1 / 27

Norrænt starf vegna umhverfismerkja

Norrænt starf vegna umhverfismerkja. 64. Fiskiþing, 2005 Pétur Bjarnason Fiskifélagi Íslands. Efni fyrirlestursins. Í þessum fyrirlestri mun ég rekja í grófum dráttum aðkomu Fiskifélagsins varðandi umhverfismerki á norrænum vettvangi. Bakgrunnur “Trúboð” á Norðurlöndum

laksha
Download Presentation

Norrænt starf vegna umhverfismerkja

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Norrænt starf vegna umhverfismerkja 64. Fiskiþing, 2005 Pétur Bjarnason Fiskifélagi Íslands

  2. Efni fyrirlestursins • Í þessum fyrirlestri mun ég rekja í grófum dráttum aðkomu Fiskifélagsins varðandi umhverfismerki á norrænum vettvangi. • Bakgrunnur • “Trúboð” á Norðurlöndum • Viðbrögð á Norðurlöndum • Núverandi stöðu

  3. Bakgrunnur • Umhverfismerki í sjávarútvegi eiga að leiðbeina neytandanum. • Það er óheppilegt að aðeins eitt umhverfismerki sé á markaðinum. • Það er einnig óheppilegt að þau séu of mörg. • Það er mikilvægt að löggilding og vottun sé óháð merkiseigandanum.

  4. Bakgrunnur 2 • Það er óviðsættanlegt að merkiseigandi einn geti breytt skilyrðum sem uppfylla þarf. • Alþjóðlegar reglur/leiðbeiningar þurfa að gilda og um allar breytingar á að þurfa víðtæka samstöðu. • Það á að leiðbeina neytandanum en ekki rugla hann.

  5. NKO fundir • FÍ hefur upplýst norræn samtök um stöðu mála varðandi umhverfismerki á nokkrum NKO fundum. • Ekki hefur orðið vart við annað en að talsverð samstaða sé um að forðast MSC miðað við óbreytt ástand en efasemdir hafa oft verið upp um að skapa eigi eigið merki til viðbótar við þau sem eru fyrir. • Á NKO fundi í Kalmar 2003 var ákveðið að hittast síðar sérstaklega vegna umhverfismerkja.

  6. Hnjáskjálfti í Noregi • Árið 2003 bárust af því fréttir að Norges Råfisklag væri að hnusa að MSC. • Farin var sérstök ferð til Noregs og rætt við samtök í sjávarútvegi og þau hvött til samstöðu með okkur. Okkar boðskap var vel tekið og Norges Råfisklag viðurkenndi aðeins að hafa verið að kynna sér málið.

  7. Hnjáskálfti í Noregi • Litlu síðar fórum við Kristján Þórarinsson með fyrirlestur um málið til Noregs og Danmerkur. (Síðar var Kristján beðinn um að flytja erindi um málið á aðalfundi Samtaka norskra útgerðarmanna sem haldinn var hér á landi). • Síðar bárust af því fréttir að Samtök útgerðarmanna í Noregi, sem eru undirdeild í Norges fiskarlag (Samtök sjómanna og útgerðarmanna) hefðu verið í nánu sambandi við MSC.

  8. Fundur í Kaupmannahöfn janúar 2004 • Í janúar 2004 var haldinn fundurinn sem ákveðinn var í Kalmar sumarið áður. • Fundarstaður var Kaupmannahöfn og þangað mættu fulltrúar úr atvinnugreininni bæði af sjó og úr landvinnslu frá öllum Norðurlandanna nema Álandseyjum. • Á fundinum var mikil eining um að kanna möguleika á að efna til Norræns/Norður-Atlantshafs umhverfismerkis.

  9. Fundur í Kaupmannahöfn janúar 2004 (2) • Fulltrúar frá Samtökum útgerðarmanna í Noregi upplýstu á fundinum að þeir væru í svokallaðri forkönnun vegna umhverfis-merkis MSC og að þeir myndu taka afstöðu til frekari samstarfs við MSC í framhaldi af niðurstöðu þeirrar könnunar. • Þeir voru samt einhuga um að taka þátt í okkar vinnu vegna norræns merkis.

