370 likes | 494 Views
Alþjóðavæðing bankanna og áhrif á störf Seðlabankans. Tryggvi Pálsson Málstofa Seðlabanka Íslands 16. desember 2004. Fyrirvarar. Byggt á opinberum gögnum en ekki trúnaðar-upplýsingum. Ekki álit bankans heldur persónulegt innlegg í umræðu innan bankans og við samstarfs-aðila.
E N D
Alþjóðavæðing bankanna og áhrif á störf Seðlabankans Tryggvi Pálsson Málstofa Seðlabanka Íslands 16. desember 2004
Fyrirvarar • Byggt á opinberum gögnum en ekki trúnaðar-upplýsingum. • Ekki álit bankans heldur persónulegt innlegg í umræðu innan bankans og við samstarfs-aðila. • Almenn lýsing á alþjóðavæðingunni en áherslan á áhrif hennar á starfsemi Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika. • Kynnt á málstofu til fróðleiks og til að fá viðbrögð. Verk í vinnslu.
Efnisyfirlit • Umbreyting banka og sjóða 1990-2004: • Alm. lagaleg umgjörð/einkavæðing/sameiningar • Sameiningar og yfirtökur: • Góð reynsla hérlendis 1990-2004 en ekki sjálfgefið • Möguleikar og hindranir innan EES • Alþjóðavæðing íslensku bankanna sl. 6 ár: • Helstu áfangar bankanna í útrás • Heimamarkaður, stefna og umfang • Áhrif á störf Seðlabankans að fjármálastöðugleika • Lokaorð
1990 1995 2000 2003 1990 Verslunarbanki 2003 Íslandsbanki Sameining fjögurra banka undir nafni Íslandsbanka Útvegsbanki (ríki) 2000 Íslandsbanki Alþýðubanki Íslands - banki / FBA Iðnaðarbanki Sjóvá sameinað bankanum FBA einkavæddur að fullu og sameinast Íslandsbanka Iðnþróunarsjóður (ríki)+ 1998 FBA Iðnlánasjóður (ríki)+ 2003 Samruni fjögurra opinberra fjárfestingasjóða Landsbanki Fiskveiðisjóður (ríki)+ Íslands Útfl.lánasjóður(ríki)+ Endanlega lagður niður 1998 Einkavæddur að fullu Framkv.sjóður (ríki) 1990 1999 Landsbanki (ríki) Landsbanki 2003 Frumútboð fyrir minnihluta í Landsbanka og Búnaðarbanka Samvinnubanki KB banki Búnaðarbanki (ríki) Kaupþing Sparisjóðir alls 32 Sparisjóðabanki Sparisjóðir alls 24 Sparisjóðabanki Umbreyting íslenskra banka og sjóða 1990-2004
Þróunarferli bankakerfa hefur verið sett fram í sex stigum (Sjá fyrirlestur Ásgeirs Jónssonar, HÍ 1.des. 2004, með tilvitun í Dow (1999) og Chick (1986)) Stig 1 - Bein fjármálaleg milliganga Stig 2 - Bankainnistæður sem gjaldmiðill Stig 3 - Tilkoma millibankamarkaðar Stig 4 - Tilkoma lánveitanda til þrautarvara Stig 5 - Skulda- og fjárstýring Stig 6 - Verðbréfun (e. securitization) Íslenskt bankakerfi er komið á fimmta stig Samkeppnin í fasteignaveðlánum og verðbréfun þeirra gæti fært bankakerfi okkar á efsta stig þróunarferilsins Þróun bankakerfa
Áfangar alþjóðavæðingar • Íslensku bankarnir hafa alla tíð tekið erlend lán og endurlánað til innlendra aðila. • Við bættist að kaupa erlend verðbréf (um 1995), veita erlendum aðilum lán (1998+) og aðra fjármála-þjónustu svo sem markaðsviðskipti, sölutryggingu, ráðgjöf og eignastýringu. • Uppbygging og yfirtaka starfsstöðva erlendis (1998).(Scandinavian Bank 1973-1980)
2000 FBA kaupir breska einkabankann, Raphael & Sons og 25% eignahlut í danska netbankanum, Basisbank. 2001 Opnar skrifstofu í London og hlýtur útibúaleyfi þar árið 2003. 2002 Selur eignahlut sinn í Basisbank. 2003 Opnar útibú í Lúxemborg. 2004 Selur breska einkabankann, Raphael & Sons. 2004 Kaupir norska bankann KredittBanken og gerir kauptilboð norska bankann BNbank. Íslandsbanki: Erlend útrás Íslandsbanki -helstu atburðir í erlendri útrás
