590 likes | 1.13k Views
6. kafli. Fræplöntur. Mosalyng. 6-1 Gerð fræplantna (bls.88-96). Fræplöntur eru æðplöntur sem hafa eiginlegar rætur, stöngul og blöð og fjölga sér með fræjum. Æðplöntur eru plöntur sem hafa leiðsluvefi sem flytja vatn, steinefni og næringu um plöntuna.
E N D
6. kafli Fræplöntur Lifandi veröld Mosalyng
6-1 Gerð fræplantna (bls.88-96) • Fræplöntur eru æðplöntur sem hafa eiginlegar rætur, stöngul og blöð og fjölga sér með fræjum. • Æðplöntur eru plöntur sem hafa leiðsluvefi sem flytja vatn, steinefni og næringu um plöntuna. • Fræplöntum er skipt í berfrævinga og dulfrævinga. Lifandi veröld
DulfrævingurBerfrævingur Brennisóley Sitkagreni Lifandi veröld
Skipting plöntu • A – blóm • B – stilkur • C – laufblað • D – rót • E – viðarvefur • F – sáldvefur • Epidermis – yfirhúð • Cotrex - börkur Lifandi veröld
Rótin (bls.89-90) • Rætur festa plöntuna í jarðvegi og sjá einnig um upptöku á vatni og steinefnum • Sumar plöntur nota rætur til að geyma forðanæringu • Rætur margra plantna hafa rótarhár sem auka yfirborð rótanna og gera plöntunni mögulegt að taka upp meira vatn og steinefni • Rótum er skipt í stólparót og trefjarót Lifandi veröld
StólparótTrefjarót Lifandi veröld
Í rótum, stöngli og blöðum er leiðsluvefur sem er skipt í viðarvef og sáldvef. • Viðarvefur er gerður úr pípulaga frumum sem mynda viðaræðar. Hlutverk þeirra er að flytja vatn og steinefni frá rótum og upp eftir plöntunni. • Sáldvefurer úr pípulaga frumum sem mynda sáldæðar. Hlutverk þeirra er að flytja lífræna næringu frá laufblöðum niður eftir plöntunni. Lifandi veröld
Sáldvefur Viðarvefur Lifandi veröld
Viðarvefur Sáldvefur Þverskurður af túlípanarót Lifandi veröld
Langskurður af rót Lifandi veröld
Stöngullinn (bls.90-93) • Hlutverk stönguls: • Flytur vatn og steinefni upp viðarvefinn til laufblaða • Flytur lífræna næringu með sáldvef frá laufblöðum til róta • Ber uppi laufblöð þannig að þau fái sem mest sólarljós • Veitir plöntunni styrk og ber uppi blóm • Hjá sumum plöntum geymir hann forðanæringu Lifandi veröld
Árhringir og vaxtarlag Börkur Vaxtarlag Árhringir Lifandi veröld
Plöntum er oft skipt í hópa eftir gerð stönguls: • Jurtir hafa græna og mjúka stöngla. • Tré og runnar hafa harðan stöngul sem þykknar með árunum því við vöxt safnast í þá meiri viðarvefur. • Einær planta: vex upp af fræi og þroskar fræ á einu ári, deyr að hausti. • Tvíær planta: safnar forða fyrra sumarið, hluti plöntunnar lifir af veturinn t.d. rótin, seinna sumarið myndar hún fræ og lýkur æviferli sínum seinna haustið. • Fjölær planta: lifir 3 ár eða lengur, hluti plöntu s.s. stöngull og rætur lifa af vetur þó að laufblöð falli. Lifandi veröld
Laufblöðin (bls. 93-96) • Flest laufblöð skiptast í blaðfót, stilk og blöðku • Hlutverk laufblaða er að beisla orku sólar og framleiða fæðuefni, ferlið er kallað ljóstillífun Koltvíoxíð + vatn glúkósi + súrefni 6 CO2 + 6 H2O C6H12O6 + 6O2 sólarorka blaðgræna sólarorka blaðgræna Lifandi veröld
Gerð laufblaða Lifandi veröld
Þverskurður af laufblaði -ljóstillífun Loftauga Sólarljós Grænukorn Sykrur Lifandi veröld
Innri gerð laufblaða: Yst er yfirhúð með vaxlagi sem dregur úr vatnstapi. Innar er blaðhold sem gert er úr frumum með fjölda grænukorna sem annast ljóstillífun. Hluti blaðholds hefur mikið af holrúmum – kallast svampvefur. Í yfirhúð eru varafrumur sem mynda loftaugu. Inn um loftaugun er tekið koltvíoxíð og út um þau fer súrefni og vatnsgufa. Í blaðholdinu eru æðar sem gerðar eru úr viðarvef og sáldvef. Lifandi veröld
