250 likes | 999 Views
15. Kafli: Hjartað. LOL 203 Guðrún Narfadóttir. Staðsetning hjartans. Hjartað er staðsett milli lungna u.þ.b. 2/3 hlutar hjartans eru vinstra megin við miðlínu Apex cordis (hjartatoppur) snýr niður og hvílir á þind Basis cordis (hjartagrunnur) snýr upp. Pericardium (gollurshús).
E N D
15. Kafli: Hjartað LOL 203 Guðrún Narfadóttir
Staðsetning hjartans • Hjartað er staðsett milli lungna • u.þ.b. 2/3 hlutar hjartans eru vinstra megin við miðlínu • Apex cordis (hjartatoppur) snýr niður og hvílir á þind • Basis cordis (hjartagrunnur) snýr upp
Pericardium (gollurshús) • Gollurshús þekur hjartað • Gollurshús er úr tveim lögum: • Ytra trefjalag • festir hjartað innan miðmætis • hindrar ofteygjur • Innra himnulag: skiptist í • ytri veggþynnu (lamina parietalis) og • innri iðraþynnu (lamina visceralis / epicardium) er jafnframt ysta lag hjartaveggjarins • gollurshússhol er milli veggþynnu og iðraþynnu
Hjartaveggurinn • Hjartaveggurinn er úr þrem lögum • Epicardium (iðraþynna) • er ysta lag hjartaveggjar og jafnframt innsta lag gollurshússins • Myocardium (hjartavöðvi) • myndar þykkasta hluta veggjarins • Endocardium (hjartaþel) • klæðir hjartað að innan
Eðli hjartavöðvans • Frumur hjartavöðvans hafa • einn kjarna • þverrákir • frymistengsl • Hjartavöðvinn er sjálfvirkur • hann fer í samdrátt án utanaðkomandi boða • frymistengsl tryggja hraðan boðflutning um hjartað • Hjartað fer aldrei í viðvarandi samdrátt (tetanus) eins og rákóttur vöðvi gerir • Þetta er vegna þess að hver boðspenna í hjartavöðva tekur lengri tíma en samdrátturinn sem hún veldur • næsta boðspenna getur því ekki myndast fyrr hjartavöðvinn hefur náð slökun
Hólfaskipting hjartans • Septum cordis (hjartaskipt) skiptir hjartanu í hægri og vinstri hluta • hægri hjartahluti dælir blóði til lungna • vinstri hjartahluti dælir blóði um ósæð út í líkamann • Hvor hjartahluti skiptist í tvö hólf: • Atrium (gátt): tekur við blóði • Ventriculus (slegill): dælir blóði frá hjarta
Æðar sem tengjast hjartanu • Bláæðar sem tæmast í atrium dxt.: • vena cava inferior (neðri holæð) • flytur blóð frá líkama neðan þindar • vena cava superior (efri holæð) • flytur blóð frá líkama ofan þindar • sinus coronarius (kransstokkur) • Flytur blóð frá hjartavöðvanum sjálfum • Bláæðar sem tæmast í atrium sin: • venae pulmonales (lungnabláæðar) • tvær frá hvoru lunga • Slagæð sem flytur blóð frá ventriculus dxt. til lungna: • truncus pulmonalis (lungnastofnæð) • Slagæð sem flytur blóð frá ventriculus sin. til líkama: • aorta (ósæð)
Hjartalokur • Fjórar hjartalokur hindra bakflæði blóðs • Atrioventricular (AV) lokur eru milli atria og ventricula: • Valva bicuspidalis/mitralis er vinstra megin • Valva tricuspidalis er hægra megin • Fyrra hjartahljóðið heyrist þegar AV lokur skella aftur • Semilunar lokur (hálfmánalokur) eru milli ventricula og slagæða: • Valva aortae (ósæðarloka) • Valva trunci pulmonalis (stofnæðarloka) • Seinna hjartahljóðið heyrist þegar semilunar lokur skella aftur
Blóðflæði um hjartað • Blóð flæðir alltaf undan þrýstingsfallanda • Dælustarfsemi hjartans skapar þrýstinginn og lokurnar sjá til þess að blóðið streymir aðeins í eina átt
Blóðflæði um hjartavöðvann • Arteriae coronariae (kransæðar) flytja súrefni og næringu til hjartavöðvans • Skortur á blóðflæði til hjartavöðvans getur valdið vefjaskemmdum • Sinus coronarius (kransstokkur) tekur við súrefnissnauðu blóði frá hjartavöðvanum og flytur það til atrium dxt.