Íslandsbanki: Erl. starfstöðvar nú • Útibú • London – fyrirtækjaþjónusta • Lúxemborg – þjónusta við fjármálafyrirtæki á Norðurlöndum o.fl. • KredittBanken • Þjónusta við lítil og meðalstór fyrirtæki í Noregi • BNbank (yfirtökutilboð) • Fasteignaveðlán til fyrirtækja og einstaklinga
2000 Landsbankinn kaupir 70% eignarhlut í breska einkabankanum Heritable Bank. 2003 Landsbankinn kaupir dótturfélag Búnaðar-bankans í Lúxemborg. 2003 Landsbankinn kaupir Heritable Bank að fullu. Landsbankinn: Erlend útrás Landsbanki Íslands • helstu atburðir í erlendri útrás
Landsbankinn: Erl. starfstöðvar • Heritable Bank • Sérhæfir sig í bankastarfsemi á fyrirtækjasviði og í veðlánum • Landsbanki Luxembourg • Einkabankastarfsemi og eignastýring ásamt útlánum til fasteignafélaga og minni fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum
1998 KaupthingLuxembourg S.A. er stofnað. 2000 Skrifstofa í New York er opnuð. 2001 Opnar fjárfestinga-banka í Danmörku, Kaupthing Bank A/S. 2002 Yfirtekur JP Nordiska í Svíþjóð og finnska verðbréfafyrirtækið Sofi oyj. 2003 Hefur starfsemi í London,Kaupthing Limited. Kaupir finnska fjárf.félagið, Norvestia oyj. 2004 Yfirtekur FIH í Danmörku. KB banki: Erlend útrás KB banki -helstu atburðir í erlendri útrás
KB banki: Erl. starfstöðvar • Starfsemi í 10 löndum, þ.m.t. öllum Norðurlöndunum
Nokkrar yfirlýsingar forstjóra • “Vöxtur hefur verið í erlendri starfsemi en um 22% af útlánum eru nú til erlendra viðskiptavina. Samþætting trygginga og bankaþjónustu hefur gengið vel og er áfram unnið að þeim sóknarfærum sem hún skapar. Samhliða vexti innanlands verður eitt helsta verkefni okkar á síðari helmingi ársins að auka enn frekar eignir og tekjur bankans utan Íslands.” (Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka (2004)) • “Landsbankinn hefur vaxið hratt síðustu misserin og hefur vöxtur á innanlandsmarkaði vegið þyngst í samstæðu bankans. Vægi erlendrar starfsemi í heildarútlánum hefur hinsvegar farið hraðvaxandi, bæði í gegnum móðurfélagið sem og erlendu dótturfélög bankans í London og Lúxemborg.” (Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka Íslands (2004)) • “Við ætlum að halda áfram að styrkja stöðu okkar á Norðurlandamarkaðnum sem við skilgreinum í dag sem hinn eiginlega heimamarkað bankans. Við höfum einnig kappkostað að verða sterkari á breskum markaði og það er alls ekki útilokað að við leitum nýrra tækifæra utan þeirra tíu landa sem bankinn er nú með starfsemi í.“ (Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka (2003))
Skilgreining á heimamarkaði og markmið • Íslandsbanki • Ísland og Noregur sem heimamarkaður • Hyggst leggja áherslu á vöxt á norska markaðnum(Heimasíða Íslandsbanka, www.isb.is) • Landsbanki Íslands • Ísland sem heimamarkaður • Mun leggja aukna áherslu á Bretlandsmarkað og Norður-Evrópu (Ársskýrsla Landsbankans 2003) • KB banki • Norðurlöndin sem heimamarkaður • Stefnir að því að verða leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndunum (Heimasíða KB banka, www.kbbanki.is)
