220 likes | 744 Views
Jarðargæði – kafli 10: JARÐSKORPAN. Ólivíndíll í basalti. Uppbygging jarðskorpunnar. Um 98,5% jarðskorpunnar eru byggð upp af átta frumefnum:. Frumefnin bindast saman á ýmsan hátt og mynda steindir. Pýroxendíll í storkubergi. Uppbygging jarðskorpunnar frh.
E N D
Jarðargæði – kafli 10: JARÐSKORPAN
Ólivíndíll í basalti Uppbygging jarðskorpunnar • Um 98,5% jarðskorpunnar eru byggð upp af átta frumefnum: • Frumefnin bindast saman á ýmsan hátt og mynda steindir.
Pýroxendíll í storkubergi Uppbygging jarðskorpunnar frh. • Skilgreining á steindum: Steind er kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst sjálfstætt í náttúrunni og er myndað á náttúrulegan hátt. • Um 2000 steindir þekktar en aðeins 9 mynda að magni um 95% allra steinda í yfirborðsbergi jarðar. • Steindir, einar sér eða nokkrar saman, mynda bergtegundir sem jarðskorpan er gerð úr. • Má líkja við innihaldsefni í kökum!
Móberg Basalt Möl Bergtegundir jarðskorpunnar • Bergtegundir geta verið: • Samlímdar (t.d. móberg) • Harðstorknar (t.d. basalt) • Lausar í sér (t.d. leir eða möl)
Basalt Sandsteinn Myndbreytt berg Bergtegundir jarðskorpunnar frh. • Bergtegundum er skipt í þrjá flokka eftir uppruna: • Storkuberg • Setberg • Myndbreytt berg
Hringrás bergsins • Barátta útrænu og innrænu aflanna veldur því að allt efni er í stöðugri hringrás. • Innræn öfl • Fá orku við klofnun geislavirkra efna í iðrum jarðar • Birtast okkur sem eldgos, jarðskjálftar, jarðvarmi og við myndun fellingafjalla • Vinna að því að byggja upp landið • Útræn öfl • Fá orku sína frá sólinni • Skiptast í veðrun, rof og setmyndun • Vinna að því að brjóta niður landið
Hringrás bergsins frh. 1. Veðrun og rof Allar gerðir bergs molna og grotna niður með tímanum. 2. Samlíming og samþjöppun Bergmylnsna harðnar, uppleyst efni falla út eða lífrænar leifar safnast fyrir. 3. Myndbreyting Umkristöllun storku- eða setbergs djúpt í jörðu. 4. Uppbræðsla Bergið bráðnar og storknar aftur.
Byggingarefni storkubergs • Storkuberg verður til við storknun bergkviku úr iðrum jarðar. • Súrefni (O) er algengasta frumefnið í storkubergi, en kísill (Si) næst algengast. • Þegar kvikan kólnar myndast örsmáir fjórflötungar úr kísli og súrefni: Sílíköt. • Raðast saman í keðjur, lög eða þrívíð form og mynda mismunandi kristalla. • Sílíköt eru algengasti flokkur steinda í storkubergi.
Efnasamsetning storkubergs • Veltur aðallega á því hvort kvikan hafi borist skjótt upp á yfirborð eða haft viðdvöl í kvikuhólfi. • Kvikan verður súrari (hærra SiO2 innihald) við dvöl í kvikuhólfi: Lengri tími = súrari kvika. • Flokkun storkubergs eftir kísiltvíoxíðinnihaldi: • Basísk: <52% SiO2 • Ísúr: 52-65% SiO2 • Súr: > 65% SiO2
Granít Líparít Hrafntinna Storknunarstaður storkubergs • Útlit og áferð storkubergs fer mikið eftir því hvar kvikan storknaði: • Storknar djúpt í jörðu: • Kvikan kólnar hægt → stórir kristallar vaxa → djúpberg (stórkornótt berg). • Storknar á yfirborði: • Kvikan kólnar hratt → kristallar ná ekki að vaxa mikið → gosberg (fín- / dulkornótt). • Storknar mjög hratt (t.d. í vatni): • Kristallar ná ekki að myndast → myndlaust berg (glerkennt).
Plagíóklasdílar í basalti Ólívín- og plagíóklasdílar í basalti Dílótt gosberg • Stundum byrjar kvika að storkna djúpt í jörðu þannig að stakar steindir ná að vaxa í henni. • Ef hálfstorknuð (eða að hluta til storknuð) kvikan berst svo upp á yfirborðið storknar restin af henni hratt þar. • Afraksturinn er dílótt gosberg þar sem stóra díla er að finna innan í mun fínkornóttari bergmassa.
Flokkun storkubergs • Storkuberg er flokkað niður eftir efnasamsetningu og storknunarstað
Móberg • Mjög sérstök bergtegund – flokkast sem gosberg en er það samt ekki alveg! • Getur verið basískt, ísúrt og súrt. • Myndast við að vatn kemst að kviku í eldgosum – t.d. undir jöklum eða í sjó. • Móberg það berg sem kannski kemst næst því að vera sér-íslenskt.
Myndun móbergs • Bólstrabergið myndast þegar ofanáliggjandi farg (t.d. jökull) er það mikið að kvikan nær ekki að splundrast. • Túffið byrjar að myndast þegar kvikan nær að splundrast í fína gjósku. • Ef hraunkollur myndast efst á fjallinu kallast það móbergsstapi.
Bólstraberg við Kleifarvatn Myndun móbergs frh. • Móbergið sjálft verður til þegar gjóskan úr gosinu límist saman og ummyndast. • Gjóskan verður s.s. að hörðu bergi: Móbergi. • Nokkrar mismunandi tegundir móbergs: • Túff (eingöngu úr ösku) • Þursaberg (úr ösku og gjallmolum) • Bólstrabrotaberg (úr ösku, gjallmolum og bólstrum)
Móbergskeilur • Móbergshryggir • Móbergsstapar Þrjár tegundir móbergsfjalla
Surtsey - móberg • Surtseyjareldar stóðu yfir frá 1963-1967. • Þegar kvikan var ekki lengur í snertingu við sjóinn hætti að myndast gjóska / móberg og hraun fóru að flæða.
Jarðfræðilegar einingar landsins • Tertíer berggrunnur – eldri en 3 m.á. Finnst á vestur-, norður- og austurlandi. Stundum kölluð blágrýtirsmyndunin. • Grágrýtismyndunin frá ísöld 10.000 til 3 m.á. – Hraunlög frá hlýskeiðum ísaldar • Eldri grágrýtismyndunin á jaðri gosbeltanna • Yngri grágrýtismyndunin inn á milli móbergsmyndanir. • Móbergsmyndunin frá ísöld 10.000 til 3 m.á. – Móberg og bólstraberg frá kuldaskeiðum ísaldar. Um miðbik gosbelta. • Nútíma hraun – Hraun í gosbeltunum sem leggjast ofan á eldri myndanir og eru yngri en 10.000 ára • Setlög frá nútíma – finnast um landið allt í bland við jökulurð frá ísöld.