1 / 17

Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði

Selfoss 29. apríl 2011 Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Aðdragandi og markmið.

lark
Download Presentation

Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Selfoss 29. apríl 2011 Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði

  2. Aðdragandi og markmið • Unnið hefur verið að Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma frá árinu 1999 í samræmi við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi árið 1997.

  3. Hvað er rammaáætlun? • Tilraun til að vega og meta mismunandi hagsmuni. • Tilraun til að leiða saman ólík viðhorf til nýtingar og leita sátta. • Tilraun til að vinna faglega að lausn deilumála. • Tilraun til að búa til ferla svo hægt sé að vinna skipulega, hvort sem er að friðun eða annarri nýtingu svæða.

  4. Markmið rammaáætlunar • Ná meiri sátt um vernd og nýtingu. • Leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafl og háhita, og áhrif þeirra á náttúru- og menningarminjar, m.a. með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis. • Verkefnisstjórn er skipuð 12 fulltrúum ,,hagsmunaaðila”.

  5. Faghópar rammaáætlunar Fjórir faghópar skipaðir sérfræðingum unnu fagvinnuna. I Náttúrufar og minjar. II Ferðaþjónusta, útivist og hlunnindi. III Þjóðhagslegt gildi og byggðaþróun. IV Orkulindirnar.

  6. Faghópur INáttúrufar og minjar • Mat verðmæti náttúru og menningarminja. • Mat áhrif mögulegrar virkjunar á þessi verðmæti. • Mat á áhrifum vatnsaflsvirkjana var að mestu miðað við vatnasvið ofan stíflu en meginfarveg fallvatns neðan hennar. Í jarðhita var tekið mið af víðáttu háhitasvæða skv. viðnáms-mælingum en einnig horft til landslagsheildar.

  7. Faghópur IIFerðaþjónusta, útivist og hlunnindi • Faghópur II beitti nýjum og ítarlegum aðferðum í mati á útivistargildi og ferðaþjónustu. • Áhrifasvæði voru skilgreind út frá ferðamynstri og ferðaleiðum og virði svæða metið fyrir ferðaþjónustu og áhrif virkjana ásamt raflína á svæðin.

  8. Faghópur III Þjóðhagslegt gildi og byggðaþróun • Mat möguleika einstaka virkjunar-hugmynda til að valda breytingum annars vegar í félagsgerð og hins vegar í efnahagsgerð samfélagsins, bæði staðbundin áhrif og áhrif á landsvísu. • Svarar ekki spurningunni um það hvort breytingar eru góðar eða vondar!

  9. Faghópur IVOrkulindirnar • Faghópur IV skilgreinir þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu. • Metur afl, orkugetu og líklegan orkukostnað hvers þeirra og forgangsraðar eftir hagkvæmni.

  10. Staða vinnunnar • Faghópar luku sínu mati snemma árs 2010 með röðun. • Kynningar og umsagnarferli. • Faghópar endurmátu á grundvelli þess. • Verkefnisstjórn hefur gengið frá sinni röðun á grundvelli niðurstaðna faghópa. • Verkefnisstjórn er að ganga frá sínum tillögum og skilar til iðnaðarráðherra og umhverfis-ráðherra.

  11. Röð verkefnisstjórnar • Unnin út frá niðurstöðu faghópa. • 66 virkjunarhugmyndir af 84. • Þar af 44 jarðvarmavirkjanir sem raða sér bæði efst og neðst; bæði fýsilegar til nýtingar og verndunar.

  12. Framhald málsins • Lög frá Alþingi um meðferð niðurstöðu: Verndarflokkur - biðflokkur - nýtingarflokkur • Þingsályktunartillaga unnin á grundvelli vinnu verkefnisstjórnar. • Þingsályktunartillaga í UMÁ. • Þingsályktunartillaga lögð fyrir Alþingi til afgreiðslu í haust. Takk fyrir

More Related