgerðaskrif til að gott flæði fáist í textann! • Verkefni í kennslustund (í samvinnu við kennara): • Veljið eina klausu í verkefninu á bls. 104 og umorðið þannig að hún taki breytingum til batnaðar.