1 / 30

Hvernig hefur peningastefnan áhrif á hagkerfið og hversu langan tíma tekur það?

Hvernig hefur peningastefnan áhrif á hagkerfið og hversu langan tíma tekur það?. Þórarinn G. Pétursson Málstofa Seðlabanka Íslands 15. október 2001. Miðlunarferlið: skilgreining. Seðlabankinn notar vexti í endurhverfum viðskiptum við fjármálastofnanir til að ná markmiðum sínum Hefur áhrif á:

hanley
Download Presentation

Hvernig hefur peningastefnan áhrif á hagkerfið og hversu langan tíma tekur það?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hvernig hefur peningastefnan áhrif á hagkerfið og hversu langan tíma tekur það? Þórarinn G. Pétursson Málstofa Seðlabanka Íslands 15. október 2001

  2. Miðlunarferlið: skilgreining • Seðlabankinn notar vexti í endurhverfum viðskiptum við fjármálastofnanir til að ná markmiðum sínum • Hefur áhrif á: • Skammtíma- og langtímavexti • Laust fé í fjármálakerfinu, peningamagn og útlán • Gengi krónunnar og önnur eignaverð • Væntingar almennings • Hefur þannig áhrif á: • Heildareftirspurn • Verðbólgu

  3. Miðlunarferlið: Yfirlit • Einnig innbyrðis áhrif

  4. Miðlunarferlið: Mikilvægi skilnings • Við framkvæmd peningastefnunnar: • Lagt mat á áhrif aðgerða • Hversu langan tími þar til áhrif koma fram • Seðlabankinn þarf að vera framsýnn: • Áhrif koma fram eftir einhvern tíma • Miðlunarferlið flókið og breytilegt: • Fyrirséðar eða ekki & túlkun aðgerða • Væntingar um framtíðaraðgerðir og -horfur • Geta verið ólínuleg og ósamhverf • Fjalla aðeins um dæmigerð viðbrögð

  5. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á markaðsvexti

  6. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á markaðsvexti • Áhrif á skammtímavexti: • Peningamarkaðsvextir hækka strax • Skammtímabankavextir hækka fljótlega • Áhrif á langtímavexti: • Geta hækkað eða lækkað • Hækka yfirleitt en minna en skammtímavextir • Flóknara hér vegna verðtryggingar: • Hækka tímabundið ef staðkvæmd og tregbreytanlegt verðlag

  7. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á markaðsvexti (frmh.)

  8. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á eignaverð

  9. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á eignaverð • Áhrif á hlutabréfaverð: • Hlutabréfaverð lækkar almennt: • Tekjuflæði afvaxtað með hærri vöxtum • Dregur úr eftirspurn eftir hlutabréfum • Áhrif á húsnæðisverð: • Húsnæðisverð lækkar almennt: • Fjármögnunarkostnaður húsnæðis eykst • Eftirspurn eftir húsnæði minnkar

  10. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á peningamagn og útlán

  11. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á peningamagn og útlán • Áhrif á laust fé í umferð: • Fórnarkostnaður eykst: laust fé dregst saman • Áhrif á peningamagn í umferð: • Óljóst með fórnarkostnað • Dregur úr peningamagni í gegnum verðlags-, tekju- og auðsáhrif • Áhrif á útlán: • Útlánageta gæti dregist saman • Útlán verða dýrari: eftirspurn dregst saman

  12. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á væntingar

  13. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á væntingar • Peningastefnan hefur áhrif á væntingar og óvissu tengdri þeim: • Væntingar um atvinnuhorfur og tekjur • Væntingar um sölu og hagnað • Áhrif óviss: • Almennt: “Nauðsynlegt að hægja á hagkerfi” • Styður við aðhaldsaðgerðir seðlabankans • Gæti þó: “Hagkerfið vex hraðar en áður var talið” • Dregur úr mætti aðhaldsaðgerða

  14. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á gengi

  15. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á gengi • Áhrif óviss • Almennt ætti gengi að styrkjast og lækka síðan • Ef vaxtahækkun vegur ekki upp hækkun verðbólguvæntinga getur gengið veikst • Miklar skammtíma gengissveiflur geta yfirgnæft skammtímaáhrif peningastefnu á gengi

  16. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á raunvexti og raungengi • Það eru raunvextir og raungengi sem skipta mestu máli fyrir útgjalda- og fjárfestingarákvarðanir… • … og aðhaldsstig peningastefnunnar • Rannsóknir sýna að verðbólga og verðbólguvæntingar eru tregbreytanlegar stærðir: • Hækkun stýrivaxta veldur tímabundinni hækkun raunvaxta og raungengis • Hefur áhrif á útgjaldaákvarðanir og afkomu