Eignir helstu erl. starfsstöðvanna • Þungamiðja efnhags samstæðureikninga íslensku bankanna er að færast úr landi
Heildareignir viðskiptabankanna • Heildareignir viðskiptabankanna hafa vaxið hratt á liðnum fimm árum • Stökk verður í ár vegna yfirtöku á erlendum bönkum
Viðskiptabankar: útlán til erl. aðila • Hlutfall útlána til erlendra aðila af heildarútlánum móðurbankanna hefur tvöfaldast á undanförnum tveimur árum • Í lok október 2004 námu útlán viðskiptabankanna til erlendra aðila um 166 ma. kr. sem jafngildir tæplega 16% af heildarútlánum
Viðskiptabankar: gengisbundin erl. verðbréfaútgáfa • Gengisbundin erlend verðbréfaútgáfa nam ríflega 760 ma. kr. í lok október 2004 • Hefur tæplega fjórfaldast á síðustu tveimur árum
Markaðsvirði viðskiptabankanna • Markaðsvirði íslenskra banka: • hefur fjórfaldast frá ársbyrjun 2003. • er orðið hátt miðað við landsframleiðslu. • Samanlagt virði íslensku bankanna er 62% af VLF • Samanlagt virði fjögurra stærstu bankanna í Svíþjóð er 20% af VLF
Sameiningar og yfirtökur • Sameiningar og yfirtökur íslensku bankanna 1990-2004 virðast hafa tekist vel m.t.t. virðis hlutabréfa og þróunar þjónustu • Ekki sjálfgefið að slíkt takist alltaf vel • Erlendar rannsóknir staðfesta misjafnan árangur í samrunum innanlands sem og milli ríkja
Sameiningar og yfirtökur: markaðsvirði • Yfirtökufyrirtæki lækkuðu ávöxtun hluthafa sinna í 61% tilvika(BusinessWeek, 2002) • Yfirtökubankar lækkuðu hluthafavirði í 60% tilvika (Financial Times, 1998) • Neikvæð umframávöxtun (e. cumulative abnormal return) hjá yfirtökubanka(Amihud, Y., G. De Long and A. Saunders, 2002) • Samrunar innan bankageirans ganga betur en aðrir samrunar(Hans Schenk, 2001) • Evrópskir bankasamrunar ganga betur en bandarískir(Hans Schenk, 2001) • Almenn niðurstaða er að ávöxtun hluthafa hins yfirtekna banka sé betri en þeirra sem yfirtaka, þ.e. yfirleitt er greitt yfirverð
Sameiningar og yfirtökur: vænlegir kostir á Evrópumarkaði * • Hagstæðast að kaupa: • í samræmi við stefnu (e. focused) • smáa banka í hröðum vexti með hlutfallslega slæm kostnaðarhlutföll • banka með lág hlutabréfaverð (e. stock performance) • Betra er að yfirtaka banka sem er vel stjórnað: • leitið ekki eftir miklum umskiptum (e. turnaround) * (P. Beitel, D. Schiereck, M. Wahrenburg, 2004)
Sameiningar og yfirtökur: Evrópska efnahagssvæðið • Bankaviðskipti yfir landamæri hafa aukist verulega, sérstaklega eftir upptöku evrunnar • Aðalreglan er að erlendir bankar taki yfir eða stofni dótturfélög fremur en útibú: • London undantekning • Andstaða yfirvalda við stofnun útibúa er öndverð við hugmyndafræði innri markaðarins • Unnið er að auknum bankaviðskiptum innan EES, m.a. með afnámi hindrana, upptöku Evrópufyrirtækja (sbr. Nordea) og samræmingu eftirlita, viðbragðs-stjórnunar og innstæðutrygginga milli landa
Bankarnir eru umbreyttir • Íslensku viðskiptabankarnir orðnir alþjóðlegri • Starfsemi og stærð þeirra skiptir meira máli fyrir íslenskt efnahagslíf en var • Vægi erlendra liða hefur aukist: • dreifir áhættu, • opnar fyrir fleiri tækifæri og smitleiðir áfalla, • of snemmt að segja hvernig tekst til í öllum útrásarverkefnum bankanna og viðskiptamanna þeirra • Breytt lána-, markaðs-, rekstrar- og lausafjáráhætta • Ný og flóknari viðfangsefni fyrir Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands
Áhrif á störf Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika • Endurmat á varúðarreglum Seðlabankans • Efla greiningu á stöðugleika fjármálakerfisins • Aðlögun í söfnun tölfræðilegra gagna • Aukið upplýsingaflæði og sambönd við erlenda aðila • Viðunandi stærð gjaldeyrisforða • Þörf á aukinni sérfræðiþekkingu • Áfallastjórnun orðin erfiðari viðfangs
1. Varúðarreglur Seðlabankans • Erfiðara að tryggja áhrifamátt reglna um lausafjárhlutfall og gjaldeyrisjöfnuð • Lausafjár- og áhættustýring bankanna er á Íslandi og miðast við samstæðu • Reglurnar eiga aðeins við um móðurfélögin • Engar sérstakar takmarkanir eru í gildi um viðskipti innan samstæðu sem geta haft áhrif á efndir þessara varúðarreglna
2. Greining á fjármálastöðugleika • Í síðustu greiningum hefur verið fjallað um erlenda lánsfjármarkaði en meira þarf til • Greining á áhrifaþáttum utan Íslands er orðin mikilvægari • Umhverfi og starfsemi dótturfélaga og útibúa erlendis. Erfitt að meta mikilvægustu þætti • Íslenska fjármálakerfið berskjaldaðra en áður fyrir áföllum sem eiga upptök á erlendum mörkuðum • Upplýsingaskipti seðlabanka Norðurlandanna • Til athugunar að gefa út sérstaka skýrslu um fjármálastöðugleika frá 2005
3. Söfnun tölfræðilegra gagna • Vandasamara eftir því sem bankar verða alþjóðlegri • Erfitt getur verið að greina á milli innlendra og erlendra viðskipta. Markalínan getur ráðist af því hvað sé verið að skoða hverju sinni • Nýjar upplýsingar sem skipta meira máli en áður: • Upplýsingar um stærð og umsvif erlendra dótturfélaga • Upplýsingar um fjármagnsflæði milli móðurfélags og dótturfélaga • Nánari upplýsingar um lánveitingar til erlendra aðila, m.a. landaskiptingu og lánaflokkun • Í undirbúningi er skipun starfshóps sem geri tillögur um úrbætur í söfnun upplýsinga um erlendar skuldir og eignir. E.t.v. í samstarfi við bankana
4. Upplýsingaflæði • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi og styrking tengsla, sérstaklega við gistilönd ísl. banka • Norrænir seðlabankar • Fundir bankastjóra • Samstarf fjármálasviða og um greiðslu- og uppgjörskerfi • Hópur um lausafjáráhættu í norr. bankasamsteypum • IMF (Úttekt fyrir Norður- og Eystrarsaltslöndin 2006) • EES, CEBS • OECD • Samræður við lykilaðila innanlands og erlendis (oft vanmetinn þáttur)
5. Stærð gjaldeyrisforðans • Aukið umfang erlendra eigna og skulda • Öryggissjónarmið og lánstraust • Erlend viðmið: • Stærð sjóðsins skal að lágmarki miðast við 3ja mánaða vöru- og þjónustuinnflutning • Skuldahlutföll hafa þó verið áberandi í seinni tíð • Fjárhæð forðans er í sögulegu hámarki: • 65,6 ma.kr. 14.desember 2004 • Álíka há og áður var m.v. VLF og innflutning • Hlutfallslega álíka stór og hjá viðmiðunarþjóðum en lág miðað við skuldastöðu einkageirans • Nú kominn í viðunandi stærð um sinn(PM 2004/4)
6. Sérfræðiþekking • Vaxandi þörf á sérfræðingum með þekkingu á: • viðskiptaumhverfi því sem alþjóðleg fjármálafyrirtæki starfa í, • flóknum fjármálasamningum, • lagalegu álitamálum sem upp koma.