  10. Vinnufundur í Reykjavík í mars 2004 • Í framhaldi af fundinum í Kaupmannahöfn var haldinn smærri vinnufundur um málið í Reykjavík og þar var ákveðið að biðja Fiskifélagið að kanna grundvöll fyrir norrænt merki og kanna hverjir myndu vilja vera með. • Aflað var styrkja til verkefnisins DKK 70.000 frá Norrænu ráðherranefndinni og DKK 150.000 frá Vest-Norrænu nefndinni (NORA).

  11. Framhald verkefnisins • Fiskifélagið hefur í tvígang kynnt stöðu mála varðandi verkefnið “Norrænt umhverfismerki”, fyrst á NKO fundi á Akureyri í ágúst 2004 og síðan á fundi í Kaupmannahöfn í febrúar 2005. • Í ljósi nýrra upplýsinga var ekki jafn mikill áhugi á norrænu merki og áður en samt talin þörf á að mæta þeim kröfum sem uppi voru.

  12. Framhald norska frumkvæðisins • Á fundi í Álasundi, sem Norræna ráðherranefndin efndi til, var ég upplýstur í einkasamtali að niðurstaða forkönnunar lægi fyrir og að sjórn Samtaka norskra útgerðarmanna leggði til við önnur samtök í greininni að tekið yrði tilboði um að fara í feril vegna MSC vottunar.

  13. Framhald norska frumkvæðisins (2) • Fulltrúar Samtaka norskra útgerðarmanna héldu erindi á fyrrnefndum fundi í Kaupmannahöfn um það sem þeir hefðu gert. • Nánar verður gerð grein fyrir þeirra máli síðar en niðurstaða forkönnunar var sú að ufsi væri í lagi og togaraveiðar á þorski líka. • Strandveiðar þorsks væru hæpnari.

  14. Framhald norska frumkvæðisins (3) • Önnur samtök í norskum sjávarútvegi tóku þurrlega í tillögu útgerðarmannanna en samþykkt var að fá Norska sjávar-útflutningsráðið til þess að kanna eftirspurn eftir umhverfismerki, annars vegar meðal kaupenda á mörkuðum og hins vegar meðal útflytjenda.

  15. Norska könnunin - niðurstöður • Norska könnunin um spurn eftir umhverfismerki er ekki opinber, Hins vegar hefur aðalniðurstaðan verið kynnt en hún er að eftirspurn eftir umhverfismerki er afar ofmetin. • Aðrar niðurstöður, sem frést hefur af, eru að MSC er þakkað fyrir að hafa komið umræðunni af stað og að neytendur eða réttara sagt kaupendur vilja fá einhvers konar staðfestingu á að vel sé staðið að nýtingu fiskistofna.

  16. Norsku viðbrögðin nú • Þeir Norðmenn sem mættu á fundinn í Kaupmannahöfn í janúar s.l. töldu stöðuna nú vera þá að réttast væri að “bíða og sjá til”. • Þeir eru opnir fyrir því að þurfa að fara í MSC ferlið ef eitthvað breytist en telja í bili ekki þörf á að aðhafast annað en að fylgjast grannt með.

  17. Viðbrögð annarra fulltrúa • Það er rétt að greina frá viðbrögðum annarra fulltrúa á fundinum: • Færeyingar virðast vera okkur alveg sammála. • Svíar telja að MSC sé orðið svo sterkt að ekkí þýði annað en að hlaupa í þeirra fang og vona það besta. • Danir eru sammála okkur en vilja samt helst ekki neitt umhverfismerki.

  18. Röksemdir Norðmanna • Það er rétt í ljósi sanngirninnar að reyfa örlítið röksemdir Norðmannana fyrir sínum aðgerðum. • Á fundinum í Kaupmannahöfn í febrúar s.l. fluttu fulltrúi Samtaka norskra útgerðarmann erindi og skildi eftir glærur sem ég bregð hér á skjáinn.