  17. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á útgjaldaákvarðanir

  18. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á útgjöld einstaklinga • Neysluútgjöld dragast almennt saman: • Hækkun markaðsvaxta: • Tekjuáhrif: Greiðslubyrði útistandandi skulda eykst • Til að halda sömu neyslu: auka skuldir eða draga úr sparnaði. En þetta er orðið dýrara en áður • Staðkvæmdaráhrif: Neysla orðin hlutafallslega dýrari mv. sparnað • Auður dregst saman: • Hlutabréfa- og húsnæðisverð lækka • Erfiðara að afla lánsfjár

  19. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á útgjöld einstaklinga (frmh.) • Horfur versna: • Væntingar um minni vöxt efnahagsstarfsemi • Gengishækkun: • Innfluttar vörur ódýrari en áður • Eftirspurn eftir innfluttum vörum eykst hlutfallslega • Aðgengi að lánsfé verður erfiðara: • Veð minna virði en áður • Hreint virði lántakenda minnkar • Hrakvals- og freistnivandamál aukast

  20. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á útgjöld fyrirtækja • Útgjöld dragast almennt saman: • Hækkun markaðsvaxta: • Fjármögnun dýrari en áður • Birgðakostnaður eykst • Ávöxtunarkrafa nýrra fjárfestinga hækkar • Eignaverð lækka: • Hreint virði fyrirtækja & sjóðstreymi versnar • Markaðsvirði lækkar í hlutfalli við endurfjármögnunarkostnað fjármagns (q-hlutfall) • Eignir til að nota sem veð lækka í verði: • Hrakvals- og freistnivandamál • Erfiðara að afla lánsfjár (sérstaklega lítil og ný fyrirtæki)

  21. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á útgjöld fyrirtækja (frmh.) • Gengishækkun: • Eftirspurn minnkar: Samkeppnisstaða versnar: • Óbreytt verð: Minnkandi markaðshlutdeild • Lækka verð: Minnkandi hagnaðarhlutdeild • Horfur versna: • Mikilvægt fyrir langtímafjárfestingar sem erfitt er að hætta við • Sölumöguleikar erfiðari • Aukin óvissa: Auknar arðsemiskröfur • Hætt við framkvæmdir eða þeim frestað

  22. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á heildareftirspurn

  23. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á heildareftirspurn • Útgjöld einstaklinga til neyslu minnka: • Einkaneysla dregst saman (eða vex hægar) • Fjárfesting í húsnæði einnig • Eftirspurn beinist út úr landinu • Útgjöld fyrirtækja minnka: • Draga úr umsvifum og mannaráðningum • Draga úr birgðum • Draga úr viðhaldsverkefnum og arðgreiðslum • Allt veldur þetta því að heildareftirspurn dregst saman

  24. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á heildareftirspurn (frmh.) • Annarrar umferðar áhrif: • Áhrif á þá sem ekki urðu fyrir beinum áhrifum: • Eftirspurn eftir afurðum minnkar • Ráðstöfunartekjur dragast saman • Áhrif að hluta fyrirsjáanleg: eykur enn á vægi: • Vænti minni eftirspurnar: dreg úr framleiðslu • Vænti minni tekna: dreg úr eftirspurn • Allir verða því fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti

  25. Hækkun stýrivaxta:Eftirspurn og verðbólga

  26. Hækkun stýrivaxta:Eftirspurn og verðbólga

  27. Hækkun stýrivaxta:Gengi og innflutningsverðlag

  28. Hækkun stýrivaxta:Gengi og innflutningsverðlag • Almennt styrkist gengið og innflutningsverðlag í innlendri mynt lækkar: • Bein áhrif til lækkunar verðbólgu • Ætti almennt að virka nokkuð fljótt • Getur þó tekið tíma að fara í gegnum innflutningskeðjuna: • Fer eftir samkeppnisaðstæðum • Fer eftir eftirspurnarstigi • Fer eftir eðli gengisbreytingar: • Varanleg vs. tímabundin breyting

  29. Hækkun stýrivaxta:Áhrif á hagkerfið • Veik áhrif á gengi • Áhrif á atvinnu: • Fyrstu áhrif eftir ½ ár; Meginþungi eftir 1 ár • Áhrif á verðbólgu: • Fyrstu áhrif eftir 1 ár; Meginþungi eftir 1½ ár • Sambærilegt við önnur lönd að magni og tímasetningu

  30. Hækkun stýrivaxta:Langtímaáhrif • Til langs tíma ræðst framleiðslustig af -getu: • Tækni, fjármagn, vinnuafl, virkni markaða og stofnanir • Það sem peningastefna getur og getur ekki: • Getur ekki haft áhrif á framleiðslugetu • Sé reynt að viðhalda meiri hagvexti en sem nemur getu: skilar einungis vaxandi verðbólgu • Getur haft áhrif á raunstærðir til skamms og millilangs tíma en eingöngu verðbólgu til langs tíma • Góð peningastjórn getur jafnað sveiflur í raunstærðum • Léleg stjórn getur aukið sveiflur og dregið úr langtímahagvexti sé algerlega misst tökin á verðbólgu • Framlag peningastefnu til velferðar: stöðugt verðlag

More Related