1 / 21

Mannslíkaminn 4. kafli Húðin, stoð- og hreyfikerfið

Mannslíkaminn 4. kafli Húðin, stoð- og hreyfikerfið. Ásthildur Jónsdóttir & Margrét Gauja Magnúsdóttir. Í þessum kafla lærir þú…. u m mismunandi lög húðarinnar og hvernig þau starfa. u m það hvernig líkaminn stjórnar líkamshitanum. u m gerð beinagrindarinnar og liðamótanna

jethro
Download Presentation

Mannslíkaminn 4. kafli Húðin, stoð- og hreyfikerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mannslíkaminn4. kafliHúðin, stoð- og hreyfikerfið Ásthildur Jónsdóttir & Margrét Gauja Magnúsdóttir

  2. Í þessum kafla lærir þú… • um mismunandi lög húðarinnar og hvernig þau starfa. • um það hvernig líkaminn stjórnar líkamshitanum. • um gerð beinagrindarinnar og liðamótanna • um starf mismunandi vöðva í líkamanum • um áhrif þjálfunar á vöðvana • svolítið um kvilla og sjúkdóma í húð og hreyfikerfinu

  3. Húðin gegnir mörgum störfum • Húð fullorðins manns vegur um 5 kg og yfirborð hennar er um 1.5 – 2 fermetrar. • Húðin er stærsta líffæri líkamans. • Hlutverk húðarinnar er að vernda okkur, sjá um skynjun, stjórna líkamshitanum og sjá um vökvajafnvægi líkamans.

  4. Húðin skiptist í þrjú lög • Húðin skiptist í þrjú lög • húðþekju (0,1mm) • Leðurhúð (1-4mm) • Undirhúð • Íhúðþekjunnier hart og sterkt hornlag yst. • Vörn gegn bakt. og veirum • Gerir húð vatnsþétta • Úr dauðum húðfrumum/hyrni • Í leðurhúðinni eru taugaendar, fitu- og svitakirtlar. • Teygjanlegir þræðir • Fitukirtlar smyrja og mýkja húð • Sviti: vatn og steinefni • Undirhúðingeymir mestan hluta líkamsfitunnar. • Fitufrumur geyma fituna • Einangrun gegn höggum og kulda

  5. Húðþekjan – þunn en árangursrík vörn • Húðfrumur endurnýja sig á c.a 4 vikna fresti. • Djúpt í húðþekjunni eru litfrumur sem verja okkur gegn sólinni – þær verja DNA í frumukjarnanum gegn útfjólubláum geislum.

  6. Húðþekjan • Mikil sólböð, bæði náttúruleg og í ljósabekkjum, auka líkur á húðkrabbameini m.a. sortuæxlum. • Ef við brennum í sól verður ysta lag húðar/ húðþekjan fyrir skaða.

  7. Húðin og æðarkerfi stjórnar líkamshita • Verði okkur of heitt svitnum við; með varma líkamans gufar svitinn upp og þá kælist hann. • Þannig helst líkamshitinn kringum 37°C. • Ef við svitnum mikið er mikilvægt að drekka mikinn vökva, þar sem líkaminn missir mikið vatn og steinefni/sölt • Í hita víkka æðarnar, þá eykst blóðflæði og verður meiri uppgufun. • Í kulda þrengjast æðarnar og þá minnkar varmatapið

  8. Negluroghármyndast í húðinni • Negluroghármyndast í húðinniogeruúrdauðumfrumum / hyrni. • Hvereinstaklingurhefur um 100.000 hárogmissir um 100 á hverjumdegi. • Þegarhárogneglurvaxaframdeyjafrumurnar. • Lögunhársekkjannaræðurþvíhvorthárokkarerhrokkiðeðaslétt • Hversvegnaverðumviðgráhærð ? Minnalitarefnimyndast í hárrótinni en áður.

