140 likes | 333 Views
Kafli 8 – Viðskipti og hagkerfi. Hagkerfi = skipulag á framleiðslu, neyslu, viðskipti eða dreifing. Öll framleiðsla felur í sér vinnuframlag ( labour ) Líf fólks byggir ávallt á neyslu Viðskipti ( exchange ) eru stunduð í öllum samfélögum.til dæmis vöruskipti, gjafaskipti og makaskipti.
E N D
Hagkerfi = skipulag á framleiðslu, neyslu, viðskipti eða dreifing Öll framleiðsla felur í sér vinnuframlag (labour) Líf fólks byggir ávallt á neyslu Viðskipti (exchange) eru stunduð í öllum samfélögum.til dæmis vöruskipti, gjafaskipti og makaskipti
Þrjár gerðir viðskipta • Gagnkvæmni (reciprocity) • afmæli • Endurdreifing (redistribution) • skattur • Markaðsviðskipti (market exchange) • peningaviðskipti
Hvað er hagræn mannfræði? • Hagkerfið er skoðað í tengslum við t.d. trúarbrögð, sifjakerfi og stjórnskipulag en ekki sem skýrt afmarkaður þáttur sem lýtur sjálfstæðum lögmálum • Samkvæmt Adams Smith og öðrum klassískum hagfræðingum stjórnast hagkerfið af rökréttum ákvörðunum einstaklinga sem leitast við að hámarka ágóða sinn og lögmálum sem eru óháð öðrum félagslegum stofnunum, þ.e. lögmálum markaðarins t.d. um framboð og eftirspurn – þetta er EKKI nálgun mannfræðinnar
Kula-hringurinn • Malinowski meðal Trobríanta • Skeljahálsmen (soulava) og skeljaarmbönd (Mwali). • Hálsmenin fara réttsælis og armböndin rangsælis hringinn sem tengir fjölmargar eyjar en á sér einnig stað innan einstakra eyja. • Skipt er á jafnverðmætum hlutum. • Skapa einstaklingum frægð og frama auk þess að skapa traust
Hvar er hinn hagræni maður? • Mannfræðingar hafa einnig sett spurningamerki við röklegan framgang hagkerfisins í nútímavæddum samfélögum. Eru t.d. rökréttar skýringar á því að fólk kaupir frekar ákveðna gerð af gallabuxum heldur en aðra, þó að báðar uppfylli þörf fyrir þess háttar klæðnað? Og á sama hátt, af hverju velur fólk dýrari matvæli en ódýrari þó að enginn munur sé á næringargildi þeirra? Er það sem telst rökrétt í einu samfélagi líka rökrétt í öðru? Hvernig tengjast siðir eins og gjafaskipti hagkerfi? Eða trúarbrögð eða sifjatengsl ef út í það er farið?
Gjöfin • Marcel Mauss (1925) • Gjafaskipti snerta öll svið samfélagsins, hið trúarlega, hið efnahagslega, lagalega og siðfe • Með gjafaskiptum tekur fólk því þátt í að skapa og viðhalda grunngildum samfélags og menningar og það er um leið ómögulegt að skilja viðskipti nema í félagslegu samhengirðislega
Potlatch • Athöfn sem stunduð er í samfélögum indíána á norð-vesturströnd Norður-Ameríku, t.d. meðal Kwakiutl, Tlingit-, Haida- og Chinook-fólksins. • Hver gefur “flottast”
Og næstur er Karl Marx • Hugmyndir hans um stéttatengsl hentuðu vel til að skýra stöðu og aðstæður þróunarríkja • Hagkerfið er samofið samfélagslegum stofnunum • Hagrænar athafnir eru pólitískar í sjálfu sér = valdaformgerð
Fylgniþróunarkenningar (dependency theories)og heimskerfiskenningar (world system theories) • vestræn iðnríki = kapitalistar • þróunarríki = öreigar • Hagsmunir iðnríkjanna felast í aðgangi að ódýru hráefni til að viðhalda stöðugum hagvexti á heimaslóðum og sökum aflsmunar eru þau í aðstöðu til að viðhalda ójöfnum valdatengslum í kerfinu og halda þar með fátækum ríkjum á jaðrinum
Græna byltingin • Tækni- og framleiðslubreytinga í landbúnaði á eftirstríðsárunum sem leiddu til mikillar framleiðsluaukningar á matvælum • Nýjar korntegundir hafa kallað á meiri notkun á skordýraeitri og áburði auk þess sem þær henta misvel á ólíkum svæðum. Aukin einsleitni í framleiðslu smábænda hefur gert þá viðkvæmari fyrir hnattrænum hagsveiflum og alþjóðlegri samkeppni á matvörumarkaði, í stað þess að vera sjálfum sér nógir um nauðþurftir eru þeir nú háðari en áður sölu framleiðslunnar á markaði til að að geta keypt nauðsynjavörur.
Heimilishald • Þessi skipting er þó tiltölulega nýleg því fyrir iðnbyltinguna var heimilið megin framleiðslueining samfélaga. Á Íslandi fór almennur vinnumarkaður t.d. ekki að myndast að ráði fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Þá var ekki gerður skýr greinarmunur á markaði utan heimilis og framleiðslu innan heimilis.
Hnattvæðing, neysla og framleiðsla • Hnattvæðing (globalization) • Ameríkuvæðing • Hnattrænt hagkerfi orðið staðreynd. Þrjár birtingarmyndir þess eru fjölþjóðafyrirtæki, vörukeðjur (commodity chains) og mikilvægi vörumerkja (brands) • Lífshættir fólks í neyslusamfélögum Vesturlanda eiga þátt í að viðhalda bágum lífskjörum í fátækari heimshlutum auk þess að ýta ákveðnum þjóðfélagshópum út á jaðar samfélagsins