6-2 Berfrævingar bls.96-98. • Elstu fræplönturnar. • Kynliðirnir eru óvarðir á greinum trjánna og eru fræin því nakin eða óvarin. • Frjókorn berast á milli með vindi. • Einir er eini íslenski berfrævingurinn. Lifandi veröld
Einir – Juniperus communis Lifandi veröld
Einir • Sígrænn, lágvaxinn runni eða tré, myndar ber sem mikið eru notuð sem krydd. • Getur orðið mjög gamall. Lifandi veröld
6-2 Berfrævingar frh. • Þrjár helstu fylkingar berfrævinga eru: - Köngulpálmar - Musterisviðir - Barrviðir Lifandi veröld
Köngulpálmar • Eru hitabeltisplöntur, líkir pálmatrjám. • Hver planta ber annað hvort karl eða kvenblóm. • Fræ þroskast í kvenblómum sem mynda köngul. • Ná allt að 15 m hæð. Lifandi veröld
Köngulpálmi -Cycas revoluta Lifandi veröld
Köngulpálmi -Cycas revoluta Karlplanta með karlkyns köngli Lifandi veröld
Köngulpálmi -Cycas revoluta Kvenplanta með kvenköngli Lifandi veröld
Musterisviðir • Áttu sitt blómaskeið á tímum risaeðlanna. • Voru talin útdauð fylking en 1690 fannst ein tegund musteristrjáa í kínverskum klausturgarði. Ber hún heitið Ginko biloba. • Víða ræktaðir en þrífast illa villtir. Lifandi veröld
Musteristré – Ginko biloba Lifandi veröld
Ginko digitata steingervingur Blöð og fræ af Ginko biloba Lifandi veröld
Grein af Ginko biloba Lifandi veröld
Ginko biloba Karlblóm Kvenblóm Fræ Lifandi veröld
Barrviðir • Stærsta fylking berfrævinga, þekktar eru 550 tegundir. • Hafa nállaga laufblöð sem kallast barr. • Tvíkynja tré sem hafa vindfrævun. • Kvenblóm mynda fræ sem þroskast í köngli. • Flest sígræn tré. (nema lerki). • Flestir barrviðir eru nytjaplöntur, notaðir í timbur og pappír. Lifandi veröld
Barrnálar á furu Lifandi veröld
Rauðgreni Lifandi veröld
Sitkagreni Lifandi veröld
Lerki- síberíulerki Lifandi veröld
Fura- Broddfura Lifandi veröld
Könglar á barrtrjám Könglar á lerki Könglar á sitkagreni Lifandi veröld
6-3 Dulfrævingar bls. 98-103. • Fjölmennasti hópur plantna telur um 230.000 tegundir. • Bera blóm og í þeim þroskast eggfruman í lokuðu egglegi – kynliður er því vel varinn. • Plöntulíkaminn skiptist í rót, stöngul, blöð og blóm. • Frjókorn berast með vindi, vatni eða dýrum (einkum skordýrum). • Margir mynda aldin um fræ. Lifandi veröld
Blóm • Eru sérhæfð líffæri sem geyma æxlunarfæri plantna. • Blómið skiptist í fjóra hluta: - Bikarblöð - vernda blómhnappinn fyrir opnun hans. - Krónublöð - oft litskrúðug og ilmandi, laða til sín skordýr sem bera frjókorn milli blómanna. - Fræflar - karlkyns æxlunarfæri, mynda frjókorn. - Frævur – kvenkyns æxlunarfæri, neðsti hlutinn kallast eggleg, hann myndar egg og þar þroskast fræ. Lifandi veröld
Æxlun dulfrævinga Fer fram í tveimur áföngum. 1. Flutningur frjókorna frá frjóhnappi fræfils að fræni frævunnar. Það kallast frævun. 2. Samruni sáðkjarna úr frjókorni og kjarna eggfrumu, en það ferli kallast frjóvgun. Lifandi veröld
Sjálffrævun kallast það þegar frjókorn berast yfir á frævu í sama blómi en víxlfrævun ef frjókorn fer á frævu í öðru blómi. Lifandi veröld
Frjókorn að losna frá frjóhnöppum Lifandi veröld
Þverskurður af blómi Lifandi veröld
Arabidopsis thaliana Lifandi veröld
Fræni – efsti hluti frævu Lifandi veröld