7. Áfallastjórnun og lánveiting til þrautavara ... • Aðstæður og möguleg áföll flóknari og erfiðari viðfangs en áður var • Vert er að minna á: • alþjóðlega samvinnu á þessu sviði • erfiðleika í slíkri samvinnu • aðkomu yfirvalda (heima og gisti) • ólíka stöðu útibúa og dótturfélaga • að vera eða ekki vera kerfislega mikilvægur; þarna er efinn
7. ... alþjóðleg samvinna • Basel Committee on Banking Supervision • Stofnaði Joint Forum on Financial Conglomerates 1996, skýrsla 1999 • G10 • Starfshópur sem greinir áhrif samrunaferlis ápeningastefnu og fjármálastöðugleika (Yfirgripsmikil skýrsla árið 2001) • EU • Economic and Financial Committee (Brouwer skýrslur 2000 og 2001) • Skýrar leiðbeiningar um upplýsingaskipti og áfallastjórnun • ECB • MoU-high level principles of cooperation in crisis management (2003) • CEBS (Committee of European Banking Supervisors) • Samstarf fjármálaeftirlita og seðlabanka í EES, stofnað 2004 • Einn starfshópurinn er Task Force on Crisis Management • Útbúa leiðbeiningar til fjármálaeftirlita og seðlabanka varðandi viðbrögð við fjármálalegum áföllum • Útbúa leiðbeiningar sem stuðla að skilvirkara samstarfi fjármálaeftirlita og seðlabanka milli landa • Veita stuðning við framkvæmd á álagsprófum (æfingar) • Norrænu seðlabankarnir • Samkomulag seðlabanka á Norðurlöndum 2003 (verið að endurskrifa)
7. ... erfiðleikar í samvinnu • Þrep: upplýsingskipti, samvinna, forskriftir • Áföll eru mismunandi að uppruna, eðli og áhrifum • Freistnivandi (e. moral hazard) • Ólík afstaða til eiginfjárstuðnings • Ólík afstaða til æskilegustu aðferða • Eftirlit er mismunandi milli landa • Reglur er varða slit fyrirtækja eru mismunandi • Upplýsingaflæði getur takmarkast af heimildar-skorti, samstarfstregðu eða hagsmunaárekstrum
7. ... aðkoma yfirvalda • Neyðarúrræði ef stjórnvöld þurfa að aðstoða • Hefbundin sýn á ábyrgð gistilands (e. host country) gagnvart erlendum dótturbönkum og útibúum • Heimaland getur haft siðferðilega og hagsmunalega ástæðu fyrir aðstoð vegna áfalls í dótturbanka
7. ... aðkoma yfirvalda • Afstaða yfirvalda heima- og gistilands til stuðnings við banka í fjárhagsvanda, sem hefur aðsetur í fleiri en einu landi, getur ráðist af mikilvægi bankans
Lokaorð • Íslensku bankarnir eru orðnir stærri og alþjóðlegri. • Útrás bankanna og viðskiptavina þeirra virðist hafa tekist vel til þessa. Stærstu kaupin eru nýleg og of snemmt að meta árangur. • Þungamiðja samstæðureikninga bankanna er að færast úr landi. • Höfuðstöðvar, áhættustýring og lausafjárstjórn er á Íslandi. • Áhættan nú önnur og dreifðari en fjármálalegt áfall getur birst með fjölbreyttari hætti en áður var. • Fjármálastöðugleiki og bankastarfsemi milli landa er nú ofar á dagskrá í alþjóðlegu samstarfi alþjóðastofnana, fjármálaeftirlita og seðlabanka. • Leitað er leiða í áfallsstjórnun en áþreifanlegar lausnir eru ekki á næsta leiti. • Alþjóðavæðingin hefur víðtæk áhrif á starfsemi Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika • Vandasamara er að vinna í kviku, alþjóðlegu viðskiptaumhverfi • Fjölþætt vinna er framundan til að mæta breyttum þörfum