  9. Næs…

  10. 4.2 BEINAGRINDIN • Beinagrindin er gerð úr rúmlega 200 beinum (206 nákvæmlega). • Í beinagrindinni eru geymd ýmis mikilvæg steinefni t.dkalk og fosföt. • Beinin er margskonar að lögun: - Pípulaga bein t.d í handleggjum og fótum. - Flöt beint.d herðablöð og mjaðmabein - Teningslaga bein t.d í úlnlið - Óregluleg bein t.d hryggjaliðirnir.

  11. Hvernig eru beinin uppbyggð? • Beinin eru hörð og þétt að utan en að innan eru þau mjúk og frauðkennd. - Það gerir beinagrindina létta og sterka. • Innan í beinunum er ýmist rauður eða gulur beinmergur: - Í rauða myndast öll rauðkorn og hvítkorn - Í gulaer mest megnis fita • Þunn beinhimna er með æðar og taugar sem klæðir beinin að utan.

  12. Liðamótin eru lykillinn að hreyfanleikanum • Milli margra beina í líkamanum er liðamót. • Liðamót gera beinum kleift að hreyfast. - Kúluliður: beinin hreyfst í allar áttir. - Hjöruliður: t.dí fingur og tær og olnbogi. - Hverfaliður, þá hreyfast beinin gegn hvort öðru t.d höfuðið (til beggja hliðar) • Hvar í líkamanum er dæmi um lið sem er bæði kúluliður og hverfiliður ?

  13. 4.3 Vöðvarnir hreyfa líkamann Í líkamanum eru vöðvar af þremur gerðum: -Rákóttir vöðvar: undir stjórn okkar vilja. -Sléttir vöðvar: sléttir vöðvar eru stýrðir af sjálfvirkum taugaboðum (t.d. í meltingarveginum, sjá um að ýta fæðunni áfram) -Hjartavöðvi: er stýrður af sjálfvirku rafboðum.

  14. Samstilling hreyfinga • Rákóttir vöðvar sem beygja liðamót kallast BEYGJUVÖÐVAR en þeir sem rétta úr liðamótunum kallast RÉTTIVÖÐVAR. • Á enda rákótts vöðva eru alltaf sterkar SINAR – þannig er vöðvinn festur báðum megin við liðamótin.

  15. Knippi vöðvaþráða • Rákóttur vöðvi (sem við stjórnum) eru margir saman í knippi. • Hver vöðvaþráður er ein vöðvafruma sem er minni en 0,1 mm og geta verið allt að 30 cm langur. • Í hverri vöðvafrumu er um 2000 grannir prótínþræðir sem draga vöðvann saman. • Vöðvafrumur þurfa því orku í formi glúkósa og súrefni, eða fitu og súrefni.

  16. Vöðvarnir og þolið • Þol er mælikvarði á það hversu lengi vöðvar okkar geta starfað, sem er undir því komið hversu mikið súrefni þeir geta tekið úr blóðinu. • Við aukna þjálfun geta vöðvarnir tekið upp meira súrefni, þar sem orkuver frumunnar verður öflugara = hvatberum fjölgar.

  17. Harðsperrur • Verði vöðvarnir fyrir súrefnisskorti myndast mjólkursýra, vöðvafrumur súrna og við fáum verk. • Harðsperrur (strengir) geta komið ef við reynum of mikið á vöðvana, þá skemmast vöðva-frumurnar tímabundið

  18. Tvær gerðir vöðvaþráða • Hægir vöðvaþræðir (Type I): • Þeir eru „sparneytnir“ á orku og súrefni og hafa mikið úthald. • Að hluta til erfðir og hluta til æfing. • Sá sem er t.d. langhlaupari verður að hafa meira af þessari gerð vöðvaþráða. • Hraðir vöðvaþræðir (Type II): • Þeir fá mikla orku á stuttum tíma, sem dugar mun skemur en hjáhægu vöðvaþráðunum. • Þeir sem eru spretthlauparar eða í lyftingum hafa meira af þessari gerð vöðvaþráða.

  19. Hver er týpa 1 eða 2?

More Related