Leiðslukerfi hjartans • Leiðslukerfi hjartans sér um að mynda boð og dreifa þeim síðan hratt um allan hjartavöðvann • Sérhæfðar frumur hjartavöðvans mynda leiðslukerfið • Leiðslukerfið skiptist í: • Nodus sinoatriale (SA hnútur) • gangráður hjartans, staðsettur í atrium dxt. • Nodus atrioventricularis (AV hnútur) • staðsettur milli atrium og ventriculus • His knippi • Purkinje þræðir
Hjartarafrit • Raffræðilegar breytingar í hjartahring (cardiac cycle) sjást í hjartarafriti (EKG) • Takkar í eðlilegu EKG: • P-takki endurspeglar afskautun atria • QRS-komplex endurspeglar afskautun ventricula • T-takki endurspeglar endurskautun ventricula • Með EKG má sjá ýmis frávik í byggingu og starfsemi hjartans
Samdráttur í gáttum Samdráttur í sleglum
Hjartahringur (cardiac cycle) • Í einum hjartahring er ein systola og ein diastola • Í diastolu (aðfallsfasa) er slökun og fylling ventricula • Í lok diastolu verður samdráttur í atrium (atrial systola) • Í systolu (útfallsfasa) er samdráttur og tæming ventricula • Í hvíld tekur einn hjartahringur um 0.8 sek. • diastola 0.5 sek. • systola 0.3 sek.
Atburðir í einum hjartahring
Útfall hjarta (cardiac output) • Útfall hjarta (ÚH) er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli á mínútu • Útfall hjarta ræðst af slagmagni og hjartsláttartíðni • Slagmagn er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli í einu slagi • Hjartsláttartíðni(HT) er fjöldi slaga á mínútu ÚH = slagmagn x HT Dæmi: 5.25 lítrar / mín = 70 ml / slag x 75 slög / mín
Hvaða þættir ráða slagmagni? • Teygja hjartavöðvans fyrir samdrátt • Eftir því sem fylling hjartans er meiri í diastolu, þess öflugri verður samdrátturinn í systolu • Þetta kallast Starling lögmál • Samdráttarkraftur einstakra vöðvaþráða • Sympatískar taugar, adrenalín, aukinn kalsíumstyrkur og ýmis lyf auka slagkraftinn • Minnkuð sympatísk virkni, súrefnisskortur, lækkað pH, sum deyfilyf, og aukinn kalíumstyrkur minnka slagkraftinn • Mótþrýstingur í slagæðum • Þegar þrýstingur í sleglum er hærri en í ósæð og lungnastofnæð, opnast hálfmánalokur og blóð streymir frá hjarta • Eftir því sem þrýstingur í ósæð og lungnastofnæð er hærri, þeim mun lengur eru lokurnar að opnast, viðnámið eykst og tæming hjartans verður minni
Hvað ræður hjartsláttartíðni? Þó hjartað sé sjálfvirkt, eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á tíðni hjartsláttar • Taugastjórnun • Hjartastillistöð er staðsett í mænukylfu (medulla oblongata) • Sympatískar taugar auka tíðni og kraft hjartsláttar • Parasympatíska taugar (greinar frá vagus taug) draga úr sláttartíðni, en hafa ekki áhrif á slagkraftinn • Efnastjórnun • Hormón (adrenalín og þýroxín auka tíðni hjartsláttar) • Jónir (hækkað natríum og kalíum minnka tíðni og kraft, en aukið kalsíum eykur tíðni og kraft hjartsláttar) • Ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á hjartsláttartíðni • aldur, kyn, þjálfunarstig, líkamshiti
Áhrif þjálfunar á hjartað • Við stöðuga líkamsþjálfun eykst súrefnisþörf vöðva • Þjálfunin veldur breytingum á starfsemi líffærakerfanna sem leiðir til aukinnar súrefnisupptöku vöðva • Kostir þjálfunar: • Hvíldarpúls lækkar • Hámarks ÚH eykst • Blóðþrýstingur lækkar • Líkamsfita minnkar • Líkur á blóðtappa minnka