  19. Bakgrunn • Flere større selskaper/eksportører i vår medlemsmasse uttrykte behov for miljømerking. Kunder ba om ”forsikringer”. • Negative presseoppslag, særlig i UK og Sverige. Høy grad av unøyaktighet (torsk er torsk…) • New Zealand hoki (150.000 mt), Sør-Afrika hake (150.000 mt), US sjøfrossen Alaska Pollock (Bering Sea, Aleutian Islands, Gulf of Alaska, verdens største hvitfiskeri -1.400.000 mt), alle sertifisert. • US autoline torskefiske Bering Sea og Aleutian Islands (100.000 mt+), Chile hake (50.000 mt), + kveite US/Canada, og div. annen hvitfisk er under sertifisering

  20. Bakgrunn • Våre hovedkonkurrenter i markedet er altså sertifisert (MSC, ~2 mill mt). Samtidig er nye fiskeri under sertifisering. • Vi (Norge, Norden) diskuterer og diskuterer, og fokuserer på det prinsipielle • Fiskebåtredernes Forbund besluttet des ’03 / jan ’04 å foreta en forundersøkelse (pre-assessment) for viktigste norske hvitfiskerier (torsk, hyse, sei nord for 62ºN, sei i Nordsjøen). Inkluderende tilnærming; kyst og hav, alle fiskeri av betydning.

  21. Könnun Norska sjávarútflutningsráðsins • Ég bregð hér upp nokkrum glærum sem fram komu á Kaupmannahafnarfundinum um norsku könnunina.

  22. Eksportutvalgets funn i markedet • ”Markedet” = Sverige, Tyskland, UK, Frankrike, Spania og Portugal. Utvalg med minst 50% samlet markedsandel • Det europeiske retail- og produsent markedet er opptatt av bærekraftig fiskeriforvaltning. • To hovedgrunner til det: • Redusere egen usikkerhet (sikre råstofftilgang, sikre kundegrunnlag, redusere usikkerhet for investorer) • Imagebygging

  23. Eksportutvalgets funn i markedet • Ikke avdekt spesifikke krav om miljømerking • Funnet en generell positiv holdning til MSCs initiativ, fordi har satt bærekraftighet på dagsordenen • Dersom en velger å miljømerke, er MSC det mest aktuelle alternativet • Markedets behov og interesser varierer fra land til land og over tid, og avhengig av kundetype • Norge oppfattes allerede som en nasjon med god fiskeriforvaltning

  24. Staðan nú • Fiskifélagið vinnur að skýrslu um Norrænt umhverfismerki sem verður væntanlega tilbúin í þessum mánuði. • Þessi skýrsla verður rædd á NKO fundi í Danmörku í lok júní n.k. • Ákvörðun um hvert framhaldið verður á norrænum vettvangi er óljós en líklegast verður eitthvað framhald á samstarfinu.

  25. Staðan nú (2) • Krafan um að sanna verði fyrir neytendum/kaupendum að nýting fiskstofna sé sjálfbær er örugglega til staðar. • Umhverfismerki er ein leið til þess að koma þeim boðskap á framfæri. • Ýmis fyrirtæki velja sínar eigin leiðir að þessu marki.

  26. Staðan nú (3) • Ramminn um starfsemi um umhverfismerki er settur með leiðbeiningum FAO. • Hefðir og vinnuferlar varðandi löggildingu og vottun eru þekktir. • Það er auðveldara að taka upp samstarf við þá sem reka umhverfismerki nú en áður þótt aðrar leiðir séu hugsanlega heppilegri og ódýrari.

  27. Lokaorð • Umhverfismerkingar sjávarafurða eru flókið fyrirbæri og auðvelt að misstíga sig. Það þarf að koma til móts við kröfur um staðfestingu sjálfbæra veiða – en hvernig? • Staðan nú felur í sér tækifæri fyrir þjóð í fremstu röð – en einnig ógnanir.

More Related