1 / 29

Lestur, lestur og aftur lestur! málstofa

Lestur, lestur og aftur lestur! málstofa. Samvinnunám í lestri Jarþrúður Ólafsdóttir. Samvinnunám í lestri. Gildi samvinnunáms Kenningar um vitræna þróun Kenningar um áhugahvöt. Kenningar um vitræna þróun.

Download Presentation

Lestur, lestur og aftur lestur! málstofa

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lestur, lestur og aftur lestur!málstofa Samvinnunám í lestri Jarþrúður Ólafsdóttir Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  2. Samvinnunám í lestri • Gildi samvinnunáms • Kenningar um vitræna þróun • Kenningar um áhugahvöt Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  3. Kenningar um vitræna þróun • Piaget og Vygotsky héldu því fram að samræður (rökræður) stuðli að vitrænni hugsun. Nýr skilningur verður til þegar tekist er á um hugsun í samræðum hóps. Við samræðurnar verður endurskipulagning á skemum (skilningnum) í heilanum. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  4. Vitræn þróun • Johnson og Johnson telja samvinnunám tæki hugsmíðahyggjunnar til að styrkja vitræn ferli. Það sem þeir benda á og telja að styrki vitræna hugsun er: • Þjálfunin ; viðræður milli jafningja stuðla að skráningu í minni. Það þarf að útskýra, gera ítarlega grein fyrir, draga saman aðalatriði • Blandaðir hópar; einstaklingarnir í hópnum hafa ólíka hæfileika, mismunandi námsaðferðir, ólík sjónarhorn og það hvetur til breyttrar hugsunar Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  5. Vitræn þróun • Fjölbreytt sjónarhorn; þegar taka þarf tillit til ólíkra viðhorfa og sjónarhorna leiðir það til betri skilnings á eigin hugmyndum • Endurgjöf; stöðug endurgjöf á hugmyndir og framlag fara fram í samvinnunni. Það hvetur meðlimi hópsins til að ígrunda framlag sitt með hliðsjón af gæðum og hversu raunhæft það er • Ágreiningur; Ólíkar skoðanir koma fram og valda rökræðum en það hvetur til gagnrýnnar hugsunar Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  6. Kenningar um áhugahvöt • Leitast við að útskýra hvers vegna einstaklingar í hóp hafa áhuga á að vinna háðir hver öðrum að sameiginlegu markmiði • Litið er til þrenns konar atriða í samvinnunámi Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  7. Kenningar um áhugahvöt • Samvinna – umbun • Samvinna – siðferði (hafa skyldur og bera ábyrgð) • Samvinna – gagnkvæm nauðsynjatengsl (að vera háður hver öðrum) Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  8. Tvær góðar kennsluaðferðir • Gagnvirkur lestur • Púslaðferðin Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  9. Gagnvirkur lestur • Fjögur skref eftir lesturinn • Aðalatriði dregin saman • Spurt spurningar úr textabútnum • Skilningur athugaður/vaktaður • Forspá um framhaldið Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  10. Gagnvirkur lestur • Einstaklingarnir í hópnum skiptast á að lesa og stjórna ferlinu. • Gæta þarf þess að hafa fáa í hópum meðan verið er að kenna þeim aðferðina. • Kennarinn sýnir notkun aðferðarinnar í upphafi. • Stuttur hluti textans lesinn, t.d. er miðað við greinarskil. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  11. Gagnvirkur lestur • Þegar textabúturinn hefur verið lesinn dregur stjórnandinn (sá sem las) aðalatriðin saman í eina eða tvær setningar. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  12. Gagnvirkur lestur • Þá spyr stjórnandinn einnar (eða fleiri) kennaralegrar spurningar úr textanum sem hann las og hinir í hópnum svara henni Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  13. Gagnvirkur lestur • Eftir að spurningum hefur verið svarað þá athugar stjórnandinn hvort allir í hópnum hafi skilið textann eða hvort einhver orð séu erfið eða óskiljanleg Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  14. Gagnvirkur lestur • Þá veltir stjórnandinn því fyrir sér hvað komi næst í textanum, spáir í framhaldið • Ferlið endurtekið með nýjum stjórnanda Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  15. Púslaðferðsamvinnunám • Samvinnunám er námsaðferð þar sem hópur vinnur markvisst saman að ákveðnum viðfangsefnum. • Nemendum er skipt í blandaða námshópa. • Nemendur eru samábyrgir fyrir náminu. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  16. Púslaðferðsamvinnunám • Með samvinnunámi er lögð áhersla á: • Samkennd • Samræður nemenda • Tjáningu, útskýringar nemenda • Fleiri sjónarhorn og dýpri skilning á viðfangsefnum • Betri lausnir en fást með einstaklingsnámi Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  17. Púslaðferðsamvinnunám • Áhersla er einnig á: • Samvinnu sem elur af sér jákvæð viðhorf til annarra og dregur úr líkum á að nemendur verði útundan. • Starf í hóp eykur skilning á viðhorfum og skoðunum annarra. • Samstarf styrkir sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  18. Púslaðferðsamvinnunám • Piaget og Vygotsky héldu því fram að samræður (rökræður) stuðli að vitrænni hugsun. Nýr skilningur verður til þegar tekist er á um hugsun í samræðum hóps. Við samræðurnar verður endurskipulagning á skemum (skilningnum) í heilanum. • Piaget notaði í þessu skyni hugtökin aðlögun og samlögun. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  19. Púslaðferðsamvinnunám • Það að útskýra hugsun sína fyrir öðrum er í rauninni að orða hugsun sína og það hjálpar okkur til að skilja okkar eigin hugsanir betur. Það sem gerist er að við hugsum um hugsun okkar, við notum svokallaða yfirskilvitlega hugsun (metacognitive awareness) sem þýtt hefur verið á íslensku sem vitund um eigið nám Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  20. Púslaðferðin - jigsaw • Kennsluaðferðina má rekja til Elliot Aronson og nemenda hans við Texas háskóla og háskólann í Kaliforníu. • Aðferðinni er ætlað að koma í veg fyrir slæm samskipti og einelti. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  21. Púslaðferðin • Hentar vel á mið- og unglingastigi • Krefst undirbúningsvinnu. Hver eru markmiðin? Hvaða námsefni á að nota? Hvaða þekkingu á hver sérfræðingahópur að tileinka sér? Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  22. Púslaðferðin • Sérfræðingahópurinn þarf að komast að sameiginlegri niðurstöðu og ber ábyrgð á því að allir í heimahópnum nái tökum á því sem þeim er ætlað að læra. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  23. Púslaðferðin • Bekk er skipt í heimahópa • Hver heimahópur samanstendur af sérfræðingum. • Sérfræðingar með sömu viðfangsefni úr öllum heimahópunum hittast og hjálpast að við að leita lausna, lesa og komast að niðurstöðum. Eru samábyrgir fyrir að allir í sérfræðingahópnum skilji og geti deilt með heimahópnum vitneskju sinni. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  24. Púslaðferð Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  25. Púslaðferð í bekk Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  26. Púslaðferð klæðnaður atvinna Fólk á miðöldum matur híbýli Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  27. Púslaðferðin • Þegar sérfræðingahópar hafa lokið störfum fara sérfræðingarnir aftur í heimahópana og deila með hópnum sínum þekkingu sinni og reynslu. • Hver einstaklingur er ábyrgur fyrir sínum hluta og því mjög mikilvægur fyrir hópinn. • Að lokum fer fram mat – nám hópsins metið - nám einstaklingsins metið. Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  28. Reynið aðferðirnar! • Það er auðvelt að gefast upp þegar á móti blæs • Munið að það þarf góðan undirbúning • og það tekur meira en eina kennslustund að koma á nýjum vinnubrögðum • Öll vinna sem skerpir skilning tekur tíma Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

  29. Gangi þér vel! Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi

More Related