170 likes | 293 Views
Selfoss 29. apríl 2011 Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Aðdragandi og markmið.
E N D
Selfoss 29. apríl 2011 Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði
Aðdragandi og markmið • Unnið hefur verið að Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma frá árinu 1999 í samræmi við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi árið 1997.
Hvað er rammaáætlun? • Tilraun til að vega og meta mismunandi hagsmuni. • Tilraun til að leiða saman ólík viðhorf til nýtingar og leita sátta. • Tilraun til að vinna faglega að lausn deilumála. • Tilraun til að búa til ferla svo hægt sé að vinna skipulega, hvort sem er að friðun eða annarri nýtingu svæða.
Markmið rammaáætlunar • Ná meiri sátt um vernd og nýtingu. • Leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafl og háhita, og áhrif þeirra á náttúru- og menningarminjar, m.a. með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis. • Verkefnisstjórn er skipuð 12 fulltrúum ,,hagsmunaaðila”.
Faghópar rammaáætlunar Fjórir faghópar skipaðir sérfræðingum unnu fagvinnuna. I Náttúrufar og minjar. II Ferðaþjónusta, útivist og hlunnindi. III Þjóðhagslegt gildi og byggðaþróun. IV Orkulindirnar.
Faghópur INáttúrufar og minjar • Mat verðmæti náttúru og menningarminja. • Mat áhrif mögulegrar virkjunar á þessi verðmæti. • Mat á áhrifum vatnsaflsvirkjana var að mestu miðað við vatnasvið ofan stíflu en meginfarveg fallvatns neðan hennar. Í jarðhita var tekið mið af víðáttu háhitasvæða skv. viðnáms-mælingum en einnig horft til landslagsheildar.
Faghópur IIFerðaþjónusta, útivist og hlunnindi • Faghópur II beitti nýjum og ítarlegum aðferðum í mati á útivistargildi og ferðaþjónustu. • Áhrifasvæði voru skilgreind út frá ferðamynstri og ferðaleiðum og virði svæða metið fyrir ferðaþjónustu og áhrif virkjana ásamt raflína á svæðin.
Faghópur III Þjóðhagslegt gildi og byggðaþróun • Mat möguleika einstaka virkjunar-hugmynda til að valda breytingum annars vegar í félagsgerð og hins vegar í efnahagsgerð samfélagsins, bæði staðbundin áhrif og áhrif á landsvísu. • Svarar ekki spurningunni um það hvort breytingar eru góðar eða vondar!
Faghópur IVOrkulindirnar • Faghópur IV skilgreinir þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu. • Metur afl, orkugetu og líklegan orkukostnað hvers þeirra og forgangsraðar eftir hagkvæmni.
Staða vinnunnar • Faghópar luku sínu mati snemma árs 2010 með röðun. • Kynningar og umsagnarferli. • Faghópar endurmátu á grundvelli þess. • Verkefnisstjórn hefur gengið frá sinni röðun á grundvelli niðurstaðna faghópa. • Verkefnisstjórn er að ganga frá sínum tillögum og skilar til iðnaðarráðherra og umhverfis-ráðherra.
Röð verkefnisstjórnar • Unnin út frá niðurstöðu faghópa. • 66 virkjunarhugmyndir af 84. • Þar af 44 jarðvarmavirkjanir sem raða sér bæði efst og neðst; bæði fýsilegar til nýtingar og verndunar.
Framhald málsins • Lög frá Alþingi um meðferð niðurstöðu: Verndarflokkur - biðflokkur - nýtingarflokkur • Þingsályktunartillaga unnin á grundvelli vinnu verkefnisstjórnar. • Þingsályktunartillaga í UMÁ. • Þingsályktunartillaga lögð fyrir Alþingi til afgreiðslu í haust. Takk fyrir